Morgunblaðið - 17.02.1994, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. FEBRUAR 1994
Myndir á skólaljóðum í Árnagarði
Sýning Ingibjarg-
ar Jóhannsdóttur
MÍMIR, félag íslenskunema við Háskóla íslands, efnir til dagskrár í
dag kl. 12 þar sem heimamenn í Árnagarði flytja og fjalla um uppá-
haldsæskuljóð sín í tilefni af opnun sýningar á verkum Ingibjargar
Jóhannsdóttur í kaffistofu Árnagarðs. Sýningin er á vegum Félagsstofn-
unar stúdenta. Verk Ingibjargar eru unnin erlendis og sýna hugsun
heim. Þar koma við sögu Bláu skólaljóðin sem komu á bók árið 1964
og skólanemar nær þriggja áratuga þekkja af eigin raun.
í Ámagarði eru einnig til sýnis
bækur frá ýmsum tímum sem bera
heitið Skólaljóð, og hafa verið notaðar
til kennslu. Ingibjörg nefnir sýningu
sína Heimalands mót og stendur hún
til 4. mars nk. Ingibjörg segir um
Bláu skólaljóðin að í henni „birtist
sterk tilfínning fyrir því hvað það er
að vera íslendingur, fyrir landinu og
þjóðararfínum; ljóðin eru iðulega
hugsun heim“.
Ingibjörg útskrifaðist frá Mynd-
lista- og handíðaskóla íslands vorið
1992, nam í eitt ár við School of
Visual Arts í New York og lýkur senn
framhaldsnámi við Pratt Institute en
í borginni urðu myndimar á sýning-
unni til. Verkin á sýningunni vora
sýnd nýverið í Gallerí Úmbra í Bem-
höftstorfunni, sem var fyrsta einka-
sýning Ingibjargar, sem hefur einnig
tekið þátt í samsýningum í New York
og í Suður-Kóreu.
Er Ríkisútvarpið
sjálfstæð stofnun?
eftir Árna
Gunnarsson
Ríkisútvarpið hefur verið umdeilt
allt frá fyrstu útsendingu. Stjórn-
málamenn hafa deilt um manna-
ráðningar, dagskrárstefnu, ein-
staka þætti og um fréttaflutning.
Stjórnmálaflokkarnir hafa ítrekað
reynt að hafa áhrif innan stofnunar-
innar og viljað laga hana að ímynd-
uðum eða raunverulegum eigin
hagsmunum. Og allir hafa stjórn-
málaflokkarnir verið á stöðugu
varðbergi gagnvart hugsanlegri
mismunun í umfjöllun fjölmiðilsins
um þjóðmál.
Þessi afskipti eru skiljanleg í ljósi
þeirrar staðreyndar að sjálfstæði
Ríkisútvarpsins hefur aldrei verið
nægilega vel tryggt með löggjöf.
Það hefur tekist illa til um gerð
útvarpslaga og fjármögnun þessar-
ar mikilvægu stofnunar er með
röngum hætti. Úr hefur orðið háif-
gert rekstrarlegt skoffín þar sem
ríkisfyrirtæki er gert að afla sér
tekna á einum mikilvægasta mark-
aði einkaframtaksins og rætt er um
sjálfstæða og óhlutdræga stofnun
sem þó verður að lúta valdi póli-
tískra flokka.
Ég starfaði á fréttastofu Út-
varpsins/Hljóðvarpsins í 11 ár og
gæti greint frá fjölmögum tilraun-
um stjórnmálamanna til að hafa
áhrif á fréttaflutning. Sjálfur var
ég kallaður á fund ráðherra sem
gerðu alvarlegar athugasemdir við
fréttaflutning, einkum pólitískar
fréttir. Ráðherrar kröfðust skrif-
legra greinagerða og skýringa á
tilteknum fréttum. Ráðherrar og
þingmenn reyndu að koma á fram-
færi málum sem voru þeim og
flokkum þeirra þóknanleg og þeir
hugðu verða sér til pólitísks fram-
dráttar. Nokkrir stjórnmálamenn
reyndu látlaust að hafa áhrif á
fréttamenn og voru til mikils ama.
Ríkisútvarpið var kurteis og prúð
stofnun í þá daga og menn litu á
þessi afskipti sem vandamál sem
yrði að leysa hávaðalaust. Þessi
íhlutun í daglegan rekstur var því
sjaldnast rædd opinberlega, en Út-
varpið hélt fullri reisn í samskiptum
sínum við stjórnmálamenn. Þá var
Gufan eina útvarpið á íslandi og
vandinn ekki minni en nú.
Ég þykist fuilviss að fátt hafi
breyst á liðlega 20 árum. Stundum
er auðvelt að greina pólitísk fingra-
för og fyrir kemur að öll höndin
sést. Svona verður þetta áfram ef
ekki verða gerðar umtalsverðar
breytingar á útvarpslögum og öllu
rekstrarformi þessa volduga miðils.
Það er þó öllu mikilvægara að ráða-
menn svari því strax og með afger-
andi hætti hvort Ríkisútvarpið á að
vera einka- eða ríkisrekið! En að
óbreyttu: Hvað skal gera?
í þeim endurskoðunarnefndum
útvarpslaga sem ég hef átt sæti í
hef ég m.a. lagt fram tillögur um
breytingar á hlutverki útvarpsráðs.
Það er mín skoðun að ráðið eigi
ekki að hafa afskipti af mannaráðn-
ingum né dagskrárefni frá degi til
dags. Það á fyrst og fremst að íjalla
um menningarlega uppbyggingu
dagskrár til lengri tíma og hugsan-
lega að bera nokkrar ábyrgð á fjár-
lagagerð stofnunarinnar. Vald út-
varpsstjóra á hins vegar að auka,
en um leið verður hann að lúta
ströngum ákvæðum um árangur í
starfi. Útvarpsstjóri á að ráða alla
starfsmenn Ríkisútvarpsins og hafa
fullt vald til breytinga á öllum innra
skipulagi.
Ég hef lengi verið þeirrar skoð-
unar að lögbundin gjaldtaka fyrir
Kjarvalsstaðir
Sýning á verkum eftir
Ragnheiði Jónsdóttur
AÐ KJARVALSSTÖÐUM opnar
laugardaginn 19. febrúar kl. 16
sýning á verkum eftir Ragnheiði
Jónsdóttur.
Ragnheiður hefur haldið fimmtán
einkasýningar í Reykjavík, Hollandi,
Svíþjóð, Danmörku, Kanada og
ísafírði og tekið þátt í fjölmörgum
samsýningum um allan heim. Verk
hennar era m.a. í eigu Listasafns
Islands, Listasafns ASI og Listasafns
Reykjavíkur auk opinberra safna í
Skandinavíu og Evrópu. Ragnheiður
hefur einnig hlotið opinberar viður-
kenningar fyrir verk sín og gert
myndskreytingar og hannað sviðs-
mynd.
I fréttatilkynningu segir: Ragn-
heiður Jónsdóttir er fyrir löngu kunn
sem ein af okkar fremstu grafíkkon-
um en á undanförnum árum hefur
hún ekki síður verið að hasla sér
völl sem teiknari og hefur um nokk-
urt skeið aðallega fengist við það
viðkvæma efni, viðarkol. Á sýning-
unni að Kjarvalsstöðum gefur að líta
afrakstur undanfarinna missera þar
sem Ragnheiður hefur markvisst
unnið að því að þróa og víkka út
teikningar sínar. En þó eru þetta
langt frá því að vera „hefðbundnar"
teikningar heldur eiga þær að mörgu
leyti meira sameiginlegt með róman-
tískum landslagsmálverkum Turn-
ers, vatnaliljum Monets og abstrakt-
myndum Jaksons Pollocks.
Ragnheiður Jónsdóttir.
Sýningin er opin daglega frá kl.
10 til 18 og stendur til sunnudagsins
27. mars.
Tónleikar í Tónskóla Sigursveins í Breiðholti
Ljúfír söngvar og tilfínningaríkir
Elísabet Waage, Sigríður Gröndal og Helga Bryndís Magnúsdóttir
halda tónleika síðdegis á laugardag.
„ÞETTA verður rómantískur
konsert, með fallegum dúettum
og einsöngslögum sem ekki heyr-
ast oft hérna,“ segir Sigríður
Gröndal mezzosópransöngkona
um tónleika sem hún efnir til á
laugardaginn ásamt Elísabetu
Waage sópran og Helgu Bryndísi
Magnúsdóttur píanóleikara. Tón-
leikarnir verða í Tónskóla Sigur-
sveins við Hraunberg 2 og hefj-
ast klukkan fimm síðdegis. Fyrri
hlutinn verður helgaður Brahms
og síðan koma lög eftir Mend-
elsohn, Debussy og Duparc.
„Dúettar Brahms og Mend-
elsohns eru sérstaklega rómantísk-
ir,“ segir Sigríður, „og afar falleg-
ir. Samt eru þeir ekki sungnir oft
- kannski hefur einhvetjum þótt
þeir of Ijúfir með hugleiðingum um
ástina og náttúrustemmningar.
Okkur finnst þeir yndislegir. Þetta
er heldri manna músík síns tíma,
sannkölluð stofutónlist."
Fyrst hlýða tónleikagestir á fjóra
dúetta Johannesar Brahms, opus
20 frá 1857 og opus 61 frá 1874,
og þá syngur Elísabet rómuð Sí-
gaunaljóð sama höfundar, frá árinu
1887. Felix Mendelsohn-Bartholdy
gaf út dúetta árið 1844 en ekki er
vitað með vissu hvenær hann samdi
þá. Á tónleikunum í Hraunbergi
hljóma fimm þeirra, opus 63.
Sigríður flytur síðan Ungæðis-
söngvaClaude Debussys og sönglög
eftir Henri Duparc. Debussy var
um tvítugt á árunum 1881-4 þegar
hann samdi Quatre Chansons de
Jeunesse um Bergamo-fígúrurnar
Harlekín og Pierrot, Kólumbínu og
Kassöndru. „Þetta er draumkennd
tónlist," segir Sigríður, „um tungl-
skin og ljarlægar ástir. í sönglögum
Duparc, sem tónleikunum lýkur
með, búa miklar tilfinningar, róm-
antík og tregi. Þau eru gullfalleg
og alger synd að hann hafí eyðilagt
stærstan hluta verka sinna í harka-
legri sjálfsgagnrýni. Hann hætti
síðan alveg að semja vegna geð-
veilu og þessi lög eru með því fáa
sem varðveittist. Fyrst kemur lýs-
ing frá Hollandi, því næst Andvarp-
ið eða Soupir og síðast tregasöngur-
inn Chanson Triste."
Athugasemd við leiðara
MORGUNBLAÐINU hefur bor-
ist eftirfarandi athugasemd frá
Kára Jónassyni, fréttastjóra Út-
varps:
í Morgunblaðinu í gær er skýrt
frá íjárhagsafkomu Ríkisútvarps-
ins á síðasta ári, og þar er þess
réttilega getið að rekstur frétta-
stofu Útvarps hafi verið innan íjár-
hagsramma þess árs. í leiðara
Morgunblaðsins í dag, „Hallarekst-
ur RÚV“, er líka fjallað um fjár-
hagsafkomu stofnunarinnar í
fyrra. Þar segir m.a.: „Þessi halla-
rekstur þýðir að stofnunin hefur
t.d. í rekstri tveggja fréttastofa og
dagskrárgerð eytt meiri peningum
en hún hefur haft ráð á, eða lagt
út í önnur útgjöld, sem peningar
hafa ekki verið til fyrir.“
Af þessum orðum má skilja að
rekstur fréttastofu Útvarps hafi
farið fram úr áætlun á síðasta
ári, en eins og greint var frá í
Morgunblaðsfréttinni 15. febrúar
var rekstur fréttastofu Útvarps
innan áætlunar. Áætlun fréttastof-
unnar hljóðaði upp á 87 milljónir
króna og bendir allt til þess að
útgjöld verði um tvær milljónir
króna innan áætlunar.
REIKI-HEILUN. Öll fimmtu-
dagskvöld kl. 20 er opið hús í
BolhoKi 4 fyrir þá sem hafa lært
reiki, vilja kynnast því eða fá
heilun.
FLÓAMARKAÐSBÚÐIN,
Garðastræti 2, er opin þriðju-
daga, fimmtudaga og föstudaga
frá kl. 13-18.
KIRKJUSTARF
ÁSKIRKJA: Opið hús fyrir alla
aldurshópa í dag kl. 14-17. Biblíu-
lestur kl. 20.30. Fyrsta Mósebók.
Árni Bergur Sigurbjörnsson.
BÚSTAÐAKIRKJA: Mömmu-
morgunn kl. 10.30.
HALLGRÍMSKIRKJA: Kvöld-
bænir með lestri Passíusálma kl.
18.30.
HÁTEIGSKIRKJA: Starf fyrir
10-12 ára börn kl. 17. Kvöldsöng-
ur með Taizé-tónlist kl. 21. Kyrrð,
íhugun, endurnæring.
LANGHOLTSKIRKJA: Vina-
fundur kl. 14-15.30 í safnaðar-
heimilinu. Umfjöllunarefni: Efri
árin og þær breytingar sem verða
á högum fólks þegar aldurinn
færist yfir. Leiðbeinandi Sigrún
Gísladóttir framkv.stj. Ellimála-
ráðs. Aftansöngur kl. 18.
LAUGARNESKIRKJA: Kyrrð-
arstund kl. 12. Orgelleikur, altar-
isganga, fyrirbænir. Léttur máís-
verður í safnaðarheimili að stund-
inni lokinni.
BREIÐHOLTSKIRKJA:
Mömmumorgunn á morgun kl.
10-12.
FELLA- og Hólakirkja: Æsku-
lýðsfundur 10-12 ára kl. 17 í dag.
KÁRSNESPRESTAKALL:
Starf með eldri borgurum í safn-
aðarheimilinu Borgum í dag kl.
14-16.30.
ÁRBÆJARKIRKJA: Fræðslu-
kvöld kl. 20.30 í fyrirlestraröðinni
„Hvað er kristið siðferði". Efni
kvöldsins: „Hvað er kærleikur í
kristnum skilningi?" Fyrirlesari:
Dr. Sigurjón Árni Eyjólfeson hér-
aðsprestur. Kaffi og umræður.