Morgunblaðið - 27.10.1994, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.10.1994, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ 80ára afmæli HSÞ HÉRAÐSSAMBAND S-Þing- eyinga (HSÞ) verður 80 ára næstkomandi mánudag, 31. október. Af því tilefni verður haldinn samkoma á Breiðu- mýri laugardaginn 29. október og hefst hún kl. 21.00. Meðal dagskráratriða _ má nefna söng þeirra bræðra Ósk- ars og Péturs Péturssona, sönghópinn Norðaustan 12, hagyrðinga, upplestur, fjölda- söng og fleira. Einnig verður sýning á myndum, munum og skjölum sem tengjast sögu sambandsins. Kvenfélag Reykdæla sér um veglegar kaffíveitingar. Veislustjóri verður Þórhallur Bragason. Að lokinni dagskrá mun hljóm- sveitin Gloría frá Húsavík spila fyrir dansi. Karlakór áferð um Norð- austurland KARLAKÓR Akureyrar/ Geysir heldur tónleika á Þórs- höfn á laugardag, 29. október kl. 15.00 og kl. 20.30 sama daga á Vopnafirði. A sunnu- dag verða síðan tónleikar í grunnskólanum í Reykjahlíð í Mývatnssveit. Tónleikaranir á Vopnafírði eru sameiginlegir með Samkór Vopnafjarðar en stjórnandi hans er Kristján Davíðsson, undirleikari Zblgnlew Zuchowicz og ein- söngvari er Bragi Vagnsson. Karlakórinn hefur undan- farin ár haldið hausttónleika í norðlenskum byggðum og hef- ur uppistaða efnisskrár verið lög úr söngskrá vortónleika. Á efnisskránni nú eru m.a. lög eftir Grieg, Gershwin og Jó- hann Ó. Haraldsson. Ein- söngvarar eru Eggert Jónsson, Ingvi Rafn Jóhannsson, Her- mann R. Jónsson, Þórður Kárason, Þorkell Pálsson, Steinþór Þráinsson og Michael J. Clarke. Stjórnandi er Roar Kvam en undirleikari Richard Simm. Síðasta sýn- ingarhelgi SÝNINGU Sigurðar Árna Sig- urðssonar í Listasafninu á Akureyri lýkur 2. nóvember, síðasta sýningarhelgi er því nú um komandi helgi. Sýning- unni hefur verið vel tekið og fjölmargir lagt leið sína í lista- safnið. Sprengiefni á bryggju SPRENGIEFNI fannst á vöru- bretti á bryggju við sláturhús KEA í fyrrinótt. Starfsmaður Securitas fann efnið og til- kynnti til lögreglu. Um var að ræða níu kassa af dínamíti sem hver er 25 kíló. Þrátt fyrir nokkra eftir- grennslan var ekki vitað um eigendur þess eða hver komið hafði því á bryggjuna. Starfs- menn Akureyrarbæjar komu sprengiefninu fyrir í sprengi- efnageymslu bæjarins. AKUREYRI Morgunblaðið/Rúnar Þór Hlerinn tekinn um borð í Hjalteyrina ÞEIR voru að taka hlerann um borð, strákarnir á Hjalteyrinni EA, einu Samherjaskipanna, síð- degis í gær og síðan átti að Iáta úr höfn og halda sennilegast á hefðbundin mið úti fyrir Norður- landi. Bryggjan iðaði af lífi, það var verið að hífa og tosa og svo þurftu menn auðvitað að hrópa svolítið og kalla. Aðrir fylgdust með atganginum og vísast hefur farið fiðringur um formann Sjó- mannafélags Eyjafjarðar, Kon- ráð Alfreðsson, sem renndi niður á Oddeyrarbryggju, kannski að kíkja aðeins á sína menn áður en þeir færu. Félagarnir Grétar Gíslason og Friðrik Helgason voru líka hinir spökustu aftan á, gerðu góðlátlegt grín að lífi og tilveru bryggjunnar eina síð- degisstund í snjókomu. Ráðstefna Húsgulls á Húsavík Náttúruvernd heim í hérað? Tíu dropar „ YIÐ erum að smakka þrjár teg- undir af Brasiliukaffi," sagði Ulfar Hauksson framkvæmda- stjóri Kaffibrennslu Akureyrar þegar hann og skrifstofustjórinn Helgi Örlygsson settu sig í hátíð- legar stellingar yfir 24 bollum af kaffi. Það eru miklar tilfær- ingar í kringum gæðaprófun á kaffi en þeir Úlfar og Helgi gera slíkar prófanir 2-3 í viku. Kaffi frá Brasilíu er misjafnt að sögn Úlfars, landið er stórt, jarðvegur misjafn og það ræktað í mismunandi hæð. Þeir byrja á að vigta 7 grömm af baunum í glas og eru baunir hvers glass malaðar sér eftir að búið er að fjarlæga þær sem ekki hljóta náð fyrir augum sérfræðinganna. Glösunum er raðað á þar til gert borð með áfastri vél sem sýður vatn. Borðinu er snúið og um leið er vatninu dælt í kaffiglösin. Kaffið verður að hafa náð ákveðnu hitastigi áður en smökk- un hefst eða vera 55 gráðu heitt. Kaffið sem félagarnir smökk- uðu í gærmorgun stóðst gæða- prófið og um leið og Úlfar hafði spýtt út úr sér síðasta sopanum hringdi hann til Danmerkur og pantaði farm af kaffibaununum. NÁTTÚRUVERND heim í hérað? Virkjanir, umhverfí, jökulsár, sandur, Iandgræðsla, er yfirskrift ráðstefnu sem Húsgull á Húsavík efnir til á Hótel Húsavík næstkom- andi laugardag. Ráðstefnan hefst með ávarpi landbúnaðarráðherra, Halldórs Blöndals, kl. 10.05 og þá mun fulltrúi umhverfisráðuneytis ávarpa ráðstefnuna. Alls 'verða flutt 13 erindi um þau mál er tengj- ast yfírskrift ráðstefnunnar. í fréttatilkynningu frá Húsgulli segir að mikið sé nú rætt um að ný valddreifíng verði að eiga sér stað í þjóðfélaginu og horft sé til sveitarstjórna þegar rætt er um flutning verkefna frá ríki til sveitarfélaga, en á sama tíma auk- ist miðstýring í mörgum málum. Umhverfismál séu þar ofarlega á blaði og éinsýnt að stofnanavald sé þar miklu meira en almennt sé viðurkennt. Umræður um stór- verkefni á sviði orkumála gefi til- efni til að skoða ítarlega hvaða þátt heimamenn eigi að eiga í ákvarðanatöku þar um. Engin teikn séu á lofti um að skipan umhverfismála verði breytt nema að frumkvæði heimamanna í hér- aði og þá verði menn að gera sér grein fyrir hvort sveitarstjórna- menn séu í stakk búnir til að taka ákvarðanir í umhverfismálum; þær geti lagt stein í götu þjóðþrifa- mála, opnað möguleika komandi kynslóða, búið í haginn fyrir ferða- mennsku eða lagt þá grein í rúst. Tilgangur ráðstefnunnar er að komast nær því hvort umhverfis- mál eigi heima í héraði eða hvort þeim er best borgið í miðstýrðum stofnunum í Reykjavík. Háskólinn Eríndi um Evrópu nútímans GÖRAN Therborn prófessor í fé- lagsfræði við Háskólann í Gauta- borg heldur fyrirlestur við Háskól- ann á Akureyri í kvöld, fimmtu- dagskvöldið 27. október, kl. 20.30. Hann verður fluttur á ensku og fer fram í stofu 24 í húsi Háskólans við Þingvallastræti. Fyrirlesturinn ber heitið Evrópa nútímans og framtíðarhorfur. Ferill evrópskra samfélaga frá 1945- 2000. Hann byggir á efni nýútkom- innar bókar eftir Göran Therborn um efnahags- og félagsþróun evr- ópskra samfélaga. Fjallað er um nútímann sem hugtak, helstu ein- kenni og sögulegar forsendur, um evrópsk atvinnumál, velferðarmál, réttindabaráttu og aukna markaðs- væðingu í Evrópu frá lokum síðari heimsstyijaldar. Sjálfsmynd nútímafólks Einnig er fjallað um menningar- leg áhrif félagslegra breytinga á sama tíma og verður m.a. rætt um sjálfsmynd nútímafólks, sjóndeild- arhring þekkingar og viðhorfa og breytt gildismat. Loks verður fjallað um félagslegar hreyfíngar og fé- lagslega stýringu í Evrópu. Dr. Göran Therborn er prófessor í félagsfræði við Háskólann í Gauta- borg og faglegur yfirmaður félags- fræðideildar skólans. Grunnmennt- un hans er einkum á þremur af meginsviðum félagsvísinda, félags- fræði, stjórnmálafræði og hag- fræði. Hann hefur starfað mikið á alþjóðlegum vettvangi og dvalið um lengri eða skemmri tíma við há- skóla víða um heim. Hann hefur setið í stjórn bæði innlendra og fjöl- þjóðlegra vísindanefnda og sam- taka og er um þessar mundir for- maður samtaka félagsfræðinga á Norðurlöndum. Hefur hann gefið út á annan tug bóka og skrifað fjöl- margar greinar í alþjóðleg fræðirit.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.