Morgunblaðið - 27.10.1994, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 27.10.1994, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 1994 19 FÉLAGAR I Sinfóníuhljóm- sveit Norðurlands. Sinfóníutón- leikar á Norðurlandi Húsavík. Morgunblaðið. HAU STTÓNLEIKAR Sinfóníu- hljómsveitar Norðurlands, fyrstu tónleikar á öðru starfsári, voru haldnir á Húsavík laugardaginn 22. október í hljómleikasal Tónlistar- skólans. Hljómsveitarstjóri var Guðmund- ur Óli Gunnarsson og einsöngvari með sveitinni var Anna Sigríður Helgadóttir. Á efnisskránni voru þrjú verk eftir tónlistarmenn líðandi aldar, Sköpun heimsins eftir Darius Milhaut, Þjóðlög útsett eða frum- samin af Luciano Berio og Divert- issement eftir Jacoues Ibert. ------» ♦ ♦----- , Ásgeir Lárus- son með tvær sýningar ÁSGEIR Lárusson myndlistarmað- ur opnar tvær sýningar á verkum sínum laugardaginn 29. október, aðra hjá Listmunahúsi Ófeigs, Skólavörðustígs 5, og hina í Gallerí einn einn. Ásgeir hefur haldið á annan tug einkasýninga og tekið þátt í mörgum samsýningum. Jafn- hliða sýningunum sendir Ásgeir frá sér ljóðahefti og annast hann dreif- ingu þess sjálfur. ------» -------- Ný tímarit • ÚT er komið 2. tbl. (1994) XLVII. árgangs Úlfljóts, tímarits laganema. í blaðinu birtist fyrsta lögfræðilega umfjöllun á íslensku um lögfestingu Mannréttindasátt- mála Evrópu síðan Alþingi sam- þykkti frumvarp hinn 6. maí sl. um að sáttmálinn skyldi hafa lagagildi á íslandi. Höfundur er Páll Þór- hallsson laganemi. í ritgerðinni víkur höfundur m.a. að mismunandi viðhorfum sem uppi eru annars vegar á íslandi og hins vegar í Danmörku og í Noregi um réttar- áhrif lögfestingar Mannréttinda- sáttmála Evrópu varðandi verka- skiptingu dómstóla og löggjafa; ís- lenskum dómstólum sé ætlað stórt hlutverk við að framfylgja sáttmál- anum. í blaðinu birtist einnig ritgerð eftir Eirík Tómasson hæstaréttar- lögmann. í ritgerðinni, sem höfund- ur nefnir Hugleiðingar um réttar- stöðu ráðherra, bendir hann á að virða beri tilgreind ákvæði þing- skaparlaga að vettugi. í ritgerðinni Félagafrelsi og skylduaðild að lífeyrissjóðum er einnig vikið að ákvæðum Mannrétt- indasáttmála Evrópu og stjórnar- skrárinnar. Höfundur er Jónas Fr. Jónsson héraðsdómslögmaður. Prófessor Ármann Snævarr fjallar um þátt norræns lagasam- starfs og samnorrænnar löggjafar í norrænni samvinnu og samkennd. Ritstjóri Úlfljóts, tímarits laga- nema, er Gísli Tryggvason. LISTIR Klæðskerar keisarans TONLIST Popp KLÆÐSKERI KEISARANS MEÐ KOLUM Klæðskeri keisarans, frumraun hljómsveitarimiar Koia sem skipuð er Arnari Halldórssyni bassaleikara, Benedikt Sigurðssyni og Hlyn Guð- jónssyni gítarleikurum og Sváfni Sig- urðarsyni söngvara. Að auki komu að gerð plötunnar Guðmundur Gunn- laugsson trommuleikari og Hallgrím- ur Guðsteinsson bassaleikari. Hljóm- sveitin gefur sjálf út, Japis dreifir. 54,04 min., 1.999 kr. ÞAÐ er lítið varið í að vera í hljómsveit, ef hún gefur aldrei neitt út, en það hljóta þó eðlilega að verða örlög flestra. Með tím- anum hefur þó orðið ódýrara og auðveldara að gefa út og sífellt algengara að hljóm- sveit leggi í eigin út- gáfu; til að svara eftir- spurn, setja punkt aft- an við langa æfinga- lotu eða bara að eiga eitthvað varanleg til minningar um sveitina. Ekki skal hér spáð í hvað liggur að baki út- gáfu hljómsveitarinnar Kola, sem sendi frá sér skífuna Klæðskera keisarans fyrir skemmstu. Ekki á það þó við að verið sé að svara eftirspurn, því sveitin hefur nánast ekkert gert af því að spila fram til þess að hún sendi frá sér breið- skífuna, og tónleikalota fór af stað til að kynna hana. Það stendur og sveitinni nokkuð fyrir þrifum, því á plötunni er sitthvað sem betur mætti fara og hefði líklega slípast af henni í tónleikahaldi. Fyrsta lag plötunnar, Drekkt í blíðu, byijar með ágætri en ófrum- legri sveiflu, en lagið líður fyrir afleitan söng, aukinheldur sem textinn er klénn samsetningur. Annað lag plötunnar, Örlagadans, er.lítt skárra og textinn ekki söng- legur, til að mynda annað erindi hans: í torfkofa af lægri gerðinni / var stiginn dans undir ljós- hjálmi / og inn kom Vancouver með kolluna prúða / í dansinn. Skiptir engu þó ort sé um sögulega skop- mynd. Þriðja lag plöt- unnar, Kraftaverkasal- inn, hífir hana þó upp, því það er prýðilegt og öllu viðkunnanlegra en þau sem á undan voru komin. Þar er söngur allur á lægri nótunum, sem hæfír vel rödd Sváfnis og Benedikt skreytir smekklega með teygðum gítartónum. Þannig skiptast á lög sem eru beinlínis misheppnuð á þessari frumraun Kola, og önnur sem eru vel yfír meðallagi að allri gerð, til að mynda falla í fyrri flokk upphafs- lögin tvö, Raunveruleikinn, Töfrum líkast, AÍlt litróf lífsins og Fáeinar línur, en í þann síðari áðurnefndur Kraftaverkasali, Stingurinn, þó textinn þar sé ekki um neitt ef vel er að gáð, og Enginn að hlusta, þó einnig megi finna góða spretti í Gegnum eldinn. Þegar upp er staðið skilur plata Kola þó lítið eftir sig þó ekki sé hún alvond. Árni Matthíasson -------» ♦ ♦------- ■ KVIKMYNDIN Rauða torgið verður sýnd í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10, sunnudaginn 30. október kl. 16. Þessi mynd var gerð á árinu 1970 og fjallar um stofnun Rauða hersins í Rússlandi í febrúarmánuði 1918. Er efni kvikmyndarinnar skipt í tvær frá- sagnir. Leikstjóri er V. Ordynskíj. Skýringartextar eru á ensku. Aðgang- ur er ókeypis og öllum heimill. Ljóð og jazz Ljóð og jazz á Hótel Borg í kvöld kl. 21.00 Skáld og tónlistarmenn: Ari Gísli Bragason, Carl Möller, Didda, Guðmundur Steingrímsson, Jóhann Hjálmarsson, Jón Óskar, Matthías Johannessen, Nína Björk Árnadóttir, Róbert Þórhallsson, Steingrímur Guðmundsson og Þorri Jóhannsson. Aðgangseyrir kr. 500. Veljum traustan mann til forystu! Við styðjum Geir H. Haarde í 3. sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins dagana 28. og 29. október nk. og hvetjum sjálfstæðismenn í Reykjavík til að gera það líka. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi Thomas Möller, framkvæmdastjóri Kristján Guðmundsson, formaður verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins Lilja Hilmarsdóttir, leiðsögumaður Lárus Jónsson, framkv.stjóri og fv. alþingism. Þórður Þórarinsson, formaður Heimdallar Edda Hjaltested, forstöðumaður Ólafur Öm Klemensson, formaður Landsmálafélagsins Varðar Halldór Guðmundsson, formaður fél. sjálfstæðismanna í Laugameshverfi Þuríður Pálsdóttir, ópemsöngkona og yfirkennari Sigurður M. Magnússon, formaður fél. sjálfstæðismanna i Langholtshverfi Unnurjónasdóttir Þórarinn Sveinsson, formaður fél. sjálfstæðismanna í Háaleitishverfi Arnfinnur Jónsson, skólastjóri Guðmundur Jónsson, form. fél. sjálfst.m. í Smáíbúða-, Bústaða- og Fossvogshverfi Ellert B. Schram Jón Öm Jakobsson, formaður fél. sjálfst.m. í Árbæjar-, Selás- og Ártúnshverfi Bjöm G. Bjömsson, leikmyndateiknari Ólafur R. Jónsson, formaður fél. sjálfst.m. í Hóla- og Fellahverfi Linda Rós Michaelsdóttir, kennari Jóhann Hjartarson, skákmeistari Gísli Júlíusson, formaður fél. sjálfst.m. í Skóga- og Seljahverfi. Sigurlaug Sveinbjömsdóttir, fulltrúi Magnús Jónasson, formaður fél. sjálfst.m. í Grafarvogshverft Ársæll Harðarson, framkvæmdastjóri Margrét Rikharðsdóttir, dagmóðir Gísli Halldórsson, arkitekt Kjartan Georg Gunnarsson, framkvæmdastjóri Daði Guðbjömsson, listmálari Jón G. Zoega, hæstaréttarlögmaður Helgi Eiríksson, formaður Óðins Sigríður Þórðardóttir, leikskólastjóri Guðjón Þórðarson, þjálfari Guðmundur Þorbjömsson, verkfræðingur Brynjólfur Ólason, nemi Guðmundur Ingvarsson, framkvæmdastjóri Gunnar Felixson, forstjóri Þorbergur Aðalsteinsson, landsliðsþjálfari Ragnar Bjamason Theódór S. Halldórsson, framkvæmdastjóri SÁA Óskar Finnsson, veitingamaður Sigurður Bjömsson, læknir Gyðajóhannsdóttir, húsmóðir Geir H. Haarde í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.