Morgunblaðið - 27.10.1994, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 27.10.1994, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 1994 35 MINIMIIMGAR HJORTUR BJORGVIN HELGASON + Hjörtur Björg- vin Helgason fyrrum kaupfélags- sljóri var fæddur í Lykkju á Akranesi 14. september 1898. Hann lést á Dvalar- heimilinu Garð- vangi 9. september síðastliðinn og fór útför hans fram frá Útskálakirkju í Garði 17. septem- ber. ÞESSAR fáu línur eru til að kveðja þig, afí minn. Þegar ég var lítil stúlka heim- sótti ég ykkur Sveinu ömmu suður í Sandgerði. I þeim heimsóknum urðu kynni okkar lítil. Þú varst bara afi sem aldrei sagðir margt en gerð- ir svo margt, varst alltaf vinnandi. Þó ég færi oft með þér niður í kaup- félag í vinnuna þína og við sætum í tvo til þrjá tíma í bílnum á meðan þú keyrðir út vörur í sveitina og kost í bátana var lítið um samtöl. Þú varst að vinna og ég vildi ekki trufla. Sem ung stúlka gerði ég mér síð- an betur grein fyrir því að þú talað- ir mjög sjaldan að fyrra bragði nema þú hefðir eitthvað að segja sem þér fannst skipta máli. Það voru þá hlut- ir sem snerust um þjóðmálin, heims- málin og bara samfélagsmál yfir- leitt. Samkenndin með þeim sem minna máttu sín skein þar alltaf í gegn. Þú varst ætíð til taks þegar einhver var hjálpar þurfi þó að á stundum væri það ef til vill fljótt að gleymast og þætti jafnvel sjálf- sagður hlutur. Lífssýn þín var jöfnuður á meðal manna. Sem kaupfélagsstjóra fannst þér ósköp eðlilegt að þú borgaðir stúlk- unum sem unnu hjá þér hærri laun en þú hafðir sjálfur. Skýring þín var sú að þið amma þyrftuð ekki meira fyrir ykkur. Veturinn 1982-1983 þegar ég, dótturdóttir þín, var nýflutt með fjöl- skyldu mína í Kópavog eftir fjögurra ára dvöl austur á íjörðum heimsótt- ir þú mig oft. Það var þá sem ég kynntist þér, elsku afi minn. Þá opn- aðirðu gáttir sem höfðu verið lokað- ar lengi. Ég minnist þess þegar þú sagðir mér frá því að þú, bláfátækur verkamaðurinn, baðst um hönd ömmu, dóttur efnaðs útvegsbónda. Þú hafðir haft, eftir áreiðanlegum heimildum, að vel stæðir feðgar hefðu báðir augastað á hinni ungu útvegsbóndadóttur. Við hlógum mik- ið að þessu. Þú sigraðir, amma valdi þig. Aðrar gáttir opnuðust, flóðgátt- ir. Þessi sterka tilfinn- ing, sem þú gast svo illa sætt þig við, að ald- ur gerði starfshæfan mann óþarfan. A þessum tíma var svo ótal margt sem við ræddum. En einungis einu trúðir þú mér fýrir en það er geymt hjá mér og verður ætíð. Elsku afi minn. Nú eru bjartari tímar fram- undan. Tími fyrir ykkur ömmu að spjalla saman, hlægja saman, kannski að fátæka verkamann- inum sem sigraði, vann í tvennum skilningi. Af öllu hjarta vil ég þakka starfs- fólki Garðvangs góða umönnun og sérstaka velvild í garð Hjartar afa. Guð geymi þig, afi minn. Sigrún Kristjánsdóttir. Ég ákvað í vor að koma heim núna í haust til að eyða tíma með sonum mínum og hitta þig, kæri afi. Um það leyti velti ég því fyrir mér hvort þú yrðir farinn þegar ég kæmi í fríið. Skrítnar hugmyndir voru á sveimi. Ein var sú að þú myndir bíða eftir mér. Þú varst á sama stað og ég hafði skilið við þig um jólin, á sjúkrabeði á Garðvangi en þér hafði þó hrakað mikið þessa átta mánuði. Ég spurði þig þá hvort ég fengi að vera við útförina eða hvort þú myndir kveðja þennan heim með mig hinum megin á hnettinum. Fyrir mig er þetta frekar undarlegt mál. Það er orðið langt síðan ég ósk- aði þess fýrst að þú fengir friðinn. Það er skrítið fyrir mig af því að ég hef til þessa ekki verið trúaður mað- ur. Þú varðir bróðurparti lífs þíns þama á Suðumesjunum og síðustu 12 ámnum á Garðvangi hjá þeim góðu konum sem þar sinna verkum. Ég fékk ást á þessum stað fyrir nokkmm ámm. Það var breyting því þangað hafði ég ekki sótt síðan Svein- björg amma varð veik og þið bmgðuð búi. Hvað það er við seltu og særok veit ég ekki en nú eyði ég öllum stund- um sem ég get á Garðskaganum með strákunum mínum og því fylgir sælu- tilfinning að tengja þær þér. Auðvitað hefðum við átt að eyða meiri tíma saman, það er alltaf þann- ig. Nú finnst mér hins vegar betra að heiðra minninguna og þakka hið Iiðna. Jólahald á heimili ykkar ömmu á Uppsalaveginum í Sandgerði. Erils- amar helgar með þér í gamla Garant- inum við vömútkeyrslu. Það skipti engu máli hvaða dagur var, bátamir þurftu kostinn og bæimir líka. Þá skröltir þú á gamla tmkknum í út- keyrslu og ég fékk að fara með. Þess- ar ferðir hafa varla verið þér átaka- lausar með þennan ábúðarmikla fjög- urra ára aðstoðarkaupfélagsstjóra, prýddan sixpensara í gúmmiskóm, þér við hlið. Þú sem-jafnan mæltir ekki að óþörfu og ég síbyljan sem aldrei þagði. „Þa eld eg“ og „ætli þa eki,“ hefur varla nokkru sinní haft meiri og víðari merkingu heldur en í samtölum okkar á þeim ferðum. Það var hins vegar minna ,jamm- að“ og ,jæjað“ fímmtán ámm síðar þegar strákurinn hafði selt sálina og flutti messur um frelsi auðmagnsins. Þá var hangið á annarri handbremsu en í Garantinum gamla og reynt að kristna strákorminn í tvennum skiln- ingi. Það hefur ömgglega ekki verið auðvelt að horfa upp á trúlausan dótt- ursoninn verða auðvaldinu að bráð. Líklega hefur þú hugsað til þess með skelfingu að þar værir þú að sjá harðsvíraðan fótgönguliða úr fram- varðasveit auðvaldsins vaxa úr grasi. Auðvitað skilur mín kynslóð ekki nauðsyn þess að stofna kaupfélög á sínum tíma eða beijast fyrir „einingu verkalýðsins", eins og þú orðaðir það. Hugtakið öreigi hefur verið misskiln- ingur á minni tíð þótt það hafi ekki verið það á þinni. Samt las ég með stolti í Rauðum skýrelum Heimdallar að „Hjörtur kaupfélagsstjóri í Sand- gerði“ hvatti félaga Sósíalistaflokks- ins til aukinnar virkni í kaupfélögun- um. Mér skilst líka að kommarnir hafí átt KRON frá upphafi, enda varstu þar. Með sama hætti hefur mín kynslóð ekki lifað krepputíma þegar nauðsyn- legt er að lúskra á bæjarstjómar- mönnum sem lækka laun í atvinnu- bótavinnunni. Ég man hvemig afi varð annar í augum unglingsins þeg- ar mamma sagði að þú hafír verið settur í steininn upp á vatn og brauð eftir Gúttóslaginn. Af óttablandinni virðingu sá ég þig fyrir mér í flokki verkamanna vopnaða straurum og stólfótum að beija á belgvíðu auðvald- inu. Sjálfur sagðir þú að hvítliði hafi borið þig röngum sökum, en af ein- hveijum ástæðum varstu tekinn fyrst- ur. Fyrir mig er sannfæringin hins vegar aðaiatriðið og það að vera reiðu- búinn að gera rétt þótt það kosti. Það varð síðan æ ljósara með árun- um hvað þér þótti rétt. Þegar bömin stofnuðu heimili lagðir þú til veggi og þök. Þegar sonurinn reisti verk- smiðju í Flóanum, varstu að sjálf- sögðu þar. Þegar dóttursonurinn hóf búskap gerðistu vinnumaður og lagð- ir spamaðinn í vörubíl til að verða að meira liði. Þegar stúlkumar í Kaupfélaginu Ingólfi þurftu hærri laun þurftuð þið amma ekki meira, þið höfðuð nóg. Fyrir mig verður ekki meira gert. Ég kom, fékk tækifæri til að kveðja þig og þú skildir við. Fullviss um að friður þinn sé nú alger þakka ég þér fyrir það sem þú hefur gefið mér. Auðurinn sem eftir liggur er meiri en einföld orð fá lýst. Um leið og við sem eftir eram þökkum fyrir að þú fengir loks að öðlast þinn frið eftir langa legu þökkum við innilega starfsstúlkum Garðvangs, sem gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til að gera þér og okkur biðina bærilegri. Ó, hversu má ég þakka þér, mín þökk er einskis virði. (Brynj. Jónsson.) Haraldur Kristjánsson, Los Angeles. GUÐBRANDUR MAGNUSSON + Guðbrandur Magnússon var fæddur á Hólum í Stein- grímsfirði 24. ágúst 1907. Hann Iést á Sjúkrahúsi Siglufjarðar 15. október síðastliðinn og fór útför hans fram 22. október. A FIMMTUDAGSKVÖLD, 20. októ- ber sl., barst mér sú dapurlega fregn út hingað til Noregs, að gamall kenn- ari minn frá því ég var í Gagnfræða- skólanum á Siglufirði væri dáinn. Mig langar í nokkram orðum að minnast hans, þessa ágæta lærimeistara, sem ég á svo margt að þakka. Um ævi hans, þar sem utan fór kennslustof- unnar eða skólans, veit ég þó fátt og nánast ekkert og læt því aðra mér færari um að greina frá þeim hluta. Að koma úr bamaskólanum á eyr- inni og upp í gagnfræðaskólann, í algjörlega nýtt umhverfi 13 ára gam- all, er nokkuð, sem ekki er auðvelt. Maður ber alltaf kvíðboga fyrir því í fyrstu, sem maður ekki þekkir og það var eins þama. En það átti fljótlega eftir að koma í ljós, að ekki var nokk- ur ástæða til ótta. Enda einvalalið kennara þar við stjómvölinn: Gunnar með dönskuna, Hafliði með raun- greinamar, Palli með íslenskuna, Biggi með teiknun og handavinnu, Hinni með enskuna, Jóhann skóla- stjóri með söguna, sr. Rögnvaldur með kristinfræðina, já og Guðbrandur með það, sem átti eftir að verða uppá- haldsfagið mitt, náttúru- og dýra- fræðina. Nokkrum áram áður var ég farinn að líta svolítið á Iíftíkið í fjörunni, en það var meira svona tilviljanakennt og einkum þegar tími gafst frá bless- aðri knattspymunni, sem átti þá hug ASA MARIA ASKELSDÓTTIR manns allan. En eftir að Guðbrandur fór að sýna okkur kerfisbundið hvað náttúran var í raun stórkostleg, blóm- in, skordýrin, fuglamir, kvikindin í sjónum, og allar aðrar skapaðar ver- ur, innlendar og útlendar, fór að koma meiri alvara í þessa hluti og forvitnin breyttist í áhuga, er hefur lifað og dafnað æ síðan. A þessum áram átti skólinn þó ekki mikð til af náttúragripum til að auðvelda Guðbrandi að auðvelda sér framsetninguna, þannig að oft hefur verið erfitt fyrir hann að undirbúa sig. En með áhuga sínum, þekkingu og glaðlegu fasi tókst honum þó að vinna okkur á band þessa síns hjart- ans efnis. Og fór létt með það. Að loknu námi á Siglufirði fór ég í Menntaskólann á Akureyri og var því í burtu á veturna og í miðju námi stofnaði ég fjölskyldu og átti heima á Akureyri í raun upp frá því, eða þar til ég fór til Reykjavíkur í langt háskólanám. Þar af leiddi, að tengslin roftiuðu að einhveiju leyti við Guð- brand, sem og aðra kennara þama, eins og gefur að skilja. Eftir nám flutti ég austur á land til starfa og þaðan vestur síðar. Það er svo merkilegt, að þrátt fyr- ir að árin liðu á þennan hátt, að maður kæmi ekki á heimaslóðir nema kannski eina viku á sumri og það ekki árlega heldur bara af og til, þá var alltaf eins að rekast á Guðbrand í miðbænum; hann, þessi síungi og glaði náttúrufræðingur, kom brosandi til mín þar sem ég var, skók hönd mína, eins og honum einum var lag- ið, og bauð mig velkominn heim, eins og hann ætti í mér hvert bein. Svo var rabbað um allt milli himins og jarðar, en þó oftast Guð og fugla. Ekki veit ég nákvæmlega hversu lengi Guðbrandur kenndi náttúra- og dýrafræði á Siglufirði, en þau ár vora æði mörg. Og oft hefur mér dottið í hug, þegar ég minnist þess glæsilega náttúragripasafns, sem verið er að koma upp þama í gagnfræðaskóla- húsinu á Siglufírði, þar sem ekkert var áður til, að koma þeirri áskorun á framfæri við hlutaðeigandi, að láta það heita Guðbrandsstofu. Því miður komst ég aldrei svo langt að ná að færa það í orð. En ég geri það hér með. Sumir era þeim eiginleikum gædd- ir að vera stærri en aðrir, andlega talað. Glæsimenni, eigandi í fóram sínum gnægð hjartahlýju og trúfesti, í bland við víðsýni, alþýðleik og hú- mor. Guðbrandur Magnússon var einn slíkur. En nú er hann farinn, þessi gamli öðlingur, æviskeið hans fullnað á þessari jörð. Ég kveð hann um sinn með virðingu og þökk fyrir liðnar stundir. Guð blessi hann og leiði í þeim nýju heimkynnum, sem Kristur hefur búið okkur, með sigrinum á Golgata forðum daga. Siglfirðingar hafa misst einn af sínum öndvegismönnum. Þeim, sem og ástvinum öllum, votta ég mína dýpstu samúð. Sigurður Ægisson. Rúnar Qeirmundsson útfararstjóri Utfararþjónustan, Fjarðarási 25, s: 679110, hs. 672754. + Ása María Áskelsdóttir var fædd á Bassastöðum við Steingrímsfjörð. Foreldrar hennar voru Guðríður Jóns- dóttir og Áskell Pálsson, sem lengst af bjuggu á Bassasstöð- um og Kaldrananesi. Ása lést á ísafirði 17. september síðastlið- inn og fór útför hennar fram frá Kapellu Menntaskólans á Isafirði 24. september. Hver minning dýrmæt perla á liðnum degi. Hin ljúfu góðu kyr.ni af alhug þakka þér, þinn kærleikur í verki var gjöf sem gleymist eigi og gæfa var það öllum er fengu að kynnast þér. (L.S.) SUMARIÐ er að kveðja og hallar hausti. Árstíðimar taka við hver af annarri og mannsævin líður ótrúlega fljótt. Ættingjar og vinir hverfa yfir móðuna miklu og alltaf erum við jafn óviðbúin. Mig langar að minnast tengdamóður minnar sem lést á Sjúkrahúsi ísafjarðar 17. september sl. Þar var hún búin að dvelja rúma þijá mánuði, er hún lést. Systkini Ásu vora tuttugu og eitt, en eftir lifa Sigrún og Jakobína. Eigin- maður Ásu var Torfi Guðmundsson. Þau bjuggu allan sinn búskap á Drangsnesi. Þar stundaði Torfi sjóinn framan af, en tók síðan við verkstjóra- starfi við fyrstihúsið á Drangsnesi. Oft var gestkvæmt hjá Ásu og Torfa, enda þau samhent um að taka vel á móti gestum með góðum veitingum. Ása og Torfi eignuðust átta böm sem öll eru á lífi. Þau eru: Dagbjört, gift Guðmundi Halldórssynúog eiga þau sex böm; Guðmundur, kvæntur undirritaðri og eiga þau fimm böm; Haukur, kvæntur Svandísi Jóhanns- dóttur og eiga þau tvö böm; Áslaug, sambýlismaður Karl Siguijónsson, og á hún sex böm; Gunnar, kvæntur Sig- ríði Jóhannsdóttur og eiga þau fimm böm; Guðjón, kvæntur Bergljótu Frið- þjófsdóttur og eiga þau fjögur böm; Þórdís, gift Hannesi Olafssyni og eiga þau þijú böm; Anna, gift Aðalbimi Jónssyni og á hún tvo syni. Oft var þétt setinn bekkurinn á Grand, en svo hét húsið, sem þau áttu á Drangsnesi, þegar bömin vora að koma í heimsókn með bamabömin. Torfi og Ása flytja frá Drangsnesi til ísafjarðar árið 1987. Þar festa þau kaup á íbúð í Hlíf, húsi aldraðra. En Torfi veiktist eftir stutta dvöl á ísafirði. Það voru erfið ár hjá tengdamóður minni, sem sjálf var farin að tapa heilsu. Þá kom í ljós hennar mikli styrkur. Torfi andaðist 12. september 1990. Nú að leiðarlokum vil ég þakka tengdamóður minni fyrir öll árin sem ég fékk að njóta hennar. Bamabömin eiga í huganum geymdar góðar minn- ingar um heimsóknir til ástkærrar ömmu sinnar, sem þau af alhugþakka. Hennar blíða bros í huga okkar geym- um. Innileg þökk fyrir öll góðu árin. Öllum afkomendum Ásu votta ég mína innilegustu samúð. Blessuð sé minning þín. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Þín tengdadóttir, Elsa Kristjánsdóttir. t Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, systur og ömmu, AÐALH EIÐAR TRYGGVADÓTTUR. Bjarni Dagbjartsson, Sigrún Jóhannsdóttir, Hjálmtýr Dagbjartsson, Hjördis Bogadóttir, Jón Sverrir Dagbjartsson, Þóra Bjarnadóttir, systkini og barnabörn. Lokað Vegna jarðarfarar GUÐMUNDAR MARKÚSSON- AR, hæstaréttarlögmanns, verður Lögfræðiskrif- stofan, Garðastræti 17, lokuð eftir hádegi í dag, fimmtudaginn 27. október. Andri Árnason hrl. Árni Guðjónsson hrl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.