Morgunblaðið - 17.02.1994, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1994
43
Sjálfstæðisflokkurinn á Selfossi
Sextán frambjóð-
endur í prófkjöri
PRÓFKJÖR Sjálfstæðisflokksins á Selfossi vegna sveitarsljórnakosn-
inganna í vor verður haldið laugardaginn 19. febrúar næstkomandi.
Sextán frambjóðendur gefa kost á sér og er prófkjörið opið öllum stuðn-
ingsmönnum flokksins og þeim er undirrita stuðningsyfirlýsingu við
flokkinn. Kosið er í Sjálfstæðishúsinu, Austuvegi 38, og hefst kjörfund-
ur kl. 10 og lýkur kl. 22.
Eftirtaldir aðilar eru í kjöri:
1. Jón Örn Arnarson, 46.ára, raf-
magnstæknifræðingur og starfrækir
eigin ráðgjafarþjónustu á Selfossi.
Maki er Sigurlaug Kristmannsdóttir
kennari.
2. Kristín Pétursdóttir, 41 árs,
þjónustufulltrúi hjá íslandsbanka á
Selfossi. Maki er Haukur Arnarr
Gíslason matsmaður.
3. Magnús Hlynur Hreiðarsson,
24 ára, blaðamaður hjá Dagskránni
á Selfossi. Maki er Anna Margrét
Magnúsdóttir nemi.
4. Pálmi Egilsson, 37 ára, fram-
kvæmdastjóri í Heilsuræktinni Styrk
sem hann á og rekur á Selfossi.
Maki er Heiðdís Þorsteinsdóttir
kennari.
5. Ragnhildur Jónsdóttir, 32 ára,
meðferðarfulltrúi á skammtímaheim-
ili fatlaðra, Lambhaga 48 á Selfossi.
Maki er Anton S. Hartmannsson
kjötiðnaðarnemi.
6. Sigurður Jónsson, 45 ára,
kennari við Sólvallaskóla á Selfossi.
Maki er Esther Óskarsdóttir skrif-
stofustjóri.
7. Steinar Árnason, 33 ára, fram-
kvæmdastjóri eigin fyrirtækis í
byggingariðnaði á Selfossi. Maki er
Brynja Matthíasdóttir húsmóðir.
8. Sæunn Lúðvíksdóttir, 32 ára,
húsmóðir á Selfossi. Maki er Gunnar
Egilsson skipstjóri.
9. Þórarinn Jóhann Kristjánsson,
29 ára, kennari við Sólvallaskóla á
Selfossi. Maki er Jónína Gísladóttir
ritari.
10. Auðunn Hermannsson, 31
árs, mjólkurverkfræðingur hjá
Mjólkurbúi Flóamanna á Selfossi.
Maki er Bergþóra Þorkelsdóttir dýra-
læknir.
11. Björgvin Helgason, 34 ára,
stýrimaður á bátnum Jóni Klemenz
frá Þorlákshöfn. Maki er Sólrún
Egilsdóttir húsmóðir.
12. Björn Ingi Gíslason, 47 ára,
hárskerameistari á eigin rakarastofu
á Selfossi. Maki er Hólmfríður Kjart-
ansdóttir sölustjóri.
13. Einar Gunnar Sigurðsson, 22
ára, trésmiður hjá Trésmiðju Stein-
ars Árnasonar á Selfossi. Maki er
Inga Fríða Tryggvadóttir af-
greiðsludama.
14. Guðmundur Steindórsson, 52
ára, aðstoðarvarðstjóri hjá Lögregl-
unni í Árnessýslu. Maki er Gréta
Svala Bjarnadóttir afgreiðsludama.
15. Halldór Páll Halldórsson, 36
ára, framhaldsskóiakennari við Fjöl-
braútaskóla Suðurlands á Selfossi.
Maki er Valgerður Sævarsdóttir
meðferðarfulltrúi.
16. Ingunn Guðmundsdóttir, 36
ára, bankastarfsmaður Landsbanka
íslands á Selfossi. Maki er Rúnar
Kristjánsson aðstoðarvarðstjóri.
Magnús Hlynur Pálmi
Hreiðarsson Egilsson
Steinar Sæunn
Árnason Lúðvíksdóttir
Jón Örn Kristín
Arnarson Pétursdóttir
Ragnhildur Sigurður
Jónsdóttir Jónsson
Þórarinn Jóhann Auðunn
Krisijánsson Hermannsson
Einar Gunnar Guðmundur
Sigurðsson Steindórsson
Halldór Páll
Halldórsson
Björn Ingi
Gíslason
Ingunn Guð-
mundsdóttir
Björgvin
Helgason
Umboðsaðili
Becks-bjórs
Beðist var
afsökunar á
mistökunum
AÐ SÖGN Skúla Karlssonar hjá
Bræðrunum Ormsson hf., sem
eru umboðsaðili Becks-bjórs,
hefur ÁTVR verið beðin afsök-
unar á þeim mistökum sem urðu
við merkingu á bjórdósum sem
komu til landsins fyrir skömmu
í fyrstu sendingunni eftir að
sala á Becks bjór hófst á nýjan
leik í öllum útibúum ÁTVR.
Eins og greint var frá í Morgun-
blaðinu á sunnudaginn reyndust
nokkrar bjórdósir í sendingunni
vera merktar á dósaloki sem
óáfengur bjór, en að sögn Skúla
var það vegna mistaka hjá verk-
smiðjunni sem framleiðir lokin,
en sannreynt hefur verið að
bjór með 5% styrkleika var í
dósunum.
Skúli sagði í samtali við Morg-
unblaðið að komið hefði í ljós að
hjá framleiðslufyrirtækinu sem
framleiðir dósalokin hafi orðið eft-
ir eitthvað óstaðfest magn af lok-
um sem farið hefði saman við ís-
lensku lokin sem send voru Becks.
„Það þykir fullsannað að ein-
göngu 5% bjór hafí verið tappað á
í Becks-verksmiðjunni þennan
dag, þannig að varan sjálf var
ósvikin þó galli hafí verið á umbúð-
um. ÁTVR hefur fengið afsök-
unarbeiðni bæði frá bjórverksmiðj-
unni og dósaframleiðandanum,"
sagði Skúli.
Þing um
siðfræði
lífs og
dauða
í TILEFNI af útkomu bókar-
innar Siðfræði lífs og dauða
eftir dr. Vilhjálm Árnason,
dósent í heimspeki, efnir Sið-
fræðistofnun til málþings þar
sem fjallað verður um ýmis
siðferðileg álitamál í heilbrigð-
isþjónustu. Málþingið verður
haldið í stofu 101 í Odda, laug-
ardaginn 19. febrúar nk. frá
kl. 13-17. Fundarstjóri verður
dr. Björn Björnsson, prófessor
í guðfræði. Flutt verða sjö stutt
framsöguerindi en að þeim
loknum verður boðið upp á
pallborðsumræður.
Dagskrá málþingsins hefst á
erindi Kristínar Björnsdóttur
hjúkrunarfræðings um samskipti
sjúklinga og heilbrigðisstétta. Því
næst flytur Sigurður Guðmunds-
son læknir erindi um siðfræði
rannsókna. Þá ræðir Lovísa Bald-
ursdóttir hjúkrunarfræðingur um
réttindi sjúklinga. Guðmundur
Þorgeirsson læknir fjallar um
læknismeðferð við lok lífs og
Hjördís Hákonardóttir lögfræð-
ingur ræðir um fóstureyðingar.
Að lokum flytur Kristján Kristj-
ánsson heimspekingur erindi um
forgangsröðun í heilbrigðiskerf-
inu en að því loknu mun Vilhjálm-
ur Árnason bregðast við erindum
annarra framsögumanna.
Framsögumenn munu síðan
taka þátt í pallborðsumræðum
ásamt Ragnheiði Haraldsdóttur
hjúkrunarfræðingi og Guðrúnu
Agnarsdóttur lækni, sem jafn-
framt mun stýra þeim umræðum.
Forseti læknadeildar, dr. Helgi
Valdimarsson, flytur síðan loka-
orð. Ráðstefnugjald er 500 kr.
og eru kaffiveitingar innifaldar í
því verði.
Atkvæði greidd um sam-
einingn á Austurlandi
ATKVÆÐAGREIÐSLA um sameiningu sveitarfélaga fer fram á
tveimur svæðum á Austurlandi næstkomandi laugardag. Annars
vegar er um að ræða sameiningu Hafnar, Nesjahrepps og Mýra-
hrepps og yrði það sveitarfélag með 2.160 íbúa. Hins vegar verða
atkvæði greidd um sameiningu Breiðdalshrepps og Stöðvarhrepps
sem yrði sveitarfélag með 650 ibúa.
Sameining allra sveitarfélag-
anna í Austur-Skaftafellssýslu var
felld í atkvæðagreiðslunni í nóvem-
ber. Sameining var þó samþykkt
í sveitarfélögunum við Hornafjörð
með 66,4% greiddra atkvæða og
var í framhaldi af því ákveðið að
reyna sameiningu Hafnar, Nesja
og Mýra.
Atvinnuráðgjafi ráðinn á Höfn
í upplýsingabæklingi sem undir-
búningshópur sveitarstjórnanna
þriggja hefur sent um svæðið kem-
ur fram að markmið sameiningar-
innar er að efla sveitarfélagið
þannig að það geti tekið að sér
aukin verkefni og bætt þjónustu
við íbúana, að glæða atvinnulíf og
treysta byggð í sveitarfélaginu og
að spara í rekstri ásamt því að
einfalda stjórnkerfi og ákvarðana-
töku. Varðandi atvinnumálin er
gert ráð fyrir ráðningu atvinnuráð-
gjafa til tveggja ára með það hlut-
verk að aðstoða við nýsköpun.
Gert er ráð fyrir að greidd verði
atkvæði um nafn á sveitarfélagið
í sveitarstjórnarkosningunum í
maímánuði. Níu fulltrúar verða í
sveitarstjórn hins nýja sveitarfé-
lags.
Vegur um Skriðurnar
forgangsmál
í bréfi hreppsnefnda Stöðvar-
og Breiðdalshrepps til íbúanna
vegna atkvæðagreiðslunnar um
helgina kemur fram að verði
hrepparnir sameinaðir verður það
forgangsmál nýs sveitarfélags að
fá fjármagn til byggingar varan-
legs vegar um Skriðurnar, það er
Færivalla-, Hvalsnes- og Kamba-
skriður. Reiknað er með að í sveit-
arstjórn verði sjö menn í stað fimm
í hvorri hreppsnefnd nú. Auglýst
verður eftir sveitarstjóra og gerð
könnun meðal íbúanna um nafn á
sveitarfélagið.
Grafík í
Gallerí
*
Umbru
GUNNHILDUR Ólafsdóttir opn-
ar sýningu á grafíkmyndum í
Galleríi úmbru, Amtmannsstíg
1, í dag, fimmtudaginn 17. febr-
úar, kl. 17-19.
Gunnhildur útskrifaðist úr graf-
íkdeild Myndlista-og handíðaskóla
íslands 1989. Hún hefur sýnt áður
á vinnustofu sinni og tekið þátt í
nokkrum samsýningum bæði hér
heima og erlendis.
Sýningin er opin þriðjudaga til
laugardaga kl. 13-18 og sunnudaga
kl. 14-18 og lýkur henni 9. mars.
Aðalskrifstofa með sveitarstjóra
og skrifstofumanni verður á Breið-
dalsvík og útibú með hálfu stöðu-
gildi á Stöðvarfirði. Nú eru tveir
starfsmenn á hvorri skrifstofunni.
Telja sveitarstjórnirnar að með
sameiningu sparist 4 milljónir kr.
í yfírstjórn.
Skuldastaða hreppanna er mis-
munandi. Nettóskuldir Breiðdals-
hrepps eru tæplega 35,6 milljónir
eða 107 þúsund á hvern íbúa en
nettóskuldir Stöðvarhrepps eru
24,2 milljónir eða 76 þúsund á
íbúa. Verði af sameiningu er gert
ráð fyrir að Jöfnunarsjóður sveitar-
félaga muni greiða 1,5 milljóna kr.
framlag árlega í fjögur ár til jöfn-
unar á skuldastöðu þeirra.
Gunnhildur Ólafsdóttir