Morgunblaðið - 27.10.1994, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 27.10.1994, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 1994 39 FRÉTTIR Fyrirlestur um krabbamein meðal hjúkrunarfræðinga MÁLSTOFA í hjúkrunarfræði verður haldin mánudaginn 31. október kl. 12.15 í stofu 6 á 1. hæð í Eirbergi, Eiríksgötu 34. Hólmfríður Gunnarsdóttir, hjúkr- unarfræðingur hjá Vinnueftirliti ríkisins, flytur fyrirlesturinn: Dán- armein og nýgengi krabbameins meðal hjúkrunarfræðinga. í starfsumhverfi hjúkrunar- fræðinga er ýmislegt sem getur haft neikvæð áhrif á heilsuna. Hugsanlegir krabbameinsvaldar eru t.d. geislun, frumuhemjandi lyf, svæfingagös, smitefni og ýmiss konar hreinsiefni. Rann- sóknir hafa sýnt, að tíðni ýmissa krabbameina, einkum brjóst- krabbameins, er há meðal hjúkr- unarfræðinga. Streita af ýmsum toga og aðgangur að lyfjum gætu átt þátt í því að sjálfsvíg eru tíð- ari meðal hjúkrunarfræðinga en ýmissa annarra starfshópa kvenna, segir í fréttatilkynningu. Dánarmein og nýgengi krabba- meins var athugað meðal 2.159 íslenskra hjúkrunarfræðinga sem útskrifuðust á tímabilinu 1920- 1979, en fylgitíminn var til 1989. Greint verður frá aðferðafræði og helstu niðurstöðum þessara rannsókna og rætt um þær í ljósi niðurstaðna rannsókna meðal hjúkrunarfræðinga annars staðar í heiminum. Doktor í verkfræði ÓLAFUR Pétur Pálsson hlaut dokt- orsgráðu í verk- fræði frá Danska tækniháskólanum í Lyngby 27. maí sl. Doktorsritgerðin heitir í íslenskri þýð- ingu Slembi líkan- gerð, reglun og bestun -hitaveitu- kerfa. Ritgerðin fjallar um tölfræðilegar aðgerðir við gerð varmaskiþta- líkana, beitingu slem- bireglunaraðferð við reglun framrásarhita hitaveituvatns frá kolakyntum orkuverum og beit- ingu slembibestunaraðferða við rekstur varmageymslutanks, tengdum kolakyntu orkuveri. Ölafur Pétur er fæddur á Blönduósi 17. nóvember 1962. Hann er stúdent frá Menntaskól- anum á Akureyri 1982, lauk lokaprófi í vélaverkfræði frá Há- skóla íslands 1987 og meistaraprófí í verk- fræði frá Danska tækniháskólanum í Lyngby 1989. Ólafur Pétur stundaði rann- sóknir við Danska tækniháskólann frá hausti 1989 til haust 1993 og hefur síðan starfað sem sérfræð- ingur við beitingu töl- fræði á verkfræðileg viðfangsefni við Verk- fræðideild Háskóla ís- lands, Varma- og straumfræðistofu. Ólafur Pétur er sonur Helgu Ólafsdóttur og Páls Péturssonar, alþingismanns. Hann er kvæntur Ragnheiði Ingu Þórarinsdóttur efnaverkfræðingi og eiga þau tvær dætur. Dr. Ólafur Pétur Pálsson Kyrrðardagar í Skálholti KYRRÐARDAGAR verða í Skál- holti helgina 18.-20. nóvember og aftur helgina 2.-4. desember ef næg þátttaka fæst. Kyrrðar- dagarnir hefjast föstudaginn 18. nóvember með aftansögn kl. 18 og þeim lýkur sunnudaginn 20. nóvember með aftansöng og kvöldverði og verður sarni háttur á 2.-4. desember. Þátttakendur eru velkomnir í Skálholt frá hádegi á föstudegi til að njóta friðar og helgi staðarins áður en formleg dagskrá hefst. Kyrrðardagar eru ætlaðir til bæna, hvíldar og endurnæringar í trúarlífi og eru_ yggðir upp á sérstakan hátt. Á hefðbundinni dagskrá eru messur, tíðabænir, kristin íhugun, fræðsla, þögn, tón- list og fleira til að stuðla að því að eignast samfélag við Guð og styrkjast í því. Ákveðið hefur verið að halda kynningarfund um kyrrðardaga þriðjudaginn 1. nóvember kl. 20.30 í aðalbyggingu Háskóla ís- lands stofu V á annarri hæð. Þar munu sr. Kristján Valur Ingólfs- son, rektor Skálholtsskóla, og Guðrún Edda Guðmundsdóttir, cand. theol., kynna fyrirkomulag kyrrðardaga, gefa upplýsingar um tilhögun, skráningu og gjald og svara fyrirspurnum. Þessum fundi lýkur með náttsöng í Háskólakap- ellunni. Upplýsingar um kyrrðardagana og skráning eru í Skálholtsskóla í síma 98-68870. Fyrirlestur og samveru- stundir Maríusystra EVANGELÍSKU Maríusysturnar Phanuela og Josuana flytja íslend- ingum boðskap sinn í íslandsheim- sókn 26. október til 3. nóvember. Fyrsti fyrirlestur systranna verður í kapellu Háskóla Islands fimmtu- daginn 27. október kl. 10.15. Systurnar segja í erindinu frá því hvernig iðrun og afturhvarf hefur verið lykillinn að hamingju- sömu lífi þeirra. Þær standa fyrir almennri samkomu í Áskirkju kl. 20.30 sama dag. Helgina 28.-30. október verða Phanuela og Josuana með helgar- mót í Ölveri undir Hafnarfjalli. Yfirskrift mótsins verður: „Vertu trúr allt til dauða.“ Heimsókn systranna lýkur með samveru fyr- ir presta og starfsmenn safnaða í Áskirkju miðvikudaginn 2. nóvem- ber kl. 15. Þekktustu rit þeirra eru: Þegar Guð svarar og Dýrmætara en gull. ■ FÉLAG talkennara og tal- meinafræðinga hélt aðalfund á Hótel Holiday Inn laugardaginn 22. október. Fundurinn samþykkti eftirfarandi ályktun vegna þeirrar fyrirhugðu breytingar á skólahaldi að rekstur grunnskólans flytjist frá ríki til sveitarfélaga. Aðalfund- ur FTT haldinn á Hótel Holiday Inn 22. okt. vekur athygli sveitar- stjórnarmanna á að innan árs mun talkennsla barna alfarið flytjast yfir á sveitarfélögin. Innan sveit- arfélaganna þurfa þess vegna að vera starfandi talkennara/tal- meinafræðingar sem vinna sem greinandi aðilar, ráðgefandi aðilar og meðferðaraðilar með börn á leikskóla- og grunnskólaaldri. ■ TVEIR framboðslistar komu fram til sveitarstjórnar Súða- víkurhrepps kjörtímabilið 1995- 1998. Kosið verður hinn 12. nóvember 1994. F-listi umbóta- sinna: Heiðar Guðbrandsson, Árnesi, Súðavík, Siguijón Samú- elsson, Hrafnabjörgum, Ögur- hreppi, Kristján Garðarsson, Skálavík, Reykjafjarðarhreppi, Jón Ragnarsson, Túngötu 11, Súðavík, Jón H. Karlsson, Bimu- stöðum, Ögurhreppi, Arnþór B. Kristjánsson, Hvítanesi, Ögur- hreppi, Eiríkur Ragnarsson, Nesvegi 9, Súðavík, Sveinn Salómonsson, Nesvegi 7, Súðavík og Kristján Jónatansson, Aðal- götu 34, Súðavík. S-listi sameing- arlistinn: Sigríður Hrönn Elías- dóttir, Fögrubrekku, Súðavík, Sigmundur Sigmundsson, Látr- um, Reykjafjarðarhreppi, Frið- gerður Baldvinsdóttir, Túngötu 13, Súðavík, Salvar Baldursson, Vigur, Ögurhreppi, Guðmundur Halldórsson, Svarthamri, Súða- vlk, Hafsteinn Númason, Tún- götu 5, Súðavík, Þráinn Á. Garð- arsson, Túngötu 12, Súðavík, Lilja Osk Þórisdóttir, Nesvegi 3, Súðavík, Salbjörg Þorbergs- dóttir, Brekku, Súðavík og Fjalar Gunnarsson, Nesvegi 17, Súða- vík. ■ NÝR eigandi hefur tekið við rekstri fyrirtækisins Bón og þvottur, Skeifunni II. Bón og þvottur mun leggja ríka áherslu á vönduð vinnubrögð og býður við- skiptavinum sínum upp á fjölþætta þjónustu við þrif og viðhald bif- reiða þeirra. Fyrirtækjum er boðið upp á sérþjónustu við bifreiðar fyrirtækisins. ■ ÓLAFUR Egilsson sendi- herra afhenti nýlega Ezer Weiz- man forseta ísraels trúnaðarbréf sitt sem sendiherra íslands í ísrael. ■ TÓNABÚÐIN á Akureyri hefur opnað útibú á Laugavegi 163, Reykjavík. Mikið úrval er af hljóðfærum, mögnurum og hljóðkerfum. Starfsmenn eru Ág- úst Atlason og Jón Ingólfsson. ■ SPAKSMANNSSPJARIR, sem er verslun og vinnustofa tískuhönnuðunna Bjargar Inga- dóttur, Evu Vilhjálmsdóttur og Valgerðar Torfadóttur hefur flutt í nýtt húsnæði í Þingholts- stræti 5, Reykjavík. AMARYLLIS — Riddarasljarna hefur um skeið verið talin til, jólablóma". INNIRÆKTUN BLÓMLAUKA NÚ FER senn að líða að lokum „laukatíðar“ þetta haustið, enn eru þó möguleikar að koma laukum í moldina meðan hún er þíð — og til inni- ræktunar er enn nægur tími. Hyas- intu-laukum sem ætlað er að bera blóm um jólaleytið þarf þó að koma fyrir sem fyrst því þær þurfa um það bil 8 vikna rækt- unartíma. BLOM VIKUNNAR 304. þáttur Umsjón Ájjúsla B j ö r n s d ó 11 i r Hyasintur, sem nefndar eru á íslensku Goðaliljur, hafa ver- ið ræktaðar hér flestum lauk- blómum lengur. Á árum áður voru þær nær eingöngu rækt- aðar í vatni í þar til gerðum 20-25 cm háum glösum. Sú aðferð hefur fyrir alllöngu vik- ið fyrir ræktun í mold, en marg- ir þeirra sem komnir eru til fullorðinsára munu sjálfsagt minnast þess frá bemskutíð hve spennandi það var að fylgj- ast með vexti þessara glæsi- legu laukblóma, bæði að sjá ræturnar teygja sig til botns í háum glösunum og síðan blóm- ið vaxa og dafna og fylla húsið sínum ljúfa ilmi er nær dró jólum. Við inniræktun lauka má nota hverskyns ílát, potta, skál- ar o.fl. Ákjósanlegt er að mold- in sem ræktað er í sé fijó, laus og létt og í henni skulu lauk- arnir skorðaðir um það bil til hálfs og varast ber að þjappa moldinni að þeim. Ekki má kúffylla ílátið, en hafa á því nokkurt borð. Til þess að bæta frárennslið má setja lag af vik- urmolum eða smásteinum í botn ílátsins. Gæta skal þess vel að laukarnir snúi rétt því lítill yrði árangurinn færi spír- an ofan í moldina og rótarflöt- urinn sneri upp — en það hefur vissuleg komið fyrir á bestu bæjum — höfum ekki hátt um það! Um leið og laukarnir eru komnir í moldina hefst rótar- myndunin, en hún getur tekið 8-10 vikur og þann tíma þurfa þeir að vera á svölum, helst dimmum stað. Breiða má yfir þá svart plast sé staðurinn sem þeim var valinn of bjartur. Moldinni þarf að halda lítið eitt rakri og gæta þess að hún of- þorni ekki. Þegar spírurnar eru komnar vel upp (3-5 cm) og finna má fyrir' blóminu er tími kominn til þess að taka pottana inn í stofu. Best er að venja laukana við stofuhita og birtu smátt og smátt ----------1 svo viðbrigðin verði ekki of snögg. Hyasintur eru lang algeng- ustu jólalaukarnir en fleirri koma til greina. Má þar til nefna Jólalilju — Tasetta narc- issus, sem á seinni árum hefur átt auknum vinsældum að fagna, ekki síst fyrir það hversu auðvelt er að koma henni í ,jólablómgun“. Þegar laukunum hefur verið komið fyrir í skál eða potti (ekki grynnri en 15 cm) má setja þá í glugga þegar í stað og vökva þarf vel. Ef moldin þomar um of geta blómvísarnir skemmst og engin blómgun næst fram. Jólaliljur þurfa svipaðan tíma og hyasintur til að blómstra, 6-8 vikur. Einna þekktust þeirra er Paperwhite, fann- livít, oft með nokkur blóm sam- an á stöngli. Þær eru einnig til í fleiri litum. Þá má nefna túlípanana Brilliant Star (rauður) og Joffre (gulur) þeir hafa reynst með ágætum og blómgun þeirra um jólaleytið á ekki að bregðast sé rétt með þá farið Auk þessara tegunda bjóða blómaverslanir nú sem endra- nær fjölbreytt úrval af hverS' kyns laukum, stórum og smáum, sem heppilegir em til inniræktunar, þar á meðal Amaryllis — Riddarasljörnu — en ekki eru mörg ár liðin frá því að farið var að rækta þá glæsijurt til þess að bera blóm um jól en það mun hafa gefist vel. Að lokum skal þess getið að laukar sem drifnir eru bera sjaldan blóm nema einu sinni annað heyrir til undantekn- inga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.