Morgunblaðið - 27.10.1994, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 27.10.1994, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 1994 41 BRÉF TIL BLAÐSINS Af hverju stafar atvinnuleysið? Frá Hafsteini Ólafssyni: ATVINNULEYSIÐ hellist nú yfir í hinum vestræna heimi eins og hol- skefla og vex með árunum á meðan ekki fínnast leiðir til úrbóta. Röng stefna er nú viðhöfð í landbúnaðar- og sjávarútvegsmálum og iðnaðurinn er kominn á vonarvöl. Orsakimar fyrir fískileysinu eru öllum ijósar og við erum komin í stríð við aðrar þjóð- ir við að ná í síðustu tittina úr sjónum og hvað svo? Nú er enn hótað hörku með verkfallsbaráttu til að reyna að nálgast auðæfi þessa lands. Mál er að linni. Hús eru nú einfaldlega hætt að seljast vegna þess hve þau eru dýr í byggingu og komin langt fram úr því verðlagi sem ráða mun verði húsa í framtíðinni. Við eram komin í sjálf- heldu með húsbyggingar af þessum sökum. Ég hef lagst í að kanna hvort ekki væri hægt að framleiða stór og lítil hús eða húshluta úr íslenskum efnum og þetta segi ég nú að hafi teksit. Það var auðvitað ljóst í upp- hafí að hús af þessu tagi yrðu að vera veralega ódýrari — og varan- legri — en þau hús sem við byggjum nú eftir hinum hefðbundu leiðum. Hús mega aldrei verða svo dýr að menn geti ekki byggt yfir sig og sína án þess að reisa sér hurðarás um öxl. Þetta eru sjálfagðir hlutir. Af hvetju stafar svo atvinnuleysið? Könnum málið. Mannanna verk Tæknin hefur nú gripið inn í flest- ar okkar atvinnugreinar — eins og raunar ætlast er til af henni. Horfum á allar tækniframfarimar sem nú era að koma upp á borðið. Öll vinna þau beinlínis að sjálfvirkni til lækkunar á helstu framleiðslueiningum okkar að sjálfsögðu. En hvað erum við að gera? Flytja inn í landið fullkomnasta skip heimsins og nú þvert ofan í alit fiski- leysið. Nú er hafín stórframleiðsla á vélmennum sem unnið geta launa- laust 24 tíma á sólarhring og tekið við allri þeirri vinnu sem við höfum lifað af til þessa og svo er rekinn áróður um að við hljótum nú að vera komin í botn í atvinnumálum þjóðar- innar. Þvílíkt og annað eins. Þetta er kaldhæðni samfélagsins. Fram hjá þessu verður ekki gengið mikið leng- ur. Öll atvinna minnkar að sama skapi. Afkastagetan eykst veralega með aukinni tækni. Eftirspumin minnkar svo að sjálfsögðu eftir hand- afli til þeirrar vinnu sem eftir verður og hvar stöndum við svo. Það er þann- ig sem atvinnuleysið verður til í raun og veru. Ef við geram ekkert í málun- um nú er hrein vá fyrir dyram. Það er ljóst. Atvinnuleysið er komið og hverfur ekki fyrr en við tökum á málum þessum alvarlega í orðsins fyllstu merkingu. Þetta era allt mann- anna verk og leysast ekki án aðgerða þeirra. Það er sorglegt að þurfa að hlusta á margt stórmennið vera að tala um væntanlegan hagvöxt og vera að rífast um nýsköpun í atvinnu- lífinu um stórkostlegan pening til at- vinnuleysisstyrkja hvers konar ár eft- ir ár. Það er auglýst út um allan heim eftir nýjum atvinnugreinum og enn án teljandi árangurs. Algert skiln- ingsleysi ríkir enn um þessi mál. Bylting í húsagerð Þessar hugmjmdir era hrein bylting í húsgerð hér á landi og þó víða verði leitað. Ég rek mig þó harkalega á vegg þar sem þessi mál era borin upp í landinu. í dag era lítt seljanleg hús til sölu svo að hundruð eða þúsundum skiptir í landinu. Ég mæti nefnilega andstöðu húseigenda og margra stórra ábyrgðareigenda í þessum málum, en ég segi þetta komið til að vera. Fram hjá því verður ekki geng- ið miklu lengur hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Mál þessi verða athuguð allt í kring um okkur í fram- tíðinni. Eina sjáanlega lausnin er veruleg stytting vinnutímans í takt við þá vinnu sem til er á hverjum tíma. Við verðum nú að setjast niður og reikna upp á nýtt allar launaþarfir manna og okkur mun reka í roga- stans við að sjá útkomuna. Ef við geram ekkert í þessum málum nú erum við illa stödd í lífinu. Ég verð að láta þess getið að það mun horfa illa með friðin í heiminum með hálfan heiminn atvinnulausan. Þetta verður að stöðva sem fyrst ef ekki á illa að fara fýrir okkur og öll- um öðram á þessum sviðum. Við höf- um fengið forsmekk af því hvað mundi gerast hjá hinum ýmsu þjóðum í þessum málum Við höfum gert okkur sek um að reyna að koma í veg fyrir ódýran vöruflutning landa á milli beinlínis til að reyna að tryggja að við fengjum meira fyrir vörar okkar. Þetta er einn stór misskilningur og stenst ekki til eilífðar. Við ráðum ekki við andstöðu stærstu þjóða heims í þessum málum. Þær era baki brotnu að leita leiða til að lækka verð á framleiðslugreinum vítt um heiminn og þeim mun takast það fyrir rest. Hagvöxtur þeirra er sagður vera um 10-12% á meðan við eram að glíma við að halda okkur réttu megin við núllið ár eftir ár. Það hljómar svo einkennilega að verið sé að bjóða upp á um helmings lækkun á þeim framleiðslugreinum sem við verðum að vinna hvað sem hver segir. Al-íslenskar hugmyndir, það ég enn veit. Það er mikið í húfi og erfitt að verða að beygja sig fyrir þessum mönnum. Við verðum nú að fara að afla okkur gjaldeyris til fram- búðar og við munum brátt sjá hvað hér er um að ræða. Svo stóran gjald- eyrisforða að leita verður eftir saman- burði í þessum málum. HAFSTEINN ÓLAFSSON byggingameistari, Kópavogi. POTTURINN OG mN Hverfjall en ekki Hverfell Frá Frá Kristjáni Þórhallssyni FYRIR nokkru sýndi sjónvarpið myndina Dimmuborgir, kynjaheim við Mývatn. Handrit sömdu Ari Trausti Guðmundsson og Friðrik Dagur Am- arson. í myndinni er farið ranglega með nafn á íjalli við Mývatn, þar er ætíð talað um Hverfell en sem kunn- ugt er heitir íjallið Hverfjall. Eftir sýningu myndarinnar var haft sam- band við Sjónvarpið og óskað eftir leiðréttingu en hún hefur ekki komið. í bókinni Náttúra íslands, sem kom út á vegum Almenna bókafélagins 1961, segir dr. Sigurður Þórarinsson m.a. um Hverfjall við Mývatn á blaðs- íðu 79-80: Frægasti og mest umskrif- aði sprengigígur á íslandi er Hver- íjall við Mývatn og er mynd eða teikn- ing af honum í flestum handbókun í eldijallafræði og hann tekinn sem dæmi um þá gerð eldfjalla. Besta ís- lenska heitið á slíku eldfjalli er ein- mitt Hverfjall, hver er hér í norð- lensku merkingunni gígur og Hver- fjall því fjall sem raunverulega er allt einn gígur en svo er um Hverfjall þetta formhreina fjall sem svo mjög setur svip sinn á Mývatnssveit. Hver- fjallsgígurinn er að meðalþvermáli 1.015 metrar. Frægasta erlenda eld- íjall af þessari gerð er Diamond Hood hjá Honolulu. Hverfjöllin myndast af mörgum sprengingum í einu sprengi- gosi og er Hverfjall við Mývatn miklu yngra en þykkasta ljósa Heklulagið sem er um 2.700 ára. Er því aldur Hveríjalls um 2.500 ár. KRISTJÁN ÞÓRHALLSSON Björk, Mývatnssveit. Blandaðir sjavarrcttir að haztti hussins bornir fram i ponno, kr. 980 Orlysteiktir humarhalar i sursœtri sósu, kr. 1.090 Piparbuffsteik mcö rjómapiparsósu og bakaðri kartöflu, kr. 980 LambakBri Bearnes, kr. 1.190 Ath.: Ollum réttum fylgir t rjómabætt súpa dagsins, nýbakað brauð og eftirréttur Ath.: Oll börn fó íspinna fró Kjöris. Hvað viltu losna við mörg kfló ? Átak gegn umframþyngd, A-tími. Átak gegn umframþyngd framh. B-tími. verð 9.990,- - Átak gegn umframþynd, A - tími 7 vikna námskeið fyrir þá sem vilja losna við aukakílóin. Tilvalið fyrir byrjendur. Lokaður hópur. - Námskeiðið hefst 31. okt. og er skráning þegar hafin. Takmarkaður fjöldi. - Átak gegn umframþyngd framhaid, B - tími, nýtt 7 vikna námskeið fyrir þá sem þegar hafa lokið námskeiði A, og aðra sem komnir eru í einhverja æfingu en vilja gott aðhald. Lokaður hópur. - Námskeiðið hefst 31. okt. og skrán- ing þegar hafin. Takmarkaður fjöldi. Þeir sem missa 8 kíló eða meira fá frítt mánaðarkort Ný tæki í tækjasal Heitir pottar Vatnsgufa LJÓS FROSTASKJÓU 6 < ♦ SlMI: 12815 OG 12355 Próíkjör sjálístæðismanna Rödd Reykjavíkur á Alþingi MARKÚS ÖRN ANTONSSON í 4. SÆTIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.