Morgunblaðið - 27.10.1994, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.10.1994, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Lögreglumenn æfír yfír tæpum 230 innbrotum í Reykjavík síðasta mánuð: Dómskerf ið slær á f ingur okkar . - segir aöalvaröstjóri - sömu andlitin í flestum innbrotum mW Svona burt með krumlurnar Geir Jón. Það er nú óþarfi að taka þessi grey í hvert skipti . . Borgarlögmaður kanni samninga og skuldbindingar borgarinnar Leigusamningur end- umýjaður í Laugardal BORGARSTJÓRI hefur falið borg- arlögmanni að taka saman samn- inga og skuldbindingar sem gerðir voru síðustu daga fyrir sveitar- stjórnarkosningarnar í vor. Beiðn- in er til komin vegna endurnýjunar á leigusamningi á húsi í eigu borgarinnar í Laugardal. Árni Sigfússon borgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins og fyrrverandi borgarstjóri, segir ekkert athuga- vert við samninginn. Verst þyki honum þessi ómerkilegu vinnu- brögð, sem þarna komi fram hjá núverandi borgarstjóra. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri segir að beiðnin um samantektina væri að gefnu til- efni. „Þegar ég ætlaði að athuga hvort nýta mætti íbúðarhús fyrr- JAFNAÐARMANNAFÉLAG ís- lands boðar til félagsfundar í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20.30 í Komhlöðunni, Bankastræti 2, þar sem fundarefnið verður fram- boð og stefna jafnaðarmanna í næstu alþingiskosningum. Á fundinum munu stjórn félags- ins Ieggja fram tillögu þess efnis að Jafnaðarmannafélag íslands hvetji til stofnunar nýs framboðs jafnaðarmanna. Jafnframt mun koma fram til- laga um að félagið skori á Jó- hönnu Sigurðardóttur að leiða jafnaðarmenn í slíku framboði og verandi garðyrkjustjóra borgar- innar fyrir garðyrkjudeildina, þá komst ég að raun um að leigu- samningurinn hafði verið end- umýjaður 27. maí,“ sagði hún. Samningurinn er til septemberloka 1996 og sagði borgarstjóri að þar sem hann væri gerður í lok maí hafi sér fundist rétt að kanna hvort um fleiri slíka samninga væri að ræða. Eðlilegt að garðyrkjudeild nýti húsið Borgarstjóri sagði að garð- yrkjudeildin hefði haft hugmyndir um að reyna að nýta húsið fyrir sig, þar sem það stæði í miðjum Grasagarðinum. „Það er eðlilegt að þeir hafi yfirumsjón með þessu að félagið hvetji alla jafnaðarmenn til samstarfs á þessu vettvangi. Fundurinn verður öllum opinn. Undir bréfið rita: Sigurður Pét- ursson, oddviti framkvæmdaráðs, Þorlákur Helgason, oddviti mál- efnaráðs, Kristín Björk Jóhanns- dóttir, varaoddvití framkvæmdar- áðs, Marías Sveinsson, gjaldkeri. Oddvitar málaflokka: Dóra Haf- steinsdóttir, Jóhannes Guðnason, Jón frá Pálmholti, Kristján Daða- son, Kristján Pétursson, Njáll Harðarson, Ólafur Sigurðsson og Ólína Þorvarðardóttir. húsi, sem er á þeirra athafna- svæði,“ sagði hún. Samkvæmt leigusamningnum greiðir leigjandinn ekki leigu en þess í stað hefur hann eftirlit með garðinum og nánasta umhverfi og tilkynnir lögreglu um óviðkomandi umferð á þeim tíma sem almenn varsla fer ekki fram. Ekki ástæða til að hafna erindinu Árni Sigfússon sagði að öllum væri ljós sú umræða sem verið hefur í fjölmiðlum að undanförnu um spillingu í kerfinu. „Hér er borgarstjóri greinilega að hoppa á þann vagn og ákveður að kafa djúpt í leit að einhverjum aur sem ata megi á mig,“ sagði hann. „Það tekst hins vegar ekki. í þessu til- viki er um framlengingu á samn- ingi að ræða við fjölskyldu sem hefur búið í húsinu í áraraðir.“ Árni sagði að heimilisfaðirinn hefði leitað til sín og óskað eftir framlengingu á leigusamningin- um. Hann hefði þá leitað eftir upplýsingum um hvort þörf væri fyrir þetta húsnæði fyrir borgina undir vinnuskúr eða annað. „Mat mitt var að ekki væri nein sérstök ástæða til að hafna framlengingu samningsins,“ sagði Árni. „Eg ákvað því að gefa þeim færi á að vera tvö ár til viðbótar í húsinu. Það er alrangt sem reynt er að halda fram að engin greiðsla sé fyrir húsið. Samningurinn gerir ráð fyrir að viðkomandi hafi með höndum gæslu á svæðinu utan þess tíma sem hefðbundin gæsla fer fram. Við þennan samning er því ekkert að athuga. Verst þykja mér þessi ómerkilegu vinnubrögð sem þarna koma fram á æðsta stað í Ráðhúsinu af núverandi borgarstjóra.“ Jafnaðarmannafélag Islands Tillaga um fram- boð á fundi í kvöld Vaxtabil og skuldasöfnun heimilanna Ekkí veldur sá er varar Steingrímur Hermannsson beindi þeirri spurningu til fulltrúa á BSRB-þinginu hvort vaxandi skuldir heimilanna gætu valdið nýrri bankakreppu hér á landi. Steingrímur segist hafa byggt ummæli sín á þinginu á línu- riti úr skýrslu fyrrverandi félags- málaráðherra til Alþingis yfir þró- un skulda heimilanna hér á landi og á Norðurlöndum. „Það kemur fram að skuldir heimilanna á Norðurlöndum voru mjög vaxandi á árunum 1988 og 1989. Vitað er að þær áttu mjög stóran þátt í erfiðleikum banka á Norðurlöndum á árunum 1990 til 1992. Hér hefur þetta þróast á annan veg því skuldir heimilanna voru þá töluvert lægri sem hlut- fall af ráðstöfunartekjum en eru nú á mjög hraðri uppleið og e_ru komnar yfir ráðstöfunartekjur. Ég held að það væri mjög rangt að spyija sig ekki hvort hraðvaxandi skuldir heimilanna geti ekki leitt til erfiðleika hér eins og þær áttu hlut að á Norðurlöndum. Sem bet- ur fer hafa skuldir fyrirtækjanna farið heldur minnkandi á sama tíma, svo kannski jafnast þetta eitthvað út en ég held að engu að síður verði að skoða þetta mjög alvarlega. Ég óttast alla vega að svona hratt vaxandi skuldir heimil- anna leiði að minnsta kosti til kreppu á heimilunum og að grípa verði til ráðstafana áður en út í frekari vandræði er komið." -Tókstu orð forsætisráðherra á Alþingi um ógætileg ummæli manna í ábyrgðarstöðum sem gagnrýni á þig.? „Ég verð að spyija á móti; hvar hef ég sagt eitthvað sem er ekki á allra vitorði. Menn verða að at- huga að nú er til dæmis kominn opinn gjaldeyrismarkaður og allir sem taka þátt i honum vita mæta vel að gjaldeyrisforði Seðlabank- ans hefur minnkað og að það er kominn opinn markaður með verð- bréf. Það hringdi í mig þingmaður í gær og spurði hvers vegna við værum að draga úr kaupum okkar á verðbréfum á markaðinum. Menn fylgjast þannig með þessu. Vitan- lega erum við að því vegna þess að við eigum svo mikið af verðbréf- um. Ég veit ekki um neitt sem ég hef sagt sem þeir sem fyjgjast með vita ekki nákvæmlega. Ég les þes- ar sömu upplýsingar i Vísbendingu og á við- skiptasíðu Morgunblaðs- ins. Það er alveg rétt að menn þurfa að vera vark- árir og ég hef lagt á það mjög mikla áherslu að ég tel Seðlabankann alls ekki kominn í neina hættu af þessum ástæðum en hins vegar er það svo, eins og menn draga réttilega ályktun af, að þegar við hikum við að kaupa meira af verðbréfum, þá er það vegna þess að við viljum ekki stofna til neinnar hættu. Ekki veld- ur sá er varar.“ -Nú er liðið ár frá vaxtaaðgerð- um stjórnvalda en þú bendir á að síðan þá hafi bilið milli bankavaxta og vaxta á ríkisbréfum farið stór- lega vaxandi... „Ég hef hælt þessari aðgerð og talið hana rétta. Seðlabankinn hef- ur verið viðskiptavaki á markaðin- um og leitast við að halda vöxtum niðri en eins og allar tölur og línu- rit sýna þá hefur munurinn á bank- avöxtum, bæði skammtímavöxtum og skuldabréfavöxtum og vöxtum ríkisbréfa farið verulega vaxandi. Bilið var kannski i kringum eitt hundraðshlutastig fyrir þrem til fjórum árum en er núna komið upp í um þijú stig, breytilegt eftir því hvað verið er að tala um. Þetta kemur líka greinilega fram á innl- Steingrímur Hermannsson ► Steingrímur Hermannsson seðlabankasljóri flutti eríndi um vaxtamál á þingi BSRB sl. þriðju- dag og varaði m.a. við vaxandi skuldasöfnun heimilanna. ánsvöxtum, en þar hafa bankamir ekki fylgt eftir. Þeir voru með lægri innlánsvexti áður en eru núna hærri. Ég held einnig að bankarnir verði sjálfir að hugleiða hvers vegna þeir missa marga sína bestu viðskiptaaðila út á markað- inn. Hafnarfjarðarbær vartil dæm- is að selja skuldabréf fyrir 1,3 milljarða og ef ég veit rétt var ávöxtunarkrafan þar um 6,5. Það eru áreiðanlega töluvert betri kjör heldur en Hafnarfjarðarbær fær hjá nokkrum viðskiptabanka." -Er vaxtastefnan í hættu? „Við verðum að gera okkur grein fyrir því að þegar markað- urinn opnast alveg gagnvart út- löndum er í raun miklu minna sem Seðlabanki og ríkisstjórn geta gert til að halda vöxtum lægri en en þeir eru í kringum okkur. Þetta verður einn markaður og verð- bréfasjóðir hér auka eflaust við- skipti sín með erlend verðbréf, meðal annars skammtímaverðbréf. Ég held því að þetta fari í veruleg- um mæli úr okkar höndum, nema helst vextir í bankakerfínu sem einstaklingar verða að þola, því þeir eiga miklu óhægari aðgang að erlendum lánum. Mér finnst til dæmis ótrúlegt hvað ýmsir bankar leggja mikið á LIBOR-vexti í end- urlánum sínum, sem ég veit ekki betur en séu miklu hærri en tíðkast erlendis. Ég tel alveg ljóst ,að bankakerfið hér hlýtur að fara að aðlaga sig að þessari opnun og ég efast ekki um að þeir munu gera það.“ -Telurðu að útgáfa ríkisverð- bréfa tengd ECU-myndteining- unni, sem selst hafa við 8,5% ávöxtunarkröfu, gangi gegn þeirri vaxtastefnu sem fylgt hefur verið? „Ég skil vel þá hugsun að reynt verði að festa hér heima eitthvað af því fjármagni sem fer í að kaupa bréf erlendis. Þessir vextir stað- festa líka að vextir erlendis eru hærri en spurningunni er kannski best svarað með því að benda á að það hefur ekkert selst af ríkis- bréfum síðan þessi ECU-bréf komu út. Það hafa engin tilboð komið í þau. Augljóslega telja fjárfestar að þetta séu hærri vextir og meiri arður af þessum kaupum en með því að kaupa ríkisbréf á um það bil 5%. Ég tel að ríkissjóður hefði átt að vera svolítið sveigjanlegri með þessa 5% vexti. í sumum til- fellum hefur ríkissjóður getað náð í miklu meiri sölu með því að fara kannski upp í 5,05%. Þetta segi ég þrátt fyrir að ég sé mjög mikill vaxtalækkunarmaður eins og allir vonandi vita.“ Bankarnir hafa ekki fylgt eftir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.