Morgunblaðið - 17.02.1994, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1994
31
Fjallkóngur atyrðir bústólpa
eftir Baldur
Hermannsson
Haukur Halldórsson, sem telja má
einskonar fjallkóng íslenskrar bænda
nú um stundir, hefur látið falla nokk-
ur orð um heimildamyndir um bænd-
ur og landbúnað og hyggur að þeir
sem þar um véli búi við sjúklegt
hugarástand. Kunnugur sagði mér,
að Haukur hefði meða! annarra mig
í huga.
Ég skil vel að Haukur vilji standa
vörð um sína menn, en hann verður
að gæta orða sinna. Ég hef ekki
framleitt neina mynd um íslenska
bændur og ekki fjallað í sjónvarpi
um nein þau mál sem heyra undir
Hauk. Ég gerði að vísu stuttan við-
talsþátt um bændur nokkra á Norð-
urlandi, sem skrifuðu upp á skulda-
bréf fyrir kaupfélagíð og áttu á
hættu að missa allt sitt, en það er
meira en fimm ár síðan sá þáttur
var sýndur.
Þjóð í hlekkjum
í fyrra gerði ég nokkra þætti, Þjóð
í hlekkjum hugarfarsins, sem fjölluðu
um atvinnuvegi og þjóðlíf fyrri alda.
Ég studdist í hvívetna við öruggar
heimildir og rannsóknir virtra vís-
indamanna, enda hefur' ekki staf-
krókur úr texta þáttanna verið hrak-
inn þótt menn greini á um túlkunina.
En mér skilst, þótt ég viti það
ekki fyrir víst, að á Snæfellsnesi
hafi ég farið víkurvillt — ef svo er,.
þá stafar það af fráleitri uppsetningu
skilta, enda las ég í blaði nýlega að
til stæði að færa til skiltin; biðst ég
velvirðignar á þeim mistökum.
í nefndum sjónvarpsþáttum kom
bændastétt fyrri alda nokkuð við
sögu, sem vonlegt var, þar eð hún
hafði tögl og hagldir og réði mestu
um framvindu mála, en ég vék ekki
einu orði — ekki einu einasta orði —
að valdakerfi nútímans, hagkerfí,
núlifandi bændum eða landbúnaði.
Það er heilaspuni að ég hafi á einn
eða annan hátt veist að bændum
íslands eða reynt að gera þeirra hlut
smáan. Allt sem ég hef unnið fyrir
sjónvarp og varðar bændur, hefur
verið ýmist hlutlaust eða fremur vin-
samlegt.
Ég ráðlegg Hauki Halldórssyni að
athuga þetta. Hann er greindur mað-
ur og á að hefja sig upp yfir þvaður
heimskingja.
Hitt er svo annar handleggur, að
ég vinn nú að framhaldi Þjóðar í
hiekkjum hugarfarsins. Þætti mér
þá betra en ekki, að mega leita til
Hauks um margvíslegar upplýsingar
er varðar bændur og búskap á vorum
dögum, en um fortíðina þarf ég ekki
að spyija hann ráða.
Góður bústólpi
Þá vil ég geta heimildamyndarinn-
ar Bóndi er bústólpi, sem Haukur
hefur farið um nokkrum orðum. Það
var góð mynd, vel unnin, fróðleg og
vakti máls á hlutum sem legið hafa
í kyrrþey.
Við sjónvarpsstarfsmenn erum
hreyknir af því að hafa fengið til liðs
við okkur jafn ágætan höfund og
Helga Felixson, og ég tek heils hgu-
ar undir það, sem einn reyndasti fé-
lagi í okkar hópi sagði: Helgi Felix-
son hefur það umfram okkur flesta
að hann hefur stíl.
Það er á dálitlum misskilningi
byggt, sem birst hefur í blöðum, að
Helgi sé ekki sjónvarpsstarfsmaður.
Allir sem semja dagskrá fyrir sjón-
varpið eru sjónvarpsstarfsmenn, svo
einfallt er það. Sumir eru æviráðnir,
sumir ráðnir til ákveðins tíma, sumir
lausráðnir, sumir semja myndir og
bjóða til kaups, sumir eru ráðnir til
ákveðinna verka, sumir eru verktak-
ar eða vinna á snærum verktaka úti
í bæ eða úti á landi — og allir eru
þeir sjónvarpsstarfsmenn.
Sigrún Stefánsdóttir er til dæmis
Baldur Hermannsson
„Hitt er svo annar
handleggur, að ég vinn
nú að framhaldi Þjóðar
í hlekkjum hugarfars-
ins.“
sjónvarpsstarfsmaður, þótt hún sé
ráðin sem kennari úti í bæ, og vinni
í hjáverkum að dagskrárgerð og
fréttum. Og Arthúr Bollason teiur
sig réttilega sjónvarpsstarfsmann,
þótt hann hafi aldrei verið hér fast-
ráðinn — aðeins unnið að nokkrum
umsömdum verkefnum.
Sjónvarpshöfundar
Þróunin hefur orðið sú, að fæstir
þeirra, sem vinna beint að dagskár-
gerð fyrir sjónvarp, eru fastráðnir.
Símaverðir, skrifstofustjórar, sendl-
ar, næturverðir, viðgerðarmenn,
tæknimenn ýmiskonar, förðun-
ardömur og framkvæmdastjórar eru
fastráðnir hjá sjónvarpinu, en obbinn
af dagskrárgerðarfólki er ýmist ráð-
inn til stakra verkefna, eða vinnur
hjá Saga Film, Nýja Bíói, Verksmiðj-
unni, Hljóðrita, Samveri, Plús Film
og þannig mætti áfram telja.
Eitt áhugaverðasta. sjónvarpsefni
vetrarins, Ingó og Vala, er til dæmis
unnið í Saga Film. Af okkar bestu
upptökustjórum er nú aðeins einn
fastráðinn hjá sjónvarpinu. Og eng-
inn af sjónvarpshöfundum okkar —
þ.e. menn sem semja sjónvarpsmynd-
ir, stjórna bæði mynd og texta —
er fastráðinn hjá sjónvarpinu.
Það má líkja sjónvarpshöfundum,
svo sem Helga Felixsyni, við rithöf-
unda: þeir eru ekki fastráðnir hjá
bókaforlögum, en ýmist semja um
stakar bækur eða bjóða þær fullbún-
ar til sölu. Bókaforlög fastráða skrif-
stofufólk en gera tilfallandi samn-
inga við rithöfunda. Það er farsælast
fyrir báða aðila.
Maður með stíl
Ég er nú víst orðinn einn af elstu
starfsmönnum sjónvarpsins. Ymis-
legt hef ég heyrt og séð á þeim vinnu-
stað, bæði gott og vont, enda eðli
starfsins á þann veg, að kostir manna
og lestir birtast í björtu ljósi. Hvim-
leiðasti lösturinn hygg ég að muni
vera öfundin.
Það verður mórgum erfitt, einkum
lítilsigldu fólki, að játa yfirburði ann-
arra, en við sem erum gamalreyndir
sjónvarpsstarfsmenn og höfum
marga fjöruna sopið, þekkjum sauð-
ina frá höfrunum. Við tökum Helga
Felixsyni tveim höndum; hann hefur
áður samið gott sjónvarpsverk, en
með Bústólpanum hefur hann skipað
sér í fremstu röð sjónvarpshöfunda.
Hann er maður með stíl.
Höfundur er sjónvarpshöfundur.
Skápar og húsgögn á
stórlækkuðu verði.
Komið á Smiðjuveg 9
og húsgögnum
AXIS
AXIS HÚSGÖGN HF
SMIÐJUVEGI9, 200 KÓPAVOGI,
SÍMI91 43500,
FAX: 43509
HVERS VEGNA NOTAR ÞÚ
RAUTT EÐAL
GINSENG?
Hildur Knstmsdottir, klmikdama:
Til að komast í andlegt jafnvægi
og auka starfsþrek.
Rautt Eðal Ginseng
skerpir athygli
og eykur þol.
Gunnar Eyjólfsson, leikari og
skátahöfðingi:
Það eflir einbeitinguna.
Sigurður Sveinsson
handboltamaður:
Það er nauðsynlegt fyrir svona
gamla menn eins og mig til að
geta haldið endalaust áfram í
handboltanum.
Dýrleif Ármann, kjólameistari:
Það gefur mér kraft og lífsgleði
við saumaskapinn.
Alda NorðQörð, eróbikkkennari:
Það stóreykur úthald, þrek og þol.
Ásta Erlingsdóttir, grasalæknir:
Ég fmn að það gerir mér gott.