Morgunblaðið - 27.10.1994, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.10.1994, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 1994 IMEYTEIMDUR MORGUNBLAÐIÐ Þing Neytendasamtakanna Vill meira af opinberu fé FRAMLAG stjómvalda til neytendastarfs í öðrum ríkjum Norðurland- anna er þrefalt til fjórfalt meira en framlag íslenskra stjómvalda þrátt fyrir þá stefnumótun stjórnvalda hérlendis að ýta verði undir þróun Neytendasamtakanna til þess að auka möguleika neytenda á að hagn- ast á fjölmörgum möguleikum sameiginlegs markaðar EES. TILBOÐ wmm Framlag stjórnvalda til neyt- endastarfs annars staðar á Norður- löndum miðað við framlag á íbúa er 132 kr. í Danmörku, 142 kr. í Noregi, 95 kr. í Svíþjóð og 135 kr. í Finnlandi. Framlag ríkisins til Neytendasamtakanna og áætlaður kostnaður vegna neytendamála- deildar Samkeppnisstofnunar er tæpar 40 kr. á íbúa, þar af fá Neytendasamtökin 13,50 kr. Sam- tökin sóttu um fjárveitingu að upp- hæð 17,1 millj. kr. vegna þessa árs til þess að geta haldið uppi „sjálfsagðri þjónusta við almenn- ing“. Samtökin fengu aftur á móti 4,5 milljónir kr. framlag frá ríkinu, þar af er aukaijárveiting 1,5 milij. kr. Þing Neytendasamtakanna krefst þess að íslensk stjórnvöld styrki neytendastarf í sama mæli og gert er meðal nágrannaþjóða okkar og standi við skuldbinding- ar, sem þau hafa tekið á sig með EES-samningnum. Vegna fá- mennis í landinu sé útilokað að byggja neytendastarf að öllu leyti á framlögum neytenda sjálfra. Þingið beinir því jafnframt til sveit- arfélaga að þau kosti með öllu rekstur kvörtunar- og leiðbein- ingaþjónustu, eins og algengt er erlendis. Gæða- og verðkannanir Þingið beinir því til stjórnvalda að þau styrki samtökin þannig að þau geti sinnt því mikilvæga verk- efni að annast um verð- og gæða- kannanir og hvetur sömuleiðis Samkeppnisstofnun til að fjölga verðkönnunum frá því sem nú er. Minnt er á að grundvöllur frjálsrar samkeppni er að neytendur hafi yfirlit yfir markaðinn og gegna verðkannanir þar lykilhlutverki. Slíkar kannanir draga úr fram- leiðslu og sölu á lélegum vörum og knýja á um aukna vöruvöndun á innlendri framleiðslu sem aftur eykur möguleika á útflutningi. Morgunblaði/Emilía Indverskir dagar í Hagkaup Á MORGUN, föstudag, hefjast indverskir dagar í Hagkaup. Seldir verða þar ýmsir ind- verskir munir svo sem handunn- ar gólfmottur, handofnir dúkar, borðmottur, púðar, silkislæður og leðurtöskur. Þá verður mikið um silfur-, og brassvörur t.d. kertastjaka, skálar, krúsir, könnur, tesíur og allt sem nöfn- um tjáir að nefna. Margrét Kjartansdóttir, inn- kaupamaður hjá Hagkaup, seg- ist sjálf hafa farið til Indlands og ferðast vítt og breitt um landið til að kaupa inn þessar vörur. Indverskir dagar verða bæði í Hagkaup Skeifunni og Kringl- unni og standa yfir svo lengi sem birgðir endast eða í viku til tíu daga. íslenskir kjötiðnaðarmenn í norrænni fagkeppni Hlutu flest verðlaun HALLDÓR Blöndal, landbúnað- arráðherra, afhenti íslenskum kjötiðnaðarmeisturum, sem þátt tóku í norrænni fagkeppni, verð- laun nýlega. Keppnin var haldin í Danmörku og fengu íslenskir kjötiðnaðar- meistarar átta gullverðlaun, sautj- án silfurverðlaun og tíu bronsverð- laun, eða samtals 35 verðlauna- gripi. Islenska liðið hlaut hlutfallslega flest verðlaun af þátttökulöndun- um. AIls var send til keppninnar 41 íslensk vörutegund og voru því aðeins sex tegundir sem engin verðlaun hlutu. Slys kosta þjóðarbúið 10 milljarða Forvarnarstarf Morgunblaðið/Þorkell ÓSKAR Erlendsson hjá KEA hlaut titilinn Landsmeistari íslands 1994, en hann varð efstur að stigum meðal íslensku keppendanna. Keppt í fjórum flokkum Rannsóknarstofnun landbúnað- arins hafði milligöngu um að koma íslensku vörutegundunum í keppn- ina og verðlaunagripunum til landsins. Keppt var eftir alþjóðlegu fyrir- komulagi í fjórum flokkum: villi- bráð, fiski, spægipylsu og sérvör- um þátttökulanda. íslensku kepp- endurnir stóðu sig best villibráða- og sérvöruflokkunum, en lakar í spægipylsu- og fiskiflokkunum. EDESA'S ÞVOTTAVÉLAR Á FRÁBÆRU VERÐI. - 850 snúningap á m(n. - Tekur 5 kg. al þvotti. ■M Aðeins 47.750 kr. StaOgreltt. (SJ i RðFiemZLIM ISLflNDS IF Skútuvogi 1,104 Reykjavík, Sími: 688660 - FAX 680776. í þágu öryggis NEYTENDASAMTOKIN hafa beint því til stjórnvalda að gerðar verði áætlanir um markvisst forvarnar- starf í þágu öryggis neytenda og að nauðsynlegt fé verði til reiðu til starfsins. í þeirri áætlun verði stefnt að fækkun slysa á vissu árabili, svip- að og gert hefur verið í nágranna- löndum okkar. Áætlunin nái til slysa á fólki í umferð, tómstundastarfs og heimila. Jafnframt verði slysa- rannsóknir á vegum slysavarnaráðs efldar svo að auðveldara verði að huga að forgangsverkefnum í slysa- vörnum og heilsuvernd. í ályktun frá samtökunum segir að nauðsynlegt sé að meta þann fjár- hagslega ávinning sem hægt er að ná fram með fækkun á alvarlegum slysum, en talið er að slys kosti ís- lenska þjóðfélagið um 10 milljarða króna árlega. Markaðseftirlit Því er jafnframt beint til stjórn- valda að þau samræmi og efli mark- aðseftirlit með rafmagnsvörum, leik- föngum, barnavörum og öllum vör- um, sem neytendur afla sér í örygg- isskyni og til heilsubótar og lögð er áhersla á að allar varúðarmerkingar verði á íslensku. Neytendasamtökin gera sér vonir um að frumvarp um öryggi vöru og opinbera markaðs- gæslu nái loksins fram að ganga á Alþingi í vetur. Þá verði að auka kynningu um breytingar á eftirliti hins opinbera með hættulegum vör- um, en næstu mánuði verða breyt- ingarnar lögfestar. Námskeið hjá Hress Vöðvaupp- bygging og matar- raðgjof VETRARSTARF líkamsrækt- arstöðvarinnar Hress í Hafn- arfirði er nú að fara í gang að nýju með sjö vikna námskeiðum, sem hefjast í næstu viku. Lögð verður meiri áhersla á uppbygg- ingu vöðva líkamans en áður, en mikilvægur þáttur í því er að líkaminn brenni meiri fitu. Eftir því sem vöðvamassinn er meiri því meiri er brennslan, bæði í hvíld og í hreyfingu. KENNARAR og Ieiðbein- endur hjá Hress. Notaðar eru mismunandi þyngd- ir af lóðum og kynntar verða nýjar teygjuæfingar með þar til gerðum handföngum, sem festa má við úlnlið eða fætur. Á nýju námskeiðunum verður farið ýtarlegar í matarráðgjöf en gert hefur verið til þessa og boðið verður upp á viðtalstíma fyrir hvern og einn. Einnig verð- ur sálræni þáttur offituvanda- málsins tekin fyrir og reynt að opna umræðuna um þennan mikilvæga þátt. Þá fá karlarnir að sjálfsögðu áframhaldandi námskeið, en vegna ítrekaðra óska hefur verið ákveðið að bæta við einum tíma í viku hverri þar sem farið verð- ur út að hlaupa undir leiðsögn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.