Morgunblaðið - 27.10.1994, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.10.1994, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Endurómur af glæsileika LEIKLIST Fr ú Em i lía KIRSUBERJA- GARÐURINN Höfundur: Anton Tsjekhov. Þýðandi: Jónas Kristjánsson. Lýsing: Jóhannes Bjarni Pálmason. Búningar: Elín Edda Árnadóttir. Leikmynd: Grétar Reynisson. Tónlist: Skárren ekkert. Dramaturg: Hafliði Hallgrímsson. Leikstjórn: Guðjón Pedersen. 25. október. ÞAÐ ER varla ofsögum sagt að skemmtilegustu persónurnar í leik- ritum Tsjekhovs eru í Kirsubeija- garðinum. Horfmn er „sveitaaðall- inn“ að þeim undanskildum sem bíða eftir því að eignir þeirra fari undir hamarinn. Persónugalleríið í verkinu hefur eiginlega engu að tapa og vegur salt á milli þess að horfast í augu við veruleikann eða ganga bara sjálfsblekkingunni end- anlegá á hönd og eiga ekki aftur- kvæmt. Óðalseigandinn, frú Ranévskaja, snýr til baka eftir sjö ára dvöl í París. Dóttir hennar, Anja, hefur sótt hana en á heimilinu er einnig uppeldisdóttirin, Vaija, bróðir frú- arinnar, Leonid, stofustúlkan Dunj- asha og gamli þjónninn, Firs. Lop- akhin kaupmaður bíður frúarinnar með eftirvæntingu. Hann er bónda- sonur, sem er orðinn æði vel efnað- ur. Auk þess mæta til leiks eilífðar- stúdentinn Pjotr Trofimov, skuld- ugi óðalseigandinn Bors Simjonov- Pishjik og skrifstofumaðurinn Semjon Epikhodov, sem er vonbið- ill þjónustustúlkunnar Dunjöshu. Að auki er þjónn frú Ranévskaju, Jasha, og heimiliskennarinn og sjónhverfingakonan, Sjarlotta ívanovna. Frúin snýr aftur eftir að hafa eytt öllum peningunum sínum í París, þar sem hún hefur gengið í gegnum örlagaríka reynslu, án þess að hafa lært nokkum skapaðan hrærandi hiut af henni. Heima fyr- ir bíður hennar uppboð á óðalssetr- inu, þar sem hún fæddist. Þar bíð- ur hennar einnig Lopakhin kaup- maður, sem hefur fundið fyrir hana leið til að halda setrinu — en frúin, sem hefur aldrei gert neitt fyrir- hafnarmeira en að eyða peningum og gefa, skilur ekki rétt vel umræð- ur um fjárfestingar og ávöxtun. Hún er af þeirri tegund, sem álítur að vondir hlutir séu ekki til ef hún bara horfir ekki á þá og þar af leiðandi bjargist þetta af sjálfu sér eða móðir hennar borgi. Sjónarmið sem gætir líka hjá hinum óðalseig- andanum, Simjonov-Pishjik. Hann tekur stöðugt lán og segir svo: „Kannski vinnur Dashenka (dóttir hans) tvö hundruð þúsund; hún á miða í happdrættinu.“ Óskhyggja hans snýr að næstu kynslóð á eftir honum, á meðan óskhyggja frúar- innar snýr að næstu kynslóð á undan. Þetta er dálítið lamaður flokkur. Hann dvelur í tíma þar sem gömul gildi eru gengin sér til húðar. Af- komendur auðugs aðalsfólks hafa sólundað öllu — hinn kúgaði sveita- lýður er alinn upp í útsjónarsemi og kann að vinna. Horfnir eru kavalérarnir úr hernum, sem sett- ust upp hjá aðalsfólki, horfin eru glæsileg samkvæmin og veislurnar hafa snúist upp í einhvers konar skrílslæti á meðan síðustu dreggjar bílífisins eru drukknar til botns. Og, sem fyrr segir, þá hefur komp- aníið hjá frúnni eitthvað daprast — það eru ekki lengur nein skýr mörk milli stétta. Enda segir gamli þjónninn, Firs: „í gamla daga höfð- um við generála, baróna og aðmír- ála á dansleikjunum, en nú er sent eftir póstþjóni og stöðvarstjóra og þarf auk heldur að dekstra þá.“ Þrátt fyrir dapurleg mannleg örlög er verkið létt og fyndið. Per- sónur eiga sér ólíkan bakgrunn og bera þess merki, þótt staða þeirra hafi gerbreyst. Þær eru skýrar og skemmtilegar og mjög vel leiknar. Kristbjörg Kjeld leikur Ran- évskaju, sem hefur verið alin upp við að nóg sé til af peningum til að lána, eyða og gefa. Kristbjörg skapar ákaflega skemmtilega per- sónu, sem sveiflar sér yfir í ofurvið- kvæmni ef hún á að horfast í augu við raunveruleikann, bernska undr- un þegar rædd eru viðskipti við hana, angurværa hlýju þegar hún ræðir ástamál sín — þar sem hún er stolt af því að vera fórnarlamb — og léttúð, þegar hún eys út pen- ingum sínum. Skemmtilegt hlut- verk og vel leikið. Anja, dóttir hennar, er í höndum Jónu Guðrúnar Jónsdóttur. Hún skilar ágætlega hlutverki þessarar ungu stúlku, sem er svo full af eftirvæntingu og rómantík að hún virðist ekki alveg gera sér grein fyrir því sem er að gerast í kringum hana. En kannski á hún mestu vonina, því hún nær að líta á enda- lokin sem upphaf að einhveiju nýju. Uppeldisdótturina, Vötju, leikur Edda Heiðrún Backman. Túlkun hennar á þessari vinnusömu, ungu konu, sem bíður og bíður eftir að kaupmaðurinn Lopakhin biðji hennar, er frábær. Vaija er, eins og þeir sem bíða einhvers með eftir- væntingu, stöðugt á nálum; hlust- andi eftir hljóðum og gjóandi aug- unum eins og þau sjái fyrir horn. Biðin er orðin löng og hún gleymir sér orðið sjaldan. Vonbrigðin leyna sér heldur ekki í hvert sinn sem hún gerir sér grein fyrir að bónorð- ið ber ekki á góma þann daginn. Þröstur Guðbjartsson leikur Leonid, bróður óðalsfrúarinnar, og fer á kostum í þessum taugavei- klaða, en góðgjama, manni. Hann hefur valið leið hrifnæma einfeldn- ingsins til að koma sér hjá sársauk- anum sem fylgir lífinu og feykist þangað sem vindurinn blæs. Lopakin kaupmaður er í höndum Ingvars E. Sigurðssonar. Líklega er þetta ekki skemmtilegasta hlut- verkið, því Lopakin er ekki allur þar sem hann er séður. Hann til- heyrir framtíðinni, afleiðingunum af hruni aðalsins og hersins og gömlu lífsgildanna og framtíðin er , nokkuð óljós. Lopakin er fremur eintóna lengi framan af, en sært stolt hans, metnaðargirni og græðgi koma í ljós áður en yfir lýkur. Ingvar leikur Lopakin óað- fínnanlega, hvort heldur er í auð- mýktinni gagnvart frúnni í upp- hafi, einlægum vilja til að bjarga henni, uppburðarleysi í bónorðs- málum eða trylltri sigurgleði þegar hann fínnur að endaskipti hafa orð- ið á stéttastöðunni. Eilífðarstúdentinn Trofimov er leikinn af Steini Ármanni Magnús- syni og tekst honum ágætlega að skapa persónu, sem á vondu máli kallast „lúser", það er sá sem tapar í hveijum leik. Hann tilheyrir ekki aðlinum, hann er að mennta sig og getur því ekki tilheyrt bændum, hann er ekki hermaður og þegar alræði öreiganna tekur yfir nokkr- um árum seinna tilheyrir hann þeim ekki, því þar voru „intellektúalarn- ir“ fyrirlitnir. í stað þess að horf- ast í augu við það og gera eitthvað í málinu, til dæmis að ljúka prófi, ákveður Trofimov að hann sé yfir allt hafínn. Hann er bara utanveltu og því kom Steinn Ármann mæta vel til skila. Harpa Arnardóttir leikur Sjarl- ottu og skapar afar skemmtilega týpu úr þeim efniviði sem hún hef- ur til að moða úr. Það sama má segja um Valgeir Skagfjörð í hlut- verki Jasha og Helgu Brögu Jóns- dóttur í hlutverki Dunjöshu. Eggert Þorleifsson leikur skrifstofumann- inn Epikhodov. Þetta er geysilega vel unnið hlutverk hins einlæga og góða, en klaufska, vonbiðils Dunj- öshu og eitthvert besta hlutverk Eggerts sem ég hef séð til þessa. Dýrgripurinn í sýningunni er þó tvímælalaust Ámi Tryggvason í hlutverki Firs, aldna þjónsins. Með látbragði og svipbrigðum stelur hann senunni í hvert sinn sem hann gengur inn á sviðið. Það er hreint ótrúlegt hvað einn lítill maður get- ur haft risavaxna nærveru. Þó verður síður en svo sagt að hann hafi ofleikið. Nákvæmnin var ótrú- leg. Hin hráa leikmynd fellur mjög vel að verkinu, undirstrikar hrörnað óðalssetrið, gliðnað gildismatið, óvissuna og tómið. Það er einhvem veginn ekkert á sínum stað lengur. í þessari sýningu hefur verið bmgð- ið á það ráð að flytja leikrýmið fram fyrir súlurnar sem skipta saln- um og er það vel. Leikararnir þurftu ekki að slást við það gímald sem rýmið í salnum er, bergmálið hvarf og það var hrein unun að hlusta á sérlega vel fluttan textann. Búningar eru einnig mjög vel unnir. Dálítið ýktir, eins og endur- ómur af þeim glæsileika sem fyrr- um prýddi þetta fólk. Það verður hrörlegt og hálf hlægilegt í tilburð- um sínum til að halda í glæsileik- ann. Sér það ekki sjálft. Hluti af sjálfsblekkingunni. Tónlistin sem leikin er af Skárr- en ekkert er dásamleg og mætti vera mun meira af henni. Eg hefði viljað heyra hana lágværa undir textanum í fjölmörgum atriðum. Leikstjórnin er mjög vel af hendi leyst. Togstreitan milli hins harða veruleika og draumkenndrar blekk- ingarinnar er vel unnin inn í fram- vindu sýningarinnar; hreyfíngin hæg, framvindan hröð, persónu- sköpun með því besta sem ég hef séð hjá þríeyki Frú Emilíu, texta- meðferð og framsögn eins og best verður á kosið. Dásamlegt verk og vel unnin sýning sem maður á að láta eftir sér að sjá. Súsanna Svavarsdóttir Ritgerða- samkeppni unglinga í FRAMHALDi af danskri menning- arviku í Reykjavík er nú hafin rit- gerðasamkeppni á dönsku fyrir fram- haldsskólanemendur á aldrinum 15 til 20 ára. Ritgerðarefnið er „Tengsl íslands og Danmerkur fyrr og nú - og til framtíðar“. Aðalverðlaunin eru helgarferð til Kaupmannahafnar fyr- ir tvo á hóteli auk ferðar í Tívoií og 2.000 danskar krónur í vasapeninga. Auk þess eru ýmis bókaverðlaun. Ritgerðirnar munu metnar af dóm- nefnd, þar sem sæti eiga fulltrúar frá Danska sendiráðinu, Félagi dönskukennara og fjölmiðlunum. Aðaláhersla verður lögð á innihaldið en síður á málfar, sem þarf þó að vera á skiljanlegri dönsku. Frumkvæði að ritgerðasamkeppn- inni á skipulagsnefndin að „Dönskum haustdögum". -----» ♦ ♦----- Geisladiskur Tjarnarkvart- ettsins ÚT ER kominn geisladiskur með söng Tjarnarkvartettsins. Tjarnarkvartettinn skipa þau Rósa Kristín Baldursdóttir, Kristjana Arn- grímsdóttir, Hjörleifur Hjartarson og Kristján Hjartarson. Stjórnandi er Rósa Kristín Baldursdóttir, en kvart- ettinn hefur undanfarið ár notið þjálfunar Gerrit Schuil píanóleikara. Diskurinn hefst á þremur madri- gölum. Síðan kemur syrpa með ís- lenskri leikhústónlist, nokkur vorlög, íslensk dægurlög í nýjum búningi og að auki norræn og amerísk lög. Atli Heimir Sveinsson Fyrirlestrar á vegnm tón- listarskólans ATLI Heimir Sveinsson tón- skáld heldur fyrirlestra á vegum Tónlistarskólans í Reykjavík um Kunst der Fuge eftir J.S. Bach föstu- daginn 28. október og föstu- daginn 4. nóvember n.k. Fyrirlestrarnir verða í húsnæði Tónlistarskólans í Reykjavík á Laugavegi 178, 4. hæð, gengið inn frá Bol- holti, og hefjast kl. 17. BREYTTUR OPNUNARTÍMI í vetur er opið frá kl. 11—19 (20) virka daga áfx DT A A T A\TTrv kl. 10 - 20 (21) laugardaga og sunnudaga ' j J METAR I AÐSOKN -œvintýri líkast! I » I í » í í í i f i.'. S i. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.