Morgunblaðið - 17.02.1994, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. FEBRUAR 1994
Hagkvæmni sæstrengs
borin saman við stóriðju
eftir Bjarna Jónsson
Á útmánuðum 1992 reit undirrit-
aður tvær greinar í Morgunblaðið
um ofangreint efni. Á þessum vetri
hefur opinber umræða hafist af al-
vöru um sæstreng frá íslandi til
Stóra Bretlands eða meginlands
Evrópu með viðkomu í Færeyjum.
Þó að fjarri fari að sæstrengur fyr-
ir slíkt dýpi (mest 1 km) og af slíkri
lengd (900-1.800 km) hafi nokkru
sinni verið hannaður, hvað þá lagð-
ur, eru því samt nú gerðir skórnir
að slíkt fyrirtæki gæti reynst ís-
lendingum arðsamt. Vegna um-
fangs verkefnisins er afar hæpið
að unnt yrði að samræma það frek-
ari uppbyggingu stóriðju á íslandi.
Af þessum sökum er full ástæða
til að bera saman þessa valkosti,
þ.e. sæstrengi og stóriðju. Verður
þá miðað við 1.000 MW virkjað afl
í báðum tilvikum.
Tækni
Sæstrengur til Skotlands yrði um
900 km langur og þyrfti að vera á
1.000 m dýpi, þar sem dýpst er.
Lengsti sæstrengur sem lagður hef-
ur verið er strengurinn á milli
Vancouver Island og meginlands
Kanada. Hann er 240 km (525 kV
olíustrengurjeða rúmlega fjórðung-
ur af lengs íslandsstrengsins.
Stærsti jafnstraumssæstrengur
hingað til er 400 kV, 500 MW milli
Svíþjóðar og Finnlands.
Nú er í framleiðslu strengurinn
Skagerrak 3 sem setja mun dýptar-
met þegar hann verður lagður frá
Noregi til Danmerkur. Dýpið verður
mest 530 m. Strenglagnaskipið er
búið sjálfvirkum staðsetningarbún-
aði, þannig að staðsetningarná-
kvæmni er mikil. Áhöfnin hefur sér
til aðstoðar fjarstýrðan kafbát,
ROV (Remote Operated Vehicle),
með myndbandsvél. Annað neðan-
sjávartæki, Capjet, kemur á eftir
og grefur strenginn með háþrýsti
vatnsbunu. Þetta tæki getur mest
unnið á 500 m dýpi. Þessi strengur
mun mest geta flutt 500 MW.
Næsta kynslóð sæstrengja á að
geta flutt 800 MW.
Af þessu sést að íjarri fer að
núverandi tækni ráði við 1.000 MW
sæstreng á milli íslands og Skot-
lands, hvað þá tvöfalt lengri streng
til meginlandsins. Slík framkvæmd
verður vart tæknilega viðráðanleg
fyrr en eftir aldamót.
Álvinnsla á hinn bóginn er reist
á vel þekktri tækni í grundvallarat-
riðum. Á hinn bóginn er nýjasta
tækni hagnýtt til framleiðsluaukn-
ingar og til bestunar í framleiðslu-
ferlunum m.t.t. nýtingar og gæða.
Hagkvæmni
Vegna þess að nauðsynlegu
tæknistigi sæstrengsins er enn ekki
náð, er ekki unnt að gera nákvæma
kostnaðaráætlun. Unnt er að styðj-
ast við norskar áætlanir um sæ-
streng frá Noregi til Hamborgar,
540 km langan. Islandsstrengurinn
mundi kosta a.m.k. 30 mill/kWh
og flutningur, þ.e. töp, línur og
endamannvirki, 100 mill/kWh.
Er raforkumarkaðurinn í Evrópu,
sem nú er verið að einkavæða, fús
til að greiða þetta verð?
Samkvæmt norskri könnun á
arðsemi áðurnefnds sæstrengsverk-
efnis þar, er fáanlegt raforkuverð
í Þýskalandi nú aðeins 15 mill/kWh,
sé reiknað ársmeðaltal. (55
mill/kWh fást í 6,5 klst. á virkum
dögum utan orlofstíma.) Sam-
kvæmt upplýsingum frá Noregi eru
Norðmenn nú hættir við þetta sæ-
strengsverkefni að sinni, þar sem
það þykir ekki nógu arðvænlegt.
Búst má við að raforkuverð á
Skotlandi sé lægra en í Þýskalandi
vegna orkugnægðar á Skotlandi,
t.d. frá vatnsaflsvirkjunum. Það
liggur því fyrir að raforkuverð í
Evrópu þarf a.m.k. að_ fjórfaldast
til að sæstrengur frá Islandi geti
skilað arði. Jafnvel hugsanlegur
koltvíildisskattur (hámark 10
USD/tunna) mundi hækka orku-
verð um í mesta lagi 50%. Það er
ekki unnt við núverandi aðstæður
að sjá að sæstrengsverkefni geti
orði arðsamt.
Um arðsemi nýrra álvera á Is-
landi er það að segja að hún mark-
ast að töluverðu leyti af raforku-
verðinu sem í boði er auk markaðs-
verðs á áli.
Meðalverð til álvera í heiminum
ertalið vera 15-20 mill/kWh. Sum-
ir bjóða nýjum álverum 10 mill/kWh
fyrstu árin. Það er því við ramman
reip að draga ef arðsemi innlendrar
raforku krefst um 20 mill/kWh til
verksmiðja. Þessa tölu er sennilega
hægt að lækka með samningum um
ótryggða orku, langan gildistíma
samnings og lágmarksnýtingartíma
uppsetts afls.
Samanburður á arðsemi sæ-
strengs og stóriðju er stóriðjunni
greinilega í vil, þó að ekki blási
byrlega fyrir henni nú um stundir.
Atvinna
Á huldu er hvort sæstrengsverk-
smiðja yrði reist hérlendis, þó að
ráðist yrði í verkefnið. Hún mundi
hins vegar tæpast ein sér skapa
jafnmörg ársverk og bygging ál-
vers. Miðað við áætlanir um ATL-
ANTAL, sem í fyrri áfanga þarf
um 370 MW og 2.000 íslensk mann-
ár, mundi alls 1.000 MW álver (eitt
eða fleiri) þurfa yfir 5.000 íslensk
mannár á byggingarskeiði. Sæ-
strengsverksmiðja, sem e.t.v. starf-
ar í 15 ár, mundi þurfa 330 manns
í vinnu til að jafnast á við byggingu
álvers.
Rekstur á 1.000 MW raforku-
virkjum á íslandi mundi vart út-
heimta fleiri menn en 500. Hins
vegar má búast við að 7.000 manns
hefðu beint eða óbeint vinnu vegna
álvera sem notuðu 1.000 MW alls.
Hér er því ólíku saman að jafna.
Bjarni Jónsson
„Það liggur því fyrir
að raforkuverð í Evr-
ópu þarf a.m.k. að fjór-
faldast til að sæstreng-
ur frá Islandi geti skil-
að arði.“
Áhrif á raforkukerfið
Ekki er vitað hver nýtingartími
sæstrengs yrði. Það veltur á orku-
sölusamningnum og rekstraröryggi
strengsins. Ólíklegt verður að telja
að sæstrengur nái yfir 8.000 klst.
nýtingartíma á ári Qafngildir með-
alálagi yfir 90% af toppálagi.) Til
samanburðar er álver með nýting-
artíma yfir 8.000 klst. (ISAL 1993
með 8.500 klst. m.v. 1 klst. toppa).
Á nýtingartímanum veltur að miklu
leyti arðsemi vatnsorkuvera.
Að ýmsu leyti er óhagstætt, að
1.000 MW afl, sem nemur u.þ.b.
tvöföldu núverandi landskerfis-
álagi, sé tengt á einum stað, eins
og ^rði með sæstreng.
Álver mundi hins vegar væntan-
lega dreifast um landið.
Þá má búast við talsverðri rýrn- t
um spennugæða við sæstrengsteng- *
ingu. Ástæðan er sú að afriðlarnir
munu senda frá sér miklar truflan- >
ir inn á landskerfið sem valda mun *
s.k. spennubjögun hjá notendum.
Ur þessum truflunum er þó hægt ■,
að draga, en það er kostnaðarsamt. ■
Þá má búast við miklum spennu-
sveiflum þegar strengur er spennu-
settur eða hann er leystur út. Fleiri
tæknileg rekstrarvandamál fylgja
einnig tengingu stórs sæstrengs við
íslenska raforkukerfið. Sum þess-
ara vandamála eru fyrir hendi við
tengingu álvera við landskerfið, en
þau eru minni í sniðum.
Niðurstaða
Höfuðnauðsyn ber til að bijótast
út úr vítahring kreppunnar í ís-
lensku efnahagslífi. Nauðsynlegt er
að skapa viðvarandi hagvöxt um
3% á ári til að tryggja almenna
velmegun í iandinu. Til þess þarf
að brydda upp á nýjungum, helst
fjölbreyttum. Hér hafa tvær leiðir
verið nefndar til sögunnar, en því
miður virðist önnur þeirra ófær.
Hafa ber þó í huga að ekki er unnt
að sjá með mikilli vissu ýkja langt |
inn í framtíðina og aðstæður breyt-
ast oft snögglega. Nú virðist rétta
leiðin að leggja höfuðáherslu á vel
þekktar greinar, ferðamennsku,
fullvinnslu fisks og orkufrekan iðn-
að. Ef t.d. ekki verður neitt veru-
legt úr „stóriðjudraumnum", en
sæstrengsmálin taka jákvæða
stefnu, er réttlætanlegt að veija
nokkru til frekari hagkvæmni-
athugana þar. Þó ber að vara við
því að tenging viðEvrópu gæti leitt
til hækkunar raforkuverðs á ís-
landi.
Vegna umfangs verkefna og afl-
þarfar er hæpið að stóriðja og sæ-
strengur fari saman. Hagkvæmt
virkjanlegt afl er aðeins um 5.000
MW á íslandi. Forgangsröðunin er
ljós. |
Höfundur er
rafmagnsverkfræðingur og
rafmagnssljóri ísienska
áifélagsins hf.
Annað hljóð úr öðru horni
eftir Þorgeir
Þorgeirson
í Sunnudagsmogga les ég viða-
mikla grein eftir Pál Þórhallsson.
Greinin er á heilli opnu í blaðinu
og heitir Hljóð úr horni. Þrátt fyrir
háðstóninn í fyrirsögninni virðast
þessi skrif Páls sett fram af fræði-
legum alvöruþunga. Og grein sína
hefur Páll á eftirfarandi öfugmæli:
„Allir þegnar íslenska ríkisins búa
við tjáningarfrelsi en það er grund-
vallarþáttur í lýðræðisþjóðfélagi".
Og hann virðist gera þessa vafa-
sömu fullyrðingu að kjarna máls'
síns.
Nú er til einföld, almenn og
alþjóðlega viðurkennd skilgreining
á hugtakinu tjáningarfrelsi: það er
réttur hvers einstaklings til að segja
sannleikann eftir bestu vitund og í
réttmætum tilgangi. Þannig er tak-
markað tjáningarfrelsi flokkað með
grundvallarréttindum einstaklings-
ins. Og 72. grein stjórnarskrár okk-
ar frá 1944 kveður að vísu svo á,
að höft á þessu frelsi megi ekki í
lög Ieiða. Og líklega hafa slík höft
ekki verið sett hér í lög síðan
stjórnarskráin tók gildi. Hængurinn
er á hinn bóginn sá, að þegar
stjórnarskráin var sett voru hér í
gildi íjögurra ára gömul hegningar-
lög þar sem stendur skýrum stöfum
í 108. grein, að ummæli um opinber-
an starfsmann geti „varðað sektum
þó sönn séu“. Þessi lagagrein hefur
raunar hangið eins og Damoklesars-
verð yfir allri opinberri umræðu hér
síðan árið 1869 og gert það að verk-
um að enginn þegn íslenska ríkisins
býr við það tjáningarfrelsi sem ætti
að vera grundvallarþáttur í lýðræð-
isþjóðfélagi. Því hefi ég Ieyft mér
að kalla upphafssetningu Páls Þór-
hallssonar öfugmæli, sem hann því
miður gefur sér að forsendu allra
frekari athugana sinna á viðfangs-
efni greinarinnar Hljóð úr horni.
Ekki vil ég rengja það að Páll
fari rétt með orð þeirra prófessor-
anna Henriks Zahle og Bents
Christensen. Og túlkun hans á kenn-
ingum þéirra um takmarkanir á
tjáningarfrelsi opinberra starfs-
manna er vafalaust dyggilega
grunduð. En það kemur bara fyrir
lítið. Þó kenningar þessara manna
gildi í Iagaumhverfi þar sem fullt
tjáningarfrelsi nýtur verndar, er
ekki þar með sagt að þeirra sé nein
þörf í íslensku lagaumhverfi.
Meðan 108. gr. íslenskra hegn-
ingarlaga frá 1940 er óbreytt í gildi
hér er tómt mál að tala'um tjáning-
arfrelsi þegnanna. Meðan þessi
ótrúlega lagagrein fær að gera
sannleikann refsiverðan og bijóta
þar með gegn alþjóðlega viður-
kenndum grundvallaratriðum sam-
þykkta og sáttmála, sem íslendingar
þó eru aðilar að, ríkir hér ritskoðun
á vegum hins opinbera.
Og varla þarf doktorsgráðu í rök-
fræði til að sjá það að laga-
umhverfi sem verndar starfsmenn
ríkisins þannig fyrir sannleikanum
utan af götunni hlýtur að takmarka
ástundun sannleikans innan veggja
ráðuneyta og stofnana með sama
hætti.
Kenningar prófessoranna, sem
Páll er að rekja í viðamiklum um-
búðum, sýnast þjóna þeim tilgangi
að veija þagnarskyldu opinberra
starfsmanna, sem að öðru leyti ættu
að njóta fulls tjáningarfrelsis, eink-
um og sérlega þó um starfsvið sín
þar sem almannaheill koma oftar
en ekki við sögu. Þessi kenninga
smíð er flókin og viðkvæm þjónustu-
grein í ríkjum sem kappkosta vilja
Þorgeir Þorgeirson
fyrir hálfu þriðja ári
kom viðvörun frá
Mannréttindadómstóln-
um í Strasborg- þess
efnis að dómar byggðir
á 108. greininni væru
ekki í samræmi við yfir-
lýsingu Evrópuráðsins
um mannréttindi.“
að réttlátri skipan mannréttinda-
mála. Þá er það viðkvæmt mál að
takmarka frelsi einstaklinga og
hópa.
Sjálfsrækt
Námskeið, sem fjallar um bernsku innrœtingu,
sjálfsvirðingu, ást og samskipti, líkamsrœkt, matarœði,
jákvœða hugsun, markmiðasetningu, öndunarœfingar,
slökun, hugleiðslu cg lögmál velgengni. Kennslubók,
œfingar og einkatími. 23. feb. til 23. mars
Leiðbeinandi er Gunnlaugur Guðmundsson.
Stjörnuspekistöðin, Laugavegi 59, sími 10377.
Þessháttar hugarleikfimi er bara
ekki tímabær hérlendis. Ekki fyrr
en almennt tjáningarfrelsi um mál-
efni hins opinbera hefur verið leitt.
hér í lög með því að afnema 108.
gr. hegningarlaganna. Það er nefni-
lega engin þörf á sérstökum kenn-
ingum um takmarkanir á því sem
ekki er til.
Skyldi nú einhver halda að þessi
afstaða mín til sérverndar íslenska
ríkisins á starfsmönnum sínum væri
einstaklingsbundin sérviska og hár-
togun þá vil ég minna á það að
fyrir hálfu þriðja ári kom viðvörun
frá Mannréttindadómstólnum í
Strasborg þess efnis að dómar
byggðir á 108. greininni væru ekki
í samræmi við yfirlýsingu Evrópu-
ráðsins um mannréttindi. Og nýleg
skýrsla Mannréttindanefndar Sam-
einuðu þjóðanna um ísland mælir
líka eindregið með breytingu á þessu
lagaákvæði sem henni virðist í ós-
amræmi við grundvallarákvæði
Mannréttindasáttmála Sameinuðu
þjóðanna.
Þetta tek ég fram hér, ekki síst
vegna þess, að sérskipuð nefnd
dómsmálaráðuneytisins um þessa
lagagrein virðist ætla að leggja
blessun sína yfir ritskoðunahefðina.
Mun þar koma til þakklát ást nefnd-
arformannsins á 108. greininni víð-
frægu.
Ég held nú samt að þetta ritskoð-
unarákvæði hljóti að vera mjög á
fallanda fæti. Og verði það látið
víkja fyrir nútímalegra hugarfari
mætti segja að formlegum skilyrð-
um fyrir tjáningarfrelsi væri full-
nægt í íslenskum lögum.
Upp úr því gæti orðið þörf fyrir
þjónustu Páls Þórhallssonar og
kunnátt.u hans í fræðum prófessor-
anna Zahle og Christensen.
í
I
i
f
L
I
Höfundur cr rithöfundur.