Morgunblaðið - 27.10.1994, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.10.1994, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ h FRÉTTIR Tillaga 6 þingmanna stjórnarandstöðu Nefnd kanni emb- ættisfærslu um- hverfisráðherra Morgunblaðið/Þorkell BRYNHILDUR Þórarinsdóttir afhendir Einari Sigurðssyni fyrsta framlagið. Þjóðbókasjóður stúdenta SEX þingmenn stjómarandstöð- unnar hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um skipun rann- sóknarnefndar níu alþingismanna til að kanna embættisfærslu um- hverfismálaráðherra gagnvart starfsmönnum embættis veiði- stjóra er hann tók ákvörðun um að flytja embættið frá Reykjavík til Akureyrar. Áhersla skal lögð á réttarstöðu starfsmanna. Vísað er til 39. greinar stjómarskrárinnar í þessu sambandi og nefndinni gert að skila skýrslu um málið fyrir 31. janúar næstkomandi. Akvörðun án samráðs við starfsmenn í greinargerð með tillögunni segir að ákvörðun um flutning embættisins hafí verið tekin fyrir- Bréfsími Toyota stoppaði ekki TOYOTA-umboðið birti óvenju- lega auglýsingu í Morgunblaðinu í gær. Þar birtist teikning og þeir sem vildu vita hvað þama var á ferð, áttu að faxa inn nafn og faxnúmer. Að sögn Lofts Ásgeirssonar hjá Toyota vora viðbrögðin ótrúleg. Faxtækið stoppaði ekki allan dag- inn með fyrirspurnum, bæði frá einstaklingum og fyrirtækjum, og svörin vom send um hæl. Sagði Loftur að leiknum yrði haldið áfram og næsta teikning birtist í blaðinu á morgun. varalaust án nokkurs samráðs við starfsmenn embættis veiðistjóra sem fyrst fengu að vita af ákvörð- uninni eftir að hún var tekin. Umhverfísráðherra hafí kynnt ákvörðunina á blaðamannafundi 19. janúar og formlega hafí veiði- stjóra verið kynnt málið 7. febr- úar, en ætlunin er að stofnunin hefji starfsemi á Akureyri 1. febr- úar næstkomandi. Alvarleg málsatvik Ennfremur segir að ástæða sé einnig til þess að ætla að rætur þessarar ákvörðunar megi rekja til persónulegs árekstrar umhverf- isráðherra við starfsmenn embætt- isins á óskyldum vettvangi. Þar sem hér sé um mjög alvarleg málsatvik að ræða sem hugsan- lega varði við lög og alþjóðlegar skuldbindingar, eins og segir í greinargerðinni, sé eðlilegt að sér- stök rannsóknamefnd sé skipuð. Orðrétt segir: „Flutningsmenn þessarar tillögu fá ekki betur séð en að umhverfisráðherra hafí í málafylgju sinni gagnvart starfs- mönnum veiðistjóraembættisins beitt mikilli valdníðslu, auk þess að brjóta gegn óskrifuðum lögum um mannleg samskipti. Fyrir utan þann miska sem viðkomandi starfsmenn og aðstandendur þeirra hafa orðið að þola er hætt við að vinnubrögð ráðherra í þessu máli vinni gegn almennum áform- um um flutning ríkisstofnana. Hið sama má einnig segja um fram- komu ráðherrans gagnvart starfs- mönnum Landmælinga ríkisins og Skipulags ríkisins í tengslum við athugun á flutningi þessara stofn- ana á fyrri hluta árs 1994.“ Flutningsmenn tillögunnar eru alþingismennimir Hjörleifur Gutt- ormsson, Finnur Ingólfsson, Jón Helgason, Kristín Astgeirsdóttir, Kristín Einarsdóttir og Svavar Gestsson. STÚDENTAR við Háskóla íslands afhentu í gær stjórn Landsbóka- safns íslands - Háskólabókasafns fyrsta framlag í nýjan Þjóðbóka- sjóð stúdenta. Framlagið var 700.000 krónur og var það af- rakstur söfnunar meðal stúdenta sjálfra og innan Háskólans. Þetta er fyrsti ávöxtur Þjóðar- átaks stúdenta til eflingar hinu nýja þjóðbókasafni sem opnar í GREIÐSLUR sveitarfélaga til ákveð- inna verka umfram fjárhagsáætlun eru ekki taldar bijóta í bága við sveit- arstjómarlög sé nýrrar heimildar aflað síðar með lögformlegum hætti. Fram hefur komið að framlög úr bæjarsjóði Hafnarfjarðar til listahá- tíðar á síðasta ári voru mun hærri en upphafleg fjárhagsáætlun sagði til um. Þar var kveðið á um 10 millj- óna framlag en búið var að greiða 34 milljónir umfram tekjur af hátíð- inni úr bæjarsjóði áður en fjárhags- áætlun bæjarins var endurskoðuð og Þjóðarbókhlöðunni 1. desember nk. Markmið þess er að efla kaup á nýjum vísindaritum í öllum fræðigreinum, en athugun stúd- enta hefur leitt í Ijós að íslending- ar standa öðrum þjóðum þar langt að baki. Stúdentar vildu ganga á undan með góðu fordæmi og hafa á undanförnum tveimur vikum safn- að fé í eigin röðum og innan Há- framlag til hátíðarinnar hækkað. í sveitarstjórnarlögum segir að til útgjalda sem ekki eru lögbundin, samningsbundin eða leiði af fyrri samþykkt sveitarstjórar megi ekki stofna nema til komi samþykki sveit- arstjómar. Algengt að fjárhagsáætlanir standist ekíki Magnús Óskarsson fyrrverandi borgarlögmaður sagði að algengt væri að fjárhagsáætlanir sveitarfé- laga stæðust ekki. Þegar slíkt kæmi skólans m.a. með sölu á barm- merki átaksins. Fulltrúar stúdenta, þau Bryn- hildur Þórarinsdóttir, fram- kvæmdasljóri Stúdentráðs, Kam- illa Rún Jóhannsdóttir, Helga Hlín Hákonardóttir og Guðrún Hálf- dánardóttir, afhentu Einari Sig- urðssyni, landsbókaverði, stofn- framlag Þjóðbókasjóðsins við at- höfn í Þjóðarbókhlöðunni. í ljós, yrði að afla nýrrar fjárheimild- ar og þá væri komin lögformleg ákvörðun um að veija peningunum úr sveitarsjóði. Auðvitað væri ámæl- isvert ef langur tími liði frá því um- framfjárútlát yrðu þar til heimildin væri staðfest, en ekki ólöglegt. Aukafjárveitingar voru af sama toga. Þá ráðstöfuðu ráðherrar fé án þess að heimild væri fyrir því og eftir á voru samþykkt fjáraukalög. Magnús sagði að þetta hefði þótt aðfinnsluvert og nú fær hver ráð- herra sérstakt framlag á fjárlögum. Útgjöld s veitarfélaganna umfram fjárhagsáætlun Ekkí ólöglegt að leita heimildar eftir á Ákveðið að nota óráðstafaðar heimildir til útflutningstrygginga Reynt að viðhalda mörkuðum fyrir síldarafurðir í Rússlandi RÍKISSTJÓRNIN hefur samþykkt að tillögu sjávarútvegsráðherra að nýta óráðstafaðar heimildir til út- flutningstrygginga samkvæmt gildandi lögum og segist ráðherra binda vonir við að þessi ákvörðun geti greitt fyrir því að hægt verði að viðhalda mörkuðum fyrir síld- arafurðir í Rússlandi. Þetta kom fram á Alþingi í gær við fyrstu umræðu um frumvarp til laga um ráðstöfun síldar til bræðslu. Þing- menn stjómar og stjórnarandstöðu fögnuðu framkomu frumvarpsins og sögðu reynsluna hafa sýnt fram á nauðsyn þess að heimildir væru fyrir hendi til að stýra nýtingu síld- arstofnsins. Var lögð áhersla á að flýta þyrfti afgreiðslu frumvarps- ins svo sem nokkur kostur væri, þannig að hægt yrði að styðjast við lagaheimildimar vegna veiða á yfírstandandi vertíð. Hjá sjávarútvegsráðherra kom fram að nú væri unnið að útfærslu tillagna varðandi útflutningstrygg- ingarnar. Sagði hann ótvírætt að í Rússlandi væri mikill markaður fyrir síld og þegar betra jafnvægi væri komið á innanlandsmál þar væri mikilvægt fyrir okkur að hafa viðhaldið fótfestu okkar á mörkuð- um þar. Breytt staða á mörkuðum Margir þingmenn gerðu að um- talsefni breytta stöðu á hefðbundn- um útflutningsmörkuðum síldar í Finnlandi og Svíþjóð ef þessi ríki gengu í Evrópubandalagið, en við það mun 14-18% tollur leggjast á síldina. Sjávarútvegsráðherra skýrði frá því að viðræður hefðu átt sér stað milli embættismanna í Brussell og möguleiki væri á að útflutningur sfldar til Svíþjóðar gæti fallið undir skilgreiningar á ákvæðum samningsins um Evr- ópska efnahagssvæðið eins og hann væri nú. Öðru máli gegndi um útflutning til Finnlands þar sem þar væri um annars konar vinnslu að ræða. Hann kvaðst hafa nokkuð góðar vonir um að markað- aðstæður okkar versnuðu ekki til muna þó þessi ríki færu inn í ESB. Þá kom fram hjá ráðherra að hann hefði að tillögu Hafrann- sóknastofnunar heimilað nokkrum frystiskipum síldveiðar í flotvörpu í tilraunaskyni. Halldór Ásgríms- son, formaður Framsóknarflokks- ins, varaði við að hleypa frystiskip- um í síldveiðarnar og sagðist ekki sjá nein rök sem mæltu með því. Veiðar til manneldis verði fijálsar Þá upplýsti ráðherra í svari við fyrirspurn Jóhanns Ársælssonar að það hefði verið ítrekað við Rússa að við værum til viðtals um að selja síld og loðnu við borðstckk gegn veiðiheimildum á þorski í Barentshafi, en engin viðbrögð hefðu borist. Því hefði verið hafnað vegna veiða okkur í Smugunni á síðasta ári, en hann vænti þess að sá tími kæmi að hægt yrði að taka upp viðræður við Rússa á þessum grundvelli. Breytileg notkunheimilda Jóhann spurði ráðherra hvernig hann hygðist nota heimildir lag- anna og lagði til að veiðar til mann- eldis yrðu frjálsar og drægjust frá bræðslukvótanum. Veiðamar yrðu teknar út þegar liði á vertíðina og sá kvóti sem farið hefði til mann- eldis dreginn frá heildarkvóta næsta árs. Taldi hann engar líkur á að þetta skapaði hættu á að far- ið yrði fram úr heildarkvótanum og eðlilegra að standa þannig að þessu máli. Sagðist hann telja aðr- ar ástæður fyrir því að kvóti hafi farið yfír á loðnubáta heldur en að síldin hafi staðið djúpt. Ráð- herra sagði erfítt að segja til um það fyrirfram hvernig heimildir laganna yrðu notaðar, það gæti verið breytilegt frá einum tíma til annars. Verslunarfyrirtæki 42% vilja fulla að- ild að ESB FORSVARSMENN 42% íslenskra verslunarfyrirtækja vilja aðild ís- lands að Evrópusambandinu, sam- kvæmt niðurstöðum skoðanakönn- unar Verzlunartíðinda. Þá styður fjórðungur þeirra fulla aðild að NAFTA, fríverslunarsamningi Bandaríkjanna, Kanada og Mexíkó. Þeirri spurningu var beint til 81 fyrirtækis hvaða form þau teldu æskilegast á samskiptum Islands við Evrópusambandið, þ.e. full aðild, tví- hliða viðskiptasamningur eða óbreytt ástand. 34 fyrirtæki, eða 42%, vildu beina aðild, 43, eða 53%, vildu tví- hliða samning en 4, eða 5%, töldu enga ástæðu til breytinga. Þegar spurt var hvenær ætti að sækja um aðild töldu 82% þeirra sem vildu fulla aðild að það ætti að gera strax, en hin 18% vildu sækja um innan tveggja ára. Þegar spurt var hvaða form væri æskilegast á samskiptum íslands við ríki Norður-Ameríku í framtíðinni vildu 69% gera tvíhliða viðskipta- samning, en tæp 25% vilja að sótt sé um fulla aðild að NAFTA. » l l I * 1 » I & I ! I 1 i 1 I 1 I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.