Morgunblaðið - 27.10.1994, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 27.10.1994, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 1994 21 LISTIR Hörkutól stíga ekki dans KVIKMYNPIR Rcgnboginn Reyfari „Pulp Fiction" ★ ★ ★ >/2 Leikstjóm og handrit: Quentin Tar- antino. Aðalhlutverk: John Travolta, Samuel L. Jackson, Uma Thurman, Harvey Keitel, Eric Stoltz, Tim Roth, Amanda Plummer. Miramax. 1994. NYJASTA uppgötvunin í Holly- wood heitir Quentin Tarantino. Hann er einstakur bíófíkill sem kom á óvart með fyrstu mynd sinni, „Reservoir Dogs", er fjallaði um málglaða gangstera sem tortímdu sjálfum sér. Handrit hans hafa orð- ið að góðum myndum í höndum annarra leikstjóra eins og „True Romance“ og „Natural Bom Kill- ers“ og öllum að óvöram braust hann inn á Cannes-hátíðina í vor vopnaður afsagaðri haglabyssu af gerðinni „Pulp Fiction“ og rændi Gullpálmanum með félögum sínum John Travolta, Samuel L. Jackson og Bruce Willis. Hún er nú komin í Regnbogann undir heitinu Reyf- ari (kannski heppilegri þýðing en Sorprit). Andrenalínsprauta er tæki sem Travolta beitir til að vekja maf- íudúkkuna Umu Thurman aftur til lífsins eftir að hún hefur tekið of stóran skammt af eiturlyfjum. Hann reisir sprautuna hátt til lofts og dúndrar henni af öllu afli í hjart- að á henni og hún sprettur aftur til lífsins. Svipuð áhrif hefur Tar- antino á áhorfendur með myndum sínum. Hann vekur þá harkalega til lífsins með sögum sínum af bóf- um og bísurum. Reyfari er ekki eins ofbeldisfull og „Reservoir Dogs“ en í henni sýnir Tarantino enn frekari leikni í því að spila á yfirvofandi ofbeldi, láta það liggja í loftinu og gefa það í skyn svo maður svitnar í lófunum. Engin persóna hans virðist eiga undan- komuleið og ef sú leið er til á ann- að borð er hún að sönnu þyrnum og þjáningum stráð. Við vitum best að þegar ofbeldið brýst út verður það skefjalaust. Tökum Travolta. Hann er sendi- tík fyrir mafíósann á svæðinu og á að gæta dúkkunnar hans eitt kvöldið en áður en til þess kemur fáum við að vita að deli sem var í svipaðri stöðu og Travolta datt óvart niður af fjórðu hæð af því hann nuddaði á dúkkunni fæturn- ar. Svo allt kvöldið sem Travolta er að skemmta sér með mafíudúkk- unni Thurman er maður á nálum. Fara þau út í einhveija bölv. ... vitleysu sem stefnir lífi þeirra í hættu? Tökum Bruce Willis. Hann leikur boxara sem mafíósinn hefur fengið til að lúta í gólf í fimmtu lotu en svíkur loforðið og heldur á flótta. Nema hann gleymdi svolitlu í íbúðinni og verður að snúa aftur — afar göfugt reyndar — en maður skilur ekki hvað hann getur verið vitlaus. Tökum Harvey Keitel. Hann leikur svona ruslakall fyrir mafíufólið, sér um að líkin sjáist aldrei. Hann hjálpar Travolta og félaga hans, frábærlega leiknum af Samuel L. Jackson, til að fjar- lægja lík úr bílnum þeirra en það er spenna í loftinu, þetta eru ekki eðlilegar kringumstæður og maður getur aldrei reiknað út Keitel. Tarantino heldur manni þannig í spennu í heilan tvo og hálfan tíma án þess að gefa neitt eftir. Frásagn- 100 araðferð hans byggist ekki á beinni, línulegri frásögn heldur segir Reyf- ari þijár sögur og byijar aftur á upphafinu í þriðja þætti, sem hnýt- ir kaflana saman. Þær eiga, eins og heiti myndarinnar bendir til, rætur í sjoppubókmenntum, ódýr- um reyfuram um líf gangsteranna þar sem málið er að halda lífi yfir daginn og ekki síst virðingunni. Tarantino leggur höfuðáherslu á snaggaraleg samtöl sem eru frá- ATRIÐI úr Reyfara eftir Quentin Tarantino. bærlega eðlileg, hröð og spaugileg og snúast um allt milli himins og jarðar en færa um leið persónurnar nær áhorfandanum. Þetta er fólk sem er sífellt að tala um mat, steik- ur, hamborgara, sjónvarpsþætti, bíómyndir, hættulegt fótanudd, hassbúllur í Amsterdam, krafta- verk, tónlist, hvað sem er. Það er meira af samræðum í þessari mynd en samanlagt á nýlokinni franskri viku og þær era óendanlega meira spennandi og skemmtilegri. Tar- antino virðist talsverður Godard- maður, hann nefnir fyrirtæki sitt, A Band Apart, eftir „Banda Part“, mynd Godards frá 1964, og bland- ar saman evrópskri og bandarískri frásagnaraðferð í ósigrandi kokteil um líf bófans í ofbeldisfullri stór- borgarveröld. Stíll hans liggur ein- hvers staðar milli Davids Lynchs og Martins Scorseses. Ljóst er að Tarantino á eftir að veita þeim harða samkeppni í framtíðinni. Travolta endurfæðist á hvíta tjaldinu í hlutverki krimmans og fylgdarmannsins. Hann stígur treglega dans í myndinni, því hörkutólin eru ekki fyrir dansinn. Tarantino hefur tekist að gera hann einna líkastan Leningradkúreka eins og góður bíómaður benti á i hléi, með sítt svart hárið og lakkrís- bindið. Willis kemst næst því að leika af viti á öllum ferli sínum en Jackson er senuþjófurinn í hlut- verki félaga Travolta og pakkar myndinni saman í lokin. Keitel er hryllilega röggsamur í litlu hlut- verki. Leikaraliðið er yfírleitt óborganlegt og á Tarantino því mikið að þakka. Arnaldur Indriðason Metalbakki 35 sm kr. 199,- Krómbakki kr. 199,- Krómbakki ferk. kr. 199,- Dosaopnari kr. 249,- Öryggisljós fyrir blla kr. 1.495,- Vasaljós kr. 149,- Tölvudisklingar 10 stk. kr. 989,- Málningarúlla kr. 139,- Málningarpenslar og spabar kr. 199,- Baösett kr. 689,- Braubbretti 5 stk. kr. 499,- Brauöbretti 7 stk. kr. 549,- HAGKAUP SKEIFAN, AKUREYRI, NJARÐVÍK, KRINGLAN MATVARA Tilboðin gilda aðeins í viku,eða á meðan birgðir endast. Grænt númer póstverslunar er 996680.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.