Morgunblaðið - 27.10.1994, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 27.10.1994, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 1994 33 MINNINGAR MARIUS JONSSON + Maríus Jónsson fæddist á Nesi í Norðfirði 25. nóv- ember 1908. Hann lést í St. Jóseps- spítala í Hafnarfirði 20. október síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Jón Jóns- son, d. 1941, frá Ing- veldarstöðum Reykjaströnd Skagafirði, hjónanna Bergssonar_ stjóra og Áslaugar Hannesdóttur, og Guðbjörg Bessa- dóttir, d. 1939, í Vestmannaeyj- um. Maríus kvæntist Maríu Páls- dóttur frá Höfða í Grunnavík- urhreppi, en hún lést 1993. Börn þeirra eru: Inga húsmóðir, gift Jóni Alfreðssyni; Óskar efna- verkfræðingur, kvæntur Krist- björgu Þórhallsdóttur; Steinunn kirkjuvörður, gift Sæþóri Skarp- héðinssyni og María dagskrárgerðar- maður, í sambúð með Guðbrandi Jónssyni. Barnabörn þeirra Maríu og Maríusar eru 13, barnabarnabörn 12 og eitt barnabarna- barnabarn. Maríus lauk mótornámske- iði á Eskifirði 1925 og járnsmíðanámi hjá Friðbirni Hólm á Eskifirði 1929. Út- skrifaðist úr Vél- skólanum 1933 og var vélstjóri á línu- veiðurum og togurum til 1959, þar af lengst á Karlsefni. Maríus var verksljóri í verksmiðjunni Vífilfelli í sex ár, vélstjóri á björgunarskipinu Goðanum frá 1966 til 1988 og eftir það laus- ráðinn á sama stað til 1. septem- ber 1991. Útför Maríusar fer fram frá Fossvogskirkju í dag. í dag er kvaddur kær tengdafaðir minn, Maríus Jónsson. Maríus ólst upp á Eskifirði og eins og algengt var á þessum tíma gekk hann ungur til starfa við beitningar og sjóróðra á sumrin, en á veturna gekk hann í skóla. Þegar hann var 16 ára hóf hann þriggja ára nám í járnsmíði á Mótorverkstæði Friðbjörns Hólm á Eskifirði. Að því loknu lá leiðin á sjóinn í fáein ár og síðan í Vélskóla íslands. Þaðan lauk Maríus vélstjóra- prófi vorið 1933. Tók þá við sam- felld dvöl til sjós til ársins 1960, lengst af hjá útgerð Geirs Thorsteins- sonar eða alls í 23 ár. Eftir sex ár landi sem vélstjóri í verksmiðju Vífil- fells hf. tóku við önnur 23 ár á sjón- um, en nú á björgunarskipinu Goðan- um. Þannig urðu árin til sjós alls um 60. Var verkkunnátta hans og ósér- hlífni alls staðar rómuð svo og alúð sú _er hann lagði ávallt í störf sín. Árið 1932 gekk Maríus að eiga Maríu Pálsdóttur frá Höfða í Jökul- íjörðum og bjuggu þau lengst af á Stýrimannastíg 13 í Reykjavík. Bömin urðu Ijögur og kom það að miklu leyti í hlut Maríu að sjá um uppeldi þeirra, sem og annað sem við kom heimilishaldinu, vegna mik- illa fjarvista Maríusar. Voru þetta oft erfiðir tímar fyrir þau bæði, eink- um stríðsárin þegar hann þurfti að sigla með aflann til Bretlands í sí- felldri óvissu um afdrif og heimkomu. María lést í febrúar 1993. Síðustu æviárin dvöldu þau á Hrafnistu í Hafnarfirði og nutu þar umönnunar. Var hann afskaplega þakklátur fyrir allt sem fyrir hann var gert þar, sérstaklega eftir að hann varð einn og tekinn að þreytast. Maríus var hlédrægur maður, en stoltur og fannst því oft þröngt um sig í hlut- verki þiggjandans. Hann hélt frá- bæru minni og andlegu atgervi til hinstu stundar. Þegar ég fór að venja komur mín- ar á Stýrimannastíg 13 fyrir hartnær fjörutíu árum sem verðandi tengda- dóttir tók Maríus mér með ljúf- mennsku og hlýju sem átti eftir að umvefja mig alla tíð. Fyrir það verð ég ævinlega þakklát. Maríus var ekki maður margra orða um eigið ágæti né gjörðir og frábað sér allar lofræður. Mun ég virða þær óskir hans hér og kveðja að sinni með eftir- farandi tilvitnun í Hávamál. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. Blessuð sé minning Maríusar Jónssonar. Kristbjörg Þórhallsdóttir. sæll vinnustaður og þurfti nánast aldrei að auglýsa eftir starfsfólki. Stúlkur sem einu sinni höfðu unnið undir stjórn Áslaugar en hætt vegna hjúskapar eða barneigna, leituðu oft til hennar seinna og sóttust eftir að hefja störf á ný. Þannig var Áslaug í reynd starfsmannastjóri apóteksins auk þess sem hún gegndi öðrum verkum sínum af einstakri kost- gæfni. Hún naut virðingar sam- starfsfólks síns og það vissi að hún réð því sem hún vildi ráða í apótek- inu. í Apóteki Austurbæjar starfaði Áslaug í hartnær fjörutíu ár og var ávallt mjög annt um velferð þess. Hún mætti jafnan fyrst til vinnu á morgnana, hellti upp á kaffikönnuna og undirbjó störf dagsins. Á kvöldin og um helgar þegar apótekið var lokað fór Áslaug oft í gönguferð og tók þá oftar en ekki auka hring utan um apótekið til að aðgæta hvort ekki væri þar allt með felldu. Áslaug var í einkalífi sínu hógvær og nægjusöm kona, giftist hvorki né eignaðist börn. Lífsfylling hennar fólst í því að sínna starfi sínu af kostgæfni og samviskusemi. Ég vil, fyrir mína hönd og fjöl- skyldu minnar, færa eftirlifandi systur og öðrum ættingjum Áslaug- ar innilegar samúðarkveðjur. Lækn- um og starfsfólki á deild 13d á Land- spítalanum eru færðar þakkir fyrir hlýja umönnun. Blessuð sé minning Áslaugar Helgadóttur. Sigurður Karlsson. Mig langar til að kveðja hana Áslaugu Helgadóttur með þessum fátæklegu orðum. Við unnum sam- an í Apóteki Austurbæjar í 28 ár svo margs mætti minnast. Halldór Laxness lýsir ömmunni í Brekku- koti, í Brekkukotsannál sínum þann- ig, að hún var svo hjartagóð að hún vissi ekki tii að hún hefði neitt hjarta. Og einmitt þannig var hún Ás- laug. En ekki aðeins þannig, heldur var hún líka kölluð amma hin seinni ár sín, einkum af þeim yngri, sem störfuðu með henni, þótt hún væri sjálf barniaus. Hún Áslaug var öll í því að gera öðrum gott og hugsaði sem þvi nam minna um sinn hag. En hvað starfaði hún Áslaug? í stóru apóteki er margt handtakið, sem gera þarf og ég held að hún hafi unnið flest þau störf, sem til féllu en aðalstarf hennar var að fylla dropa og mixtúrur á glös og flöskur — allt frá laxerolíu til barna- dropa og kvefmixtúra og allt þar á milli. En hún Áslaug gerði í reynd meira. Hún var nokkurs konar mið- punktur apóteksins. Vissi um alla hluti, sem finna þurfti, var sálusorg- ari þeirra ungu, var málkunnug miklum fjölda þeirra, sem í apótekið komu og mörgum þeirra til leiðbein- ingar og huggunar. — Ekki veit ég hvað hún Áslaug segði ef hún læsi þessa ádrepu, hún mundi sennilega hrista höfuðið og brosa og banda til mín hendinni. Ég vil að lokum kveðja góða vin- konu og þakka fyrir langa viðkynn- ingu. Aðstandendum hennar sendi ég samúðarkveðjur. Ólafur Thorlacius. Sá skólafélagi, sem ég gat í raun kallað skólabróður var Maríus Jóns- son. Ég kynntist honum fyrst er við settumst á bekk sem nemendur í Vélskóla íslands árið 1931. Á þeim tíma var litið mjög virðulega til þess skóla enda fengu margir, sem þaðan útskrifuðust góðar og vellaunaðar stöður miðað við almenn laun á þeim tíma. Skólinn var strangur þá og erfiður miðað við þá undirbúningsmenntun, sem menn höfðu almennt, einkum þeir, sem komu utan af landi. Maríus kom frá Austfjörðum. Þar var þá lít- il undirbúningskennsla, sérstaklega í tæknilegum fræðum miðað við það sem hér var í Reykjavík og nauðsyn- leg var til að geta komist eðlilega í gegnum Vélskólann, þótt alit skóla- starf væri vei rækt. Það var skömmu áður en rafmagnsdeild bættist við skólann. Nokkur rafmagnsfræði var þó kennd með almennri vélfræði. Það var of lítið miðað við þarfir, en jók þó við það verkefni, sem skólinn krafðist. Það var hins vegar orðið of mikið miðað við þann tíma, sem skólinn hafði til þeirrar kennslu. Verklegt undirbúningsnám, minnst þijú ár í smiðju og auk þess svokallaður kyndaratími, var að vísu góð undirstaða fyrir flesta. Maríus Jónsson hafði góða starfsþjálfun og þekkingu af mótorvörslu, sem hann hafði verið við í sinni heimabyggð. Hún kom sér mjög vel á vissum svið- um námsins í skólanum. En það var ekki bara hann, sem þess naut, held- ur líka ég. Það verkiega nám og sú þekking sem Maríus hafði hlotið í störfum sínum sem unglingur þar eystra voru honum svo samgróin og sterk í minni. Ég naut þar svo mikils fróðleiks af að þau fræði sem mér voru ókunn opnuðust mér hrein og skýr og komu að góðum notum við námið í skólan- um þegar við gátum báðir lagt sam- an það, sem við skildum hvor fyrir sig. Þegar vegir okkar skildu og við fórum til okkar starfa eftir lokapróf við Vélskóla íslands sumarið 1933 sáumst við Maríus ekki oft, en þegar það gerðist var eins og birti til og sæi til sólar eftir þungbúið veðurfar langs tíma. Við minntumst okkar viðfangsefna og sameiginlegra starfsdaga, sem voru ávallt kryddað- ir glaðværð og nokkrum gáska, þrátt fyrir alla alvöru. Maríus, þessi hrein- lyndi drengur, var eins og fyir segir námsfélagi minn í Vélskóla íslands frá fyrsta degi okkar þar til hins síð- asta. Sú elja og árverkni, sem hann sýndi í öllu, sem varðaði skólann var einstök og kom mér oft að góðu gagni. Hann kom og flautaði úti við gluggann hjá foreldrum mínum, en þá skyldi ég vera tilbúinn, koma út og halda til skólans því ekki mátti doka lengur. Við bjuggum þá báðir fyrri veturinn á Bergþórugötu, hann austar og varð því að fara fyrr af stað í skólann en ég. Vélskólinn var þá í gamla stýrimannaskólanum vestur á Öldugötu og gangan því stíf hjá okkur, einkum í matartíma um hádegið. Það var gengið hratt þá eða oft hlaupið við fót, en ekki man ég eftir að við kæmum nokkru sinni of seint í kennslustundir. Við Maríus vorum samrýndir í mörgu og skiluðum okkar verkefnum eins og til var ætlast. Við höfðum ekki mikinn tíma aflögu. Þó kom það fyrir að við höfðum kvöld og kvöld tii annars en námsins. Þá var það einkum eitthvað heima sem glaðst var við því ekki var til fé fyrir útivist- argleðskap, nema kannski árshátíð skólans í mesta lagi. Hitt var annað mál, að við gengum oft úti í u.þ.b. 20 mín til að fríska okkur upp fyrir kvöldmat og síðan kvöldlestur eða teikningar, sem stóðu stundum fram undir miðnætti. Við vorum 23 félagarnir sem gengum undir lokapróf skólans 1933. Nú erum við aðeins fimm á lífi. Við sem gátum, hittumst lengi vel á fimm ára fresti með konum okkar, og oft- ar seinni ár, til að minnast gamalla tíma sem blandað var gleði, gáska og alvöru eins og gengur. Nú er þessu lokið enda heilsa sumra þeirra sem eftir lifa illa farin. Eftir lifa minningamar og þær minningar, sem ég á eftir vin minn Maríus Jóns- son eru góðar og heillandi. Ég votta vinum og skyldmennum Maríusar innilegustu samúð mína. Friðgeir Grímsson. Sú stund rennur upp í lífi sérhvers manns, er hann finnur, að nú sé tíminn réttur til að taka á móti örlög- um sínum í hinsta sinn. Þannig fór fyrir Maríusi Jónssyni vélstjóra 20. nóvember sl. að morgni dags, er hann kvaddi þetta tilverustig mann- sandans. Við María eða Idda eins og hann ávarpaði yngstu dóttur sína þessa örlagaríku nótt, urðum vitni að þeirri reisn sem þessi farsæli maður bjó yfir, allt fram til hinstu stundar. Lífshlaup Maríusar Jónssonar er fyrir margra hluta sakir merkileg þróun mannsandans í aðeins 85 ár. Það fer um mig undarleg tilfinning er ég hugsa til þess að þessi virðu- legi maður sat síðast fyrir framsm sjónvarpið sitt af fullkomnustu gerð, illa sjóndapur, og lék þar á flókna takka sem ekkert væri sjálfsagðara, maður sem fæddist og er alinn upp við grútartýru og kertaljós í litlu, látlausu húsi á Eskifirði. Hún Idda og ég fengum að upp- lifa það undarlega er við í ferð aust- ur á firði fórum í vör þá við Vattar- nes sem skóp grunninn að lífs- og HALLFRIÐUR BJÖRNSDÓTTIR -I- Hallfríður Björnsdóttir var ■ fædd í Reykjavík 24. mars 1916. Hún lést í Hjúkrunar- heimilinu Skjóli 21. september síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskapellu 27. september. Um leið og ég sendi Halifríði Björnsdóttur frænku minni hinstu kveðju langar mig til að færa henni þakkir og minnast langra og góðra kynna. í Morgunblaðinu 7. október síðastliðinn voru minningargreinar um hana frá barnabörnum hennar og þar rakin ætt hennar og upp- runi, og því mun þeim þætti verða sleppt hér og nú. Kynni okkar voru orðin alllöng, því það mun hafa verið um sumarið 1942 að leiðir okkar bar fyrst sam- an, er hún tók sér ferð á hendur héðan frá Reykjavík og norður í Fljót. Það var seinfarnara yfir land- ið þá en nú, og síðasta áfangann á þessari leið var þarfasti þjónninn ákjósanlegur. I för með Hallfríði var ungur sveinn, sonur hennar, um tveggja ára, þá ekki hár í lofti, en þéttur undir hönd ogtápmikill. Ferð- inni var heitið í heimsókn til fræn- kunnar, þáverandi eiginkonu minnar, Ólafar M. Guðmundsdóttur, en hún og Hallfríður voru systradæt- ur. Nokkuð fljótt kom fram að ættir okkar lágu saman, þar sem langa- langafi Hallfríðar, Björn Þórðarson hreppstjóri og dannebrogsmaður, og langalangamma mín, Ingibjörg, voru systkini. Eftir þessa vitneskju kall- aði hún mig á góðum stundum oft- lega frænda. Eftir að við hjónin fluttum til Reykjavíkur vorum við tíðir gestir hjá þeim hjónum Hallfríði og Björg- vin á Lindargötu 50, eða á „Horn- inu“ eins og húsbóndinn orðaði það stundum í gamansömum tón. Ég vil fara örlítið til baka í sög- unni. Það er stór stund í lífi hvers og eins um leið og það er ný saga og gömul, að fólk velur sér ekta- maka, gengur í lijónaband og mynd- ar heimili. Þetta er lífsins saga. Hinn 24. mars 1939 stígur Hallfríður þetta skref er hún gengur að eiga Björgvin Frederiksen vélvirkjameist- ara. Hún fylgdi ekki straumi tímans með því að fara út á vinnumarkað- inn. Henni var það Ijóst að börnin og heimilið er hornsteinn hvers þjóð- félags og var því ætíð til staðar sjómennskuferli Maríusar, þá ungs háseta á árabát. Það setti að mér hroll er orðin Maríusar rifjuðust upp er hann lýsti því verbúðarlífi sem hann mátti þola ásamt öðrum þama úti á ysta nesi við Reyðarfjörð. Þama upplifði Maríus það sem forfeðurnir höfðu mátt þola frá landnámi ís- lands. Hefðin í um það bil 1.100 ár var að breytast og var Man'us einn þeirra er það gerði. Iðni og dugnaður voru Maríusi í blóð borin og með víkingaeðlið að vopni hóf hann að undirbúa þjálfun sína og menntun að því markmiði að stýra og stjórna vélum og það tókst honum. Þróunin varð örari en margan grunaði, árar og segl viku fyrir vélvæðingu báta og skipa og varð Maríus þar þátttakandi í þeirri þróun sem þá átti sér stað. Gufuvél- in tók við af seglinu og síðar kom bullu- og hráolíuvélin með tilheyr- andi véla- og tæknibúnaði. Þeir tefldu saman fjöruga skák, Ægir kóngur og Maríus, í rúmlega hálfa öld að ógleymdum siglingatímanum stríðsárin öll og skildu þeir sáttir eftir síðustu ferð Maríusar á björg- unarskipinu Goðanum 1991, en þá var Maríus liðlega áttræður. Jafn- tefli vom sanngjörn úrslit. Mikið lán lék við Maríus á hans sjómennskuferli, frá upphafi til enda, sem öðrum þræði er að þakka mann- gerðinni sjálfri og félögum hans til sjós en þar starfa menn best saman allir sem einn. Maríus þótti agaður, ákveðinn og á köflum harður, sem yfirmaður og vélstjóri, en það var fyrir það sem hann á, að öðmm þræði, lán sitt að þakka auk sam- viskusemi og þessarar sérstöku til- finningar sem hann hafði til véla og búnaðar þeirra skipa er hann bar ábyrgð á. Þegar ástvinir Maríusar á efri ámm hans höfðu af því áhyggjur að sjón og heym væra honum til trafala í vélarrúmi á hann að hafa sagt: „Ég hef ennþá tilfínningu." Það er sagt að þeir menn séu vélavinir sem láni vélinni huga sinn, tilfinn- ingu og hjarta. Það var lánið Maríusar að hitta Maríu Pálsdóttur frá Höfða og eign- ast með henni fjögur mannvænleg börn. María, þessi innilegi fulltrúi íslenskra búkvenna, átti síðan eftir að bera hitann og þungann af heim- ilisrekstrinum og bamauppeldi í gegnum árin ásamt Maríusi. Ævifer- ill Maríusar og sú lífsreynsla hans sem ég nú kveð er í raun merkileg þróun lslendings, sem fór úr hóffar- inu yfir í hjólfarið, úr grútarljósi yfír í rafmagnsljós og úr kraftblökkinni í véla- og tæknivæðingu nútímans og öll þessi þróun gerist á. lífstíma Maríusar Jónssonar vélstjóm. Hon- um eigum við margt að þakka. Blessuð sé minning hans. Guðbrandur Jónsson. þegar ungviðið þurfti á henni að halda. Henni var það og ljóst að forsjá hins opinbera með leikskólum og fieiru í þeim dúr í uppvexti æsk- unnar kæmi aldrei í stað móðurblíðu og forsjár hennar, og helgaði hún sig því heimilinu. Þar við bættist svo það að húsbóndinn var í stórbrotnum atvinnurekstri og að auki í tímafrek- um félagsmálum, þannig að oft var gestkvæmt á „Horninu", og oft annasamt og í mörg horn að líta hjá húsmóðurinni. Á þeim árum sem umsvif Björgvins voru hvað mest reyndi og einnig á húsmóðurina að standa við hlið hans og af löngum og góðum kynnum af þeim efa ég ekki að þessi frænka mín hefur fyllt það sæti með mikilli sæmd og átt þannig góðan þátt í því að Björgvin gat sinnt svo víða miklum störfum. Hallfríður var glæsileg kona í sjón og raun, prúð í allri umgengni, frem- ur hlédræg en með ákveðnar skoðan- ir sem hún var ekki að flíka í tíma og ótíma. Það dró ský fyrir sólu er Hallfríð- ur missti heilsuna og var í mörg ár á sjúkrahúsi. Því var það líkn við þraut er hún fékk náðarhvíldina. Ég vil að lokum þakka henni löng og góð kynni og allt það sem hún lét af hendi rakna til mín og minna. Kærar þakkir og gangir þú á Guðs vegum og veri hann þér líkn- samur. Guðmundur Jóhannsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.