Morgunblaðið - 27.10.1994, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 27.10.1994, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 1994 3 FRÉTTIR Ahugier áECU- bréfum ÚTTBOÐUM á ECU-tengdum spariskírteinum til 5 ára og verðtryggðum spariskirteinum til 5 og 10 ára lauk með opnun tilboða hjá Lánasýslu ríkisins í gær. Alls bárust 22 gild tilboð í ECU-tengd spariskírteini að fjárhæð 401 milljón króna. Heildarfjárhæð tekinna tilboða er 243 milljónir króna frá 15 aðilum. Meðalávöxtun sam- þykktra tilboða er 8,58% og er það í samræmi við þau kjör sem ríkissjóður nýtur erlendis á hlið- stæðum bréfum. Meðalávöxtun er 0,04% hærri nú en í tilboðum sem tekin voru 12. október sl. Tvö tilboð bárust í verð- tryggð spariskírteini til 5 og 10 ára, en lágmarksfjárhæðin, 100 milljónir, náðist ekki. Tveir sækja um stöðu ríkisbókara TVEIR höfðu sótt um stöðu rík- isbókara þegar umsóknarfrest- ur um stöðuna rann út á mánu- dag. Umsækjendur eru Gunnar H. Hall, skrifstofustjóri Hag- stofu íslands, og Gunnar Rafn Einarsson, í yfirskattanefnd. Sá fyrmefndi er viðskiptafræð- ingur með MS-gráðu í hag- fræði. Hinn er viðskiptafræð- ingur og löggiltur endurskoð- andi. Torben Friðriksson lét af störfum ríkisbókara 1. ágúst í sumar. Magnús Pétursson, ráðu- neytisstjóri í fjármálaráðuneyt- inu, sagði að skipað yrði í stöð- una á næstunni. Bruggaðí fiskikari LÖGREGLAN stöðvaði starf- semi tveggja brugghúsa í Reykjavík í fyrrakvöld. Á öðr- um staðnum var um að ræða fullkomna verksmiðju þar sem lagt hafði verið í 800 lítra af gambra í fiskikar en alls var þar unnt að Ieggja í 1.600 lítra samtímis að sögn lögreglu. Þar fundust einnig 40 lítrar af eimuðum landa auk fullko- minna 200 lítra eimingartækja, sem notuð eru til að breyta gerjuðum gambranum í sterkan landa. Forsvarsmaður starfseminn- ar hefur í yfirheyrslum hjá fíkniefnalögreglunni játað að hafa selt um 380 lítra af landa til unglinga. Hjá hinum bruggaranum sem lögreglan heimsótti í fyrrakvöld fundust-35 lítrar af landa, auk lítilræðis af amfetamíni. Lánlausir lottóspilarar EKKI riðu landsmenn feitum hesti frá drætti í Víkingalottó- inu í gærkvöldi. Fyrsti vinningurinn, að upp- hæð 49,3 milljónir, gekk ekki út. Þrír hæstu vinningarnir á íslandi gengu heldur ekki út en 177 voru með 4 tölur réttar og fengu rúmar 2000 kr. hver. Fyrsti vinningur verður tvö- faldur næst og verður hann væntanlega vel yfir 100 millj. Morgunblaðið/Ragnar Pálsson Brúðönd í heimsókn BRÚÐÖND hefur verið á Tjörn- inni í Reykjavík undanfarna viku, en hingað hefur fuglinn líklega flækst frá meginlandi Evrópu. Ævar Petersen, nátt- úrufræðingur, segir að brúð- öndin eigi uppruna sinn í Norð- ur-Ameríku og sé ekki fjarskyld húsöndinni, sem er að finna hér á landi. „Brúðendur hafa verið fluttar inn í andagarða á megin- landi Evrópu og mér finnst lík- legt að þessi karlfugl hafi slopp- ið úr slíkum garði, enda er hann gæfur. Hér hefur brúðönd sést tvisvar sinnum áður, fyrst fyrir 20 árum.“ Ævar sagði að erfitt væri að segja til um hvort fugl- inn myndi dvelja áfram á Tjörn- inni. Hann gæti sest hér að, enda væri hann nógu gæfur til að nýta sér brauðgjafir mann- anna. Suðurlandsbraut 4 • Sími 603878 fös. kl. 9.00-18.00, laug. kl. 10.00-14.00 Skógrækt með Skeljungi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.