Morgunblaðið - 27.10.1994, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 27.10.1994, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREINAR FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 1994 25 Tónlist fyrir alla Tónleikar í Listasafni Kópavogs, Gerðarsafni NÚ Á laugardaginn 29. októ- ber kl. 16.00 flytja þau Bergþór Pálsson söngvari og Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari fjöl- breytta efnisskrá í Gerðarsafni, Listasafni Kópavogs. Þessir tónleikar marka upphaf að reglubundnu tónleikahaldi í þessu glæsilega menningarmust- eri Kópavogsbæjar. Bergþór og Anna Guðný hafa nú í vikunni heimsótt Kópavog og fengið til sín í Listasafnið skólaæsku bæjar- ins. Þetta er fyrsta heimsókn tón- listarfólks í skóla Kópavogs nú í vetur og er þá fram haldið tónlist- arkynningum í formi tónleika sem Kópavogsbær stóð fyrir síðastlið- inn vetur. I september síðastliðn- um heimsóttu þeir Kristinn Sig- mundsson og Jónas Ingimundar- son Selfoss og þau Camilla Söder- berg, Snorri Orn Snorrason og Sverrir Guðjónsson Akranes, en Þessir tónleikar á laug- ardaginn kemur marka, að mati Jónasar Ingi- mundarsonar, upphaf að reglubundnu tón- leikahaldi í glæsilegu menningarmusteri Kópavogsbæjar. um er að ræða einskonar sam- starfsverkefni bæjanna undir samheitinu „Tónlist fyrir alla“. „Ég sagði bara, þú syngur svo fallega að ég var næstum farinn að gráta,“ sagði níu ára snáði, sem sat hið næsta kennaranum, að loknum skólatónleikum okkar Kristins Sigmundssonar í Kópa- vogi á haustdögum í fyrra. Kenn- arinn hvíslaði „Segðu manninum það, sem þú sagðir mér,“ og söngvarinn beygði sig niður til að heyra orð drengsins. Þau eru mörg dýrmæt augna- blikin, af nægu er að taka og margt mætti segja. Drengurinn var einn af eitthvað á fjórða þús- und einstaklinga, sem Kristinn söng fyrir í Kópavogi þá vikuna og hóf þar með tónlistarkynning- arátakið þar í bæ. Ævintýrið „Tónlist fyrir alla“ hófst raunar á Selfossi haustið 1992. Fimm heimsóknir tónlistar- fólks komu í skóla bæjarins vetur- inn 1992-93 og fór hver heim- sókn fram með þeim hætti að nemendum var skipt í hópa eftir aldri og flutti tónlistarfólkið efnis- skrá sína með kynningum. Skóla- tónleikarnir fóru fram á skólatíma og hverri heimsókn lauk með op- - kjarni málsins! inberum tónleikum. Sú tilraun sem þarna fór af stað reyndist með þeim hætti að ákveðið var að halda áfram veturinn eftir, þ.e. 1993-94. Akranes og Kópavogur komu til liðs, og kynningarnar fóru fram með sama hætti. Fimm efnisskrár á hveijum stað, alls 15 heimsókn- ir, og lauk með ferð Sinfóníuhljóm- sveit íslands í mars 1994. Aðeins nánar um þátt Sinfóníu- hljómsveitarinnar í þessu sam- hengi. Hljómsveitin hélt skólatón- leika með sérstakri efnisskrá á hveijum stað auk opinberra tón- leika með glæsilegri efnisskrá, Wagnerforleik, Fiðlukonsert eftir Tsjajkovskíj, íslensk lög sungin af viðstöddum og dansaður var ball- ett við Bolero eftir Ravel, enda tónleikarnir í íþróttahúsum bæj- anna. Þessa einu viku marsmánað- ar lék SI fyrir 8-9 þúsund ein- staklinga á þessum þrem stöðum. Lítum aðeins á Selfossheimsókn- ina sérstaklega. Eins og ljóst má vera af framanrituðu var heim- sókn SÍ til Selfoss tf- unda heimsóknin sem skólaæska staðarins hafði fengið þessa tvo vetur undir nafninu „Tónlist fyrir alla“. Að sjálfsögðu fjölmenntu nemendur Selfoss, það þarf engan að undra, en einnig komu næst- um allir skólanemar úr nánast öllum skólum Árnessýslu til að njóta leiks hljómsveitarinnar og var íþróttahús stað- arins yfirfullt tvisvar sinnum þann daginn. Þarna kom til frábært starf skipuleggjenda á svæðinu og einnig það að heimsóknir lista- fólksins höfðu vakið athygli. Allir luku upp lofsorði, starfs- fólk skólanna, börnin á öllum aldri, bæjaryfir- völd, hljómsveitin og tónleikagestir á Ijöl- sóttum tónleikum hljómsveitarinnar um kvöldið. Um þetta allt mætti skrifa langt mál, en það bíður betri tíma. Mjög margir víða af landinu hkfa haft sam- band við mig út af þessari hugsjón, sem þessi þijú bæjarfélög hafa með eftirtektar- verðum hætti komið í framkvæmd. Ég sé fyrir mér undur gerast, sem draga má mikinn lærdóm af. Höfundur er pianóleiknri. ULLARFRAKKI KR. 9.895 LAMBSULLARTREFILL KR. 1.195 SKÓR KR. 3.995 JAKKAFÖT M/VESTI KR. 14.895 BÓMULLARSKYRTA KR. 1.995 SILKIBINDI FRÁ KR. 989 SKÓR KR. 3.995 ÞYKKUR ULLARJAKKI KR. 9.895 RÚLLUKRAGAPEYSA „TWEED" KR. 2.995 FLAUELSBUXUR FRÁ KR. 2.495 SKÓR KR. 2.995 ULLARBLASER „TWEED" KR. 8.895 BUXUR ULLARBL. KR. 3.995 RÚSKINNSVESTI KR. 2.995 BÓMULLARSKYRTA KR. 1.995 SILKIBINDI FRÁKR. 989 SKÓR KR. 3.995 JAKKAFOT KR. 9.895 BÓMULLARSKYRTA KR. 1.995 SILKIBINDI FRÁ KR. 989 SKÓR KR. 2.995 ULLARBLASER KR. 6.895 BUXUR M/BELTI KR. 2.995 VESTI KR. 2.495 BÓMULLARSKYRTA KR. 1.995 SILKIBINDI FRÁ KR. 989 SKÓR KR. 2.995 HAGKAUP KRINGLUNNI Grænt númer póstverslunar 996680 Jónas Ingimundarson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.