Morgunblaðið - 27.10.1994, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 27.10.1994, Blaðsíða 32
-82 FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 1994 MINIMINGAR MORGUNBLAÐIÐ GUÐMUNDUR MARKÚSSON + Guðmundur Markússon fæddist í Reykjavík 13. april 1946. For- eldrar hans eru þau Markús Guðmunds- son skipstjóri og Hallfríður Brynj- ólfsdóttir. Systkini Guðmundar eru Unnur, f. 1947, Brynjólfur, f. 1949, Jörundur, f. 1951 •-* og tvíburarnir Markús Sveinn og Erlendur, f. 1957. Guðmundur kvænt- ist haustið 1968 eftirlifandi eig- inkonu sinni, Guðríði Kjartans- dóttur. Þau eignuðust þrjú börn: Markús, f. 6. ágúst 1968, M.Sc. I rafmagnsverkfræði, Davíð, f. 21. janúar 1972, stud.jur. við HI, Krisljönu Guð- rúnu, f. 2. október 1976, nema við Kvennaskólann í Reykjavík. Guðmundur varð stúdent frá VÍ 1967, cand.juris frá HÍ 1973, hdl. 1974, hrl. 1981. Hann starf- aði sem fulltrúi á Málflutnings- skrifstofu Árna Guðjónssonar hrl. og Ragnars Aðalsteinsson- ar hrl. í Reykjavík 1973-1975, en síðan hjá Árna Guðjónssyni hrl. til 1992. Hann hóf rekstur eigin málflutningsskrifstofu í Reykjavík í desember 1992. Útför Guðmundar fer fram frá Dómkirkjunni i Reykjavík í dag. Þú.gafst mér skýin og fjöllin og guð til að styrkja mig. Ég fann ei, hvað lífið var faprt, fyrr en ég elskaði þig. Ég fæddist til ljóssins og lífsins, er lærði eg að unna þér, og ást mín fær ekki fólnað fyrr en með sjálfum mér. (Sigurður Nordal) Frá eiginkonu. Þegar við Ragnar Aðalsteinsson hrl. hófum að reka málflutnings- skrifstofu saman árið 1973 báðum við kennara lagadeildar háskólans að benda okkur á hæfasta nemand- ann, sem hægt væri að fá til starfa sem fulltrúa á skrifstofu okkar. •^vbendingin virtist auðveld. Guð- mundur Markússon, sem var að ljúka lagaprófi með glæsilegri fyrstu einkunn, fékk þau ummæli, að ef við gætum fengið hann til starfa yrði ekki á betra kosið. Sjálfur vissi ég að hann var sonur hins nafntog- aða aflaskipstjóra Markúsar Guð- mundssonar, sonar Guðmundar Markússonar sem á sama hátt var fremstur aflamanna og brauðtryðj- anda fiskveiða í Barentshafi, en slíka menn hafði ég dáð frá því ég var unglingur í Vestmannaeyjum og skynjaði hvemig auðæfi þjóðar- innar eru dregin úr sjó. Guðmundur hóf því störf og reyndist hann hamhleypa til starfa ^eins og hann átti kyn til. Þegar við Ragnar aðskildum rekstur okkar 1975 varð það úr að Guðmundur varð eftir á minni skrifstofu í Garða- stræti 17 og entist sú skipan mála til ársins 1992 er Guðmundur stofn- setti eigin skrifstofu í Túngötu 5. Hafði hann þá verið í hálfu starfi undanfarið. Guðmundur var mikill stærðfræð- ingur og nýttist sá hæfíleiki vel við flókin tölfræðileg mál, þ. á m. skiptamál og vaxtaútreikninga. Þegar keyptar vom tölvur á skrif- - stofuna kom það í hlut Guðmundar að koma á fót ýmsum „kerfum", sem nauðsynlegt er orðið að elta til þess að vera í nothæfu sambandi við önnur tölvukerfi viðskiptavina og annarra sem háðir em orðnir þessari tískutækni. Guðmundur varð snillingur í meðferð þessara galdratækja sem ég lærði aldrei á og vildi ekki reyna, enda orðinn úreltur og gamaldags. í ágústmánuði 1987 varð Guðmundur fyjir miklu og þungu áfalli þegar í höfði hans greindist illkynja æxli. Með skurðaðgerð tókst færustu læknum að ijarlægja æxlið að mestu. Eftir það tók við erfíð geisla- og lyfjameðferð, svo og önnur höfuðskurðað- gerð, en ávallt var fylgst með hvort náðst hefði að fullu fyrir meinið. Um tíma leit svo út að þegar liðið höfðu nokkur ár vom bæði hann og aðrir bjartsýnir á að þetta myndi ekki taka sig upp að nýju. Nú á haustdögum, eftir sjö ár, fór þó svo að meinið gróf um sig og lagði þenn- an góða dreng að velli aðeins 48 ára gamlan. Guðmundur var mikill og góður skákmaður og era nú með skömmu millibili fallnir í valinn tveir hæfustu skákmenn lögmanna. Guðmundur var einnig mjög slyngur golfmaður. Hann stundaði þá íþrótt mikið með kollegum sínum í lögmannastétt og skipulagði mörg golfmót fyrir lög- mannafélagið. Ekkju Guðmundar, börnum þeirra, Markúsi, Davið og Kristjönu Guðrúnu, foreldrum og öðmm ást- vinum votta ég einlæga samúð. Árni Guðjónsson. Faðir minn hafði oft orð á því, að vinátta væri skraut lífsins. Það er sjaldgæfara en hitt, að vinátta takist með mönnum eftir að fullorð- insámm er náð. Svo ánægjulega tókst til með vináttu okkar Guðmundar Markús- sonar, að kunningsskapur varð að einlægri vináttu. Atvikin sem lágu til þess vom næsta óvenjuleg, en þau að eiginkona hans, Guðríður Kjartansdóttir, varð skólasystir mín í spænsku í Námsflokkunum fyrir nærri hálfum öðram áratug. Við þtjú skólasystkin hennar fórum stundum yfir námsefnið á heimili þeirra. Mættum við þar alltaf gest- risni og ljúfmennsku húsráðenda. Mér er minnisstætt, er ég hitti Guðmund fyrst og sagði að það væri talsvert á mann lagt að vera alnafni afa síns, ekki síst ef um mikla kempu væri að ræða, en ég hafði hitt afa hans Guðmund Mark- ússon togaraskipstjóra á yngri áram mínum og varð hann mér minnisstæður, vörpulegur að vallar- sýn. Guðmundur bar nafn afa síns með rentu, glæsimenni, æðmlaus og hlýr maður. Spánn og allt spænskt var eitt af áhugamálum, sem tengdi okkur saman. Þótt ég þættist sæmilegur í skák, datt mér aldrei í hug, að reýna við Guðmund í íþróttinni, því slíkt orð fór af honum í listinni. Hann var líka afbragðs kylfmgur, en þá íþrótt kann ég ekki. Fyrir sjö árum gekkst Guðmund- ur undir mikla aðgerð vegna krabbameins og tókst þá ekki með öllu að komast fyrir heilaæxli. Aft- ur var gerð skurðaðgerð fjómm árum seinna og var aðdáunarvert með hvílíku jafnaðargeði og karl- mennsku hann bar þann skugga, sem yfir honum hvíldi. Stundum ræddum við starfsgrein okkar og er mér minnisstæð sú ríka réttlætiskennd, sem var í huga hans ogskarpskyggni. í ágúst sl., er þau hjónin komu úr síðustu Spánarferð sinni, var hann glaður og reifur yfir farinni ferð. Ekki datt mér þá í hug, að innan tveggja mánaða væri hann allur af völdum þessa vágests. Með Guðmundi Markússyni er genginn góður maður og vandaður, langt um aldur fram og er mikil eftirsjá og harmur að fjölskyldu hans kveðinn. Með orðum þessum vil ég votta eiginkonu hans, dóttur, sonum tveim og vandamönnum mína ein- lægustu samúð. Góður lögmaður og flekklaus hefur kvatt. Gunnlaugur Þórðarson. Það var haustið 1964. Ég var að hefja nám í 4. bekk Verslunarskól- ans eftir ársdvöl erlendis sem skipti- nemi. Ég kom í fyrstu kennslu- stund, eitthvað seinn fyrir, sá auðan stól í ötustu röð og var boðið þar sæti af háum, myndarlegum pilti, Guðmundi Markússyni. Þama hóf- ust kynni okkar Gúnna, eins og hann var ávallt kallaður, og við urð: um sessunautar næstu þrjú árin. í Verslunarskólanum var stofnáð til kynna og vináttubanda, sem hafa haldist mjög vel allt fram á þennan dag. Upp á ýmsu var tekið og margs skemmtilegs er að minnast, utan skóla sem innan, og vinátta okkar Gúnna varð mjög traust og góð. Við lásum oft saman, einkum fyrir próf, en hann var góður og vel skipu- lagður námsmaður. Það sem batt vináttu okkar Gúnna hvað traustustum böndum var sameiginlegur íþróttaáhugi okk- ar. Gúnni var mikill KR-ingur og hafði leikið með yngri flokkum fé- lagsins í fótbolta, en hann var góð- ur alhliða íþróttamaður, hraustur og kappsamur, og hefði getað náð langt í mörgum íþróttagreinum. Hann var einnig áhugasamur um andlegu íþróttirnar skák og brids, einkum var skákin honum hugleikin og gerði hann mikið af því að tefla. Núna síðustu árin var golfið í fyrsta sæti hjá Gúnna og hefur hann mörg undanfarin ár séð um golfmót á vegum Lögmannafélagsins og keppni lögmanna við aðra starfs- hópa. Er mér nú sérstaklega minn- isstæður ánægjulegur júnídagur sl. sumar í fögm landslagi við Hvítá á Kiðjabergsvelli í Grímsnesi í keppni við endurskoðendur. Þar stjórnaði Gúnni af sinni röggsemi. Hans var hins vegar sárt saknað á lögmanna- mótum á Leimnni við Keflavík fyrr í haust. Gúnni á sinn stóra þátt í því, að ég tók að reyna golfíþróttina og verð ég honum ætíð þakklátur fyrir það. Eftir stúdentsprófið lögðum við Gúnni báðir Ieið okkar í lagadeildina í Háskóla íslands. Það voru nú ekki samantekin ráð hjá okkur að fara þangað og hvomgur hafði held ég gengið með lögfræðinginn í magan- um lengi, en námið sóttist ágæt- lega. Að loknu embættisprófi í lög- fræði, vorið 1973, sneri Gúnni sér þegar að lögmannsstörfum, sem urðu hans ævistarf. Gúnni var góður lögmaður, samviskusamur og hugði vel að hagsmunum skjólstæðinga sinna. Hann var glöggur og mál- efnalegur og staðfastur, ef því var að skipta. Leiðir okkar lágu enn saman skömmu eftir útskrift, er við fluttum báðir okkar fyrsta prófmál fyrir héraðsdómi og komu góðir hæfileikar hans sem málflytjanda þá þegar í ljós. Gúnni var mikill fyölskyldumaður og gæfumaður í sínu einkalífi. Hann kvæntist skólasystur okkar úr Versló, Guðríði Kjartansdóttur, á öðm ári í Háskólanum og bömin þeirra þrjú em mikið mannkosta- fólk. Missir þeirra er mikill við ótímabært fráfall hans núna, en samstaða fjölskyldunnar er sterk og kom það vel í ljós, er hinn illvígi sjúkdómur, sem ekki spyr um aldur né aðstæður og svo oft hefur sigur, uppgötvaðist fyrst hjá Gúnna fyrir um sjö árum. Hann var mjög ákveð- inn að beijast til þrautar gegn þess- um vágesti og skyldu skapgerð og aðrir eiginleikar skipta miklu í slíkri baráttu, þá hafði Gúnni þá til að bera, sem hljóta að duga hvað best. Mikinn kjark og þrautseigju, yfir- vegun og æðruleysi. Gúnni barðist líka af mikilli hugprýði og lét okkur vinina ekki finna fyrir sínum veik- indum, af tilliti við okkur. Gúmmi skrifaði stöku í 4. bekkj- arbókina mína í Versló, sem mig langar nú að endursenda honum. Þakka samveruna þér, þú er mér í minni. Aldrei okkar gleymast mér afbragðsgóðu kynni. Kær vinur, skólabróðir og kollega hefur kvatt, en minningin um góðan dreng lifir ávallt með okkur. For- sjóninni þakka ég fyrir að hafa eignast hann að vini. Fjölskyldu hans sendi ég innilegar samúðar- kveðjur. Ólafur Gústafsson. Með fáeinum orðum -viljum við samstarfsfólk Guðmundar Markús- sonar minnast hans og þakka hon- um samstarfið í þau hartnær tvö ár, sem hann var með okkur á Túngötu 5. Guðmundur kom í okkar hóp á haustmánuðum 1993, er hann stofnaði sína eigin lögmannsstofu, eftir áralanga vem hjá Áma Guð- jónssyni hrl. á Garðastræti 17. Við þekktum auðvitað Guðmund eftir langa vera í lögmennskunni og kynntumst honum enn betur eftir að hann kom til okkar. Það er hægt að fullyrða að aldrei brá skugga á samvinnu okkar þennan tíma. Guðmundur var enda með eindæmum dagfarsprúður maður og þægilegur í allri umgengni. Vinnusemi hans var einstök og sú alúð sem hann lagði við öll mál til hreinnar fyrirmyndar og studd góðri lagaþekkingu. Það er engum vafa uridirorpið að þeir sem kusu Guðmund sér til aðstoðar fengu farsælan málsvara. Áhugamál Guðmundar vom margvísleg og yfir kaffinu var óspart rætt um knattspyrnu, sem hann þekkti út og inn, tónlist, sem honum var mjög hugleikin, einkum óperutónlist, svo ekki sé minnst á golfíð. Guðmundur var óumdeilan- lega forystumaður golfara í lög- fræðingastétt og sá um að stjórna golfmótum þeirra. Tölvuþekking Guðmundar var í okkar augum með eindæmum og oft var leitað til hans um úrræði í þeim efnum, og brást hann ekki fremur en í öðm. Það fór ekki framhjá okkur. að síðustu mánuðina var Guðmundi brugðið, þó okkur renndi ekki í gmn hversu alvarlegt málið væri. Guðmundur flíkaði ekki veikindum sínum og tókst á við þau af aðdáun- arverðu æðruleysi og bar ekki hugsanir sínar á torg. Við kveðjum Guðmund Markús- son með söknuði. Með honum er genginn góður drengur. Eiginkonu hans, börnum og öðr- um ættingjum er vottuð samúð okkar. Samstarfsfólk á Túngötu 5. Kveðja frá _ samstúdentum í VÍ 1967 Guðmundur Markússon hæsta- réttarlögmaður er látinn 48 ára að aldri. Hann hafði um nokkurra ára skeið háð harða baráttu við illvígan sjúkdóm en varð að lokum að játa sig sigraðan. Að loknu skyldunámi settist Guðmundur í Verslunarskóla ís- lands og lauk þaðan stúdentsprófi með góðum vitnisburði sex árum síðar vorið 1967. Þetta vor útskrifuðust 35 stúd- entar frá lærdómsdeildinni í Versló og þar sem hópurinn er ekki stærri en raun ber vitni gefur augaleið að kynni nemenda voru náin og góður vinskapur tókst með okkur skólasystkinunum. Árin í Versló voru-góð ár og skemmtilegur tími. Félagslífíð var fjörugt og margt var brallað og þar lét Gúnni, eins og hann var ávallt kallaður, sitt ekki eftir liggja og tók virkan þátt. Hann var mikill áhugamaður um íþróttir, var góður knattspyrnu- maður og skákmeistari bekkjarins. Á seinni árum var það svo golfið sem átti hug hans allan og náði hann fljótt góðum tökum á þeirri erfiðu en skemmtilegu íþrótt og í árlegri keppni sem við nokkrir fé- lagarnir í Versló höfum haft með okkur nokkur undanfarin ár var hann ókrýndur sigurvegari. Gúnni var vinsæll og vel látinn meðal skólasystkina sinna og sérstaklega góður og traustur félagi og okkur er í fersku minni hve hress og kát- ur hann var og bar sig vel þrátt fyrir veikindin þegar haldið var upp á 25 ára stúdentsafmælið í Viðey vorið 1992 og það er þannig sem við skólasystkinin úr Versló mun- um geyma í hugum okkar minning- una um Gúnna og þökkum jafn- framt fyrir allar ánægjustundimar sem við áttum saman í Versló og síðar þegar hópurinn hefur hist. Það er því með söknuði og harmi sem Guðmundur er kvaddur, en sárastur er harmur hans riánustu, eiginkonu, barna og annarra að- standenda, og eru þeim hér með sendar innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Guðmundar Markússonar. ÁSLAUG HELGADÓTTIR + Áslaug Helgadóttir fæddist á Staðarhöfða í Innri-Akra- neshreppi 23. mars 1920. Hún andaðist á Landspítalanum í Reykjavík 19. október síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru hjónin Helgi Björnsson ojg Ág- ústína Þórarinsdóttir. Aslaug var næstyngst fjögurra systk- ina. Eftirlifandi systir Áslaugar er Unnur Helgadóttir, sauma- kona í Reykjavík, en Björn og Aðalheiður Kristín eru bæði Iát- in. Til tíu ára aldurs ólst Áslaug upp þjá foreldrum sínum en fluttist þá að Gerði í sömu sveit til frændkonu sinnar, Sigríðar ÁSLAUGU kynntist ég fyrst á upp- vaxtarámm mínum í Apóteki Aust- urbæjar en þangað réðst hún til starfa árið 1953 eftir að hafa um árabil verið aðstoðarstúlka á heimili foreldra minna. Heimili okkar var þá á efstu hæð apóteksins og mynd- uðust því óhjákvæmilega náin tengsl á milli okkar systkinanna og starfs- fólks apóteksins, sérstaklega við Áslaugu. Foreldrar mínir báru strax mikið traust til Áslaugar og því var hún iðulega fengin til að hafa auga með okkur systkinum og til að hlaupa undir bagga þegar þess þurfti við á heimilinu. Áslaug var í lífi okkar systkinanna sem staðgengill foreldra okkar og Jónsdóttur og manns hennar Bjarna Jónssonar og bjó þar til átján ára aldurs. Þá flutti hún til Reykjavíkur, til systur Sigríð- ar, Sigurdísar Jónsdóttur og manns hennar Ingibergs Þor- kelssonar þar sem hún dvaldi næstu fjögur árin. í stríðslok hóf hún störf sem aðstoðar- stúlka á heimili Karls Lúðvíks- sonar lyfjafræðings og konu hans Svanhildar J. Þorsteins- dóttur. Árið 1953 var hún ráðin til starfa í Apóteki Austurbæjar þar sem hún vann allt til ársins 1992. Útför hennar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag. fylgdist ætíð vel með velferð okkar eftir að við uxum úr grasi. seinna er við hófum sumarstörf, ýmist sem sendlar eða aðstoðarfólk í apótekinu, leiddi hún okkur vel inn í þau og upplýsti um þá ábyrgð sem felst í því að vinna í apóteki. Hún sóttist ekki eftir metorðum eða titlum í starfi sínu, heldur vann það af ein- stakri samviskusemi og heiðarleika. Þannig stuðlaði hún að velgengni fyrirtækisins sem óx úr engu í það að vera eitt það stærsta sinnar teg- undar á landinu. Lagni hennar og viðmót við við- skiptavini, jafnt sem samstarfsfólk sitt, var einstakt. Viðmót hennar leiddi til þess að apótekið varð vin-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.