Morgunblaðið - 27.10.1994, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.10.1994, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ i _______________________________FRÉTTIR________________________________ E Suðurlandsvegur milli Rauðavatns og Vesturlandsvegar opnaður á morgun í Morgunblaðið/Júlíus ( Framkvæmt fyrir 420 millj- ónir króna á átján mánuðum HALLDÓR Blöndal samgönguráðherra mun á morgun klukkan 15 opna Suðurlandsveg milli Rauðavatns og Vesturlandsvegar fyrir al- mennri umferð. Framkvæmdir við vegarlagn- inguna hafa staðið frá í apríl 1993 og hafa kostað um 420 milljónir króna. Vegurinn leysir af hólmi Höfðabakka og Bæjarháls, sem tengt hafa Suðurlandsveg við gatnakerfi Reykjavíkur. í stað fernra umferðarljósa, sem verið hafa á leiðinni frá Rauðavatni að Bæjarhálsi við Höfðabakka, koma ein umferðarljós þar sem Suðurlands- og Vesturlandsvegur mætast í grennd við Grafarholt. Nýi vegurinn, sem styttir hringveginn um 2 km, er tengdur Árbæjar- og Seláshverfum á mislægum gatnamótum sem miðla umferð yfir brú og um hringtorg og umferð milli hverfanna og vegarins. 9.000 bílar daglega Áætlað er að um það bil 9.000 bílar fari um veginn daglega og að sögn Sigursteins Hjartarsonar, umdæmistæknifræðings Vega- gerðarinnar, er búist við að auk þess sem hún nýtist umferð milli Reykjavíkur og annarra landshluta muni með tengingu vegarins við nýju Breiðholtsbrautirja, sem tekin var í notk- un fyrir réttu ári, fara þar um talsverður hluti umferðar milli norðaustur- og suðvesturhluta höfuðborgarsvæðisins, svo sem Breiðholts- hverfa og Grafarvogs. Vegurinn muni því létta á umferð um gatna- kerfí borgarinnar á álagspunktum á borð við mót Höfðabakka og Vesturlandsvegar. Fyrirhugað er að þegar umferð krefst þess verði þarna gerður fjögurra akreina vegur á tveimur aðskildum akbrautum og þá verði mót Suðurlands- og Vesturlandsvegar einnig með mislægum gatnamótum. Við gerð mannvirkisins hefur þetta að hluta til verið undirbúið en á morgun verður tekin í notkun vestari akbrautin, 7,5 metra breið, og á hana hleypt umferð á einni akrein í hvora átt. Ný brú í notkun Vegarkaflinn er 1,86 km langur, auk 1,73 km tengivega. Brúin sem liggur yfir Suður- landsveg er 63 metra löng og 10,5 metra breið með tveimur akreinum og gangstétt. I Verktakar við framkvæmdina voru Háfell, . Hagtak, Sveinbjörn Sigurðsson og Hlaðbær- ' Colas. Hönnun annaðist Almenna verkfræði- ( stofan en eftirlit var í höndum VST og Verk- fræðistofu Bjöms Ólafssonar. Skattrannsóknarstjóri sagði á þingi BSRB að skattasiðferði þjóðarinnar væri ábótavant Mikil skattsvik kalla á meiri MIKIL skattsvik kalla á meiri skattsvik," sagði Skúli Eggert Þórðarson, skattrannsóknarstjóri ríkisins þegar hann fjallaði um um- fang skattsvika og rannsókn þeirra í erindi á þingi Bandalags starfs- manna ríkis og bæja í gær. Skatt- rannsóknarstjóri sagði að megin- vandamálið fælist í því hversu al- mennur vilji væri til undanskota frá sköttum og að siðferðinu væri ábóta- vant. Sagði hann skattsvik vega að rótum réttarríkisins og samkeppnis- staða í atvinnulífinu raskaðist vegna þeirra. Minnti Skúli á þá niðurstöðu nefndar sem kannaði umfang skatt- svika að áætla mætti að 11 milljörð- um kr. væri skotið undan skatti á hveiju ári. Fram kom í máli hans að skattsvik sem ættu sér stað samhliða gjaldþrot- um hefðu stóraukist á undanfömum árum og reynsla emb- ættisins væri sú, að gjaldþrot væru stundum notuð til þess að fela skatt- svik þar sem sömu einstaklingamir skiptu um kennitölu og hæfu nýjan atvinnurekstur undir nýjum auð- kennum aftur og aftur. Nokkuð mörg fyrirtæki sem lent hefðu í rann- sókn hjá skattrannsóknarstjóra hefðu verið lýst gjaldþrota fljótlega eftir að rannsókn hófst og forsvars- menn þeirra hafið rekstur undir nýju auðkennum. Skúli sagði að lang al- varlegustu skattsvikin fælust í svokölluðum tvö- földum tekjuskráningar- kerfum. Þá héldu menn tvennskonar tekjuskráningarkerfi í atvinnurekstri sínum, annars vegar löglegt kerfi sem færi inn í fjárhags- bókhaldið og hins vegar annað kerfí til hliðar við það, sem liti eins út en þar væri öllum tekjum og þar með talið innheimtum virðisaukaskatti haldið skipulega fyrir utan fjárhags- bókhaldið. Dæmi væru um að meiri- hluta tekna í fyrirtæki hafí verið haldið fyrir utan fjárhagsbókhaldið með þessum hætti. Sérstaklega hefði farið að bera á skipulögðum skatt- svikum af þessum toga á seinasta ári og hugsanlega fælist skýringin f örri tækniþróun við færslu bókhalds í fyrirtækjum. Þá sagði skattrann- sóknarstjóri að skattsvik vegna svartrar atvinnustarfsemi, þar sem um væri að ræða nótulaus viðskipti og öll starfsemin væri dulin, væru umtalsverð. Fram kom í máli hans að 17 manns störfuðu hjá embætti skattrannsókn- arstjóra sem hefðu það fyrst og fremst að markmiði að upplýsa refsi- verð brot á skattalögum en það væri ekki keppikefli stofnunarinnar út af fyrir sig að ná sem mestum tekjum í ríkissjóð. Aðspurður hvort ástæða væri til að ijölga starfslið- inu sagðist Skúli ekki vera þeirrar skoðunar. Ekki væri æskilegt að of marg- ir væru í svona störfum því þá yrði skattkerfið sjálft of dýrt. Skattsvikin eru það umfangsmikil að starfsmenn embættisins standa oft frammi fyrir því að velja og hafna málum sem tekin eru til rannsóknar og hvort leggja ber mál til hliðar. Skúli sagði að starfsmenn embættis- ins hefðu komið sér upp þeirri hug- myndafræði að rannsókn beinist að ; aðilum sem væru með töluverða veltu og þar sem sterkar líkur væru á að alvarleg skattsvik hefðu verið fram- | in. í svari við fyrirspum sagði Skúli að þetta væri mjög vandmeðfarið mál en ekki mætti þó sleppa smáu aðilunum. Einnig kom fram í máli hans að embættið héldi alltaf rann- sókn áfram ef viðkomandi fyrirtæki hefði farið í gjaldþrot. Þá sagðist Skúli hafa sett sér þá stefnu að kæra heldur fleiri mál til opinberrar rannsóknar en áður þar sem slíkt skapaði almenn varnaðaráhrif. Skúli Eggert sagði að í flestum | tilfellum mætti rekja skattsvik til einhverskonar fjármögn- unar vegna fjárfestingar eða neyslu. Efnahagsörð- ugleikar kæmu oft við sögu en í mun færri tilfell- um væri flóknum skatta- lögum eða háu skatthlutfalli um að kenna. í einstaka tilfellum mætti rekja svikin til vafasamrar ráðgjafar en hann sagði ástæðu til að taka til | umræðu hvort gera þyrfti breytingar i á ábyrgð þeirra sem tækju að sér ' frágang og skil framtala. Ástæðulaust aðfjölga starfsfólkl Fleirl mðl kærð tll lögreglu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.