Morgunblaðið - 27.10.1994, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 27.10.1994, Blaðsíða 42
42 FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER Í994 Stórglæsilegt úrval gull- og silfurskartgripa Sífeldar nýjungar fyrir dömur og herra á góðu verði SILFURBU Kringlunni 8-12 - Sími 689066 VIRKA Tískufataefni - Bútasaumsefni Nýkomin: Tölusending, smávörusending, nýtt jólafóndur o.fl. Vefnaðarvara á tveimur hœðum, 900 fm með útsölurými. Bútasaumsefni og námskeið á staðnum. Opið mánudaga til föstudaga frá kl. 9—18, á laugardögum frá 1. sept. tiíl. júnífrá kl. 10—14. VIRKA MÖRKINNI 3, SÍMI 687477 (við Suðurlandsbraut). fyrir 4-6 að eigin vaii, með a.m.k. tveimur tegundum áleggs. Ókeypis lítill skammtur af brauðstöngum og 1,5 lítri af gosi. Gildir til 30. nóvember. MORGUNBLAÖIÐ ÍDAG VELVAKANDI Svarað í síma 691100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Tapað/fundið Kvengleraugu fundust BRÚN gleraugu í brúnu hulstri fundust sl. laugar- dag á bílastæði skóladag- heimilisins við Blöndu- bakka. Eigandinn getur vitjað þeirra í síma 873587 eftir kl. 17.30. Úr fannst KARLMANNSÚR fannst á mótum Bankastrætis og Laugavegs á sunnudags- kvöld. Eigandinn má vitja þess í síma 12379. Kuldaskór töpuðust EINSTÆÐ móðir með tvo litla drengi gerði sér ferð í Kringluna til að kaupa kuldaskó á þá.,Fimm ára sonur hennar var svo ánægður með skóna sína að hann vildi endilega halda á þeim, í plastpokan- um merktum Skóverslun Steinars Waage. Þau tóku síðan strætisvagn á móts við Kringluna v/Miklu- braut, og þar í strætóskýl- inu gleymdi litli drengur- inn pokanum sínum, og er niðurbrotinn af þeim sök- um. Skilvís finnandi er vin- samlega beðinn að hringja í síma 72480 eftir hádegi. Vínberfundust SÁ SEM gleymdi vínbeij- um í bakka sl. þriðjudag á móts við hús nr. 21 við Hverfisgötu getur vitjað þeirra á lögreglustöðina við Hlemm. Gæludýr Týndar læður ÞRJÁR ársgamlar læður sem eru systur, þær Kola, Lísa og Lára, eru týndar. Þær eru auðþekktar bæði að lit og svo eru þær tölu- vert loðnar. Kola fór frá heimili sínu á Grettisgötu 19 í Reykjavík á hádegi sl. mánudag. Hún var með gula ól og merki en gæti hafa týnt því. Lísa hvarf úr Hafnarfirði fyrir u.þ.b. hálfu ári, Lára hvarf frá Höfn í Hornafirði fyrir u.þ.b. þrem vikum. Aðallit- urinn á þeim öllum er brúnn og svartur, einnig er grátt, gult og beige í þeim. Þær eru allar eins á litinn og kallast liturinn skjaldbökulitur. Þeirra er að sjálfsögðu sárt saknað og ef einhver gæti gefið upplýsingar um ferðir þeirra eða hvar þær eru níðurkomnar þá vinsam- lega hringi hann í síma 91-13732. Læðu vantar heimili HÁLFS árs gamla pers- neska læðu vantar heimili sem fyrst. Uppl. gefur Ásdís í síma 612332. Með morgunkaffinu COSPER BRIDS Umsjön Guöm. Páll Arnarson SPILARAR sem nota kröfugrand á móti hálita- opnun geta leyft sér að spila tvo-yfír-einum sem kröfu í geim. Þeir lenda þá ekki í vanda eins og þessum: Suður gefur; allir á hættu. Norður ♦ K103 V Í04 ♦ Á86 ♦ KG963 SÁ stutti er farinn að tala og hann taldi mig á að fá mér koníakssnafs með kaffinu. Vestur Austur Suður ♦ 4 V ÁDG63 ♦ KD1094 ♦ Á5 Vestur Norður Austur Suður 1 hjarta Pass 2 lauf Pass 2 tíglar Pass 2 grönd Pass 3 tíglar Pass Pass Pass Þótt ekkert geim sé borðleggjandi, er fráleitt að stansa í bút á svo sterk spil. Hvor á sökina, spyr Alan Lévy í nýjasta hefti Evrópu bridsblaðsins (Europæisk Bridge). Lévy miðar að sjálfsögðu við að svarið á tveimur laufum sá aðeins krafa í tvö grönd. Heyrum fyrst málsvörn spilaranna: Suður: „Ég gat ekki val- ið geimið strax við tveimur gröndum. Því var ekki um annað að ræða en lýsa spil- unum betur og láta makker taka lokaákvörðun." Norður: „Mér datt ekki í hug annað en að félagi væri með lágmarksopnun og vildi frekar spila tromp- samning með 5-5 í rauðu litunum." Þetta er algengur vandi í kerfí þar sem menn fara fíjálslega upp á annað þrep. Lévy skellir allri skuldinni hiklaust á suður og teflir í leiðinni fram at- hyglisverðri sagnvenju til að leysa þennan vanda. Lévy: Suður á að segja 3 spaða við 2 gröndum, sem sýnir 5-5 í hjarta og tígli og sterka opnun! Góð sagnvenja, en varla er við suður að sakast ef hann hefur ekki tekið hana upp. Víkveiji skrifar... VEIÐAR íslendinga í Barents- hafi og þjóðaraatkvæða- greiðslan um ESB-aðild eru fyrir- ferðarmikil mál í norskum fjölmiðl- um þessa dagana. í lesendabréfi frá Gunnhild Skjefstad í Hjardarholti, sem birtist í blöðunum Nordlys og Vestmannen, er lögð til frumleg lausn á þessum málum: „I stað þess að henda fjórum til fimm milljörðum á ári í botnlausu hítina í Evrópu, líkt og við verðum að gera með Evrópusambandsaðild, ættum við að veita Islendingum eingreiðslu upp á milljarð króna [sem samsvarar rúmlega tíu millj- örðum íslenskra króna]. Þá gætu þeir greitt niður nýju fiskvinnslufyrirtækin sín og skipin og þar með komið efnahag sínum í lag. Við megum ekki gleyma því að það er ekki lengra síðan en 1988-90 að hér ríkti kreppa og allsheijar svartnætti. Jafnvel þó að sólin skini á heiðskírum himni var það ekki sýnt í sjónvarpi. Ástæða fiskveiðikreppunnar hér [í Noregi] var einnig of mikil sókn í þorskstofninn. Það er þjóðar- skömm af því að norska ríkið — í formi strandgæslunnar — skuli skjóta á íslenskan tógara. íslend- ingar eru þjóð sem rekur ættir sín- ar til Noregs og þeir eru ekki mik- ið fleiri en íbúar Nordland-fylkis. Ég held að íslenski forsætisráð- herrann Davíð Oddsson hafi haft rétt fýrir sér er hann sagði okkur hafa gert slæman fiskveiðisamning við ESB og að Gro og félagar hafi þörf fýrir að draga athygli fólks frá því.“ XXX KUNNINGI Víkveija kynnti sér haust- og vetrartískuna á tískusýningu Módelsamtakanna á sunnudag. Að vanda var sýningin hin glæsilegasta og gat að líta sýn- ishorn af förðun, skartgripum, gler- augnaumgjörðum og hátískufatnaði fyrir börn, unglinga og fullorðna. Gestinum fannst hins vegar blettur á sýningunni að síðustu mínúturnar fyrir hlé skyldu notaðar til að kynna svokallaðan Kahlua- dans. Ungmenni í bolum merktum víntegundinni komu fram á sviðið og dilluðu sér í takt við tónlistina. Hér er að sjálfsögðu aðeins með dulbúna áfengisauglýsingu að ræða. En þar fyrir utan er varla við hæfi að láta unglinga taka þátt í tiltækinu. Vart þarf að taka fram að boðið var upp á Kahlua í hléinu. xxx REYNDAR má segja að áfengis- framleiðendur og umboðs- menn þeirra hafi upp á síðkastið færst allir í aukana í kynningum og óbeinum auglýsingum. Skemmtistaðir eru t.d. með vín- kynningar og auglýsa þær ófeimn- ir. Þegar auglýst er tilboðsverð á Egils vita allir að ekki er verið að kynna appelsín heldur öl. Og þegar auglýst er að Dilli og Tindur séu á stöðunum með kynningarverð þýðir það að Tindavodki og Dillons gin séu á tilboðsverði. Áfengisauglýs- ingar eru vitaskuld bannaðar en er nokkur leið að stöðva svona auglýs- ingar?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.