Morgunblaðið - 17.02.1994, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.02.1994, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1994 Kostar allt að 12 krónum að láta skera brauð EINS og sjá má að ofan leiðir verðkönnun Daglegs lífs á brauð- skurði í ljós að töluverður verðmunur er á þessari þjónustu. Kostn- aður við skurðinn er allt frá því að vera enginn upp í 12 kr. og virðist litlu skipta hvað sjálft brauðið kostar, a.m.k ef miðað er við Omega-brauð. Langódýrast er Omega-brauðið í Sandholtsbakarí á 143 kr. og er ekkert tekið fyrir að skera það niður. Næst er Breiðholtsbakarí með 163 kr. fyrir niðurskorðið brauð og þar á eftir kemur Álf- heimabakarí með 165 kr. fyrir sömu vöru. Hagkaup, sem fær brauð frá Myllunni eins og Álf- heimabakarí, kemur næst á eftir með 169 kr. fyrir brauðið og Bak- arameistarinn fer þar á eftir. Þar kostar Omega-brauð 173 kr. og skurðurinn 12 kr. eða samtals 185 kr. Langflestlr vllja niðurskorlð Þegar niðurstöðumar voru bomar undir Stefán Sandholt, for- mann Landssambands bakara- meistara, sagði hann að félagið hefði ekki séð ástæðu til að ræða verðlagningu á brauðskurði frekar en verðlagningu á öðra, t.d. plast- pokum. Hins vegar sagði hann að sjálfum fyndist sér eðilegt að þjón- usta af þessu tagi væri reiknuð inn í brauðverðið eins og annað. „Þeg- ar reiknað er út hvað þarf að selja brauðið á finnst mér að þessi þátt- ur ætti að koma inn á sama hátt inn í og t.d. plastpokinn, afgreiðsl- Að skera brauð! V ’x—■\V* 1 »‘ /'i'. ** * ^Omega- brauð, Brauð- skurður, kr. kr. Álfheimabakarí (frá Myllunni) 155,- 10,- Bakarameistarínn 173,- 12,- Breiðholtsbakarí 158,- 5,- Hagkaup (frá Myllunni) 169,- ókeypis Sandholt, bakarí 143r ókeypis Sveinsbakarí Ekki til 10,- an, húsnæðið o.fl.,“ sagði Stefán. Hann taldi að 5 til 10 kr. gæti verið eðlilegt verð fyrir brauðskurð en 12 kr. væri í hærri kantinum. Fram kom að á bilinu 90-95% við- skiptavina óskuðu að jafnaði eftir að brauð væri skorið. ■ Nýtt þvottaefni sem nota má bæði í þvottavélina og uppþvottavélina SAPONELLA heitir þvottaefni sem Alþjóða verslunarfélagið flytur inn og nota má bæði í uppþvottavél og þvottavél. Sap- onella kemur frá fyrirtækinu Ha-Ra en ýmsar aðrar vörur eru fáanlegar hér á landi undir því vörumerki. Ekki þarf forþvott, gljáa né mýki með þvottaefninu og það þarf ekki að nota nema helming af því magni sem venju- lega er notað í vélar. Efnið er líka notað til að fægja silfur og til að þrífa í kringum eldavélar- hellur þegar soðið hefur uppúr pottunum. Fimm kflóa pakki nægir því í 220 skipti í uppþvottavél. Meira en 40% þvottaefnisins eru náttúru- leg sápuefni. Ekki eru bleikiefni, fósfatsambönd né klórefni í þvottaefninu og þau tilbúnu efni sem eru í því eiga að brotna auð- veldlega niður í náttúrunni. Fatan sem sápuefnið er haft í er búin sérstökum öryggisloka fyr- ir böm og hægt er að kaupa áfyll- ingar. Meðal þeirra efna sem notuð > ~eru í Saponella er svokallaður sápusteinn sem dregur í sig óhreinindi. Að sögn innflytjanda keyptu framleiðendur sérstakan fjallgarð í Asíu þar sem sápustein- inn er að finna og hefur fyrirtæk- ið einkarétt á framleiðslunni næstu árin. ■ Þar sem aðaláherslan er íslenskur ostur í matargerð VIÐ Laugaveg fyrir ofan Hlemm stendur lítið og látlaust veitingahús sem heitir eftir tékknesku borginni Prag. Innan dyra ræður Margrét Rósa Einarsdóttir ríkjum, en hún tók við rekstrinum í nóvember sl. Áður starfaði hún sem þjónn á Lækjarbrekku og rak síðan ítalska veitingahúsið Pisa ásamt öðrum. Margrét Rósa hefur tekið upp samstarf við Osta- og smjörsöl- una og kynnti í síðustu viku nýjan matseðil, þar sem aðalá- herslan er lögð á íslenskan ost við matargerð. Af því tilefni bauð hún til fondue-veislu og henni þótti jafnframt sjálfsagt að láta okkur í té uppskriftir af einhverju góðu, þegar við fórum fram á það. Fyrir valinu varð hunangssteiktur lamba- hryggur með ostasalati og mysuostasúpa. Annars er mat- seðillinn á Prag fjölbreyttur og þar er að finna bæði kjöt- og fiskrétti. Fiskréttir eru á verð- inu 1.180-1.380 og kjötréttir frá 1.590-1.820. Hunangssteiktur lambahryggur með ostasalati 1 úrbeinaður lambahryggur 1 'údl BBQ sósa 4 msk. hunang salt. grófmalaður pipar jurtaolía Kjötið er brúnað í vel heitri olí- unni. Passið að láta kjötið vera minnst í 3-4 mínútur á fituhliðinni, en minna kjötmegin. Kryddið með salti og pipar. Takið kjötið af pönn- unni og skerið í hæfilegar sneiðar, um 1 cm þykkar. Penslið með hun- angi og BBQ-sósu og grillið í ofni með yfirhita í 2-5 mínútur eftir smekk. Þessi réttur er einnig góður á útigrillið, en þá er kjötið grillað ósneitt. Ostasalat 'Aíssalat 150 g fetaostur 1 gul paprika 1 rauðlaukur 'Aagúrka Rífið íssalatið niður og skerið grænmetið í litla bita. Skerið ostinn í litla teninga, blandið öllu saman og hellið dressingu yfír. í stað feta- osts má nota hvaða ost sem er og salat-dressingu má gera úr 1 dl olíu og 1 msk. sítrónusafa. Mysuostasúpa 1 ‘ólítri vatn 100 g sveskjur 40 g sykur Margrét Rósa Einarsdóttir, eig- andi veitingastaðarins Prag við Laugaveg. 250 g mysuostur 25 g hrísmjöl 1 dl þeyttur rjómi salt Sjóðið sveskjurnar og færið þær upp. Skerið ostinn smátt og látið hann bráðna í soðinu. Jafnið súpuna og sjóðið í 10 mínútur. Sykrið. Þeyt- ið tjómann og hellið súpunni saman við. Leggið sveskjurnar í. ■ JI Hægt að loka heimasíma ef skuld er á öðrum síma á sömu kennitölu KONA hafði samband við okkur hér á Daglegu lífi og sagðist hafa átt bílasíma, selt hann fyrir tveim- ur áram og fengið sér annan. Nafnabreyting varð hinsvegar ekki á símanum fyrr en í septem- ber síðastliðnum. Þegar hún ætl- -aði síðan að fara að borga afnota- gjald af nýja bílasímanum kom í ljós að gamli bílasíminn var allt í einu kominn á sama reikning og sá nýi. Nýja símanúmerið átti að skuldfæra af greiðslukorti en gamla númerið hafði aldrei verið á greiðslukorti. Þar sem það voru hennar mistök að tilkynna ekki söluna var hún ekki að fetta fing- ur út í að fá senda báða reikning- ana. Það sem hún er ósátt við er að starfsmaður Pósts og síma geti fært gamla reikninginn á greiðslu- kort án þess að hafa samráð við hana. Fyrirspurn konunnar er því: Mega starfsmenn Pósts og síma taka gamlan reikning og setja hann á greiðslukort án þess að bera það undir eiganda? Að sögn Hrefnu Ingólfsdóttur upplýsingafulltrúa hjá Pósti og síma var um einstakt undantekn- ingartilfelli að ræða og átti að fara að loka nýja reikningnum vegna þessarar skuldar á gamla símanum. Meðan ekki hefur verið tilkynnt um eigandaskipti er gamli rétthafinn að fullu ábyrgur fyrir notkun símans. I þessu tilfelli brá starfsmaður Pósts og síma á það ráð að skella reikningunum saman og gefa fólkinu þannig tækifæri á að borga skuldir sínar áður en nýja símanum yrði lokað. „Starfs- maður okkar gerði sér ekki grein fyrir að um greiðslukortareikning væri að ræða. Um leið og þessi umræddi viðskiptavinur okkar hringdi leiðréttum við þessa skekkju." Þegar Hrefna er innt eftir því hvort megi loka heimasíma ef skuld sé á t.d. bílasíma fjölskyld- unnar segir hún að það sé gert svo framarlega sem bæði númerin Andlitsförðun í Body Shop við Laugaveg og í Kringlu STARFSFÓLK Body shop-verslananna í Reykja vík hefur verið þjálfað í andlitsförðun og tekur að sér að farða þá sem þess óska. Þjónustan er ókeypis. Notaðar era Colour- ings- snyrtivörur sem seldar eru í verslunum Body Shop en að sögn Kolbrúnar Mogensen framkvæmdastjóra fylgja engar kvaðir um að kaupa þær þó fólk fái andlitsförðun. „Við ræð- um við fólk um umhirðu húðarinnar meðan við förðum og eigum þess því kost að gefa fólki ráð- Ieggingar þar að lútandi." Að sögn Kol- brún- ar eru' seldar áfyllingar á" flestar vörutegundir og innan tíðar verða þær fáanlegar á nán- ast allar snyrtivörur. Verð á áfyll- ingu er um 20% lægra en á vörum þegar þær eru keyptar í fyrsta sinn. séu á sömu kennitölu. „Okkur finnst ekki eðlilegt að sá sem er í vanskilum geti haldið áfram að safna skuld við fyrirtækið á öðru númeri.“ Ef hjónin eru hinsvegar skráð hvort á sinn síma er þetta ekki framkvæmanlegt. ■ Kringlan með markað HALDIÐ verður upp á útsölulok með götumarkaði á báðum hæð- um verslanamiðstöðvarinnar Kringlunnar á föstudag og laug- ardag. Fyrri daginn verður opið milli kl. 10 og 19 og þann seinni milli kl. 10 og 16. Björn Gunnlaugsson markaðs- fulltrúi sagði að götumarkaðurinn færi fram með þeim hætti að kaup- menn byðu útsöluvörur á langborð- um í göngugötum verslanamið- stöðvarinnar. „Ég vona að sem flestir kaupmenn taki þátt í götu- markaðinum og við setjum borð alls staðar þar sem því verður við komið. Á boðstólum verða afgang- ar frá útsölum og verður örugglega hægt að finna fulít af skemmtileg- um hlutum. Meginmarkmiðið er svo að sjálfsögðu mjög lágt verð og oft eru fast, t.d. 500 eða 1.000 kr.,“ sagði Björn og minntist þess að eins konar hefð væri komin á götumarkaðina, t.a.m hefðu tveir verið haldnir á síðasta ári, í febr- úar og ágúst. ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.