Morgunblaðið - 17.02.1994, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 17.02.1994, Blaðsíða 34
~ 34 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1994 Hollustuveisla á hveijum degi eftir Brynhildi Briem í desember síðast liðnum kom út hjá Bókaforlaginu Vöku-Helga- felli allsérstæð matreiðslubók. Bókin heitir Af bestu lyst en undir- titillinn er uppskriftir að hollum og Ijúffengum réttum. Hér er um að ræða samstarfsverkefni því bókin er gefin út í samvinnu við Hjartavernd, Krabbameinsfélagið og Manneldisráð. í ritnefnd sátu Guðrún Agnarsdóttir, Kristinn Arnarson, Laufey Steingrímsdóttir og Sigurður Helgason. Hér er á ferðinni tímamótaverk. Fram að þessu hafa ofantaldir aðilar unnið hver á sínu sviði að heilbrigðisvernd en nú hafa þeir sameinað krafta sína til að beina sjónum fólks að miklilvægi hollrar og góðrar fæðu. Það er kunnara en frá þurfi að segja að mataræði hefur mikil áhrif á líðan fólks. Sem dæmi má nefna að mataræði er talið eiga dijúgan þátt í þeirri miklu aukn- ingu sem orðið hefur á hjarta- og æðasjúkdómum á Vesturlöndum á seinni hluta þessarar aldar. Það skiptir því miklu máli fyrir alla þá ’sem vilja halda góðri heilsu að borða hollt fæði. En margir virðast halda að hollt fæði sé bæði ólyst- ugt, leiðigjarnt og tímafrekt í mat- EASY hillueiningar fáaniegar í 7 mismunandi litum. Afb. kr. 65.980,- Stgr. kr. 59.380,- Skenkur afb. kr. 31.900,- Stgr. kr. 28.710,- Glerskápur afb. kr. 39.480, Stgr. kr. 35.530,- HEIMILISPRÝOI v/Hallarmúla 108 Raykjaík slmar 38177 - 31400 reiðslu. Þetta er algjör misskilning- ur. Matreiðslubókin Af bestu lyst afsannar þetta því þar fer saman hollusta, bragðgæði og einfaldleiki í matreiðslu. Bókin er tvískipt. í fyrri hlutan- um er ítarlegur inngangskafli, sem skrifaður er af Laufeyju Stein- grímsdóttur næringarfræðingi. Þar er að finna ýmsan fróðleik um matvæli og leitað er svara við því hvað sé hollur matur. Þar er bent á einföld atriði um hvernig hægt sé að bæta hollustuna án þess að skerða gæði matarins. Sem dæmi má nefna að hvatt er til græn- metisneyslu, að nota olíu við mat- seld í staðinn fyrir harða fitu og að smyija brauðið hóflega. Þá er þarna líka að finna svör við ýmsum spurningum sem tengjast fæðu eins og t.d. „hvað er kólesteról?" og getið er um magn af kólesteróli í ýmsum fæðutegundum. í lok inn- „Mataræði hefur mikil áhrif á líðan fólks.“ gangskaflans er svo tafla yfir næringargildi algengra matvæla. Seinni hlutinn, sem er aðalhluti bókarinnar, skiptist í 5 kafla. Þar er að finna uppskriftir af brauðum, fisk- og kjötréttum, pasta og græn- meti og ábætisréttum. í uppskrift- unum er lögð áhersla á að draga úr fitu- og sykurnotkun en auka notkun á ávöxtum og grænmeti. Með hverri uppskrift fylgja upplýs- ingar um fjölda hitaeininga og magn mettaðrar og ómettaðrar fitu í skammti. Jafnframt er getið um tímann sem fer í að útbúa réttinn. Það er skemmst frá því að segja að þessar uppskriftir eru hver ann- arri girnilegri og ekki dregur úr ánægjunni að vita það að þetta er Brynhildur Briem jafnframt hoilur matur. Það má flokka réttina sem góðan hvers- dags mat, sem jafnframt á heima á veisluborði. Litmyndir af öllum réttum prýða bókina og er hún í alla staði mjög glæsilega úr garði gerð- Hér á landi er mikill áhugi á matreiðslu eins og fjölda margir matreiðslu klúbbar og þættir bera vott um. En hér er einnig áhugi á hollum lífsháttum. Þessi bók ætti því að vera kærkomin öllum þeim sem kunna að meta góðan mat en vilja jafnframt velja heilnæmt fæði til að vernda heilsuna og koma í veg fyrir sjúkdóma sem eiga rót sína að rekja til rangra fæðuvenja. Þetta fyrsta samstarfsverkefni Hjartaverndar, Krabbameinsfé- lagsins og Manneldisráðs hefur tekist mjög vel og verður vonandi áframhald á samstarfinu. Með þessu móti ætti fræðslustarf þess- ara aðila að verða öflugra en áður en allir vinna þeir að sama mark- miði, þ.e. bættri heilsu og betra lífi. Höfundur er næringarfræðingur. Nýtt óháð framboð - hvers veg'na? eftir Helenu Jónsdóttur og Halldór Fannar Guðjónsson Nýtt óháð framboð er komið fram i kosningum til stúdentaráðs Háskóla íslands. Markmiðið með framboðinu er að breyta áherslum í stúdentapólitíkinni. Að því stend- ur hópur fólks sem lítur svo á að Háskóli Islands sé fyrst og fremst menntastofnun og hlutverk stúd- entaráðs sé framar öðru að bæta hann sem slíkan. Mikið hefur borið á alls kyns misskilningi um framboðið og því hefur verið haldið fram, m.a. í fjöl- miðlum, að við séum e.k. andfé- lagslegt, öfgasinnað hægri-fram- boð nokkurra stráka úr Verzlunar- skólanum. Ekkert er jjær lagi. Hér er einfaldlega á ferðinni samstaða nemenda - úr ýmsum framhalds- skólum - um einföld hagsmuna- mál sem ættu að vera sjálfsögð en hafa ekki verið það. Því miður hefur stúdentaráð haft öðrum hnöppum að hneppa á umliðnum árum en að fylgjast með gæðum námsins. Annar misskilningur sem þarf að leiðrétta er að ákvörðun okkar um að bjóða ekki fram til Háskóla- ráðs veiki okkar málstað. Það er ekki rétt sem margir halda, að við lýði sé e.k. verkaskipting þannig að stúdentaráðsliðar beiti sér í fé- lagsmálum og Háskólaráðsliðar í málum sem varða menntun og tengsl við stjórn Háskólans. Hið rétta er að Háskólaráðsfulltrúar sitja í stúdentaráði og starfa sem tengiliðir þess við Háskólaráð. Auk þess treystum við því fólki sem nú er í framboði til Háskólaráðs vel til að framfylgja stefnu stúdenta- ráðs. Stefnuskrá okkar er ópólitísk, enda eiga baráttumál okkar ekkert skylt við pólitík. Það að vilja bætta kennslu og bætta aðstöðu til náms hlýtur að vera hagsmunamál allra stúdenta. Bóta er þörf: auka þarf kaupgetu bókasafna; umbuna þarf kennurum fyrir vel unnin kennslu- störf; samræma þarf einingakerfi skólans; bæta framkvæmd prófa og auka þannig trúverðugleika Háskólans sem menntastofnunar. Það virðist auk þess vera almenn skoðun að miðstýring stúdentaráðs á fjármagni deildafélaga og úthlut- un eftir geðþótta þriggjamanna- nefndar hafi dregið mjög úr sjálf- stæði félaganna og möguleikum þeirra. Það er okkar skoðun að deildunum sé betur treystandi til fara með sína eigin peninga en nefnd stúdentaráðs til að gera það fyrir þær. En þrátt fyrir að þetta séu nokk- ur af baráttumálum okkar er ekki þar með sagt að við séum einfald- lega „á móti“ félagslegri starfsemi stúdentaráðs. Það væri rangt. Við erum ekki á móti atvinnumiðlun, við erum ekki á móti Lánasjóði íslenskra námsmanna, við erum ekki á móti því að Félagsstofnun Helena Jónsdóttir Halldór Fannar Guðjónsson eigi barnaheimili, og við erum ekki á móti því að Félagsstofnun eigi og reki stúdentagarða. Það eina sem við erum í raun og veru á móti er að þessi mál séu alltaf gerð að aðalatriðum, og taki þar með tíma frá málum sem varða okkur öll, þ.e. hvernig á að gera Háskólann að betri skóla. Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að við setjum ekki okkar menntastefnu til höfuðs menntastefnum gömlu fylking- anna, enda oftast um svipaðar áherslur að ræða. Á öllum listum er skynsamt og frambærilegt fólk og það væri rangt að halda því fram að það sé á einhvern hátt frumlegt af okkar hálfu að hafa menntastefnu. Það sem vakir fyrir okkur er hins vegar að vekja menntamálin úr þeirri gleymsku sem þau virðast falla í þegar stúd- entapólitíkin snýst um ómerkilegri mál sem hafa þann kost einan að hægt er að rífast um þau. Það er nefnilega svo að milli fylkinganna tveggja hefur síðast- liðin ár staðið togstreita um völd og embætti, og erfitt er að sjá hvernig hagsmunum stúdenta er borgið með slíku fyrirkomulagi. Svo virðist sem hreyfingarnar séu lamaðar nema meirihluti sé fyrir hendi og málefni skipti þar engu. Stúdentaráðsliðar minnihlutans sjá oft ekki tilgang í því að mæta á fundi vegna þess að Ijóst er að meirihlutinn mun daufheyrast við skoðunum þeirra. Til eru dæmi um að góðum málum sé hafnað af meirihluta til þess eins að hann geti borið þau upp, skömmu síðar, og samþykkt sem sínar eigin hug- myndir. Það er undirstöðuatriði fram- boðs okkar að við viljum veita góðum málum brautargengi, sama úr hvaða horni þau koma. Við munum taka afstöðu til mála en ekki til flokka, og þá aðeins þeirra mála sem snerta stefnuskrá okkar, því þetta er heiðarlegt framboð sem mun aðeins framfylgja þeirri stefnu sem það hefur boðað. Við munum eftirláta öðrum fulltrúum stúdentaráðs að taka ákvarðanir um mál eins ojg dagvistun, atvinnu- miðlun, LIN, stúdentagarða o.s.frv., eins og þeir hafa verið kjörnir til. Það er ekki til mikils ætlast að einhver af hinum 30 full- trúum stúdentaráðs einbeiti sér að menntamálum og bættri námsað- stöðu. En jafnvel þó ekki verði annar árangur af framboði okkar en sá að vakin verði athygli á því sem skiptir alla nemendur máli - ekki bara suma - þá er árangrin- um náð. Höfundar skipa 1. og 15. sætiá lista nýs óháðs framboðs. Hvað tefur umhverfismálin? ROYAL SKYNDIBÚÐINGARNIR ÁVALLT FREMSTIR ENGIN SUÐA Tilbúinn eftir fimm mínútur 5 bragötegundir Ætlum við að bíða eftir því að vatnið verði skítugt? eftirMagnús Orra Schram Við íslendingar erum duglegir í ræðum á hátíðarstundum, í hátal- arakerfum rútubfla og í útlöndum að monta okkur af landinu okkar íslandi. Hve eyjan í úthafinu er hrein og falleg. Á íslandi er hrein- asta loftið, besti fiskurinn og sæt- ustu stelpumar. I þessum töluðu orðum ber stoltur Frónbúinn sér á bijóst. Það er gott að við íslendingar getum verið stoltir af landinu okk- ar og þeim auðlindum sem það býr yfir. En hins vegar verðum við að gæta okkar. Slæm er meðferð okk- ar á landinu, meira að segja svo slæm að stundum flýgur manni það í hug að við eigum landið ekki skilið. Hins vegar er landinn að koma til. Um- ræða um betri umgengni við umhverfíð, hirð- ingu og endur- nýtingu hefur borist til ís- lands. En betur má ef duga skal sagði einhver og eiga þau orð vel við um Island og ekki síður æðstu menntastofnun landsins, Háskólann. Því hvergi ætti umræðan né aðgerðirnar að vera meiri en hjá nemendum Há- skóla íslands, hjá ungu fólki. Röskva, samtök félagshyggju- fólks við Háskóla íslands, vill gera sklirk í þessum málum. Það kemur Röskvu sífellt á óvart hversu lítið Háskólinn, með alla sína kennara og nemendur, hefur beitt sér í þessu brýna hagsmunamáli. Við stúdentar þurfum að gera Háskólann okkar að umhverfis- vænni stofnun og vera í farar- broddi í umhverfísmálum á ís- landi. Með þessi markmið að leiðar- ljósi hefur Röskva kynnt ýmsar tillögur sem lúta að umhverfismál- um innan Háskólans og utan. í þessu máli eins og mörgum öðrum hafa Röskvuliðar tekið frumkvæðið og bent á leiðir til framkvæmda. Með markvissu átaki, aðgerðum og umræðu getum við stúdentar komið mörgu í verk, bæði í skólanum okkar sem og úti í þjóðfélaginu. Röskva óskar eftir liðsinni stúdenta við að fylgja þessu brýna hagsmunamáli eftir. Höfundur er sagnfræðinemi og skipar 4. sæti Röskvu til Stúdentaráðs. Magnús Orri Schram

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.