Morgunblaðið - 17.02.1994, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 17.02.1994, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. FEBRUAR 1994 5 Síðujökull hefur hert ferðina verulega Mikill leir í vatni sem kemur undan jöklinum MÆLINGAR sem gerðar voru við Síðujökul í síðustu viku benda til þess að jökullinn hafi hert ferðina verulega og bylgjan sem er að færast niður hann ferðast nú um 40-50 metra á dag, eða í kringum tvo metra á klukkustund. Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræð- ingur hjá Raunvísindastofnun Háskólans segir að mikill leir hafi fundist í vatni sem kom undan jöklinum á einum stað. Vísindamenn á vegum Raunvís- indastofnunar og Orkustofnunar fóru upp að Síðujökli í síðustu viku og gerðu ýmsar rannsóknjr á svæð- inu og tóku myndir. Magnús segir að vísindamenn séu búnir að fylgj- ast með hlaupinu frá 7. janúar, SKIPTUM í þrotabúi Vinnu- fatabúðarinnar er lokið. Lýst var samtals 180 milljón króna veðkröfum, almennum kröfum og forgangskröfum. Ekkert greiddist upp í almennar kröf- ur og forgangskröfur en út- hlutun til veðhafa er ekki lok- ið þar sem nauðungarsala úr þegar fyrstu fregnir af því bárust. Leiðangur hafi verið sendur á svæð- ið upp úr miðjum janúar og svo aftur þann 9. febrúar 'og kom í ljós að á tímabilinu frá 20. janúar til 9. febrúar hafi jökulbylgjan ferðast um 40-50 metra á dag. Fyrstu eignum búsins hefur ekki farið fram. Lýst var almennum kröfum fyr- ir 76 milljónir króna, forgangs- kröfum fyrir 1,3 milljónir og veðkröfum utan skuldaraðar fyrir 102,2 milljónir króna. Búið var tekið til skipta við fráfall eínkaeig- anda fyrirtækisins í janúar í fyrra. tvær vikurnar var hraði bylgjunnar hins vegar um 20 metrar á dag. Hann segir að í síðustu viku hafi framhlaupið allstaðar náð fram á sporðinn nema á um 7 km kafla fremst á jöklinum. Hann reiknaði með bylgjan næði þangað á næstu dögum. Bylgjan virkar eins og stífla í síðustu viku kom vatn á einum stað undan jöklinum og var tekið úr því sýni til að mæla magn leirs sem jökullinn bæri með sér. Orku- stofnun gerði mælingar á sýninu og sagði Magnús að í því hafi fund- ist mesti jökulleir sem mælst hefur í slíku sýni eða 86 grömm í hveijum lítra. „Jökullinn er að skrapa botninn um leið og hann skríður fram,“ segir Magnús. Hann segir að Síðu- jökull fljóti á nokkurs konar vatns- púða áfram og það sé skýringin á hraða hans. Vatnið komist svo ekki undan jöklinum fyrr enn bylgjan nái fram á sporðinn því hún verki eins og stífla. Magnús segir að jökullinn verði á hreyfingu fram á vor en vísinda- menn gera ráð fyrir að þegar hann stöðvist hafi jökulröndin færst fram um allt að 1.000 metra. 180 millj. kröfur í Vinnufatabúð Aðgangur að Dow Jones/TELERATE gagnabankanum skiptir sköpum í mðskiptum Dow Jones & CO. INC. er virt • Vexti alþjóðlegt útgáfufyrirtæki á sviði • Gjaldeyrismarkaði viðskipta og gefur meðal annars út • Vöruviðskipti (t.d. ál) The Wall Street Journal. Fyrirtækið starfrækir einnig gagna- Starfsmenn Strengs veita nánari banka sem er kunnur fyrir mjög upplýsingar. glöggar og áreiðanlegar upplýsingar um fjármál og aðgengilegt notenda- viðmót. Dow Jones/TELERATE gagnabankinn flytur þér fjármála- fréttir allan sólarhringinn og þar færðu alltaf nýjustu upplýsingar um m.a.: • Ríkisskuldabréf • Hlutabréfamarkaði • Orkuviðskipti • Viðskipti með framvirka samninga SÍMI 91 - 62 47 00 tíou' Jone.yfeterate => STRENGUR - ístöðugri sókrt STÓRHÖFÐA 15, REVKJAVÍK Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Svaf á sníóskafli Selfossi. „ÉG SVAF vel í nótt enda með góðan svefnpoka," sagði Martin Hous- den stærðfræðikerinari frá London, en hann gisti í tjaldi á snævi þöktu tjaldsvæðinu á athafnasvæði Gesthúsa á Selfossi aðfaranótt þriðjudags og var fyrsti tjaldgestur ársins._ Martin hefur verið á ferð á íslandi ásamt félaga sínum frá því 5. janúar. Þeir félagar ferðuðust fótgangandi þvert yfir landið og drógu búnað sinn á sleðum. Martin sagðist vera á leið að Gullfossi og farið væri að síga á seinni hluta ferðarinnar. Tryggingin sem þeir félagar hefðu tekið, ef leita þyrfti að þeim eða ef eitthvað slíkt óvænt kæmi upp á, rynni út 16. febrúar og þá vildu þeir vera á hættulitlu svæði. „Annars er núna meiri hætta á gangstéttunum í Reykjavík en inni á hálendi," sagði Martin og vísaði til hálkunnar sem væri þessa dag- ana. Inni á hálendi væri hægt að spenna ísbroddana neðan á skóna en á gangstéttunum skripluðu menn. Hann kvaðst ánægður með ferðina en hann þyrfti að koma aftur því það væri svo margt að sjá á íslandi. _ gjg jóns. SUMAR GLEÐIN Einhver ævintýralegasta skemmtidagskrá allra tíma á Hótel Islandi Ranni Riarna Manni Ólafs. Hemmi Gunn. Ásvalds. Jón Ragnars, Beinteins. Þeir eru mættir aftur til leiks eftir áralangt hlé, enn harðskeyttari og ævintýralegri en fyrr og nú með vinsælustu söngkonu landsins Siggu Beinteins. Tónlistarstjóm: Gunnar Þórðarson Leikstjórn: Egill Eðvaldsson. Að lokinni skemmtuninni tekur við hin nýja hljómsveit Siggu Beinteins Matseðill Portvínsbtvit austurlensk sfái’arréttasúpa meó rjómatopp og kavíar Koníakslegiö grísafiUe meó franskri dijonsósu, parísarkartöflum, oregano. flamberuðutn ávöxtum og gljáðu grœnmeti Konfektís meðpiparinvnfupertt, kirsuberjakretni og rjómasúkkulaáisósu Glæsileg tilboð á gistingu. Sfmi 688999 i iUaJj Miðasala og borðapantanir í síma 687111 frá kl. 13 til 17. I III I II 11 II II II II M M M 111 I I I I II II II M I I M II II IULLLI II I Í M I M I 11 LLLLl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.