Morgunblaðið - 17.02.1994, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.02.1994, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1994 Morgunblaðið/Sverrir Langafasta hefst FYRSTI miðvikudagur í sjöviknaföstu, öskudagur, var í gær. Langafasta stendur til páskadags en nafn öskudags er dregið af þeirri venju í kaþólskum sið að dreifa ösku yfir höfuð iðrandi kirkjugesta í upphafi föstunnar. Öskupok- amir sem íslensk böm og ungmenni hafa til siðs að hengja í yfirhafnir vegfarenda em séríslenskur siður en einnig hefur færst í vöxt í seinni tíð að siðir sem áður tengdust bolludegi séu viðhafðir á öskudag. Þar á meðal er sú venja að böm klæðist grímubúningi og slái köttinn úr tunnunni eins og gert var í Húsdýragarðinum í gærdag. Einnig var margt um manninn við Laugaveg þar sem bömin komu við í verslunum, sungu og fengu sælgæti að launum. Sá siður er hinsvegar þekktari úr hrekkjavöku vestanhafs. VEÐUR VEÐURHORFUR I DAG, 17. FEBRUAR YFIRLIT: Dálítið lægðardrag er fyrir norðan land, en 1.025 mb hæð yfir N-Grænlandi. Um 600 km suösuðaustur af Grænlandi er 965 mb lægð og önnur langt suðsuðvestur í hafi, sem hreyfist norðnorðaustur. SPA: Nokkuð hvöss suðaustanátt víða um land. Rigning og síðar skúrir sunnanlands og austan sem og á Norðurlandi, en norðaustantil verður þurrt. Hiti á bilinu 3-8 stig á láglendi. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FÖSTUDAG:Allhvöss sunnan- og suðaustanátt á landinu. Víða rigning eða slydda sunnan- og austanlands en úrkomulítið annars staðar. Hiti 3 til 4 stig. HORFUR Á LAUGARDAG: Sunnanátt austantil á landinu en hægari suðaustan-og austanátt vestanlands. Á Suðaustur- og Austurlandi verð- ur rigning en þurrt á Norður- og Vesturlandi. Hiti 6 til 7 stig. HORFUR Á SUNNUDAG: Suðvestanátt, sumstaðar allhvöss. Skúrir eða slydduél sunnan- og vestanlands en úrkomulítið um norðan- og austan- vert landið. Hiti 0 til 2 stig. Nýir veðurfregnatímar: 1.30, 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 19.30, 22.30. Svarsími Veðurstofu Islands — Veðurfregnir: 990600. o tik & t* B Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaðrimar vindstyrk, Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað heil fjöður er 2 vindstig.. f f f * / * * * * • J. * 10° Hitastig f f f f f * f f * f ♦ * * * * V V V y Súld J Rigning Slydda Snjókoma Skúrir Slydduél El = Þoka ' FÆRÐA VEGUM: (Kl. I7.30ígær) aplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91-631500 og irænniiínu 99-6315. Vegagerðin. VEÐUR VÍÐA kl. 12.00 ígær UM HEIM að ísl. tíma Akureyrl Reykjavik hiti 1 3 veöur skýjað skýjað Björgvin snjókoma Helsinki +4 léttskýjað Kaupmanrtahðfn 0 léttskýjað Narssarssuaq +2 skafrenningur Nuuk +12 skafrenningur Ósló +12 þokumóða Stokkhólmur +3 heiðskírt Þórshöfn 3 hálfskýjað Algarve 15 skýjað Amsterdam 3 hálfskýjað Bercelona 12 skýjað Berlín +0 heiðskírt Chicago vantar Feneyjar 2 heiðskírt Frankfurt +1 heiðskirt Glasgow +1 mistur Hamborg +1 heiðskírt London 8 mistur Los Angeles 12 þokumóða Lúxemborg 3 léttskýjað Madrfd 6 súld Malaga 12 skýjað Mallorca 15 skýjað Montreal +12 kornsnjór New York 0 léttskýjað Ortando vantar París 2 þoka Madelra 17 skýjað Róm 9 skýjað Vín +4 heiðsklrt Washington 3 heiðskírt Winnipeg +8 skafrenningur f Heimíld: Veöutstofa (slands (Byggt á veöurspá kl. 16.30 (gær) / f f f f f f f f f f f f f ÍDAGkl. 12.00 íslendingnr handtekinn við komuna til Danmerkur með 100 kíló af hassi Verðmæti hass- ins 180-200 millj. króna hér á landi Danska lögreglan verst frétta af málinu LÖGREGLAN í Ábenrá verst allra frétta af máli íslendingsins, sem handtekinn var með 100 kíló af hassi á Suður-Jótlandi í Danmörku. Morgunblaðið fékk þau svör að það væri stefna dönsku lögreglunnar að gefa engar upplýsingar í fíkniefnamálum, því hún hafi slæma reynslu af að slíkt torveldi frekari eftirgrennsl- an. Engar upplýsingar verði því veittar fyrr en málið komi fyrir dóm, sem verði vart fyrr en eftir 1-2 mánuði. Fjölmiðlar í Dan- mörku hafa ekki minnst á málið. Ekki hefur komið fram hvort maðurinn var í vitorði með fleiri um smyglið frá Þýskalandi til Ðanmerkur, eða hvort flytja átti efnið til þriðja lands. Gramm af hassi er nú selt hér á landi á 1.800-2.000 krónur og söluverð- mæti 100 kílóa því um 180-200 milljónir króna. Fyrstu fréttir af málinu voru á þá leið að maðurinn, sem er 36 ára gamall, hefði verið að koma með ferju frá Þýskalandi. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins ók hann hins vegar í bifreið yfir landa- mærin, enda koma engar Þýska- landsfeijur að á þessum slóðum. Þá barst Rannsóknarlögreglu ríkis- ins fyrirspurn um manninn frá Int- erpol aðfaranótt þriðjudags. Þar var eingöngu beðið urh tiltækar upplýsingar um manninn, en ekki fylgdi sögunni hvenær hann hefði verið handtekinn og hvers vegna. Þessi fyrirspurn bendir hins vegar til að hann hafi verið handtekinn á mánudag eða aðfaranótt þriðju- dags, en ekki á þriðjudeginum, eins og fyrst var talið. Með honum við handtökuna var enskur félagi hans. Fjöldi afbrota hér á landi Umræddur maður hefur margoft komið við sögu fíkniefnalögreglu hér. Fyrst var hann handtekinn árið 1976, þá 19 ára gamall. Lög- reglan hafði afskipti af honum á ári hverju næstu árin, ef árið 1982 er undanskilið. Árið 1985 rofnaði samband hans og fíkniefnalögregl- unnar hér þegar hann flutti af landi brott. Tveimur árum síðar bárust svo fréttir af handtöku hans í Eng- landi og nú er hann í vörslu dönsku lögreglunnar. Ferill hans hér á landi er í grófum dráttum þessi: ■ 1976 1. Viðurkenndi hlutdeild í innflutn- ingi á marijúana ásamt öðrum. 2. Kom við sögu í LSÐ-máli sem og sölu og neyslu á hassi og örvandi lyfjum. ■ 1977 1. Viðurkenndi kaup á hassi til eigin neyslu. 2. Gæsluvarðhald fyrir sölu á marijúana. ■ 1978 1. Hlutdeild í innflutningi á marijúana. ■ 1979 1. Tekinn við komu til landsins frá Kaupmannahöfn með lítilræði af hassi. 2. Handtekinn ásamt öðrum, grun- aður um neyslu fíkniefna sem flutt voru til landsins frá Ibiza. 3. Kom við sögu innflutnings á hassi, bæði frá Lúxemborg og Kaupmannahöfn. 4. Viðurkenndi innflutning á hassi, hassolíu og litlu magni af LSD. ■ 1980 1. Gæsluvarðhald vegna móttöku á hassolíu. 2. Viðurkenndi kaup á hassi og neyslu þess ásamt öðrum. 3. Viðurkenndi kaup á hassi. ■ 1981 1. Viðurkenndi neyslu á hassi. ■ 1983 1. Handtekinn ásamt öðrum með hass og hassolíu. ■ 1984 1. Handtekinn vegna gruns um hassolíusendingu. ■ 1985 1. Handtekinn við komu til lands- ins með 10 g af hassi í enda- þarmi. 2. Handtekinn með hass. 3. Handtekinn með amfetamín sem hann viðurkenndi að hafa ætlað að selja. 4. Viðurkenndi neyslu á fíkniefn- um. Dómar í útlöndum Maðurinn hefur hlotið nokkra refsidóma og verið dæmdur oft til sekta hér á landi. Síðast var hann dæmdur í 6 rhánaða fangelsi árið 1985. Þá var hann dæmdur í 60 daga fangelsi. í Borgararétti Kaup- mannahafnar árið 1984 vegna brota á fíkniefnalöggjöf. Eftir 1985 fer engum sögum af manninum hér á landi, en hann mun hafa búið í útlöndum frá þeim tíma, lengst af á Spáni. Árið 1987 var hann handtekinn í Manchester í Englandi, með 500 g af hassolíu í smokkum sem hann hafði gleypt og ætlað að flytja í iðrum sér til Þýskalands. Davíð Oddsson forsætisráðherra Ekki forsendur fyr- ir að auka kvótann DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra telur ekki forsendur fyrir því að auka þorskveiðiheimiidir á yfir- standandi ári. Þetta kom fram í fyrirspurnartíma á Alþingi í gær, en Ingibjörg Pálma- dóttir þingmaður Framsóknarflokks spurði Davíð hvort hann teldi að auka ætti þorskkvótann í Ijósi krafna um það frá ýmsum stjórnarþing- mönnum. Davíð Oddsson sagði að þær ákvarðanir sem voru teknar um fisk- veiðiheimildir á yfirstandandi fisk- veiðiári hefðu verið teknar með hlið- sjón af tilteknum forsendum og þær forsendur hefðu ekki breyst. Því væri ekki tilefni til að breyta ákvörð- unum. Ekki skipt um skoðun Ingibjörg Pálmadóttir sagði að Davíð hefði áður talið rétt að auka fiskveiðiheimildimar og hefði sem- sagt skipt um skoðun. Davíð sagði þetta rangt. Hann hefði aldrei lýst því yfir að breyta ætti ákvörðunum sem teknar hefðu verið um veiði- heimildir. Á umræðustigum máls hefðu menn auðvitað farið yfír alla þætti málsins fram að þeim tíma sem ákvörðun var tekin sameiginlega af ríkisstjórn og endanlega af sjávarút- vegsráðherra. „Ég <hef ætíð staðið að þeim ákvörðunum," sagði Davíð Oddsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.