Morgunblaðið - 27.10.1994, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 27.10.1994, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 1994 27 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf„ Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. MISVÆGI ATKVÆÐA UNGLIÐAHREYFINGAR stjórnmálaflokkanna sameinuð- ust á fundi á þriðjudag um yfirlýsingu, þar sem þess er krafist að misvægi atkvæða eftir búsetu verði afnumið með lögum strax í vetur. „Það er samdóma álit ungs fólks úr öllum stjórnmálaflokkum að núverandi kosningalög séu ekki á vetur setjandi, þrátt fyrir að lögin hafi aðeins verið notuð við tvennar kosningar. Síðasta endurskoðun kosninga- laga mistókst,“ segir í ályktuninni sem Samband ungra sjálf- stæðismanna, Samband ungra framsóknarmanna, Samband ungra jafnaðarmanna, Ungar kvennalistakonur, Verðandi og Æskulýðsfylking Alþýðubandalagsins skrifa undir. Áfram segir í ályktuninni: „Við erum sammála um að ekki er hægt að búa við kosningalög sem mismuna þegnum þessa lands. Núverandi misvægi atkvæða er óþolandi brot á grund- vallarmannréttindum. Kosningalög eru hornsteinn lýðræðis í hveiju landi og þar eiga allir að sitja við sama borð.“ í síðustu viku var greint frá því hér í blaðinu að Davíð Oddsson, forsætisráðherra, hygðist óska eftir því við þing- flokkana að þeir tilnefndu tvo menn í nefnd til viðræðna um breytingar á kosningalögum. Er stefnt að því að slíkt frum- varp verði samþykkt fyrir þinglok. Talið er ljóst að breyta verði stjórnarskránni vegna þessa og því verður ekki hægt að kjósa samkvæmt nýjum kosningalögum fyrr en árið 1998. Það er löngu orðið tímabært að kosningalögum verði breytt, þannig að vægi atkvæða milli landshluta verði jafnað. Áratug- um saman ríkti um það allvíðtæk samstaða hér á landi að sanngjarnt væri að vægi atkvæða á landsbyggðinni væri meira en á höfuðborgarsvæðinu. Fólksflutningar og aðrar þjóðfélagsbreytingar á undanförn- um árum hafa aftur á móti gert það að verkum að þau rök, sem kunna að hafa réttlætt þetta misvægi, eiga ekki við leng- ur. Það ríkir enginn sátt í þjóðfélaginu um þetta misvægi. Tíðarandinn hefur breyst og ljóst er að ef ekkert verður að gert mun það leiða til harðvítugra deilna meðal þjóðarinnar. Það er skylda Alþingis að gera nauðsynlegar breytingar á kosningalögunum þannig að atkvæðavægi verði sem jafnast. Algjörlega jafnt getur það aldrei orðið nema að breyta öllu landinu í eitt kjördæmi. Tíminn er vissulega naumur fyrir þetta stóra mál en það væri óþolandi ef ekki yrði hægt að kjósa samkvæmt réttlátara kerfi fyrr en á næstu öld. Þing- menn verða í þessu máli að líta fram hjá þeirri röskun, sem breytt kosningalög kynnu að hafa á þeirra eigin kjördæmi og þeirra eigin hag. Hafa verður þjóðarhag að leiðarljósi. SÖGULEGT FRIÐAR- SAMKOMULAG FORSÆTISRÁÐHERRAR ísraels og Jórdaníu undirrituðu í gær friðarsamkomulag, sem bindur enda á 46 ára stríðsástand í samskiptum ríkjanna. ísraelar hafa nú friðmælst við helstu nágrannaþjóðir sín- ar, Egypta, Jórdani og Palestínumenn. Það virðist hins vegar vera töluvert í að þeim takist að semja við hatrammasta andstæðing sinn á svæðinu, Assad Sýrlandsforseta, sem Bill Clinton Bandaríkjaforseti hittir að máli í dag. Friðarsamkomulagið er enn ein staðfesting þeirra breyt- inga, sem átt hafa sér stað í þessum heimshluta. Það er ekki lengur ágreiningur Israela og arabískra ná- grannaríkja þeirra, sem ógnar friði í álfunni. Helstu ógnina er að finna innan ríkjanna sjálfra. Samkomulag ísraela og Jórdana er gert í skugga blóðugs sprengjutilræðis í Tel Aviv í síðustu viku, sem Hamas, samtök heittrúaðra múslima, bera ábyrgð á. Heittrúaðir múslimar eru í sókn víða í Norður-Afríku og Mið-Austurlöndum. Það er ekki útilokað að þeir muni innan skamms ná völdum í Alsír og^ jafnvel Egyptalandi. Slíkt myndi efla öfgasinnaða hópa í Israel, Jórdaníu og víðar og grafa verulega undan stöðugleika og þeim friði, sem nú er að komast á. Besta vörnin gegn þessari ógn er að draga úr örbirgð og auka félagslegt réttlæti. Hópar þessir njóta mests stuðnings á fátækustu svæðunum og nærast á vonleysi þeirra, sem þau byggja. Til að tryggja þann frið, er samið hefur verið um, verða ísraelar og nágrannaþjóðir þeirra nú að taka upp víð- tækt efnahagslegt samstarf og stuðla að uppbyggingu þessa heimshluta með aðstoð umheimsins. Þetta sögulega tækifæri til að koma á sáttum milli þjóða Mið-Austurlanda má ekki renna mönnum úr greipum. Óttast litla þátttöku Lítill áhugi virðist vera meðal sjálfstæðisfólks fyrir prófkjöri flokksins í Reykjavík. Barátta milli frambjóðenda hefur verið minni en oft áður. Helgi Bjamason segir að reyndir kosn- ingarefír óttist litla þátttöku. sem TT OSNINGABARÁTTAN ■4 fyrir prófkjörið, ■ fram fer á morgun og laugardag, hefur að mestu verið með hefðbundnu sniði að því er fram kemur í samtölum við frambjóðendur og kosninga- stjóra. Níu frambjóðendur eru með opnar kosningaskrifstofur. Þar vinna stuðningsmenn þeirra með hefðbundinn hátt, fara yfir kjör- skrár og hafa samband við kjósend- ur með hringingum og póstkortum. Frambjóðendur reyna að venju að kynna sig og stefnumál sín í dag- blöðum. Útgáfustarfsemi og aug- lýsingar hafa verið með minna móti, hvað svo sem gerist nú síð- ustu dagana fyrir prófkjörið. Nokkrir frambjóðendur hafa verið með fundi og samkomur. Pétur H. Blöndal hefur bryddað upp á þeirri nýjung að flytja níu erindi á kosn- ingaskrifstofunni þar sem hann lýsir skoðunum á ýmsum málum og hafa milli 40 og 50 kjósendur komið hvert kvöld. Ekki nóg úrval Fjórtán bjóða sig fram, færri en oftast áður og setur það mark sitt á prófkjörið. Bjöm Bjamason veltir því fyrir sér hvort þátttaka í próf- kjöri sé ekki of mikið átak og fæli fólk frá. Kjósendur eiga að merkja við tíu frambjóðendur og geta þar af leið- andi aðeins skilið fjóra útundan. Óskar Friðriksson, kosningastjóri Guðmundar Hallvarðssonar, segir að fólk kvarti undan því að ekki sé nóg úrval frambjóðenda og það sé í vandræðum með að velja tíu úr. Mest virðist vera spáð í það hvernig kjósendur raða alþingis- mönnunum á framboðslistann og hvaða nýir frambjóðendur komist ofarlega á blað. Töluverð barátta er um þriðja sætið. Davíð Oddsson gefur einn kost á sér í fyrsta sætið og Friðrik Sophus- son í annað. Þriðja sætið er eftir- sótt. Björn Bjamason gefur áfram kost á sér í það, einnig þingmennim- ir Geir H. Haarde og Sólveig Péturs- dóttir. Þá sækist Katrín Fjeidsted eftir einu af efstu sætunum eins og hún orðar það og lætur kjósendum eftir að túlka þau orð sín og Mark- ús Örn Antonsson biður um 4. sæt- ið. Þingmennirnir Guðmundur Hall- varðsson og Lára Margrét Ragnars- dóttir sækjast eftir 5. sætinu og Pétur H. Blöndal óskar eftir stuðn- ingi í 5.-6. sæti. Ari Edwald sækist eftir 7. sætinu, Ari Gísli Bragason biður fólk að kjósa sig í 7.-9. sæti, Guðmundur Kristinn Oddsson nefn- ir 8. sætið og Ásgerður Jóna Flosa- dóttir 8.-10. sæti. í prófkjöri fýrir síðustu alþingis- kosningar urðu Davíð, Friðrik og Björn í þremur efstu sætunum. Birgir ísleifur Gunnarsson varð í íjórða sæti en þegar hann var ráð- inn seðlabankastjóri áður en gengið var frá framboðslistanum færðust næstu menn upp um eitt sæti. Sjálf- stæðisflokkurinn fékk níu menn kjöma á þing í Reykjavík. Fólk orðið pirrað Á kjörskrá eru tæplega 15 þús- und flokksbundnir sjálfstæðismenn. Ekki er að heyra að mikið sé smal- að í flokkinn fyrir þetta prófkjör. Óskar Friðriksson segir að búið sé að plægja sama akurinn oft á þessu ári. Þetta sé annað prófkjörið á stuttum tíma auk borgarstjórnar- kosninganna og telur hann að fólk sé orðið pirrað, sérstaklega ef fram- bjóðendur séu mikið að atast í því. í prófkjörsbaráttunni fyrir síðustu alþingiskosningar voru um 1.700 manns skráðir í flokkinn. Markús Öm Antonsson býst ekki við neinu slíku nú, bendir á að smölun í flokk- inn tengist oftast spennu sem mynd- ast í átökum forystumanna eða framboði þekktra íþróttamanna en hvoragu sé til að dreifa nú. Til þess að prófkjörið verði bind- andi fyrir kjörnefnd þarf að nást 50% kjörsókn. Það þýðir að a.m.k. 7.500 og jafnvel allt að 8.000 sjálf- stæðismenn þurfa að greiða at- kvæði. Fyrir fjórum árum tóku tæplega 8.500 manns þátt og 8.845 í prófkjöri fyrir síðustu borgar- stjórnarkosningar. Reyndir próf- kjörsrefir óttast að þátttakan verði mun minni nú en það kemur ekki í ljós fyrr en á laugardagskvöld hvort nægilega margir mæta til að prófkjörið teljist bindandi. PRÓFKJÖR SJÁLFSTÆÐISMAININA í REYKJAVÍK Ari Edwald Björn Bjarnason Davíð Oddsson Ásgerður Jóna Flosadóttir Guðmundur Hallvarðsson Guðmundur Kristinn Oddsson Katrín Fjeldsted Lára Margrét Markús Örn Ragnarsdóttir Antonsson Friðrik Sophusson Pétur H. Blöndal Geir H. Haarde Sólveig Pétursdóttir FRAMBJÓÐENDUR í prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík em með líkar áherslur í flestum málum. Margir nefna jöfnun at- kvæðavægis íbúa landsins þegar spurt er um brýnustu hagsmunamálin. Síðan telja þeir upp sérstök áhugamál sín og kennir þar margra grasa. Áberandi er áhugi manna á utanríkis- málum og þegar frambjóðendur eru spurðir um afstöðuna til Evrópusambandsins kemur greinilegur áherslumunur í ljós. Allir frambjóðendurnir virðast sætta sig við stefnu forystu Sjálfstæðisflokksins í Evrópu- málum, það er að ekki sé tímabært að taka afstöðu til umsóknar um aðild að Evrópusam- bandinu. Ari Edwald og Markús Örn Ántons- son eru einna hlynntastir aðild. Ari segist eiga erfitt með að sjá ísland fyrir sér utan náinnar samvinnu annarra Evrópuríkja, þó hann vilji ekki kaupa aðild að ESB hvaða verði sem er, og Markús Örn segist telja að leiðin liggi inn í bandalag Evrópuríkja í framtíðinni og að Sjálfstæðisflokkurinn eigi að stýra því hvernig og hvenær það gerist. A hinum vængnum eru Guðmundur Hallvarðsson sem segist vera andsnúinn aðild, að svo komnu máli, og Pétur H. Blöndal sem telur að ísland sé betur kom- ið utan Evrópusambandsins en innan. Leitað var til frambjóðendanna um það hvaða málefni þeir legðu mesta áherslu á. Davíð Oddsson forsætisráðherra sagðist í þessu efni vilja visa til starfa sinna í ríkisstjórn. Ari Gísli Bragason Minni ríkisafskipti Ari Gísli Bragason segist vilja efla Reykja- vík. Hann nefnir stækkun borgarinnar og það misrétti sem myndast hafi í kjördæmamálinu og leggur áherslu á jöfnun atkvæðavægis íbúa borgarinnar og annarra landsmanna. Hann segir nauðsynlegt að minnka ríkisaf- skipti. „Ég tel að ríkisstjómin eigi að halda áfram á þeirri braut sem hún fór inn á við að selja ríkisfyrirtæki og mætti raunar vera duglegri við það. Það er órökrétt að ríkið sé í samkeppni við borgarana. Nú þegar efna- hagshorfur fara batnandi á það að vera for- gangsverkefni næstu ríkisstjómar að lækka skatta." Segist hann vera frekar andvígur umsókn að Evrópusambandinu en vill að málið verði rætt í þaula. Þá sé nauðsynlegt að fylgjast almennt vel með þróuninni í heimsmálunum. Ari Edwald Lækkun ríkisútgjalda Ari Edwald leggur áherslu á það að hann sé að bjóða sig fram til að framfylgja stefnu Sjálfstæðisflokksins og verði því í aðalatriðum að fylgja þeirri stefnu sem mörkuð er á vett- vangi flokksins. „Ég hef verið í forystu fyrir stefnumótun meðal ungra sjálfstæðismanna á undanfömum árum, ekki síst um lækkun ríkisútgjalda sem ég tel enn vera brýnasta verkefni stjórnvalda því enn er halli á ríkissjóði. Ég tel að mikilvæg- asta leiðin við að móta stefnu til meiri velsæld- ar í framtíðinni sé að halda hlutdeild ríkisins í skefjum þegar efnahagslífið hjarnar við og það sé auðveldari leið en að skera niður. Ríkið verði sem sagt að taka minna til sín af aukn- ingunni en skattamir lækki og fyrirtækin fái svigrúm til að fjárfesta í þróunarstarfí og markaðsöflun." Hann segist vilja gefa stefnumótun í lög- gæslumálum og afbrotavörnum meira vægi og vekur máls á nauðsyn víðtækrar sáttar um Áherslumunur í Evrópumálum mikilvæga stefnumótun, til dæmis í mennta- málum, því stöðugleiki í stað sífelldrar endur- skoðunar sé ekki síður mikilvægur á slíkum sviðum en í efnahagsmálum. Asgerður Jóna Flosadóttir Uppstokkun liúsnæðiskerfis Ásgerður Jóna Flosadóttir leggur áherslu á að samfélagið verði mannvænt og leggur til uppstokkun á félagslega húsnæðiskerfínu í því sambandi. Segir hún að koma verði þeim lægst- launuðu til hjálpar og það verði best gert með þvi að lengja lánstíma félagslegs húsnæðis, til dæmis í 99 ár. Á móti mætti þrengja hópinn sem fær aðgang að kerfínu og fara yfír stöðu þeirra sem nú búa í félagslegum íbúðum með það í huga hvort þeir gætu nú farið á almenn- an markað. Þá telur hún mögulegt að lækka byggingarkostnað. Ásgerður vill stuðla að því að þeir foreldrar sem það vilja geti verið heima fyrstu æviár barnanna og fengið greidd laun fyrir það. Myndi það draga úr kostnaði við uppbyggingu og rekstur dagheimila. Hún vill hækka per- sónuafsláttinn þannig að hann miðist við 70 þúsund kr. lágmarkslaun á mánuði. Þá telur hún brýnt að fólk í sambúð og hjónabandi geti nýtt sér að fullu persónuafslátt maka. Einnig vill hún reyna að fínna leiðir til að koma í veg fyrir tvísköttun lífeyrisgreiðslna til ellilífeyrisþega. Björn Bjarnason Höfuðáhersla á utanríkismál Bjöm Bjamason leggur höfuðáherslu á stöðu íslands við nýjar alþjóðlegar aðstæður, þar sem huga þurfí að hagsmunagæslu með nýjum hætti. Hann segir að utanríkismálin verði að skilgreina upp á nýtt . Þar komi ekki síst at- vinnumál og menntun við sögu, því að með öllum ráðum verði að tryggja að þjóðin drag- ist ekki aftur úr öðmm. Beina beri kröftum landsmanna inn á nýjar brautir við upphaf nýrrar aldar, þar sem fjarlægðir hverfí og menntun nýtist meira en áður í alþjóðlegu samhengi. 1 mörgu tilliti þurfi menn að til- einka sér ný vinnubrögð. í þessu ljósi verði að skoða stöðu íslands um leið og hugað sé að þátttöku í samstarfi ríkja á Evrópuvett- vangi eða í öryggismálum. Björn vonar að í vetur takist að ná víðtæku samkomulagi á Alþingi um breytingar á kosn- ingalöggjöfínni sem leiði til jafnréttis borgar- anna og fækkunar þingmanna. Takist þetta ekki verði að vinna markvisst að málinu á næsta kjörtímabili. „Ég vil styrkja stöðu borgaranna gagnvart opinberu valdi. Ríkisvaldið verður að sýna borgurunum umhyggju, einkum þeim sem minna mega sín. Það verður einnig að koma fram af sanngirni, til dæmis við skattheimtu." Friðrik Sophusson Breytt forgangsröðun Friðrik Sophusson segir að tvö mál séu sér öðrum fremur hugleikin um þessar mundir. „Annars vegar þurfum við að vinna áfram að framgangi stefnunnar um nýskipan í ríkis- rekstri. Eitt af verkefnunum þar er að breyta forgangsröðun ríkisútgjalda til að búa okkur betur undir framtíðina en við gemm í dag. Hins vegar tel ég eitt brýnasta málið á næstunni vera að jafna atkvæðisréttinn," seg- ir Friðrik Sophusson fjármálaráðherra. Geir H. Haarde Efnahagsmál og alþjóðamál Geir H. Haarde segist hafa verið með annað augað á efnahagsmálum og hitt á alþjóðamál- um. Það muni ekki breytast. Síðan hafi hann komið að fjölmörgum öðmm málum í þing- nefndum og starfi sínu sem þingflokksformað- ur. Hann nefnir þó fyrst kjördæmamálið sem dæmi um mál sem hann vill beita sér fyrir að gangi í gegn í vetur. Geir vill halda áfram að auka fijálsræði í viðskiptum og atvinnulífi. Treysta undirstöður efnahagslífsins með því að laða að erlenda fjár- festingu. Hann vill halda áfram að endurbæta skattakerfíð og gera ríkisfjármálin nútímalegri en tekur jafnframt fram að íjármálaráðherra sé að gera margt gott í þeim efnum. Hann segist hafa áhuga á að taka þátt í að móta stefnuna á næstu árum þegar komi að mikilvægum ákvörðunum, það er um afstöð- una til Evrópusambandsins og könnun á mögu- leikum okkar vestur á bóginn. Segir Geir að erfitt sé að svara spumingum um Evrópusam- bandið fyrr en að loknum þjóðaratkvæða- greiðslum um aðild Norðurlandaþjóðanna en eins og staðan sé nú telji hann að íslendingar eigi að njóta ávaxtanna af EES-samningnum sem muni duga okkur um næstu framtíð. Guðmundur Halluarðsson Afnám tvísköttunar lífeyris Guðmundur Hallvarðsson berst fyrir afnámi tvísköttunar á lífeyrisgreiðslum. „Eg tel fulla ástæðu til að fylgja því eftir vegna þess órétt- lætis sem af því stafar og minni á að landsfund- ur Sjálfstæðisflokksins gerði sérstaka sam- þykkt um þetta mál.“ Guðmundur segist vera að leggja fram að nýju þingsályktunartillögu um lífeyrisréttindi hjóna. Þegar slit verði á hjúskap t.d. heima- vinnandi konu og útivinnandi karls haldi hann öllum lífeyrisréttindunum og skapi það mikið óréttlæti. Hann bendir á ýmsar leiðir í atvinnumálum. Varar til dæmis við því að fluttur sé út óunn- inn vikur þegar vitað sé að við eigum mikla möguleika á að vinna hann meira í landinu, t.d. fyrir blómaræktun í Hollandi. Hann vill efla skipasmíðaiðnaðinn. Þá bendir Guðmundur á að hann hafi flutt frumvarp til breytinga á tollalögum sem gerir ráð fyrir að komið verði upp tollfrjálsum verslunum fyrir áhafnir og ferðamenn á skemmtiferðaskipum á nokkrum stöðum á landinu, m.a. í Reykjavíkurhöfn. Guðmundur Kristinn Oddsson Mál unga fólksins Guðmundur Kristinn Oddsson segist leggja áherslu á þau mál sem snúa að ungu fólki. Hann nefnir jöfnun atkvæðisréttar sem hann segist reyndar vona að gangi í gegn í vetur. Hann vill stuðla að nýsköpun í atvinnulífínu með öllum tiltækum ráðum og bendir í því sambandi á þann fjölda sem kemur á vinnu- markaðinn á næstu árum. Telur hann að ríkið geti haft um þetta samvinnu við fyrirtækin í landinu, til dæmis með því að veita skattaf- slátt af því fé sem lagt væri í þróunarstarf. Guðmundur vill skera niður ríkisútgjöld en tekur fram að það þurfí að gera á réttan hátt. Ekki megi skera niður þar sem vaxtarsprotam- ir gætu legið. Hann vill að farið verði ofan í kjölinn á hveiju einasta ríkisfyrirtæki og allir möguleikar til spamaðar skoðaðir. Guðmundur gagnrýnir skattahækkanir á einstaklinga, segir að þær gangi gegn stefnu Sjálfstæðisflokksins og vill ganga lengra í einkavæðingu en ríkisstjómin hefur gert. Vill hann til dæmis einkavæða Rás 2 og jafnvel Ríkissjónvarpið. Katrín Fjeldsted Allra sjónarmiða sé gætt Katrín Fjeldsted leggur áherslu á mikilvægi þess að allra sjónarmiða sé gætt í stórum flokki. „Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið stór flokkur af því að fólkið í honum hefur náð samkomulagi. Þar er pláss fyrir mörg sjónar- mið og þarf svo að vera áfram. Eftir stefnu flokksins fer fylgi hans. Þröng fijálshyggja er á öðrum vængnum en ég tel að breiðfylking kjósenda fylgi mannúðarstefnu sem ég vil nefna svo. Ég tel mig vera fulltrúa þeirra sjálf- stæðismanna sem vilja efla listir og menningu. Flokkurinn á að standa vörð um velferðarkerf- ið sem hann hefur átt þátt í að skapa og á að styðja feimnislaust. Ég tel að þinglisti flokksins þurfi að endurspegla litróf þjóðfélags- ins og bendi á að af níu þingmönnum Sjálfstæð- isflokksins í Reykjavík nú eru aðeins tvær konur. Enginn læknir hefur setið á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn frá því Oddur Ólafsson hætti fyrir einum fjórtán árum.“ Katrín segir að atvinnuvegir þjóðarinnar þurfl að byggjast á umhverfismálum. Sjávarút- vegur, landbúnaður, orkumál og ferðaþjónusta eigi allt undir því að náttúrunni sé ekki spillt. Þá telur hún að heilbrigðisþjónustan standi sig vel og þar sé þekking og hugvit sem einnig megi nýta á erlendum vettvangi. Lára Margrét Ragnarsdóttir Fjármögnun heilbrigðiskerfisins Lára Margrét Ragnarsdóttir segist hafa unnið mest að heilbrigðismálunum á Alþingi. „Ég hef beitt mér í skipulagi og fjármögnun heilbrigðismála almennt svo og skipulagi sjúkrahúsmála hér í Reykjavík. Eg hef viljað skoða það hvernig við getum breytt fjármögn- uninni þannig að hún verði tryggari en hún hefur verið. Nauðsynlegt er að líta á framlög til heilbrigðiskerfísins sem tryggingar sem fólk hefur greitt fyrir og er að fá sem bætur þegar það veikist. Þá hef ég einn þingmanna Sjálf- stæðisflokksins opinberlega mótmælt tilvísana- kerfinu vegna þess að það er skerðing á val- frelsi fólks og í andstöðu við stefnu flokksins." Lára Margrét leggur ríka áherslu á eflingu atvinnulífsins og nefnir mikilvægi rannsókna og þróunarstarfs í því sambandi. Hún segir að ræða þurfí opið og fordómalaust um þá möguleika sem íslendingum bjóðast á alþjóða- vettvangi, bæði í ESB og vesturátt. í þessu sambandi megi menningarmálin ekki gleymast því virk menningarstarfsemi sameini landann í því alþjóðlega umhverfi sem þjóðin gangi sí- fellt meira inn í. Markús Örn Antonsson Málsvari Reykvíkinga á þingi Markús Örn Antonsson segist Ieggja höfuðá- hersluna á að verða málsvari Reykjavíkur og Reykvíkinga nái hann kjöri á þing. „Mér fínnst oft hafa skort verulega á það að sérmálum Reykjavíkurkjördæmis væri nægjanlega sinnt af þingmönnum. Það fer ekkert á milli mála að í fjárveitingamefnd og á öðram vígstöðvum á Alþingi er töluverð samkeppni milli landshluta og kjördæma og mér finnst að fulltrúar Reykja- víkur þurfí að hafa sig þar mjög í frammi til þess að tryggja að við göngum ekki með skarð- an hlut frá borði.“ Hann segir að helstu áhugamálin úr alls sautján ára starfi á vettvangi Reykjavíkurborg- ar muni fylgja sér yfír á þennan nýja vettvang að svo miklu leyti sem ríkið eigi að koma að málum. Segist Markús hafa sérstakan áhuga á að beita sér fyrir eflingu löggæslu og enn- fremur vegaurnbótum og umferðaröryggi í Reykjavík en þar eigi Vegagerð ríkisins að koma að. Spurður að því hvort hann teldi að íslending- ar ættu að sækja um aðild að Evrópusamband- inu segir Markús Öm að fá þurfí á hreint hveijir kostir þjóðarinnar séu. „Leið íslendinga mun liggja inn í bandalag Evrópuríkja í fram- tíðinni og Sjálfstæðisflokkurinn á að stýra því hvernig og hvenær það gerist." Pétur H. Blöndal Minni skattbyrði Pétur H. Blöndal segist leggja mesta áherslu á einföldun skattkerfisins og að minnka skatt- byrði. Einnig að draga úr halla ríkissjóðs og erlendum skuldum. Hann fellst á að þetta geti virst mótsagnarkennd markmið. „Það þarf að fara enn betur og skipulegar í gegn um útgjöld ríkissjóðs og spara á öllum sviðum, sérstaklega þarf að huga að velferðarkerfinu." Hann nefnir lífeyriskerfið sem hann segir að sé orðin ein allsheijar ófreskja sem enginn skilji. „Það þarf að einfalda það, gera það**- skilvirkara og koma í veg fyrir margsköttun." Pétur sér ekki ástæðu fyrir íslendinga til að sækja um aðild að ESB. Þjóðin sé betur komin utan bandalagsins eins og sakir standa. Hann telur að vel hafí tekist til hjá Sjálfstæð- isflokknum undanfarin ár. Til dæmis hafi verð- bólgan minnkað og samningurinn um EES lagað margt í íslensku viðskiptalífí. „En ég hef miklar áhyggjur af erlendum skuldum ís- lendinga því þær era skattar unga fólksins í framtíðinni og skattar barnanna minna svo og innlendum skuldum ríkissjóðs sem ekki hefur verið tekið á, m.a. stöðu Lífeyrissjóðs starfs- manna ríkisins.“ Sólveig Pétursdóttir Bætt réttarstaða barna Sólveig Pétursdóttir segir að helstu áhuga-r mál sín séu að bæta réttarstöðu bama og þeirra sem minna mega sín, era aldraðir og sjúkir eða þurfandi af öðrum orsökum. „Ég hef mik- inn áhuga á að breyta skattalögum þannig að persónuafsláttur nýtist að fullu milli hjóna. Einnig að tvísköttun á lífeyrisgreiðslum verði afnumin. Þá hef ég lagt áherslu á að atvinnu- rekendum sé fijálst að greiða konum laun í fæðingarorlofi án þess að það hafí áhrif á opinberar greiðslur.“ Sólveig segir að stefna verði markvisst að lækkun skatta en til þess þurfí að koma bönd- um á opinber útgjöld. Stjórnmálamenn megi ekki freistast til að ákveða meiri útgjöld en þjóðin hafi efni á. Aftur á móti kunni hæfileg þjónustugjöld að vera nauðsynleg, þau efli kostnaðarvitund og geri mögulegt að byggja upp þýðingarmikla starfsemi í stað þess að klifa á niðurskurði og samdrætti á þjónustu við almenning. Hún segir að á næsta kjörtímabili bíði enn- fremur mikil verkefni, eins og afstaðan til ESB og jöfnun atkvæðisréttar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.