Morgunblaðið - 27.10.1994, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 27.10.1994, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÍDAG Árnað heilla ÁRA afmæli. í dag, 27. október, er sex- - tug Kristjami Jónsdóttir, fyrrum húsfreyja í Guf- udal, A.-Barð., nú búsett á Smiðjustíg 4, Stykkis- hólmi. Hún verður að heim- an á afmælisdaginn. SKAK Umsjón Margeir Pétursson ÞESSI staða kom upp á Skákþingi íslands í Vest- mannaeyjum síðsumars. Helgi Ólafsson (2.520) stór- meistari var með hvítt en Þröstur Þórhallsson (2.460) alþjóðlegur meistari var með svart og átti leik. Helgi er tveimur peðum yfir í drottningarendatafli , sem hefði átt að tryggja sig- ur en honum fórst úrvinnslan illa úr hendi og Þröstur fann i laglega jafnteflisleið: 101. — Dxe6! (Vinnur annað peðið því eftir 102 Dxe6? væri svartur patt. Nú er skákin jafntefli, því svarti kóngurinn er svo nálægt hvíta c-peðinu) 102. Kb7 — Df7+ 103. Kb6 - De6! 104. Kb7 - Df7+ 105. Kb8 - Df4+ 106. Ka8 - Dc7,107. Db6 - Kd7, 108. Db7 - Kd8, 109. c6 - Da5+, 110. Kb8 - De5+, 111. c7+ - Kd7, 112. Dc8+ - Kc6, 113. Da6+ - Kd7, 114. Da4+ - Ke7, 115. Kb7 - Db2+, 116. Ka7 - Df2+ og skömmu síðar kom þessi staða upp í þriðja skipti og skákin varð jafntefli. Þrír stórmeistarar tefldu á íslandsmótinu. Þeir urðu efstir og jafnir og auka- keppni þeirra Helga Ólafs- sonar, Jóhanns Hjartarsonar og Hannesar Hlífars Stef- ánssonar stendur yfír þessa viku í Vestmannaeyjum. Teflt er daglega frá kl. 17 í hátíðarsal Sparisjóðs Vest- mannaeyja. LEIÐRÉTT í FRÉTTASKÝRINGU um loðnuverksmiðjur í Verinu þann 19. október síðastliðinn var ranglega hérmt að Andri hf. stæði straum af 45% kostnaðar við byggingu verksmiðju á Fáskrúðsfirði. Hið rétta er að allir eigendur verk- smiðjunnar greiða í sam- einingu 45% kostnaðar við bygginguna af eigin fé. Beðist er velvirðingar á þessu. Pennavinir ÞRJÁTÍU og fimm ára einhleyp kona frá Hawaii með áhuga á tónlist, garð- yrkju, ferðalögum, og hundum: Lucy Lee, P.O. Box 8593, Honolulu, HI 96830-0593, U.S.A. SAUTJÁN ára japönsk stúlka sem hefur mikinn áhuga á íslandi og því sem það hefur að geyma: Yoko Ohharna, 2-16-3 Daiyaland, Nagasaki-slii, Nagasaki-ken, 850 Japan. rr ÁRA afmæli. í dag, | 027. október, er sjötíu og fimm ára Bjarni Helga- son, Eyjaholti 8, Garði. Eiginkona hans er Elísabet Þórhallsdóttir. Þau taka á móti gestum á heimili dótt- ur sinnar og tengdasonar í Hraunholti 8, Garði, föstu- daginn 28. október eftir kl. 19. Ljósm. Myndsmiðjan, Akranesi BRÚÐKAUP. Gefm voru saman 30. júlí sl. í Reyk- holtskirkju af sr. Geir Wa- age Margrét Eygló Karls- dóttir og Karl Ómar Karlsson, til heimilis á Dalbarði 6, Eskifirði. GULLBRÚÐKAUP eiga í dag, 27. október hjónin Sigríð- ur Gísladóttir og Sveinbjörn Jóhannesson, Hofsstöðum, Garðabæ. Þau verða að heiman. Farsi <Xttu má,ab þab sí ofsaLb? f>a& kosta&L heilmik)nn,$i>/ta Optárah e/daþetfa.! HÖGNIHREKKVÍSI „ htAK/N VAR SEHPUR i STUETU." STJÖRNUSPÁ SPORÐDREKI Afmælisbarn dagsins: Þú hefurgott viðskiptavit og getur náð góðum árangri ílífinu. Hrútur (21.mars- 19. apríl) Þú færð góðar fréttir fjár- hagslegs eðlis, en einhver misskilningur getur komið upp í vinnunni. Sinntu fjöl- skyldunni í kvöld. Naut (20. apríl - 20. maí) Einhver kemur ekki hrein- skilnislega fram við þig, en sambandið við ástvin gæti ekki verið betra. Njótið kvöldsins saman. Tvíburar (21.maf-20.júní) Vegna villandi upplýsinga þarftu að vera vel á verði í viðskiptum dagsins. Þróunin í fjármálum verður þér hag- stæð. Krabbi (21. júní — 22. júlí) Leyfðu ástvini að hafa eigin skoðanir og gerðu ekki of miklar kröfur. Þá verða sam- verustundimar enn ánægju- legri. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Eitthvað fer öðruvísi en ætl- að var í vinnunni, og erfítt getur verið að afla upplýs- inga. En heima gengur allt að óskum. Meyja (23. ágúst - 22. september) Þú átt góðar viðræður við ráðamenn og samningar um fjármál ganga vel í dag. Þú ættir að sækja vinafund í kvöld. Vog (23. sept. - 22. október) Ættingi getur þurft á aðstoð þinni að halda í dag. Hafðu augun opin fýrir nýjum tæki- færum sem þér bjóðast í vinnunni. Sþoródreki (23. okt. - 21. nóvember) Einhver sem þú átt sam- skipti við fer undan í flæm- ingi. Mál sem lengi hefur vafist fyrir þér skýrist að fullu í dag. Bogmaóur (22. nóv. - 21. desember) m Það er margt að gerast, og þér berast góðar fréttir varð- andi peninga. Varastu þá sem vilja misnota sér vel- gengni þína. Steingeit (22. des. - 19.janúar) m Þú átt ef til vill erfitt með að taka ákvörðun í dag, en gættu þess að enginn mis- skilji þig. Þér verður boðið út í kvöld. Vatnsberi (20.janúar- 18. febrúar) ðh Eitthvað liggur ekki ljóst fyrir í vinnunni, en þér tekst engu að síður að styrkja stöðu þína. Hafðu augun opin. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Þér finnst þú ekki geta fylli- lega treyst einhveijum sem þú átt samskipti við í dag, en ástvinir eiga saman gott kvöld. Stjörnusþdna á að lesa sem dœgradvöl. Sþár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vísindalegra staó- reynda. FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 1994 43 Ókeypis lögfræðiaðstoð á hverju fimmtudagskvöldi milli kl. 19.30 og 22.00 í síma 11012. ORATOR, félag laganema. Pl a 1 1 1 1 1 1 1 B Ritsafniö RÆTUR ÍSLENZKRAR MENNINGAR eftir Einar Pálsson er nú orðið mesta verk, sem ritað hefur verið um fornmenningu íslendinga. Ritsafnið er jafnframt gjörólíkt öðrum bókum, sem ritaöar hafa veriö um þau efni. Lesandinn kynnist nýjum við- horfum og nýjum möguleikum í hverjum kafla ritsafnsins. Þetta ritsafn er ómissandi öllum, sem láta sig varða sögu vora og uppruna. Bókaútgáfan Mímir, Sólvallagötu 28, Reykjavík, sími 25149. 1 1 1 : á 1 8 ’£ 1 a OLYMPUS Þegar hvert orð skiptir máli! OLYMPUS DIKTAFÓNAR Notaðir af læknum, lögreglu, blaðamönnum, skólafólki og fl. Margar gerðir fáanlegar, verð frá kr. 8.795,- Borgartúni 22 ® 61 04 50 Fiskihlaðborð í Óðinsvéum Veitingahúsið Óðinsvé við Óðinstorg býður nú upp á fiskihlaðborð í hádeginu á fimmtudögum og föstudögum næstu vikurnar. Á hlaðborðinu er úrvai heitra og kaldra rétta og má þar m.a. finna: Sjávarréttaljúfmeti, fiskigratín, ýsubuff, fiskibollur, plokkfisk, graflax, sjávarréttasalat, rauðsprettuflök í raspi, fiskipate, smálúðurúllur fylltar rækjufarsi, blandaða síldarrétti, allskonar salöt, sósur og meðlæti ásamt glóðvolgum, nýbökuðum brauðum. Og þá er bara að drífa sig. P.s. Smámál, verðið er aðeins 1.190,-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.