Morgunblaðið - 17.02.1994, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 17.02.1994, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1994 Eru rangfærslur stað- reynda til hagsbóta? eftir Bergdísi Lindu Kjartansdóttur Vegna greinar Gunnars Birgisson- ar stjómarformanns LÍN í Morgun- blaðinu 22. janúar langar mig að koma eftirfarandi athugasemdum á framfæri: Fyrsta er vegna fullyrðingar Gunnars um að námsmenn í láns- hæfu námi séu fleiri nú en áður en reglum um Lánasjóðinn var breytt. Það er eflaust rétt, en það hangir fleira á spýtunni en að nýju uthlut- unarreglurnar séu svo góðar. í fyrsta lagi eru stórir árgangar að koma upp á háskólastigið núna. I öðru lagi bitn- ar vaxandi atvinnuleysi illa á ungu fólki sem enga starfsreynslu hefur og þess vegna leitar það í auknum mæli í framhaldsnám. Og í þriðja lagi — og þar komum við að afleið- ingum breyttra reglna Lánasjóðs ís- lenskra námsmanna — er sú ástæða sem Gunnar nefnir sjálfur, að „náms- menn fjármagna nám sitt í vaxandi mæli af eigin tekjum". Það er nefni- lega grundvallarmisskilningur að það sé svo æskilegt. Þeir námsmenn sem vinna með náminu til að framfleyta sér verða að vinna ansi mikið; 50-100% vinnu. Það hlýtur hver maður að sjá að slíkt kemur .niður á náminu. Auk þess sem þetta skilar verri menntun, eru þessir nemendur lengur að klára nám sitt og þess vegna fjölgar í skólanuih þegar nýir nemendur innritast án þess að aðrir „Eina eðlilega leiðin og sú langsamlega réttlát- asta er að lána öllum sömu upphæð; burtséð frá hjúskaparstöðu, barnafjölda eða öðrum félagslegum aðstæðum og láta svo félagslega kerfið sjá um að jafna aðstöðu námsmanna, á sama hátt og á hinum Norðurlöndunum. “ útskrifist í staðinn. Þessu fylgir svo að sjálfsögðu aukinn kostnaður skól- ans vegna fjölgunar námskeiða, fjölgunar kennara, meiri umgengni um húsnæði skóians o.s.frv. Þannig að í stærra samhengi er þessi leið LÍN til spamaðar dýr fyrir þjóðfélag- ið. Að auki má benda á að þeir sem geta unnið með námi, og gera það vegna þess að það er ekki lengur hægt að framfleyta sér á námslán- um, eru að sjálfsögðu barnlausir ein- staklingar — hinir hrekjast frá námi. Nám er fuil vinna, og það er vinna að annast og ala upp börn. Þess vegna geta námsmenn sem eiga böm ekki farið þessa Ieið. Önnur athugasemdin varðar full- yrðinguna: „... núverandi stjóm lánasjóðsins hefur breytt reglum þannig að tekjur hafa mun minni áhrif á rétt manna til námslána en var í tíð fyrri stjórnar." Þetta gildir kannski um sértekjur námsmanns- ins, en alls ekki um ijölskyldutekjur hans. Fyrir breytingu gilti sú regla að allar tekjur maka umfram tvö- falda framfærslu námsmanns komu til frádráttar láni. Eftir breytingu kemur helmingur þeirra tekna maka sem eru umfram framfærslu til frá- dráttar á námsláninu. (Framfærsla námsmanns er sú upphæð sem náms- maður þarf samkvæmt skilgreiningu LIN sér og sínum til viðurværis.) Með þessari breytingu á úthlutunar- reglum hafa tekjur mun meiri áhrif til lækkunar námslána en áður. Auk þess hafði skerðing grunnframfærslu það í för með sér að tekjur hafa enn frekari áhrif á námslánin. Fjöl- skyldutekjur skipta höfuðmáli fyrir fólk sem á börn — ekki hver vinnur fyrir þeim. Það er raunar furðulegt að hjón skuli ekki fá sömu meðferð hjá LÍN og hjá ríkinu þar sem litið er á tekjur hjóna sem eina heild. Ég tel að eðlilegt hefði verið að breyta þessu um leið og tekjuskerðing lána var samræmd milli námsmanns og maka. Þar sem sama reglan gildir nú um skerðingu lána vegna tekna hvort sem námsmaður eða maki á í hlut (helmingur af öllu umfram fram- færslu) væri bæði einfaldast og eðli- legast að líta á tekjur heimilisins sem eina heild. Bergdís Linda Kjartansdóttir Þriðja athugasemdin varðar þá uppáhaldsfullyrðingu Gunnars að fjölskyidufólk í námi sé betur sett á Islandi en á nokkru hinna Norður- landanna. Hann segir máli sínu til stuðnings „að í Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi fá einstaklingar í námi sama stuðning og námsmenn með börn á framfæri“. Á íslandi er stað- reyndin sú að námsmenn með böm á framfæri fá oftar en ekki lægri lán en einstaklingar; jafnvel lægri lán en einstaklingar í foreldrahúsum þar sem kannski eru tvær fyrirvinnur. Þetta stafar m.a. af skerðingu vegna barnabóta og óhóflegum áhrifum makatekna (dæmi: lán námsmanns sem á eitt barn byijar að skerðast þegar tekjur makans fara yfir 64.000 kr. á mánuði). Það er algengt að námsmenn með börn á framfæri séu að fá 20-30 þúsund krónur í náms- lán á mánuði (óháð barnafjölda). Til að fá fullt lán þurfa báðir foreldrar að vera í námi, foreldri að vera ein- stætt eða námsmaður að hafa mak- ann á framfæri auk barnanna; en það er einmitt dæmið sem Gunnar tekur alltaf um hversu há námslánin séu. Að síðustu segir það svo ekki nema hálfa söguna að á hinum Norð- urlöndunum fái námsmenn með börn á framfæri sömu lán og einstakling- ar. Þar er nefnilega öflugt félagslegt kerfi sem sér um að jafna aðstæður milli þessara hópa, ,t.d. með húsa- leigubótum og ókeypis dagvist. Eina eðlilega leiðin og sú langsam- lega réttlátasta er að lána öllum sömu upphæð; burtséð frá hjúskap- arstöðu, barnaijölda eða öðrum fé- lagslegum aðstæðum og láta svo fé- lagslega kerfið sjá um að jafna að- stöðu námsmanna, á sama hatt og á hinum Norðurlöndunum. í stað þess flókna rugls sem nú er í gangi í LIN; þar sem námsmönnum er fyrst reiknað hærra lán ef þeir eiga börn, en það svo skert vegna barnabótanna sem félagslega kerfið notar til að- stöðujöfnunar og aftur vegna með- lags eða tekna, þangað til búið er að koma upphæðinni langt niður fyr- ir grunnlán. Þetta hljóta að vera nokkuð kostnaðarsamar reiknikúnst- ir og áreiðanlega hægt að sp'ara þó nokkuð með því að einfalda kerfið á þann veg að allir fái sömu upphæð í námslán. Að lokum: Nei, rangfærslur Gunn- ars Birgissonar eru okkur náms- mönnum ekki til hagsbóta, og heldur ekki sífelldar tilraunir Gunnars til að etja saman námsmönnum og skattgreiðendum. Það ættu að vera sameiginlegir hagsmunir okkar allra að mennta þjóðina. Höfundur er háskólanemi. RAÐA UGL YSINGAR Barnagæsla Barngóð, reglusöm kona óskast til að gæta 6 mánaða drengs 1-2 daga í viku frá 1. mars. Má ekki reykja. Búum í Bústaðahverfi. Upplýsingar í síma 678553. Laust lyfsöjuleyfi sem forseti íslands veitir Laust er til umsóknar lyfsöluleyfi á Siglufirði (Siglufjarðar Apótek). Fráfarandi lyfsali gerir kröfu til þess, í samræmi við 11. gr. laga nr. 76/1982 um lyfjadreifingu, að viðtakandi lyf- söluleyfishafi kaupi vörubirgðir, allan búnað apóteksins og innréttingar þess. Ennfremur kaupi viðtakandi leyfishafi fasteign apóteks- ins, auk íbúðar lyfsalans. Viðtakandi lyfsali skal hefja rekstur frá og með 1. apríl 1994. Umsóknir, ásamt ítarlegum upplýsingum um lyfjafræðimenntun og lyfjafræðistörf, sendist ráðuneytinu fyrir 14. mars 1994. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 14. febrúar 1994. Aðalsafnaðarfundur í Laugarneskirkju sunnudaginn 20. febrúar að lokinni messu sem hefst kl. 11.00 árdeg- is. Venjuleg aðalfundarstörf. Sóknarnefndin. Almenn heilsa íþróttaklúbburinn Heilsa heldur almennan félagsfund í kvöld kl. 21.00 um málefnið „Áhrif líkamlegrar vellíðunar á andlega heilsu“. Ólafur Sveinsson (Óli punktur) heldur fyrirlestur og svarar spurningum. Fundarstjóri: Dr. Kristján Ingvarsson, lífeðlisfræðingur. Félagar fjölmennið og takið með ykkur gesti. Heilsa, Dugguvogi 12. Auglýsing Bæjarstjórn Kópavogs hefur nýtt heimild til álagningar sérstaks skatts á fasteignir, sem notaðar eru til verslunarreksturs eða skrif- stofuhalds, sbr. 10. gr. laga nr. 124 frá 20/12/’93, um breytingar á lögum nr. 90/1990 um tekjustofna sveitarfélaga. Kópa- vogsbær hefur lagt skattinn á samkvæmt fycirliggjandi upplýsingum byggingarfulltrúa. Kærufrestur er sex vikur frá birtingu álagn- ingar, sbr. 10. gr. reglugerðar nr. 320/1972. 15. febrúar 1994. Bæjarstjórinn í Kópavogi. VÉLSKÓLI y® ISLANDS Endurmenntunarnámskeið Athygli vélstjóra og vélfræðinga er vakin á auglýsingu, sem birtist í fréttabréfi Vélstjóra- félags íslands, 1. tölublaði 1994, um nám- skeið í kælitækni, stýrðu viðhaldi og véla- rúmsstjórnun frá stjórnstöð. Umsóknarfrestur er til 18. þessa mánaðar. Síminn á skrifstofu skólans er 19755. Skóiameistari. !• K I. A (i S S T A R F Aðalfundur Sjálfstæðisfélag Kópavogs heldur aðalfund sinn í dag, fimmtudaginn 17. febrúar, kl. 20.30 í Hamraborg 1, 3. hæð. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Kosning stjórnar. 3. Umræöur. Fundarstjóri: Birgir Ómar Haraldsson. Gestur fundarins verður Hreinn Loftsson, formaður einkavæðingarnefndar. Félagar í Sjálfstæðisfélagi Kópavogs eru hvattir til að mæta. Sjálfstæðisfélag Kópavogs. auglýsingar St. St. 5994021719 VIII I.O.O.F. 5= 1752178'* = 9 II. I.O.O.F. 11 = 17502178’* = Hvítasunnukirkjan Völvufell Almenn samkoma kl. 20.30. Allir hjartanlega .velkomnir. Góðtempiarahúsið, Hafnarfirði Félagsvist í kvöld, fimmtudaginn 17. febrúar. Byrjum að spila kl. 20.30 stundvíslega. Allir velkomnir. Kvöldvaka f kvöld kl. 20.30. Veitingar og happdrætti. Föstudag kl. 20.30: Lofgjörðar- samkoma. Gospei-kórinn syng- ur. Major Liv Gundersen talar bæði kvöldin. W Aðaldeild KFUM, ^ Holtavegi Inntökufundur AD-KFUM í kvöld kl. 19.00. Fundurinn er í umsjá stjórnar KFUM og hefst með borðhaldi. Athugið að fund- urinn verður í húsi félagsins við Holtaveg. Orð lífsins, Grensásvegi 8 Almenn samkoma í kvöld kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir! Nú á íslandi Heilarinn og nuddarinn Oda Fugie verður á Islandi frá 14. febrúar til 1. mars. Oda Fuglo hefur lagt stund á Kinesiologi og svæðameðferð og kemur jafnvægi á orkuflæðið. Hún getur meðal annars hjálpað fólki varðandi orðblindu, lestrar- erfiðleika, málhelti, sársauka, streitu, losað um fyrirstöðu í orkuflæðinu. Fímapantanir í síma 91-628773

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.