Morgunblaðið - 27.10.1994, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 27.10.1994, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ > > > I > P I I I » I FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 1994 31 AÐSENDAR GREINAR Frá Fasteignamati ríkisins Tryggingarvemd er aukin með nýjum lögum um brunabótamat fasteigna - framkvæmd bmnabótamats og skráning þess aðeins liður í áralangri þróun Morgunblaðið hefur að undanfömu gert væntanlegum breyting- um á markaði bruna- trygginga fasteigna veruleg skil. Einkum hefur þeirri lögfræði- legu spumingu verið velt upp, hvort ákvæði um töku svonefnds um- sýslugjalds af eigendum fasteigna standist lög. Fasteignamat ríkisins er samkvæmt lögum, sem samþykkt vora á Alþingi sl. vor, sá aðili sem ann- ast á varðveislu allra upplýsinga um brana- bótamat eigna og auk þess eiga starfsmenn fasteignamatsins að annast branabótamat fasteigna frá og með áramótum, ásamt reyndar öðrum mats- mönnum, sem til þess hafa heimild. Varðandi umræðuna sem fram fer um lög- mæti áðumefndrar gjaldtöku þykir forráða- mönnum Fasteignamats ríkisins (FMR) rétt að benda á, að sú leið, sem ákveðið var að fara, var valin í samráði við ýmsa opinbera aðila og aðra sem málið varðar. Þar komu m.a. að, lögfræðimenntaðir fulltrúar þessara aðila og eftir að þeir höfðu fjallað um málið var reglu- gerðin um umsýslugjald sett til að uppfylla nýsett lög um branatrygg- ingar fasteigna. Þau voru samþykkt samhljóða á Alþingi hinn 28. apríl sl. Forráðamenn Fasteignamats rík- isins telja þá skoðun leiðarahöfundar Morgunblaðsins hinn 19. þm. orka tvímælis, að brunbótamatsskrá sé óþörf hjá FMR vegna þess að trygg- ingafélögin hafi hana nú þegar í eig- in tölvukerfum eins og sagt er í leið- aranum. Hingað til hafa aðeins tvö tryggingafélög haft lagaheimild til að annast branatryggingar fasteigna hér á landi og verið með slíkar skrár. Ný lög vora einmitt m.a. sett í kjöl- far EES-samninga. Samkvæmt þeim má ekki vera einokun á rekstri slíkra frygginga. Auk þess er tæplega neitt vafamál að full ástæða var til þess að endurskoða 40 ára gömul lög um branatryggingar fasteigna. Tilgangur þessarar greinar er sá að vekja stuttlega athygli á þeim umbótum, sem áðumefnd lög eiga að tryggja eigendum fasteigna hér á landi, og einnig öðram ástæðum fyrir lagasetningunni. í fyrstu málsgrein ræðu þáverandi heilbrigðis- og tryggingaráðherra við 1. umræðu málsins í apríl sl. koma ástæður lagacetningarinnar greini- lega fram, en þar segir: „ Virðulegi forseti. Vegna skilyrða samkeppnisreglna EES-samningsins og til þess að aðgangur vátrygginga- félaga á brunatryggingarmarkaði hér á landi verði frjáls ogjafn öllum & EES-svæðinu og að vátryggingar- takar geti sjálfir valið það vátrygg- ingarfélag sem þeir vilja skipta við. Vegna skyldubrunatryggingar þarf að afnema annars vegar einkarétt Húsatrygginga Reykjavíkurborgar á brunatryggingum íReykjavík og hins vegar að fella niður heimild bæjar- og sveitarstjórna utan Reykjavíkur til að binda húseigendur í sveitarfé- laginu við vátryggingarfélag sem þau hafa samið við. “ (Tilvitnun lýk- ur.) Umræður urðu nokkrar um frum- varpið og þá einkum við 1. umræðu. Um EES-þátt þess var ekki ágrein- ingur fremur en búast mátti við. Við aðra umræðu kom í ljós að vilji var fýrir því á Alþingi að heimila að aðrir en matsmenn FMR hefðu heimild til að meta fast- eignir til brunabóta- mats. Orð framsögumanns heilbrigðis- og trygg- inganefndar féllu þannig við 2. umræðu: Nefndin telur rétt að fleiri en Fasteignamat ríkisins geti annast matið og leggur til að tryggingarfélögum verði frjálst að semja við aðra, dómkvadda matsmenn, um að ann- ast þetta mat. Nefndin leggur þó til að kveðið verði á um að virðingin sé gerð á grundvelli matseiningakerfis Fasteignamats ríkisins og að dómkvöddum matsmönnum verði skylt að tilkynna fast- eignamatinu um virð- ingu. Þannig er tryggt eftirlit með því að allar húseignir í landinu séu á hverjum tíma bruna- tryggðar. “ (Tilvitriun lýkur.) Á þessar breytingar féllst Alþingi og frumvarpið var síðan samþykkt samhljóða við þriðju um- ræðu eins og áður sagði. Heimild tryggingafélaga til að semja við „dómkvadda" matsmenn til að annast fyrir sig branabótamat fasteigna er því fyrir hendi. í reglugerð, sem sett var í kjölfar hinna nýju laga, eru ýmis atriði er til hagræðis hljóta að teljast. Þar er m.a. kveðið á um, að FMR skuli að jafnaði annast fyrsta brunabótamat húseignar eftir að hús er tekið í notk- un. FMR metur allar fasteignir til fasteignamats, þegar þær eru teknar í notkun. Því er augljóst hagræði af því fyrir húeigendur að matsmenn FMR nýti skoðunina einnig til brana- bótamats. Húseigendur þurfa því að sjálfsögðu ekki að greiða fyrir þetta fyrsta mat. Hagræðið fyrir Fasteignamat rík- isins af hinu nýja fyrirkomulagi er það, að skráning sú, sem fer fram við skoðunina, verður samræmd. Óski húseigendur eða tiyggingarfé- lög hinsvegar eftir endurmati síðar hafa þeir val um það, hvort þeir óska eftir að matsmenn FMR eða dóm- kvaddir matsmenn annist fram- kvæmd þess. í reglugerðinni era einnig tekin af öll tvímæli um að botnplata og undirstöður skuli vera innifaldar í matinu. Hreinsun branarústa, sem oft hefur reynst tjónþolum þung í Meginatriði við alla umfjöllun um bruna- tryggingu og bruna- bótamat fasteigna, _ segja Magnús Olafsson og Elís Reynarsson, hlýtur að vera að hags- munir eigenda séu sem bezt tryggðir. skauti, er einnig innifalin í matinu. Einnig má nefna nauðsynlegan hönn- unarkostnað við endurbyggingu eftir branatjón. Að síðustu má svo nefna að hafi hús fallið úr branatryggingu af ástæðum, sem húseiganda verður ekki kennt um, þá bætir Samband íslenskra tryggingafélaga tjónið, sem síðan er skipt á tryggingafélögin hlutfallslega miðað við markaðshlut- deild þeirra. Tryggingarvernd húseigenda hefur aukist með nýjum lögum Ljóst má vera af þessum ofan- greindu atriðum o.fl., að með hinum nýju lögum um branatryggingar fasteigna hefur sú vernd, sem hús- eigendur í landinu njóta, stóraukist. Fasteignamat ríkisins hefur ann- ast skráningu fasteigna og mat þeirra til fasteignamats um langt árabil. Sú staðreynd er öllum málsað- ilum kunnug, að skrár Fasteigna- mats ríkisins hafa í sífellt auknum mæli orðið sá grandvöllur skráninga og brunabótamats þeirra trygginga- félaga, sem annast hafa brunatrygg- ingar fram til þessa á grandvelli einkaleyfís síns. Við teljum því ákvæði hinna nýju laga um bruna- tryggingar fasteigna aðeins eðlilegt framhald þróunar, sem orðið hefur undanfarin ár. Ný lög um Fasteigna- mat ríkisins taka líka mið af þessu. Forráðamenn Fasteignamats rík- isins vilja benda á að meginatriði við alla umfjöllun um branatryggingar og branabótamat fasteigna lands- manna hjóta að vera þau að hags- munir eigenda fasteigna séu sem best tryggðir. Meginhluti sparifjár fjölskyldna þessa lands er bundinn í fasteignum. Traustur grannur brunatrygginga er traust skráning- arkerfi fasteigna og rétt og samræmt mat á verðmæti þeirra. Gildir þá einu hvort horft er frá sjónarhóli trygg- ingartaka eða tryggingafélaga. Magnús Ólafsson er forstjóri FMR og Elis Reynarsson er for- stöðumaður rekstrarsviðs FMR. flBURÐflRKAUPENDUR - BÆNDUR Þar sem undirritaður er hættur störfum hjá Áburðar- verksmiðjunni í Gufunesi, vil ég þakka öllum fyrr- verandi viðskiptavinum mínum ánægjuieg samskipti. í Ijósi þess, að innflutningur verður gefinn frjáls frá og með 1. jan. nk. mun ég snúa mér að beinum inn- flutningi á áburði, í samvinnu við aðra samstarfsaðila og væntanlega á mun betra verði en nú er í boði. Áburðarkaupendur eru hvattir til að gera engar þær ráðstafanir, sem bundið gætu hendur þeirra næsta vor Þorsteinn V. Þórðarson, Sími: 91-675080 Fannafold 21,112 Reykjavík. Farsími: 985-40127 Group Teka AG heimilhtcski Á ÍC /M1 CA /Ekbl! NU ERLAC HELLUBORÐ, gerb SM/4P 4 hellur, 1 hrabsubuhella. Sjálfstaett rofaborb eba borb fyrir ofn. Litir: brúnt, hvítt eba burstab stál. Mál: 59X51 cm. HELLUBORÐ, gerb E 60/4P 4 hellur, 1 hrabsubuhella, áfast stjórnborb. Litir. hvítt, brúnt eba burstab stál. Mál: 60X51 INNBYGGINGAROFN gerb RT800. Tölvuklukka meb prógrömmum, 7 kerfi, sjálfhreinsandi meb Turbo-grilli, snúningsteini og blæstri, tvöfalt kristalgler í hurb, antik útlit. KERAMIKHELLUBORÐ, gerb VT CM 4 subufletir, áfast rofaborö. Raðgreiðslur INNBYGGINGAROFN gerb HT610. Blástur, klukka, 7 kerfi, sjálf- hreinsandi meb Turbo-grilli, tvöfalt kristalgler í hurb, litur: hvítur, brúnn. Verslun fyrir alla. Faxafeni 9, sími 88 73 32. INNBYGGINGAROFN gerb HT490. Sjáifhreinsandi. Grill meb snúningsteini. Undir- INNBYGGINGAROFN gerb HE720. Forritub tölvuklukka, sjálfhreinsandi meb Turbo-grilli, tvöfalt kristalgler f hurb, tvær blástursviftur, Litir: hvítt eba brúnt. INNBYGGINGAROFN, gerb HT710. Blástur, klukka meb 8 prógrömmum, sjálfhreinsandi meb Turbo-grilli, snúningsteinl, tvöflat kristalgler í hurb, tvær blástursviftur. Litir: hvítur,brúnn.' INNBYGGINGAROFN gerb HT510 Sjálfhreinsandi. Grill meb snúningsteini. Undir- og yfirhiti,klukka m/tímarofa KERAMIKHELLUBORÐ, gerb VT N 4 hrabsubufletir, rúnnub eba skörp horn. Sjálfstætt rofaborb eba borb fyrir ofn. Litir: brúnt, hvítt eba burstab stál. Mál: KERAMIKHELLUBORÐ, gerb VT H2DC 4 hrabsubufletir, þar af 1 stækkanlegur og 2 halogen . Sjálfstætt rofaborb eba borb fyrir ofn. Mál: 59X51 cm. Rúnnub

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.