Morgunblaðið - 27.10.1994, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 27.10.1994, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Sverrir Kennt fyrir opnum dyrum FORELDRUM skólabarna í Snæ- landsskóla var boðið að koma í skólann í vikunni og líta inn í kennslustofur en kennt var fyrir opnum dyrum í tilefni af 20 ára afmæli skólans, sem var í gær. Margir notfærðu sér þetta og fylgdust með skólastarfinu eða skoðuðu nýja álmu með 8 kennslu- stofum sem tekin var í notkun í haust. ----♦ ♦ ♦---- Ein stofn- un annist samgöng- ur á sjó SAMGÖNGURÁÐHERRA hefur kynnt í ríkisstjórninni lagafrumvarp um sameiningu Siglingastofnunar ríkisins, Hafnamálastofnunar ríkis- ins og Vitastofnunar íslands í Sigl- ingastofnun íslands, en í því er gert ráð fyrir að sameina fyrrgreindar stofnanir og ná fram.15 milljón króna sparnaði á ári. í umsögn fjárlagaskrifstofu f|ár- málaráðuneytis kemur fram að al- menn rekstrarútgjöld muni minnka um 10 milljónir á ári í kjölfar samein- ingar, sem skýrist að mesta leyti al minna mannhaldi við yfirstjórn. Ætla megi að biðlaunagreiðslur nemi 11 milljónum króna fyrsta árið. Þá sé gert ráð fyrir að Siglingamálastofn- un flytji í nýtt húsnæði hjá Vita- og hafnarmálastofnun í Kópavogi sem spara muni leigutekju. Á móti komi að nauðsynlegt verði að stækka hús- næðið í Kópavogi sem sé áætlaður um 40 milljónir króna. Ásamtýmsum öðrum liðum megi því gera ráð fyrir að samening stofnana minnki útgjöld um 14-15 milljónir á ári en að viðbót- arkostnaður verði um 47 milljónir króna á fyrsta ári. Styrkir og hagræðir Að sögn Halldórs Blöndals, sam- gönguráðherra, er þessi niðurstaða tilkomin vegna könnunar ráðuneyt- isins á leiðum til að auka hag- kvæmni í ríkisrekstri á vegum þess, sem staðið hefur yfir að undanförnu. „Ástæðan er einfaldlega sú að við- fangsefni þessara stofnana skarast að ýmsu leyti. Þær hafa töluverð alþjóðleg viðskipti með höndum og með því að steypa þeim saman tel ég að þær styrkist og sömuleiðis útibú þeirra á landsbyggðinni. Fram- kvæmd samgöngumála á sjó verður í umsjón einnar stofnunar með sam- einingu og Siglingastofnun íslands verður því sterkari útávið og innávið en þrjár aðskiidar einingar og hæf- ari til að gegna hlutverki sínu. Við getum litið til styrkst annarra stofn- ana sem heyra undir samgönguráðu- neytið í því sambandi, s.s. Vegagerð- ina og Flugmálastjórnar," segir Hall- dór. Hann kveðst gera sér góðar vonir um að frumvarpið verði sam- þykkt í vetur og þá um leið muni undirbúningur sameiningar hefjast. FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 1994 7 FRÉTTIR Fjöiskyldukönnun í Hafnarfirði Þriðjungur alið allan aldur sinn í bænum UM þriðjungur Hafnfirðinga hefur alið allan aldur sinn í bænum. Helm- ingur aðfluttra hefur flutt í bæinn á síðustu 14 árum og um 15% eftir 1990. Þetta kemur fram í niðurstöðu fjölskyldukönnunar Viðhorfs hf. fyrir félagsmálaráð Hafnarfjarðar. Um 37% aðfluttra koma frá Reykjavík og 11% frá Kópavogi. Um þriðjungur flutti vegna húsnæðis- mála, tæp 18% vegna atvinnu, fjórð- ungur vegna fallegs bæjarstæðis og fimmtungur vegna sambúðar við Hafnfirðing. Engum aðfluttra Hafn- firðinga líkaði illa að búa í bænum. Meira en þremur íjórðu líkaði mjög vel og tæpum 15% fremur vel. Tæp 60% bæjarbúa hafa þurft að leita lækninga á síðustu þremur mánuðum. Almennt heilsufar 80% hafnfirskra íjölskyldna hefur verið gott síðustu 12 mánuði. Tæp 90% hafnfirskra fjölskyldna búa í eigin húsnæði, þriðjungur í íjöl- býlishúsi og þriðjungur í einbýli. Meðalíjöldi herbergja er 4,16. Um 10% heimila skulda ekkert en meðal- skuldir hinna eru tæpar 4 milljónir. 185/65-14 G00D YEAR verð pr.4 stk. kr. 42.000 í85/65-14 SÖLUÐ verð pr.4 stk. kr. 32.000 Nú bjóðum við vetrardekk á felgum tiibúin undir bílinn á einstöku verði. - Heillandi möguleiki, sem sparar bæði fé og fyrirhöfn V0LKSWAGEN G0LF: VOLKSWAGEN VENT0 0G JETTA MITSUBISHI COLT 0G LANCER HEKLA ////leiY/a /jC'S'f/ VARAHLUTAVERSLUN Laugavegi 170-174, sími 69 55 00 |175/70-13 KELLY verð pr.4 stk. kr. 42.000.-I 1175/70-13 SÓLUÐ verð pr.4 stk. kr. 36.000.- 1185/70-14 KELLY verð pr.4 stk. kr. 46.000.-j 1175/70-13 KELLY verð pr.4 stk. kr. 36.000.-j 1175/70-13 SÓLUÐ verð pr.4 stk. kr. 30.000.-|

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.