Morgunblaðið - 27.10.1994, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.10.1994, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Thorarensensætt BOKIVIENNTIH Ættf ræði Niðjatal Þórarins Jónssonar sýslu- manns á Stóru-Grund í Ejjafírði og konu hans Sigríðar Stefánsdóttur. 1. og 2. bindi: Niðjar Stefáns Þórar- inssonar. Ættfræðistofa Þorsteins Jónssonar hf. tók saman. Ritíð er byggt á handriti Lárusar Jóhannes- sonar. Þjóðsaga hf., 1994,857 bls. Á EFRI árum sínum varði Lárus Jóhannesson hæstaréttardómari tómstundum sínum til ættfræði- rannsókna. Viðfangsefni hans voru tvö: afkomendur Bjöms Blön- dals sýslumanns Húnvetninga og konu hans Guðrúnar Þórðardóttur - og Þórarins Jónssonar sýslu- manns og konu hans Sigríðar Stef- ánsdóttur. Þetta eru löng niðjatöl og hafði Lárus safnað til þeirra geysimiklu efni er hann lést árið 1977 tæplega áttræður að aldri. Ekki auðnaðist honum að sjá þessi miklu verk komast á prent. Blön- dalsættin kom út í einu stóru bindi árið 1981 og sá Jón Gíslason póst- fulltrúi um frágang ritsins. Það rit var gefið út af Skuggsjá í Hafnarfirði og er skráð Niðjatal I. Sjálfsagt hefur því verið ætlunin að Thorarensensætt fylgdi á eftir. En það hefur breyst og eru vafa- laust margar ástæður þar að baki. Ein er sú að efnisöflun til Thorar- ensensættar var skemmra á veg komin og þurfti langan tíma til undirbúnings fyrir prentun. Hafa þar nokkrir menn komið við sögu. Nú síðast tók Bókaútgáfan Þjóð- saga að sér útgáfu verksins og fól Ættfræðistofu Þorsteins Jónsson- ar að ljúka því. Er það í þessari útgáfu tíunda niðjatalið í ritsafn- inu Ættir íslendinga. Thorarensensætt verður geysi- mikið verk þegar allt er út komið. Þórarinn sýslumaður á Grund (f. 1719) og kona hans Sigríður (f. árs ekki getið) eignuðust fimm syni. Afkomendur þeirra tóku upp ættamafnið Thorarensen. Allir synirnir komust til fullorðinsára og eignuðust afkomendur. Elstur sonanna var Stefán amtmaður á Möðruvöllum. Hann var einnig barnflestur, átti átján böm. Af- komendur hans fylla þessi fyrstu Hver skammtur er heill bringubiti eða læri með væng eða legg. Þannig færð þú alltaf 1/4 úr kjúkling. A A Mikið fyrir lítið. Hver skammtur á aðeins kr. 249,-! iMcDonald's VEITINGASTOFA FJÖLSKYLDUNNAR - SUDURLANDSBRAUT 56 Lárus Jóhannesson tvö bindi. Alls er gert ráð fyrir að Thorarensensættin verði sex bindi. Þetta rit er með sama sniði og önnur rit í Ættum íslend- inga. Brotið er hið sama, uppsetning texta eins (tvídálka) og myndum fyrir- komið með sama hætti. Mikill fjöldi mynda er af niðjum og mökum þeirra, svo og margar gamlar myndir af stöðum sem við- koma ættinni. Að einu leyti víkur þó textinn frá því sem venjan er í þessari ritröð. Lárus hafði þann hátt á að rita meira um elstu ætt- liðina en venjan hefur verið í þessu ritsafni. Hann rekur talsvert ævi- feril manna og ættir þeirra og stundum er að finna mannlýsing- ar. Fyrir kemur að hann segir frá í fyrstu persónu. Þessu kann ég vel, því að það gerir frásögnina litríkari og læsilegri. Stöku sinnum gætir þó missmíða í að fella saman frásögn Lárusar og umsjónar- manna útgáfunnar, t.a.m. í um- sögn um Stefán Þórarinsson í upp- hafi bókar. Býsna fróðlegt er að blaða í þessu niðjatali eins og raunar öll- um öðrum. Hér er margt manna sem komist hefur til vegs í samfé- laginu, embættismenn og kaup- menn, svo að eitthvað sé nefnt. Tiltölulega fáir af niðjunum bera Thorarensensnafnið, en áberandi er hversu mikið er um önnur ætt- arnöfn: Stephensen, Blöndal, Scheving, Melsted, Jóhannessen o.fl. o.fl. Allmikið er um að niðjar hafí flust til annarra landa svo sem Vestur- heims og Danmerkur. Vantar þá því miður stundum upplýsingar. Eins og ég hef stund- um ninnst á þegar ég hef ijallað um rit í þessu safni, hef ég engin tök á að ganga úr skugga um hvort ættfærslur eru réttar, öll börn talin eða ártöl rétt o.s.frv. Slíka könnun gerir enginn umsegjandi bókar. Þess- um atriðum verður að taka eins og þau koma fyrir. Maður tekur eftir augljósum prentvillum, texta- brenglun eða skekkjum í umbroti. Prentvillur virðast mér fáar. Á milli bls. 113 og 114 virðist mér að eitthvað hljóti að hafa fallið niður. Einni endurbót frá fyrri rit- um tók ég eftir. Börn eru nú færð til ættar eftir aldri, án tillits til hjúskaparstöðu foreldra. Þetta er tvímælalaust réttara. Þess má geta að enda þótt þessi tvö bindi séu hluti af mun stærra verki eru þau engu að síður sjálf- stætt ritverk. Um það vitnar t.a.m. nafnskrá i lok síðara bindis. Af- komendur Stefáns amtmanns sem ekki hirða um frændsemi við bræð- ur hans geta því keypt þessar tvær bækur án þess að hugsa um fram- haldið. Bókaútgáfan Þjóðsaga hefur nú tekið að sér útgáfu þessa ritsafns og raunar fleiri rita ættfræðilegs eðlis. Ber að fagna því þar sem vænta má að með því sé útgáfa þessara rita komin í góða höfn, en á það hefur nokkuð vantað fram undir þetta. Sigurjón Björnsson Nýjar bækur Ævinlega Skáldsaga eftir Guðberg Bergsson ÚT ER komin ný skáldsaga eftir Guðberg Bergsson, Ævinlega. í kynningu útgefanda segir meðal annars: „Vífíll gullsmiður er ókvæntur maður á miðjum aldri, sem hefur ekki gengið í hjónaband af því hann þráir að elska manneskju aðeins einu sinni, ævilangt á meðan lífíð endist, en ekki fundið hana, eins v I K 9 \ Næstu vikuna* býður IKEA þetta Edserum leðursófasett á einstöku verði sæta sófinn 59.000 kr. fyrir fólkið í landinu *27. október - 3. nóvember 1994 Holtagörðum við Holtaveg / Slmi 68 66 50 / Grænt númer 99 68 50 og segir í sögunni. Dag einn þegar Vífíll er á gangi á Laugaveginum birtist ljóslifandi konan sem hann hafði geymt í hjarta sínu í fjörutíu ár. Það virðist deginum ljósara að fundur þeirra tveggja er upphaf að hamingjuríkri sambúð og ævilöngu hjónabandi. Guðbergur Bergsson fer á kost- um í lýsingu sinni á samskiptum og sambúð kynjanna. En ekki er allt sem sýnist og á bak við grínið og háðið leynist saga af leit manneskjunnar að ást og hamingju." Guðbergur Bergsson er meðal kunnustu og af- kastamestu rit- höfunda okkar. Skáldsaga hans, Svanurirtn, hlaut íslensku bók- menntaverðlaunin og var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norður- landaráðs 1992. Hún hefur fengið góðar viðtökur erlendis, meðal ann- ars í Danmörku, Svíþjóð og Tékk- landi og nýlega hefur verið gengið frá útgáfusamningi um franska þýðingu Svansins hjá franska út- gáfufyrirtækinu Gallimard. Útgefandi er Foriagið. Ævinlega er 153 bls. að stærð, prentuð í Prentsmiðjunni Odda hf. Eriingur Ingvarsson gerði kápu. Bókin kost- ar 2.980 krónur. Guðbergur Bergsson. -kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.