Morgunblaðið - 27.10.1994, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 27.10.1994, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 1994 5 FRETTIR P K O F K J O R Samstarfsnefnd hins opinbera og atvinnulífs skipuð Aðgerðir gegn svartri vinnu BORGARRÁÐ hefur samþykkt að skipuð verði samstarfsnefnd Reykjavíkurborgar, ríkis og aðila vinnumarkaðarins er leggi fram til- lögur um fyrirbyggjandi aðgerðir gegn svokallaðri svartri atvinnu- starfsemi. Nefndinni er meðal ann- ars ætlað að kanna sérstaklega útboðsgögn og þær kröfur sem gerðar eru til verktaka. Jafnframt er gert ráð fyrir að nefndin kanni skil verktaka á lög- bundnum gjöldum í opinbera sjóði og í sjóði verkalýðsfélaga auk sam- ræmingar á reglum og aðferðum ríkis og borgar. Lagt er til að borg- arstjóri tilnefni einn fulltrúa í nefndina og Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar einn fulltrúa. Ennfremur verði óskað eftir tilnefn- ingu tveggja fulltrúa frá fjármála- ráðuneyti, þar sem annar komi frá embætti skattrannsóknarstjóra. Þá verði óskað eftir tilnefningu eins fulltrúa frá ASÍ, VSÍ og Verka- mannafélaginu Dagsbrún. Verktakavinna færist í vöxt í greinargerð með tillögunni kemur fram að afleiðing versnandi atvinnuástands sé margvísleg og að svokölluð svört atvinnustarfsemi færist í vöxt. Launþegar séu í stöð- ugt ríkari mæli ráðnir til vinnu sem undirverktakar en ekki teknir inn á launaskrá fyrirtækja. Þá segir; „Þetta firrir fyrirtæki/verktaka ábyrgð á viðkomandi starfsmanni sem e.t.v. uppsker fleiri krónur í vasann um stundarsakir en ber sjálfur ábyrgð á að lögbundin gjöld Kartöflu- verðinu þokað upp á við LANDSSAMBAND kartöflu- bænda efndi til fundar með dreif- ingaraðilum í fyrradag vegna verð- lagningar sem verið hefur á kart- öflum upp á síðkastið, og að sögn Sigurbjarts Pálssonar, formanns Landssambands kartöflubænda, voru menn sammála um að smá- söluverðið væri komið niður fyrir allt velsæmi og gott hljóð í mönn- um að gera eitthvað í málinu. „Ég vonast til að við sjáum það á næstu dögum að verðið fari að þokast upp á við,“ sagði hann. Sigurbjartur sagði að kartöflu- salan væri að mestu í höndum bænda sem annaðhvort væru sjálf- ir með pökkunarstöðvar og dreif- ingu og síðan væru bændur einnig eigendur og stjórnendur stærri dreifingarstöðvanna. Hann sagði að verðlagningin upp á síðkastið væri hægt og síg- andi að draga lífsþrótt úr kartöflu- bændum, og Ijóst væri að samúðin væri þeirra megin bæði frá neyt- endum og kaupmönnum. „Sam- keppni og einhver átök um mark- aðinn sem stjórnast af framboði og eftirspurn er eitthvað allt annað en það sem hefur verið að gerast,“ sagði hann. Kartöflubirgðir eru að sögn Sig- urbjarts eitthvað meiri en árleg innanlandsneysla hefur verið og telur hann því ólíklegt að grípa verði til innflutnings næsta sumar nema eitthvað óvænt komi upp á. skili sér í opinbera sjóði.“ Bent er á að Reykjavíkurborg sé stærsti útboðsaðilinn á höfuðborgarsvæð- inu auk þess sem afleiðingar erfiðs atvinnuástands bitni harkalega á þegnum hennar. I ljósi þess sé eðli- legt að borgaryfirvöld hafi for- göngu um að leita leiða til úrbóta. T V. I) S S M A ;N |C A 8 K V K 3 AV l K Sjálfstæðismenn veittu Birni Bjarnasyni afgerandi stuðning í 3. sæti í síðasta prófkjöri.Með störfum sínum á Alþingi hefur Björn sýnt að hann var þess trausts verður Tryggjum Birni endurkjör í 3. sœti. BjöknBiaknasqn Ai ra.m í Q.SÆ.XI Hvenær dettur Gullpotturinn? Nú er hann illiónir! Þeir sem spila í Gullnámunni þessa dagana þurfa að vera viðbúnir að vinna stórt, því nú er Gullpotturinn kominn upp í rúmar 8 milljónir og getur dottið hvenær sem er. En þaö er fleira eftirsóknarvert, því vinningar í hverri viku eru yfir 60 milljónir króna. Þetta eru bæöi smærri vinningar og svo vinningar upp á tugi þúsunda aö ógleymdum SILFURPOTTUNUM sem detta aö jafnaöi annan hvern dag og eru aldrei lægri en 50.000 krónur. Haföu keppnisskapið með þér í Gullnámuna og láttu reyna á heppnina, - það er aldrei að vita. Miövikudaginn 26. október kl. 10.30 var Gullpotturinn 7,981,500 kr. Happdrættisvélar Gullnámunnar eru staðsettar á 30 stöðum víðs vegar um landið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.