Morgunblaðið - 17.02.1994, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1994
37
Þórunn Pálsdóttír og
Þorgeir G. Guðmunds
son — Hjónaminning
ar ritreglur eða nútíma ljóðagerð;
og ætíð gaf hann sér tíma til að
staldra við á förnum vegi, hlusta á
mál manna og gefa holl ráð ef þess
var óskað.
„Ég, er ég þá frægur maður?“
sagði Bjarne þegar hringt var til
hans frá Dagblaðinu í Ósló og hon-
um tjáð að hans væri getið - með-
al fárra Norðmanna - í síðustu
útgáfu af hinu alþjóðlega mann-
fræðiriti Who is Who. Þetta vakti
enga undrun okkar starfsfélaga
hans, því að við vissum að Bjarne
Fidjestöl var einn hinn kunnasti
fræðimaður á sínu sviði, ekki aðeins
í ættlandi sínu heldur og á alþjóða
vettvangi. Doktorsrit hans, Det
norröne fyrstediktet (1982), mark-
aði tímamót í rannsóknum nor-
rænna dróttkvæða, og síðar kom
hann oft að sama efni í minni rit-
gerðum. En hann var fjarri því að
einskorða sig við rannsóknir drótt-
kvæða. Þegar hann dó var hann
að leggja síðustu hönd á annað
mikið verk, rannsóknarsögu Eddu-
kvæða og vísindalega umræðu um
aldur þeirra.
Bjarne Fidjestöl sýndi glögglega
að þótt menn sýsli við þjóðlegt fag
eins og norræna textafræði þurfa
þeir ekki að vera neinir heimalning-
ar. Sambönd hans og áhrif náðu
vítt um heim. Eftir dvölina í
Strasbourg dvaldist hann eitt ár við
rannsóknir í Freiburg, hinumegin
við þýsku landamærin, og síðar í
Cambridge. Sjálfur var hann ritfær
á frönsku, þýsku og ensku og þýddi
bæði af íslensku og rússnesku. Ef
þörf gerðist sökkti hann sér niður
í latneskar og jafnvel grískar heim-
ildir. Hér heima átti hann um ára-
bil sæti í Málráðinu sem fulltrúi
fyrir nýnorsku, og þar kom hin víð-
tæka þekking hans á norskri tungu
að góðu gagni.
A sviði norrænunnar sýslaði hann
jöfnum höndum við textarýni og
bókmenntaskýringar. Naumast
varð fundin sú tegund norrænna
texta sem hann hafði ekki sýslað
við, og það var því harla vel við
hæfi að honum var falið að rita
upphafskaflann í hinni nýju norsku
bókmenntasögu, Norsk litteratur i
tusen ár, sem kom út aðeins fáum
vikum fyrir andlát hans. Þar skrifar
hann um hinar fornu bókmenntir
sem íslendingar og Norðmenn
skópu í sameiningu. Viðhorf hans
er ferskt og nýstárlegt, með meiri
áherslu á ritskýringu heldur en
upptalningu á persónum og verk-
um.
Bjarne Fidjestöl var einstaklega
snjall fræðari og fyrirlesari. I fyrir-
lestrum um dróttkvæði, sem sumum
kennurum hættir til að ofhlaða með
bragfræðilegum eða málfræðileg-
um smámunum, gat hann á óvænt-
an hátt tengt þræði til nútímaskálda
á borð við Stein Mehren eða Jan
Erik Vold, ellegar dregið lýsandi
dæmi af málfræðikenningum hinna
fornu Grikkja og Rómverja. Og í
fyrirlestrum hans um helgikvæði,
til að mynda Lilju, fundu áheyrend-
ur hina næmu og hlýju tilfinningu
hans fyrir efninu. Aldrei notaði
hann fyrirlestra sína til að deila á
aðra fræðimenn, og þegar hann
ræddi um sjónarmið manna sem
hann var ósammála, var því líkast
sem honum þætti miður að geta
lagt fram betri og traustari rök-
semdir en þeir.
Bjarne Fidjestöl var embættis-
maður með konunglegu skipunar-
bréfi, og hann rækti dyggilega hlut-
verk sitt sem kennari og fræðimað-
ur. Aldrei var hirt um að telja vinnu-
stundirnar, og hann hlífði sér ekki
við að leiðbeina stúdentum og
starfsfélögum. Fengi hann langa
ritgerð í hendur á föstudags-
morgni, var vfsast að hún kæmi til
baka næsta mánudag með skörpum
9g skynsamlegum athugasemdum.
í öllu umhverfi sínu skóp hann and-
rúmsloft rósemdar og samlyndis.
Það virðist eihs og illur draumur
að við skulum allt í einu hafa misst
þennan mann sem við mátum svo
mikils og sem okkur var svo kær.
Eiginkonan Eva og fjögur börn,
Mari, Ragna, Alfred og Ane, syrgja
nú góðan dreng, og á þessum erfiðu
dögum leita hugsanir okkar fyrst
og fremst til fjölskyldu hans.
Odd Einar Haugen.
Þórunn
Fædd 17. mars 1907
Dáin 30. maí 1993
Þorgeir
Fæddur 2. september 1903
Dáinn 8. febrúar 1994
Elskuleg og ástkær amma mín
og afi eru dáin. Ekki getur nein
manneskja eða neitt barn hugsað
sér eða eignast yndislegri ömmu
og afa. Þegar ég hugsa um þau
fyllist ég djúpum söknuði sem mátt-
vana orð fá ekki lýst.
Þegar þau bjuggu í Miðtúninu
var ég lítil stúlka. Heimsóttum við
þau á hveijum sunnudegi og oft fór
ég í strætó sjö til átta ára gömul
ein til ömmu og afa.
Afi minn hafði mikið yndi af allri
garðrækt og garðurinn þeirra var
eins og maður ímyndar sér Edens-
garðinn. Hann gat dútlað tímunum
saman í garðinum sínum við að
hlúa að litlu blómunum og tijánum.
Það var afi sem kenndi mér að
bera virðingu fyrir gróðrinum.
Afi minn var vel lesinn maður
og vissi sitt af hverju, hann vissi
alltaf nákvæmlega hvað hver hóll,
hæð, fjall, á eða vatn hét hvar sem
hann var staddur. Undraðist ég það
oft þegar ég var barn og var jafn-
framt mjög stolt af hinum vitra afa
mínum.
Afi fæddist í Reykjavík 2. sept-
ember 1903. Hann var elstur fjög-
urra systkina og áttu þau að auki
einn uppeldisbróður. Foreldrar afa
voru Guðmundur Guðmundsson
húsasmiður og Jónína Soffía Jós-
epsdóttir húsmóðir.
Afi minn var lærður húsasmiður
eins og pabbi hans og vann hann
lengst af við smíðar, og svo við
verslunarstörf hin seinni ár.
Amma mín og afi voru frekar
ólíkar manneskjur fannst mér.
Hann var meira fyrir að vera einn
í sínum áhugamálum, en hún amma
mín var mikil félagsmanneskja.
Hún var yndisleg kona, vildi alltaf
hjálpa þeim sem minna máttu sín,
hún gat aldrei setið aðgerðarlaus
ef hún vissi af einhverjum sem átti
bágt. Hún var mjög dugleg og hús-
leg og hafði unun af því að prjóna
og sauma.
Amma var í Húsmæðrafélagi
Reykjavíkur og var kjörin heiðurs-
félagi þar frá 30. janúar 1985 fyrir
vel unnin störf í þágu félagsins.
Með okkur ömmu mynduðust
mjög sterk bönd strax í æsku minni.
Minnist ég þess svo mjög þegar hún
tók mig með sér í bæinn eða til
vinkvenna sinna í nágrenninu. Hún
elskaði að hafa góðmennt í kringum
sig og átti mikið af góðum vinum.
Alltaf gat maður fengið ömmu
til að spila við sig rommý. Hún var
lífsglöð kona og alltaf stutt í hlátur-
inn hjá henni. Alltaf þótti mér jafn
gaman að hlusta á hana segja sög-
una um músina.
Þannig var að afí minn og amma
bjuggu í tjaldi eitt sumar á Þingvöll-
um, þegar þau voru ung. Afi minn
var að byggja við Þingvallabæinn
um sumarið. Þau geymdu allt mat-
arkyns í kassa við höfðalagið í tjald-
inu, þar á meðal pakka með mola-
sykri í. Þau höfðu tekið eftir því
að lítil mús hafi verið að snuðra í
tjaldinu undanfarið. Og svo einn
morguninn þegar þau vöknuðu þá
sáu þau hvar músin hafði tínt mol-
ana upp úr pakkanum og rogast
með þá einn og einn yfir tjaldið
endilangt og raðað þeim upp í píra-
míta í skóinn hans afa sem hann
geymdi til fóta.
Þau höfðu bæði gaman af að
segja okkur krökkunum sögur og
þessi fannst mér voða skemmtileg.
Amma fæddist í Reykjavík 17.
mars 1907, hún var elst í sjö systk-
ina hópi. Foreldrar ömmu voru Páll
Steingrímsson bókbindari og Ólöf
Ingibjörg Jónsdóttir húsmóðir.
Afi og amma giftu sig 7. júlí
1928. Þau eignuðust þijú börn, Sig-
urbjörn Þorgeirsson, f. 17. ágúst
1931, síðan eignuðust þau stúlku,
17. mars 1939, sem dó í fæðingu
og rúmu ári síðar fæddist móðir
mín, Elísabet Þorgeirsdóttir, fædd
28. október 1940.
Með þessum fátæklegu orðum
vil ég nú kveðja elskulega ömmu
og elskulegan afa með kærri þökk
fyrir allar yndislegu stundirnar sem
við áttum.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð vegna andláts elskulegrar
móður, tengdamóður, ömmu og langömmu,
PETRU HELGU CHRISTIANSEN
kjólameistara.
Rose-Marie Christiansen, Bragi Hansson,
Pétur Karl Kristjánsson,
Erla Sólveig Kristjánsdóttir, Grétar Ómar Guðmundsson,
Kristján Harrý Kristjánsson, Ágústa Ólafsdóttir
og barnabarnabörn.
t
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar
ástkærrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu,
ÞÓRU JÓNSDÓTTUR,
Skaftahlfð 27,
Reykjavík.
Ólafur Vigfússon,
Hulda Ólafsdóttir, Kristinn Ragnarsson,
Ólafur Kristinsson,
Þórhildur Kristinsdóttir.
t
Þökkum auðsýnda samúð við útför eiginmanns míns, föður, afa
og langafa,
JÓHANNS BJARNASONAR,
Ásvegi 8,
Vestmannaeyjum,
sem fram fór frá Landakirkju 12. febrúar sl.
Guð blessi ykkur öll.
Oddný Bjarnadóttir, Hanna Jóhannsdóttir,
Rósa Mikaelsdóttir, Bjarndfs H. Mikaelsdóttir
og barnabörn.
t
Innilegar þakkir til allra, sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og
útför móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
MAGNEU GUÐRÚNAR
ERLENDSDÓTTUR.
Hulda Alexandersdóttir, Ingimar Sigurðsson,
Jórunn Alexandersdóttir, Lórens Rafn
og fjölskyldur.
Harpa Norðdahl.
t
Innilegar þakkir til þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við
andlát og útför eiginmanns míns, sonar, föður okkar, tengdaföð-
ur og afa,
JÓNS ÓLAFSSONAR
endurskoðanda,
Laugarnesvegi 43,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til Vilhelmínu Haraldsdóttur, læknis, og starfs-
fólks deildar 7A Borgarspítalans.
Þorbjörg Einarsdóttir,
Einar Veigar Jónsson, Sveinbjörg Erla Kristjánsdóttir,
Jóhanna Margrét Jónsdóttir, Ýr Jónsdóttir,
Hrafnkell Már Einarsson,
Ólafur Jónsson, Þórlaug Guðbjörnsdóttir.
t
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem
sýndu okkur hlýhug og samúð við frá-
fall og útför eiginmanns míns og föður
okkar,
GEIRS JÓNSSONAR,
Ofanleiti 9.
Elína Hrund Kristjánsdóttir,
Kristján og Elína Hrund Geirsbörn,
Jón L. Geirsson,
tengdaforeldrar og aðrir vandamenn.
t
Hjartanlegar þakkir fyrir samúð og
arhug við andlát og útför
GUÐLAUGS PÁLSSONAR
kaupmanns á Eyrarbakka.
Með kveðju og blessunaróskum.
Ingveldur Guðlaugsdóttir,
Jónas Guðlaugsson,
Haukur Guðlaugsson,
Páll Guðlaugsson,
Steinunn Guðlaugsdóttir,
Guðleif Guðlaugsdóttir,
Guðrún Guðlaugsdóttir,
Svanhildur I. Hauksdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Oddný Nicolaidóttir,
Grímhildur Bragadóttir,
Brittlis Guðlaugsson,
Magni R. Magnússon,
Leifur H. Magnússon,
Magnús Vilhjálmsson,
Guðmundur Sigurjónsson,