Morgunblaðið - 27.10.1994, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 27.10.1994, Blaðsíða 40
4.0 FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ BREF m BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 691100 • Símbréf 691329 S1>T- þectci, ereJcJcö, uenjuLega gerðún, -------Q------ O <£2 Tommi og Jenni Ferdinand Afnám margskött- unar á lífeyri Lárus Hermannsson Frá Lárusi Hermannssyni: NÚ LÍÐUR tíminn hratt, óðum stytt- ist, þar til kosningar til alþingis fara fram. Ekki er að efa það, að þá fara að heyrast háværar og lokkandi raddir frá frambjóðendum um stuðn- ing kjósandans. Þar sem nú, eins og að undan- förnu, allir vilja allt gera fyrir at- kvæðin. Og eins og áður fyrr, verður loforða- listinn ekki styttri nú, en fyr- ir síðustu kosn- ingar. Við höfum því næga reynslu frá þeim tíma, þar sem loforð- unum rigndi yfír okkur. Við ætlum að lækka skattana, hækka skattleys- ismörkin, sameina lífeyrissjóðina, og hætta tví- eða þrísköttun þar. Greiða húsaleigubætur til þeirra, sem verst hafa farið út úr leigubransanum. Allur þessi loforðalisti var svo sann- arlega svikinn og meira til af þess- ari ríkisstjórn, svo að komist hún áfram til valda, verður engu breytt þar um. Orð án athafna Nú þessa dagana er fram komið frumvarp á alþingi, um að afnema margsköttun á lífeyri þegnanna. Og viti menn, það virðist ekki vanta stuðning alþingismanna við þetta sjálfsagða réttlætismál. Hitt er svo annað mál, það er oft og mörgum sinnum búið að ræða þetta mál, en aldrei orðið meira úr. Sannleikurinn er því sá, að alþingismenn geta ekki boðið upp á það ár og síð, að flytja frumvarp og aðeins ræða um það, fram og aftur, en láta svo aldrei af efndunum verða, til úrbóta. En núna virðist tækifærið vera upplagt fyrir alla, sem af heilum hug vilja styðja þetta frumvarp, komi því nú í gegn hið bráðasta á hinu háa alþingi, eins og háttvirtir þingmenn vilja orða það. Og með því verður nákvæmlega fylgst af öllum þorra kjósenda. Annað er það sem alþingismönn- um er tamt að tala um, en það er mismunur launa í þessu landi, marg- ir þykjast sjá hann og við hann kann- ast, en hvað gerist æ ofan í æ, þeg- ar þeir allra lægst launuðu fara þess á leit, að laun þeirra verði að ein- hveiju leyti samræmd hærri launa- stigunum, þá rísa upp hálaunaðir ofstækismenn, sem virðast vera launaððir til þess að telja fólki trú um, að peningar séu engir til, til þess að greiða þessu vinnandi fólki. Það séu bara til peningar til að greiða toppunum og þeir verði nú að hafa sitt, á hveiju sem dynur. Hveijir njóta batans? íslendingar guma nú, a.m.k. sum- ir, af því að nú undanfarið hafi hag- ur þjóðarinnar batnað umtalsvert, það sé ástæðulaust fyrir þegnana að kvarta. En hveijir eru þeir, sem njóta góðs af því? Er það svo sjálf- sagður hlutur, að þeir sem meira mega sín og þeir tekjuhæstu hirði ágóðann, því vitað er að vítt og breitt í þjóðfélaginu eru gæðingar, sem hirða margföld laun á við hið vinn- andi fólk. Mætti t.d. spyija: Á hvaða launum er hann, þessi Þorsteinn Geirsson, á ríkisjötunni, sem gerist talsmaður þeirra, sem vilja ekkert gera fyrir láglaunafólk þessa lands? Auðvitað getum við endalaust spurt, á hvaða launum þessi og hinn sé. Nægir að flestir vita að laun topp- anna séu ekkert sambærileg þeim í lægri launaskalanum, sem er af þessum sömu gæðingum haldið niðri með ráðum og dáð. Auðvitað er það til háborinnar skammar allra þeirra aðila, sem að því standa, að halda þessu láglauna- fólki á sultarlaunum. Og að sjálf- sögðu ábyrgðarhluti fyrir þá, sem þykjast stjórna þessu landi, að láta þetta viðgangast -ár eftir ár, sem verður að plágu í þjóðfélaginu. Því þessi lágu laun, ásamt auknu atvinnuleysi, sem þessi ríkisstjórn vill notfæra sér sem hagstjórnarafl, þar sem sjáanlega þeir ríku eiga að verða ríkari en þá fátæku varðar þá ekkert um. Enginn hæstvirtur Það hefur verið athyglisvert að fylgjast með krataliðinu í þessari ríkisstjórn, þar sem þeir eru svo gjör- samlega slitnir úr tengslum við sína jafnaðarstefnu, en boða nú fijáls- hyggju-pólitík og gæðingafyr- irgreiðslu toppkratanna. Samanber innreið þeirra í tryggingastofnunina og ráðningarnar út um víða veröid, en trúlega eru laun þeirra lífvænleg. Og ekki virðast kratar hafa mikinn áhuga á að bæta hag hinna sjúku og/eða eldri borgara. Endalaust stendur þessi flokkur fyrir því að skattleggja þessa aðila. En vitan- iega, innan gæsaiappa, eru margir íslenskir ellilífeyrisþegar vel aflögu- færir að láta fé af hendi rakna til þess að krataráðherrar og aðrir toppkratar geti um alla framtíð haft viðunandi laun, hvort sem þeir halda sínum stöðum, sem þeir hafa í dag, eður ei. Nú vil ég umfram allt undanskilja einn krataráðherrann, sem var, nefnilega hana Jóhönnu Sigurðar- dóttur, sem hefur sýnt eftirbreytan- Iegan kjark til þess að opinbera and- úð á starfsháttum þess félagsskap- ar, eins og hann hefur snúist til andhverfu sinnar og hún getur ekki lengur átt samleið með. Og á hún hrós skilið fyrir. Ég get nú ekki stillt mig um, að nefna einn þátt alþingismanna sem er innleiddur, eða áskilinn þing- mönnum að fara eftir. Öllum venju- legum þingmönnum er uppálagt að ávarpa forseta og ráðherra „hæst- virta“. Nú get ég ómögulega séð, að það sé ekki nægjanlegt að ávarpa hvern og einn, sama hvort hann er ráðherra eða ekki, „háttvirtur“. Háttvirtur ætti að vera nægjanlega „háttvirtur", því: hæstvirtur getur enginn annar verið en Guð almátt- ugur. Og legg ég því til að ávarpið „hæstvirtur" verði lagt niður á Al- þingi, því mér finnst enginn þess verður að vera hæstvirtur, hvorki þarna né annars staðar. LÁRUS HERMANNSSON, frá Ysta-Mói, ellilífeyrisþegi. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.