Morgunblaðið - 17.02.1994, Blaðsíða 48
48
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1994
ÍÞRÓTTIR UNGLINGA
Ömggt hjá
Framstúlkum í
sjötta flokki
Leikið í yngstu aldursflokkunum í hand-
knattleik
ÞRIÐJI hluti íslandsmótsins og
sá síðasti fyrir úrslitakeppnina
fór fram hjá sjötta og sjöunda
aldursflokki um síðustu helgi.
Fram varð sigurvegari A-liða í
sjötta flokki stúlkna, HK í sjötta
flokki drengja og FH í sjöunda
flokki drengja.
Fram varð meistari A-liða á ís-
landsbankamótinu í sjötta
flokki kvenna sem haldið var í
Garðabæ. Fram hafði nokkra yfir-
burði gegn ÍR. Liðið hafði 7:0 yfir
í leikhléi en lokatölur urðu 11:3.
Fram varð sigraði einnig í C-liða-
keppninni en Fylkir hjá B-liðunum.
HK sigraði aftur
HK-strákarnir gerðu sér lítið fyr-
ir og sigruðu á öðru mótinu í röð
þegar þeir sigruðu í A-liðakeppni
Kópavogsmótsins í 6. flokki
drengja. HK sigraði Fram 7:4 í
leiknum um fyrsta sætið. Haukar
hrepptu þriðja sætið með sigri á KA.
HK lék einnig til úrslita hjá B-liðum
og hafði betur lengi framan af gegn
KA. Akureyrarliðið náði að jafna
fyrir leikslok og einnig í lok fram-
lengingar. KA vann síðan hlutkest-
ið um það hvort félagið fengi að
hefja bráðabanann og skoraði sig-
urmark leiksins. Fram vann-Þór í
leik um 3. sætið.
KA varð einnig sigurvegar C-liða
með sigri á ÍR-1 en Haukar urðu
í þriðja sæti með sigri á FH. Mótið
var í umsjá HK og leikið í þremur
íþróttahúsum í Kópavogi og alls
mættu 45 lið til leiks. Urslitaleikir
A- og B-liða fóru fram í Digranesi
og fjölmargir áhorfendur lögðu leið
sína þangað til að fylgjast hand-
knattleiksköppunum leika listir sín-
ar.
Hafnarjarðarslagur
Georgsmót íslandsbanka í sjö-
unda flokki drengja fór fram í Laug-
ardalshöll og var mótið í umsjá
Fram. Hafnarfjarðarliðin FH og
Haukar börðust um sigurinn hjá
A-liðunum og hafði FH betur 11:7.
IR hafnaði í þriðja sæti með sigri
á Fram 6:3. Afturelding varð sigur-
vegari í b-liðakeppninni.
Morgunblaðið/Frosti
Hildur Leifsdóttir úr Fram reynir
að koma boltanum framhjá þéttri ÍR-
vörninni í úrslitaleik 6. flokks stúlkna
hjá A-liðum. Á neðri myndinni fagna
Framstúlkur sigri sínum í C-liða-
keppninni með Georg mörgæs sem var
mjög vinsæll hjá yngstu áhorfendum
mótsins.
KNATTSPYRNA
Fóru á skíöi I
Lillehammer
Fimm íslenskir ungmenni á aldrinum 11 - 15 ára eru
nýkomin heim úr skíðaferð í Noregi. Unglingarnir héldu
til í Osló og nágrenni en fóru einnig til Lillehammer þar sem
hópurinn fylgdist með keppni á Olympíuleikunum. Myndin
hér til hliðar er tekin af hópnum áður en hann iagði af stað
en þau eru talin frá hægri: Sæunn Ágústa Birgisdóttir frá
Reykjavík, Brynja Vala Guðmundsdóttir frá Akureyri, Gunn-
ar Bjarni Ólafsson fararstjóri, Eiríkur Gíslason frá Isafírði,
Páll Jónasson Seyðisfirði, Jóhann G. Möller Siglufírði og
Hermann Sigtryggsson fararstjóra.
Þess má geta að tíu manna hópur á aldrinum 17-19
ára mun keppa á HM unglinga í alpagreinum sem fram fer
í Lake Placid í Bandaríkjunum dagana 6-15 mars.
Morgunblaðið/Þorkell
Landsliðþjálfarar á Sauðárkróki
LANDSLIÐSÞJÁLFARARNIR
Ásgeir Elíasson og Gústaf
Björnsson heimsóttu knatt-
spyrnufólk á Sauðárkróki, mið-
vikudaginn 9. febrúar og
stjórnuðu æfingum yngri flokka
auk þess sem þeir sátu fund
með liðsstjórum og þjálfurum.
Iviðtali við Ómar Braga Stefáns-
son, form. knattspyrnudeildar
Tindastóls kom fram að fyrir
nokkru hefði komið fram sú hug-
mynd að fá hingað þessa menn til
skrafs og ráðagerða og einnig til
að hitta yngsta íþróttafólkið.
Gestirnir skoðuðu íþróttamann-
virki bæjarins í fylgd Páls Kolbeins-
sonar, íþrótta- og æskulýðsfulltrúa
en síðan fóru fram æfingar í öllum
^aldursflokkum.
Ásgeir Elíasson sagði dvölina á
Sauðárkróki ánægjulega. „Við
fengum beiðni frá Tindastóli um
að koma og ræða málin. Þetta hef-
ur ekki verið gert áður og ég veit
að nú munum við fá fleiri óskir frá
öðrum félögum. Við munum fara í
heimsóknir til fleiri félaga eftir því
fsem tími vinnst til og vonandi verð-
ur þetta til þess að vekja áhuga
Morgunblaðið/BB
Landsliðsþjálfararnir Ásgeir Elíasson og Gústaf Björnsson á æfíngu hjá 7. flokki Tindastóls á Sauðárkróki.
hjá þeim krökkum _sem stunda
knattspyrnu,“ sagði Ásgeir.
Landsliðsþjálfararnir héldu fund
á Sauðárkróki þar sem þeir kynntu
hæfileikamótun knattspyrnu-
manna, helstu áhersluþætti og
ýmsa þætti þjálfunar, sérstaklega
hjá yngri flokkunum.
B.B. Sauðárkróki
ÚRSLIT
6. FLOKKUR KVENNA:
A-lið - leikir ura sæti:
1-2. Fram- ÍR...................11:3
3-4.FH-ÍBV........................7:3
5-6. Haukar - Stjarnan............9:4
7-8. Víkingur - Fylkir............6:4
9-10. Fjölnir - KR................5:3
B-lið - leikir um sæti:
1-2. Fylkir- ílt.................5:4
3-4.Fram-KR.......................6:1
5-6. Stjaman - ÍBV................8:6
7-8.FH-HK.........................3:1
9-10. Haukar - Víkingur...........6:2
C-lið - leikir um sæti
1-2. Fram-FH......................5:2
3-4. ÍR-B - Fram-B................5:3
7-8. Haukar- Stjarnan........... 7:6
7. FLOKKUR DRENGJA
A-lið - Leikir um sæti:
1-2.FH - Haukar..................11:7
3-4. ÍR - Fram....................6:3
5-6. Víkingur - Haukar............8:5
7-8. Fjölnir-Valur...............10:5
9. UMFA, 10. Fylkir, 11. Grótta, 12. UBK.
B-lið - leikir um sæti
1-2. UMFA - Grótta................5:3
3-4. Haukar - Fram................3:2
C-lið - lokaröð:
1. ÍR-2, 2^Fjölnir,*3. ÍR-1, 4. Haukar, 5.
Grótta.
Bikar tij
Vals og ÍR
Úrslitaleikir í kvöld
Valur er bikarmeistari í þriðja
flokki karla í handknattleik
og ÍR í þriðja flokki kvenna en
úrslitaleikir í þessum aldursflokki
fóru fram í síðustu viku. Valsmenn
sigruðu ÍR 20:19 og ÍR-stúlkurnar
báru sigurorð af KR 21:13.
Bikarúrslitaleikir 2. og 4. flokks
fara fram í kvöld og annað kvöld.
I kvöld klukkan 18 mætast KR og
Víkingur í úrslitaleik 4. flokks
karla og að þeim leik loknum, um
kl. 19:10 hefst leikur ÍR og KR í
4. flokki kvenna. Leikið verður í
Iþróttahúsinu við Austurberg í
Breiðholti.
Annað kvöld fara fram bikarúr-
slitaleikir 2. flokks. Í 2. flokki karla
mætast Valur og Fram kl. 18 og
að þeim leik loknum mætast KR
og Haukar í 2. flokki kvenna. Leik-
ið verður í Laugardalshöll.