Morgunblaðið - 17.02.1994, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 17.02.1994, Blaðsíða 27
26 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUJIAGUR 17. FEBRÚAR 1994 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. FEBRUAR 1994 27 Plurgíiiinlílalíií Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. á mánuði innanlands. í lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið. Viðskiptadeila Bandaríkjamanna og Japana Asakanir Bandaríkjamanna á hendur Japönum um að þeir hafí ekki staðið við rammasam- komulag ríkjanna um viðskipta- mál, sem undirritað var í júlí í fyrra, gætu verið fyrsta skrefið í átt að viðskiptastríði milli þessara tveggja voldugu ríkja. A þriðjudag sakaði Mickey Kantor, viðskiptafulltrúi Banda- ríkjastjórnar, Japana um að hafa ekki staðið við loforð um að opna Japansmarkað nægilega fyrir bandaríska farsímaframleiðand- ann Motorola þrátt fyrir að þrisv- ar hafi náðst samkomulag um það milli þjóðanna. Hafa Bandaríkja- menn veitt Japönum þrjátíu daga frest til að semja upp á nýtt um þessi mál ella verður gripið til efnahagslegra refsiaðgerða. Bandaríkjamenn og fleiri þjóðir hafa löngum gagnrýnt viðskipta- stefnu Japana. A sama tíma og japönsk framleiðsla á greiðan aðgang að vestrænum mörkuðum er Japansmarkaður í raun lokaður vestrænum fyrirtækjum á fjöl- mörgum sviðum, oftar en' ekki vegna tæknilegra viðskiptahindr- ana. í fyrra var viðskiptajöfnuður Japana jákvæður um rúmega 130 milljarða dollara og var um helm- ingur þeirrar upphæðar vegna viðskipta við Bandaríkin. í gær greindi svo japanska fjármála- ráðuneytið frá því að viðskipta- jöfnuður Japana í janúarmánuði hefði verið jákvæður um 6,11 milljarða dollara miðað við 5,22 milljarða á sama tímabili á síð- asta ári. Viðskiptajöfnuður við Bandaríkin var jákvæður um 3,13 milljarða samanborið við 2,93 milljarða í janúar 1993. Hefur viðskiptahalli Bandaríkjamanna vegna viðskipta við Japani raunar haldið áfram að vaxa síðustu átta mánuði, þrátt fyrir rammasam- komulagið í júlí í fyrra, sem ein- mitt átti að koma auknu jafnvægi á viðskipti þjóðanna. Þeim Bill Clinton Bandaríkja- forseta og Morihiro Hosokawa tókst ekki heldur að komast að samkomulagi um viðskiptamálin á fundi í Washington í lok síðustu viku. Clinton krafðist þess á fund- inum að Japanir féllust á ákveðin töluleg viðskiptamarkmið en á það vildi Hosokawa ekki fallast. Hosokawa sagði að fundinum loknum að Japanir myndu grípa til eigin ráðstafana til að opna markaði sína en Clinton lýsti því yfír að ekki væri útilokað að grip- ið yrði til efnahagslegra refsiað- gerða gagnvart Japönum. Það virðist vera að myndast pólitísk samstaða um það í Bandaríkjunum að ekki sé hægt að viðhalda óbreyttu ástandi í viðskiptum við Japani. Þrátt fyrir endalausar viðræður og fjölmarga samninga heldur viðskiptahallinn áfram að aukast. Afstaða Banda- ríkjamanna í farsímadeilunni hef- ur verið talin til marks um að þeir ætli sér að beita aukinni hörku í samskiptum sínum við Japani í framtíðinni. Japanir hóta á móti að láta hart mæta hörðu. Auðvitað má einnig færa rök að því að það sé ekki Japönum einum að kenna að mikill halli er á viðskiptum Bandaríkjamanna við útlönd. Hagfræðingar hafa bent á að vandamálið megi miklu frekar rekja til þess að Banda- ríkjamenn neyti meira en þeir framleiða og að ef japanskar vör- ur yrðu útilokaðar frá Banda- ríkjamarkaði myndi einfaldlega varningur frá einhveiju öðru ríki koma í þeirra stað. Það má líka benda á að mjög líklega mun draga úr jákvæðum viðskiptajöfnuði Japana eftir því sem líður á árið og tölurnar fyrir janúarmánuð gefa ekki fyllilega rétta mynd af því sem koma skal. Þá er bandarískur iðnaður, ekki síst bílaiðnaðurinn, farinn að sækja í sig veðrið í auknum mæli og farinn að auka markaðs- hlutdeild sína innan Bandaríkj- anna á kostnað japanskrar fram- leiðslu. Hefur markaðshlutdeild japanskra bifreiða minnkað úr 26% í 22% á skömmum tíma. Jafnt sálfræðilega sem efnahags- lega hefur bílaiðnaðurinn skipt miklu máli í viðskiptadeilum Bandaríkjamanna og Japana. Stór hluti bandaríska viðskipta- hallans var til kominn vegna bif- reiðainnflutnings og í augum Bandaríkjamanna var vandi bandarískra bifreiðafyrirtækja táknrænn fyrir efnahagslega hnignun þjóðarinnar. Nú er svo komið að bandarísku bifreiðafyr- irtækin þijú eru farin að skila verulegum hagnaði og samkvæmt sköðanakönnunum telja 50% Bandaríkjamanna bandarískar bifreiðar vera þær bestu, sem völ er á. Einungis 28% nefna japansk- ar bifreiðar og 15% þýskar. Þetta breytir þó ekki því að gagnrýni Bandaríkjastjómar á hendur Japönum er um margt réttmæt. Það er löngu orðið tíma- bært að vestrænar þjóðir fái sam- bærilegan aðgang að Japans- markaði og Japanir njóta sjálfir á erlendum mörkuðum. Við- skiptastríð milli Bandaríkjanna og Japans gæti hins vegar haft mjög alvarlegar afleiðingar og stefnt þeim ávinningi, sem náðist með nýlegu GATT-samkomulagi, í voða. Japanir eiga nú næsta leik og er mikilvægt að lausn fínn- ist á viðskiptadeilunni áður en þeir Clinton og Hosokawa hittast á nýjan leik á fundi sjö helstu iðnríkja heims á Ítalíu í júní. Samgönguráðherra sprengdi í gegn í Botnsdalsgöngum í gær Merkur dagnr í sögn sam- göngumála á Vestfjörðum SÍÐASTA haftið í jarðgöngun- um milli Isafjarðar og Súganda- fjarðar var sprengt í burtu í gær. Viðstaddir sprenginguna voru starfsmenn Vesturíss sf., sem sér um gangagerðina skv. samningi við Vegagerð ríkisins, og fjöldi gesta. Mikil stemmning ríkti í göngunum eftir að sprengt hafði verið í gegn enda merkum áfanga náð í sam- göngumálum á Vestfjörðum. Halldór Blöndal samgönguráð- herra tendraði kveikiþráð sem lá að sprengjunni. Hún sprengdi síð- asta haftið í Botnsdalsgöngum, fjögurra metra þykkt. Gestir og starfsmenn í göngunum biðu við gatnamótin inni í fjallinu og eftir að búið var að ræsa göngin var gengið að sprengistaðnum og upp á gijóthrúguna sem þar hafði myndast. Að skandinavískum sið var skvett örlitlu koníaki á bergið og því næst skálað fyrir áfangan- um. Veisla á gatnamótum Honum var síðan fagnað enn frekar á gatnamótunum þar sem slegið hafði verið upp veisluborði. Þar tóku til máls Páll Siguijóns- son, forstjóri ístaks hf., Halldór Blöndal samgönguráðherra, Ólafur Þ. Þórðarson alþingismaður, Hans Georg Bæringsson, bæjarfulltrúi á ísafírði, Lilja Rafney Magnúsdótt- ir, oddviti á Súgandafirði, og Helgi Hallgrímsson vegamálastjóri. Ræðumenn fögnuðu allir áfangan- um og þökkuðu starfsmönnum Vesturíss vel unnin störf. Vesturís Morgunblaðið/Þorkell Kveikt í kveiknum Halldór Blöndal samgönguráðherra tendrar sprengjuþráðinn. Honum til aðstoðar eru frá vinstri: Mikael Myrhe framleiðslusljóri, Gísli Eiríksson umdæmisverkfræðingur Vegagerðar ríkisins á Vestfjörðum, og Gísli H. Guðmundsson staðarstjóri Vesturíss. Sprengtígegn í Botnsdalsgöngum Suðureyrar Breiðafeíl Flateyrar )j Breiðadals- Um 3.000 metrar eru ógrafnir í Breiðadalsgóngum sf. er sameignarfyrirtæki ístaks hf., Skanska AB frá Svíþjóð, Selma A/S frá Noregi og E. Pihl & Son frá Danmörku. Samgönguráðherra sagði í gær að Súgandafjörður hefði ekki stað- ið sem sjálfstætt byggðarlag ef göngin hefðu verið lögð fram hjá eins og sumir vildu þegar af stað var farið. „Þegar við erum að reyna að velta fyrir okkur mikilvægi álíka framkvæmda dugir ekki að horfa á annan endann því spurningin stendur um það hvort byggð hald- ist á norðanverðum Vestfjörðum. í þeim skilningi má taka þá líkingu að ísafjörður þurfí á næringu að halda því hann er þjónustukjarni og slagæðarnar liggja til hans frá Bolungarvík, Súgandafirði, Ön- undarfírði og Súðavík. Þangað sækir hjartað næringu sína.“ Óhappið til góðs í stuttu ávarpi sem samgöngu- ráðherra flutti á vegamótum inni í fjallinu sagði hann að sér kæmi ekki á óvart að leiðin til hægri hefði opnast fyrst og væri greiðfær orðin meðan margvíslegar hindr- anir hefðu orðið á hinni leiðinni. „Þannig er íslenskt náttúra, hún er sem betur fer ekki útreiknanleg á tölvur eða borðum verkfræðinga. Öllum að óvörum braust fram mik- ill foss í göngunum. Hann gerir göngin dýrari en á móti kemur að bæði ísfirðingar og Súgfirðingar geta í hann sótt neysluvatn sem þá sárlega vanhagar um þannig að þetta óhapp verður okkur til góðs,“ sagði Halldór. Göngin opnuð umferð í lok 1995 Heildarlengd jarðganganna frá munna í Tungudal Ísaíjarðarmegin að gangamunna í Botnsdal Súg- andafjarðarmegin er 4.715 metrar. Samtals hafa verið sprengdir 5.530 metrar frá upphafi en eftir eru 3.150 metrar af göngunum til Breiðadals. Heildarlengd gang- anna verður því um 8.700 metrar. Ekkert hefur verið sprengt í Breiðadalsgöngunum síðan í júlí vegna vatnsæðar sem þar opnað- ist, um 800 metra frá gatnamótum. Vatnsrennsli æðarinnar er um 900 sekúndulítrar og heildarrennslið út úr göngunum í Tungudal um 1.350 sekúndulítrar. Nú er unnið að því að steypa sérstakt inntak fyrir vatnið þannig að unnt sé að halda áfram með gangagröftinn þar. Áætlað er að sú vinna hefjist um næstu mánaðamót. Vatnsrennslið hefur haft áhrif á framkvæmdaáætlun og nú standa vonir til þess að unnt sé að ljúka sprengingum í mars á næsta ári og opna göngin fyrir almennri umferð í lok næsta árs eins og úpphafleg áætlun gerði ráð fyrir. GI Drög að breytingartillögum í landbúnaðarnefnd við búvörufrumvarpið Landbúnaðarráðherra veitt víð- tækt vald til álagningar gjalda SÚ breytingartillaga sem unnin hefur verið í landbúnaðarnefnd með aðstoð þriggja lögfræðinga veitir landbúnaðarráðherra víð- tækt vald til að leggja verðjöfnunargjöld á innfluttar vörur sem innihalda landbúnaðarhráefni. Auk breytinga á 52. gr. búvörulag- anna eru lagðar til umfangsmiklar breytingar á 72 gr. um heim- ild landbúnaðaráðherra til að leggja verðjöfnunargjöld á innflutt- ar landbúnaðarvörur. Er því haldið fram að ef greinin stæði óbreytt þá takmarkist verðjöfnunarheimild ráðherra aðeins við þær vörur sem taldar eru upp í viðauka frumvarpsins, bannlistan- um svokallaða, sem samkomulag náðist um milli stjórnarflokk- anna um seinustu mánaðamót og vörur skv. 53. gr. búvörulaga en innan nefndarinnar er talið nauðsynlegt að ráðherra fái vald til að leggja gjöld á allar innfluttar landbúnaðarvörur, eins og hafi verið markmiðið með breytingunni sem gerð var í desember. Stjórnarflokkana greinir hins vegar á um hvað sú breyting fól í sér. Egill Jónsson, formaður landbún- aðarnefndarinnar Alþingis segir að þetta sé kjarni deilunnar. „í desem- ber var heimildin til verðjöfnunar sú sama og heimildin til að banna innflutning, sem var túlkuð afar víðtæk heimild áður en Hæstarétt- ardómurinn féll,“ segir hann. „Þess vegna er nauðsynlegt að breyta 72. grein Iaganna. Þetta er efnislegt atriði og það væri samkomulags- brot að gera þetta ekki,“ segir hann. „Mér sýnist að menn séu að tala um að setja inn í búvörulögin hvaða fyrirkomulag eigi að vera í þessum málum eftir GATT,“ sagði Sighvat- ur Björgvinsson, iðnaðar- og við- skiptaráðherra. „Menn eru að tala um hluti sem ganga ekki saman við þær alþjóðlegu skuldbindingar sem við höfum gert,“ sagði Sighvat- ur og játti því að samkvæmt því haldi ekki það samkomulag sem gert hafí verið innan ríkisstjórnar- innar íjanúar. „Samkomulagið sem gert var í janúar var um það að í búvörulögunum skyldi varðveita í 11-17 mánuði það ástand sem ver- ið hefur þangað til kemur að GATT en þá breytist allt saman. Síðan skyldi sett nefnd undir forystu for- sætisráðuneytisins með aðild fjög- urra annarra ráðuneyta til að semja þær breytingar á innflutningslögg- jöf sem þarf að gera vegna GATT.“ Val um tvo kosti Landbúnaðarnefndin á eftir að komast að niðurstöðu um tvo kosti sem settir hafa verið fram varðandi breytingar þær sem unnið hefur verið að á búvörufrumvarpi ríkis- stjórnarinnar sem fjalla um heimild landbúnaðarráðherra til að Ieggja verðjöfnunargjöld á innfluttar land- búnaðarvörur. Annars vegar er rætt um að skilgreina landbúnaðar- vörur í 72. gr. búvörulaganna með upptalningu á fjölda vöruflokka í tollskrá, líkt og gert er í viðauka við frumvarpið sem lagt var fram fyrr í mánuðinum . Hins vegar er rætt um að að setja almennt ákvæði sem heimili ráðherra að leggja verð- jöfnunargjöld á allar vörur sem lög- in taka til og aðrar unnar vörur sem einnig eru framleiddar hér á landi og innihalda landbúnaðarhráefni. Samkomulagið í upphaflegum athugasemdum við lagafrumvarpið sem nú liggur fyrir landbúnaðarnefnd kemur fram það samkomulag sem tókst milli ráðherra í lok janúar vegna dóms Hæstaréttar en þar segir m.a.: „Markmið frumvarps þessa er að tryggja í löggjöf að innflutning- ur tiltekinna landbúnaðarvara verði háður leyfi fram að gildistöku Úr- úgvæsamnings GATT. Landbúnaðarvörur þær, sem bannað er að flytja inn skv. 1. gr. frumvarpsins, eru tilgreindar í við- auka með lögunum. Um er að ræða sömu skilgreiningu og sömu vöru- flokka og koma frain í 1. og 2. gr. reglugerðar nr. 401/1993 um tak- mörkun á innflutningi landbún- aðarvara. Að auki eru nokkrar fleiri vörutegundir sem heyra undir milli- ríkja- eða fríverslunarsamninga sem ísland er aðili að. Innflutning- ur þeirra verður áfram heimilaður á grundvelli 72. gr. búvörulaga. Þeim er bætt í viðaukann til þess að auka við heimildir til álagningar verðjöfnunargjalda. GATT leiðir m.a. til kerfisbreyt- inga í innflutningsmálum land- búnaðarins. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að skipa nefnd með fulltrú- um fímm ráðuneyta til að endur- skoða í heild ákvæði innflutnings- löggjafar í því skyni að tryggja að hún verði í samræmi við skuldbind- ingar GATT.“ 50% viðbótarálag á verðj öfnunargj öldin í dag munu fulltrúar fjármála- ráðueytis koma á fund nefndarinn- ar en að því búnu er búist við að nefndin afgreiði breytingamar. Þá er skýrt tekið fram í breyt- ingatillögunni í landbúnaðarnefnd að nauðsynlegt sé að draga skýra línu í lögum á milli valdsviðs fjár- mála- og landbúnaðarráðherra til að leggja á verðjöfnunargjöld þann- ig að heimild landbúnaðarráðherra komi í stað heimildar fjármálaráð- herra. í breytingartillögum í land- búnaðarnefnd er lagt til að hámark verðjöfnunargjalda afmarkist af mismun á innlendu verði og heims- markaðsverði viðkomandi vöru. Það hámark nægi þó ekki eftir gildis- töku GATT og er lagt til að ráð- herra verði heimilt að leggja á sér- stakt verðjöfnunarálag á innfluttar landbúnaðarvörur eða allt að 50% ofan á það hámark verðjöfnunar- gjalda sem ákveðin yrðu. Forsætisráðherra um breytingarnar á búvörufrumvarpinu Tel þingflokk verða sam- stiga um breytingarnar DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra sagðist eftir þingflokksfund sjálf- stæðismanna í gær telja að þingflokkurinn myndi verða alveg sam- stiga um þær breytingar á búvörufrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem gerðar hafa verið í iandbúnaðarnefnd þingsins. Hann sagði að sam- kvæmt lögfræðiáliti sem kynnt var á fundinum séu breytingarnar ekki brot á samkomulagi stjórnarflokkanna og rúmist innan þeirrar breytingar á búvörulögunum sem samþykktar voru í desember. Davíð sagði að þingmenn ættu hins vegar eftir að athuga nánar orðalag og tvo kosti sem uppi séu um skilgreiningu á hvað átt sé við með hugtak- inu landbúnaðarvörur í 72. grein laganna. Davíð sagðist hafa sent forystu Alþýðuflokksins bréf þegar frumvarp- ið var lagt fram í byijun febrúar með fyrirvara um að réttarstaðan í þessu máli yrði skoðuð mjög nákvæmlega og ef í ljós kæmi að hún væri ekki trygg þá yrði frumvarpinu breytt. „Ég held að stjórnarflokkarnir leysi þetta mál eins og önnur. Það getur tekið þijá, fjóra daga,“ sagði Davíð. Rúmast innan desember- samkomulags Farið var yfír þau drög að breyt- ingu á búvörufrumvarpinu sem samin hafa verið í landbúnaðarnefnd á þing- flokksfundinum í gær. Gunnlaugur Claessen ríkislögmaður og hæstarétt- arlögmennirnir Sveinn Snorrasonar og Tryggvi Gunnarsson komu á þing- flokksfundinn og gerðu grein fyrir þeim tillögum sem þeir hafa unnið fyrir formann landbúnaðarnefndar. Davíð sagði að það væri álit lögfræð- inganna að þessar breytingar rúmuð- ■ ust allar innan laganna sem sam- þykkt voru í desember en sagði nauð-, synlegt að gera lögfræðigrundvöllinn tryggari eftir að dómur Hæstaréttar hefði skapað ákveðna réttaróvissu. Aðspurður hvort ekki væri með þessu brotið það samkomulag sem gert var milli stjórnarflokkanna sagði Davíð: „Sarhkomulagið innan stjórn- arflokkanna var um að tryggja þann grundvöll sem var ákveðinn í desem- ber og að hafa lagagrundvöllinn traustan. Jafnframt var það um að stofna nefnd sem fjallaði aftur um stöðu mála eftir að Islendingar hefðu gerst aðilar að GATT, sem þingið á reyndar eftir að ákveða hvort íslend- ingar gera en allir vænta að verði gert. Þetta var grundvöllur samkomu- lagsins. Það mun vera sjónarmið inn- an Alþýðuflokksins að að þetta síð- asttalda atriði eigi fremur við um ástand eftir að GATT tekur giidi en* núverandi ástand. Því er til að svara að sérfræðingarnir benda á varðandi ;í þetta deiluatriði að menn séu ekki | eingöngu að tala um að jafna verð, | heldur að jafna samkeppnisstöðu og i að ákvæðið eins og það var lagt fram ' af hálfu beggja stjórnarflokkanna í upphafi þings eftir áramót myndi j hafa falið í sér þessar heimildir. Um j þetta geta lögfræðingar deilt og það er kannski það sem er að gerast, að lögfræðingar eru að gefa okkur mis- munandi skýringar, annars vegar þessir þrír virtu lögfræðingar sem við höfum leitað til og hins vegar þeir lögfræðingar sem Alþýðuflokkurinn kann að hafa leitað til,“ sagði Davíð. Iðnaðarráðherra segir að ágreimng um búvörulög verði að leysa í ríkisstjóm Krefst forræðis tolla í iðn- aði verði þessi niðurstaðan „ÞAÐ ER engin pólitísk samstaða um að fara með álagningarvald í tolla- og skattamálum varðandi allar landbúnaðarvörur og iðnaðarvör- ur með landbúnaðarhráefni yfir í landbúnaðarráðuneytið og ég sé ekki að svo verði,“ sagði Sighvatur Björgvinsson viðskipta- og iðnaðar- ráðherra í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi, aðspurður um ágrein- ing í landbúnaðarnefnd alþingis um afgreiðslu búvörulagafrumvarps- ins. „Það er ekki eðlilegt að krefjast þess að hluti tollskrár sé tekinn af fjármálaráðherra og færður í hendur fagráðherra. Ef það verður niðurstaðan mun ég krefjast þess að öll mál sem varða undirboðs- og jöfnunartolla í iðnaði fari undir iðnaðarráðuneytið. Ef undirboðs- og verðjöfnunartollun i landbúnaðarframleiðslu og hreinum iðnaði úr landbúnaðarhráefnum eiga að fara til landbúnaðarráðherra þá verða menn að vera samkvæmir sjálfum sér og gera þá ráð fyrir að atvinnu- vegaráðuneytin fái sambærilegar heimildir hvert á sínu sviði.“ „Þá fara að minnka talsvert verk- efni fjármálaráðherra. Ef svo færi yrði ég ekki lengi að leysa þetta lítil- ræði með undirboðin í skipasmíðaiðn- aði. Við myndum þá væntanlega fá sambærilega heimild um innflutning á húsgögnum og hvers konar bygg- ingarefnum. Ef menn telja rétt að fara með slíkar heimildir út frá fjár- málaráðherra til eins atvinnuvega- ráðuneytisins hljóta iðnaðar- og sjáv- arútvegsráðuneyti að fylgja á eftir eða koma jafnhliða.“ Aðspurður um mat á stöðu málsins sagði Sighvatur að ági’einingur um afgreiðslu búvörulagafrumvarpsins sé kominn á það stig að iausn fáist ekki í landbúnaðarnefnd þingsins, þar sem nefndin sé nú að vinna með hluti sem ekkert samkomulag sé um við Al- þýðuflokkinn, heldur verði forystu- menn ríkisstjórnarflokkanna að leysa það um helgina. Fyrir liggi yfirlýsing forsætisráðherra um að ekki verði gerðar á því breytingar nema í sam- komulagi stjórnarflokkanna. Sighvatur sagði að meirihluti land- búnaðarnefndar væri að tala um heimildir til að skattleggja vörur upp - á yfir 1.000%. .. > VÍ Lögfræðingar hræra saman t Sighvatur fann að niðurstöðum v lögfræðinganna þriggja sem landbún- f* aðarnefnd fékk til að yfirfara frum- | varpið. „Eftir því sem ég hef séð * hræra þeir saman annars vegar kerfi & innan GATT með tollígildum og hins vegar því sem gildir á EES og í tví- hiiðasamningum um verðjöfnunar- gjöld á hráefni í unnum iðnaðarvör- um. Eftir þeim texta sem ég hef séð, hræra þeir saman óskyldum hlutum og virðast standa í þeirri trú að verð- jöfnunargjöid og tollaígildi séu sami hluturinn og hvort tveggja verndar- tollar sem er alls ekki,“ sagði Sighvat- ur.. „Þótt ég efíst ekki um lögfræði- þekkingu þessara þriggja lögfræð- inga þá virðist þá bresta þekkingu um hvað er GATT og hvað tvíhliða samningar eða EES,“ sagði Sighvatur og sagði að ekki yrði unnt að leita j til lögfræðinganna þriggja um túlkun 1 á því hvað hefði falist í samkomulagi i forsvarsmanna ríkisstjórnarflokk- f anna um búvörumálin frá í desember. | Gísli S. Einarsson um flutning á forræði Brot gegn stjómarráðslögnm GÍSLI S. Einarsson fulltrúi Alþýðuflokks í landbúnaðamefnd Alþingis segist telja að hugmyndir um að færa forræði tollamála landbúnaðar- vara og iðnaðarvara með landbúnaðarhráefni úr fjármálaráðuneyti í landbúnaðarráðuneyti gangi gegn lögum um Stjómarráð íslands. Hann segir að lögfræðingarnir þrír sem landbúnaðarnefnd fékk til að vinna álitsgerð um breytingar á fmmvarpinu hafi ekki farið nægilega ofan í skuldbindingar Islands í millirikjasamningum. Þetta kveðst Gísli byggja á svörum lögmannanna sjálfra um að þeir hafi ekki rætt við þá menn sem hafi mesta þekkingu á alþjóðlegum skuidbindingum íslands í samn- ingum um GATT og EES heldur hafi fyrst og fremst verið byggt á upplýsingum frá skrifstofustjóra landbúnaðarráðuneytisins. Gísli segir að upphafiega hafi lögfræðingarnir þrír skilað inn hver sínu álitinu og þá komist að mjög mismunandi niðurstöðu en hafi eftir það verið beðn- ir um sameiginlegt álit sem litið hafi dagsins ljós í þeim breytingartillög- um sem gerðar hafi verið við upphaflegt frumvarp. Gísli segir að landbúnaðarnefnd hafi ekki borist vitneskja um afstöðu fjármálaráðuneytisins tii þessa máls en það muni skýrast á morgun þegar Indriði H. Þorláksson skrifstofustjóri ráðuneytisins kemur á fund nefndar- innar og þá hvort fjármálaráðuneytið telji hugmyndir um að færa með þess- um hætti forræði mála frá fjármála- ráðherra til landbúnaðarráðherra samrýmast lögum um Stjórnarráð ís- lands. Davíð Oddsson lýsti því yfir í gærkvöldi í sjónvarpi að hann teldi hugmyndir sem væru á borði landbún- aðarnefndar falla að því samkomulagi sem gert var í ríkisstjóminni um bú- vörufrumvarpið í desember. „Hann byggir það álit á áliti þeirra þriggja lögfræðinga sem sendu í upphafi vega hver í sínu lagi álit til landbúnaðar- nefndar sem bar ekki saman,“ sagði Gísli S. Einarsson. „Þá var þeim falið * af hálfu nefndarinnar að korna með ' sameiginlegt álit, sem nú heitir breyt-% ingartillaga. Þar er búið að samræma í1 þann mun sem upphaflega var á skoð- j unum þeirra.“ ^ „Ég tel að þetta sé málefni sem ( leysa þarf á ráðherragrundvelli,“ sagði Gísli. „Ég tel að þ’etta sé of eldfimt ‘| fyrir landbúnaðarnefnd en strax í % upphafi þessa máls sagði Egill Jóns- V son við mig að það mundu skiljast. » leiðir vegna þess að ég var ekki sann- | færður um að það væri verið að vinna <i í samræmi við það frumvarp sem lagt var fram af ríkisstjórn ásamt því ef gera þyrfti lagatæknilegar breytingar til að styðja það sem samið var unv. Hins vegar trúi ég því ekki fyrr en ég tek á því að ráðherrarnir sem sömdu urn málið klári það ekki úr þyí að það ber þetta mikið á milli í land- búnaðamefnd. Ég get ómögulega sætt mig við þessi vinnubrögð af hálfu nefndarinnar að fara aðra leið en fyr- f ir mér hefur verið kynnt að hafi verið samið um,“ sagði Gísli S. Einarsson—

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.