Morgunblaðið - 27.10.1994, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.10.1994, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B/C/D/E 11 STOFNAÐ 1913 245. TBL. 82. ARG. FIMMTUDAGUR 27. OKTOBER 1994 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Fjandskap Jórdana og ísraela í 46 ár lýkur með undirritun friðarsamnings Við höfum brotið hlekki fortíðariimar Arava. Reuter. „VIÐ HÖFUM brotið hlekki fortíðarinnar, sem hafa bundið okkur svo lengi í skugga styijalda og þjáninga," sagði Bill Clinton, forseti Bandaríkjanna, þegar hann fagnaði undirritun friðarsamnings Jórdan- íu og ísraels í gær. Með honum var bundinn endi á fjandskap ísraela og Jórdana í 46 ár. Yitzhak Rabin, forsætisráðherra ísraels, og Hussein, konungur Jórdaníu, undirrituðu samninginn að viðstöddum 5.000 gestum í Arava-eyðimörkinni fyrir sunnan Dauðahaf. Þúsundir her- og lögreglumanna girtu af svæðið þar sem athöfnin fór fram og mikill viðbúnaður var í Israel og Jórdaníu vegna ótta við hermdarverk. Ýmsar hreyfingar heittrúarmanna meðal múslima eru andvígar friðarsamningnum og var honum mótmælt í Amman, höfuðborg Jórdaníu, í gær. Þá hef- ur Hamas-hreyfingin meðal Pal- estínumanna hótað að beijast gegn honum með öllum ráðum og PLO, Frelsissamtök Palestínumanna, saka ísraela um svik með því að gera Jórdani að gæslumönnum helgra staða í Jerúsalem. Dagar þjáninga liðnir Eftir undirritunina sagði Rabin að nú væri kominn tími til að láta sig ekki aðeins dreyma um betri framtíð, heldur gera hana að veru- leika, og Hussein sagði að með guðs hjálp væru dagar dauða og þjáninga liðnir. Clinton, forseti Bandaríkjanna, sem skrifaði undir friðarsamning- inn sem vottur, kom til Jórdaníu frá Kaíró í Egyptalandi en hann mun fara til sex ríkja í Miðaustur- löndum í ferðinni. í gærkvöld ætl- aði hann að ávarpa jórdanska þing- ið í Amman en sumir þingmenn hugðust ekki mæta til fundarins í mótmælaskyni. Frá Jórdaníu fer Clinton til Damaskus í Sýrlandi til viðræðna við stjómvöld þar og síð- an til ísraels, Kúveits og Saudi- Arabíu. Sýrland næst? Samningurinn, sem var undirrit- aður í gær, er sá þriðji, sem ísrael- ar gera við araba, en þeir tveir fyrri vom við Egypta og Palestínu- menn. Er vonast til, að sá fjórði geti orðið við Sýrland þrátt fyrir, að mörg ljón séu á veginum. Sýr- landsstjórn er ekki sátt við samn- ing ísraela og Jórdana en hún lýsti yfir í gær, að hún myndi gera allt til að greiða fyrir allsheijarfriði í Miðausturlöndum. Um leið vartek- ið fram, að skilyrði fyrir friðar- samningi við ísraela væri, að þeir skiluðu Gólanhæðunum. Einhugur í ísrael Samningur Israela við Jórdani var auðveldari en við Egypta og Palestínumenn og í ísrael nýtur hann almenns stuðnings ef undan eru skildir öfgafyllstu hóparnir. í Jórdaníu eru skoðanir aftur skipt- ar enda Palestínumenn fjölmennir þar og atburðirnir gerðust svo hratt, að almenningur virðist ekki vera búinn að átta sig á því að erkióvinurinn í hálfa öld sé orðinn vinur. Reuter BILL Clinton, forseti Bandaríkjanna, klappar fyrir þeim Hussein, konungi Jórdaníu, og Yitzhak Rab- in, forsætisráðherra ísraels, eftir að þeir höfðu undirritað friðarsamninginn. í ræðu, sem hann flutti I jórdanska þinginu í gærkvöld, lofaði hann þá, sem störfuðu að friði, en fordæmdi fjandmenn friðar- ins, „ógnaröflin, sem breiða yfir sig blæju trúar og þjóðemisstefnu og kynda undir ofbeldi". Varað við lélegu viðhaldi á rússneskum olíuleiðslum Telja alvarlega olíu- leka óhjákvæmilega Ósló, Moskvu. Reuter. NORSKIR sérfræðingar sögðu í gær að viðhaldið á olíu- og gas- leiðslum í fyrrverandi lýðveldum Sovétríkjanna væri svo lélegt að alvarlegir olíulekar væru óhjákvæmilegir. Rússneskir embættis- menn héldu í gær með flugvélum til Pechora-fljóts í norðurhluta Rússlands til að stöðva olíuleka sem ógnar viðkvæmu lífríkinu þar. „Margar af leiðslunum eru að ryðga í sundur og það er mikið vandamál," sagði Egil Bergsager, sem stjórnar olíurannsóknum við Rogalands-rannsóknastofnunina í Stafangri. Álverð í 1.800 dollara London. Reuter. ÁLVERÐ fór yfir 1.800 dollara tonn- ið í gær og hefur ekki verið hærra í fjögur ár. Er ástæðan vaxandi þróttur í efnahagslífinu víða um heim og horfur á aukinni eftirspum. Álið fór hæst í 1.815 dollara og segja markaðssérfræðingar, að verð- ið muni haldast hátt svo lengi sem helstu álframleiðsluríki standi við samninginn um að draga úr fram- leiðslunni. Er það haft eftir áhrifa- mönnum í evrópska áliðnaðinum, að það muni verða gert. Á þessu ári hefur verð á málmi hækkað um þriðj- ung til jafnaðar. Reutcr Konungsgersemar UM ÞESSAR mundir fer fram sýning í Moskvu á eftirlíkingum á frægustu djásnum bresku krúnunnar en þau eru eins og margir vita geymd í Lundúnaturni. Var henni komið upp i tilefni af heim- sókn Elísabetar drottningar til Rússlands. Ekki er annað að sjá en þessi rússneska kona sé gagntekin af dýrðinni þótt úr gleri sé. Bandarískir embættismenn telja að allt að tvær milljónir fata af hráol- íu hafi lekið í Pechora-fljót og vald- ið allt að átta sinnum meirí mengun en í Exxon Valdez-slysinu við strönd Alaska árið 1989. Rússneskir emb- ættismenn segja þetta ýkjur og telja að líklega hafi um 14.000 tonn (104.000 föt) lekið í fljótið. Talið er að olían berist út í Barentshaf. Norskir sérfræðingar eru sann- færðir um að margir smærri olíu- og gaslekar í fyrrverandi sovétlýð- veldum hafi átt sér stað án þess að skýrt hafi verið frá þeim. „Eins og svissneskur ostur“ Thomas Palm, talsmaður Bellona, norskrar náttúruverndarhreyfingar, sagði að leiðslurnar væru sífellt að leka. „Rússnesku leiðslurnar eru í hræðilegu ástandi," sagði hann. „Samkvæmt okkar upplýsingum lek- ur burt um 10-30% allrar olíunnar í Rússlandi vegna lélegs viðhalds." Náttúruverndarsamtökin Græn- friðungar sögðu að rússnesk olíufyr- irtæki héldu áfram að dæla olíu um gasleiðslurnar þótt þær væru „eins götóttar og svissneskur ostur“. Stríð um frysti- hús í Suðurey Þórshöfn. Morgunblaðið. EFTIR að Fiskavirkning, sem rekur nú níu frystihús í Færeyjum, ákvað á laugardag að loka frystihúsinu í Vogi á Suðurey hefur skapast „striðs- ástand“ á eyjunni. Mikið atvinnuleysi hefur lengi verið í Vogi, næststærsta bænum á Suðurey, og frystihúsið hefur verið nánast eini vinnustaður- inn þar í langan tíma. Framkvæmdastjóri Fiskavirkning, Bjarti Mohr, segir að þeirri ákvörðun að loka frystihúsinu þar til næsta sumar verði ekki breytt. Fiskavirkn- ing hafí ekki fé til að halda rekstrin- um áfram, auk þess sem of lítill fisk- ur berist að landi. íbúar Vogs hafa hótað að grípa til harkalegra aðgerða verði frysti- húsið ekki opnað að nýju. Einn af þingmönnum nýja flokksins í Færeyj- um, Verkamannafylkingarinnar, hef- ur sagt að beiti landstjómin sér ekki fyrir því að frystihúsið verði rekið í vetur hafi það alvarleg áhrif á stjórn- arsamstarfið. Flokkurinn hefur þó ekki enn sett stjóminni úrslitakosti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.