Morgunblaðið - 27.10.1994, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.10.1994, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ Draumlyndi LEIKLIST íslenska ópcran BARNAÓPERAN SÓNATA Leikstjóri, höfundur texta, leikmynd og búningar: Messíana Tómasdóttir. Tónlist: Hjálmar H. Ragnarsson. Danshöfundur: Nanna Ólafsdóttir. Ljósahönnuðir: Árni Baldvinsson og Jóhann Bjarni Pálmason. BARNAÓPERAN Sónata segir frá Trompetti, sem óskar þess af öllu hjarta að dúkkan hans, hún Sónata, lifni við. Trompett verður vinur stóra Logadrekans og hann sigrast á ótta sínum við frekjuna hann Ansans Ára. Trompett spilar á töfraflautu. Hann er ljúfur strák- ur og hann á Lífsfuglinn að vini. Þetta er efniviðurinn sem óperu- sýningin er sprottin upp úr við ákaflega fallega tónlist Hjálmars. Söngvaramir Marta G. Halldórs- dóttir, sópran, Sverrir Guðjónsson, kontratenór, og hljóðfæraleikar- arnir Guðrún Oskarsdóttir, sem- balleikari, og Kolbeinn Bjarnason, flautuleikari, taka þátt í sýning- unni, auk tíu dansara úr Listdans- skóla íslands á aldrinum 12-15 ára. Sýningin er ákaflega falleg fyrir augað. Búningar eru fallegir, í skærum og björtum litum - glans- andi og óraunverulegir með silki, satín og flauelsáferð. Lýsingin varpaði öllum regnbogans litum á ljósblá leiktjöldin og ævintýraljóm- inn var mjög sýnilegur. Litlu dans- ararnir úr Listdansskóla íslands voru líka virkilegt augnayndi. Hins vegar finnst mér sýningin ekki ganga upp. Verkið hefst á því að Trompett kjaftar frá því að hann sé skotinn i henni Sónötu, sem er brúða. í sýningunni kemst ekki til skila að Trompett þrái að hún lifni við. Það er ekki annað að sjá en að hann sé líka brúða, þótt hann leiki á flautu. í næsta atriði er Sónata horfin. Upp úr því byrja dansararnir að svífa um svið- ið, söngvar á bullmáli hljóma um salinn. Faðir prinsessunnar (einnig brúða) gengur um gólf í höllu sinni. Svo koma Lífsfuglinn, Dreki og Ansans Ári. Það er alls ekki ljóst hvers vegna prinsessunni var rænt. Stal Drekinn henni? Eða Ansans Ári? Stal einhver henni? Eða villt- ist hún bara? Það þarf að vera á hreinu til að ljóst sé hvaða aðferð þarf að nota til að bjarga henni. En aðferðin er ekki svo skiljanleg. Það kemur þó fram í lokin að það er Trompett sem hefur verið prí- mus mótor í því, þótt erfitt sé að átta sig á því hvernig. Aðstandendur sýningarinnar segja að blær hennar byggist á því að söngvarar og hljóðfæraleik- arar virki sem jarðtenging, ljúfir og skemmtilegir, en brúðurnar aft- ur á móti og dansaramir gefi okk- ur innsýn í annan og ljóðrænni veruleika. Þannig vilja þeir reyna með sýningunni að opna glugga inn í hljóðlátari heima hugarflugs- ins. Þetta eru vissulega háleit mark- mið og Guð gæfi að þessi heimur .væri hljóðlátari, við hugsuðum meira og töluðum minna. Það er bara ekki þannig og markmiðin eru ekki í tengslum við veruleik- ann. I fyrsta lagi, má alls ekki fara á milli mála hvernig prinsess- an hverfur. I öðru lagi, verður að vera augljóst hver vondi karlinn er. í þriðja lagi þarf að vera alveg á hreinu hvaða hindranir Trompett þarf að takast á við og átökin þurfa að vera skýr til að ævintýrið gangi upp. Markmiðið með því að láta hetjur yfirstíga hindranir í ævintýrum eru jú til að koma þeim skilaboðum til bama að aðeins með því að sigrast á erfiðleikum getum við búist við umbun í lífinu. Bull- málið er líka fremur hindran í sýn- ingunni. Böm þurfa að fá sögu. Hún þarf að vera skýrt afmörkuð og augljós. Þegar farið er að syngja á bullmáli, missa krakkarnir áhug- UNGLINGADEILD Leikfélags Kópavogs frumsýnir Silfurtúnglið á laugardag. Silfurtúnglið frumsýnt hjá Leikfélagi Kópavogs UNGLINGADEILD Leikfélags Kópavogs frumsýnir Silfurtúngl- ið, leikrit Halldórs Laxness í leik- gerð og Ieikstjórn Stefáns Sturlu Sigurjónssonar, næstkomandi laugardag. Sérstök unglingadeild félagsins tók til starfa síðastliðið vor og námskeiði þá Iauk með lítilli upp- setningu á Pilti og stúlku. Ákveð- ið var að setja næst upp sýningu í fullri lengd og þátt taka um 40 unglingar. Auk þess að að sækja leik-, dans- og söngæfingar hafa unglingarnir tekið þátt í leik- myndasmíðum, búningagerð, vinnu við leikskrá og fleiru. Ást- rós Gunnarsdóttir sér um dansa og Ágústa Sigrún Ágústsdóttir sá um söngva. Ljós sá Alexander Ólafsson um, en hópurinn hefur unnið leikmynd og búninga. Fjög- urra manna hljómsveit, sem kall- ar sig Ó, Feilan, leikur á sýning- unni. í fréttatilkynningu segir að krakkarnir í Kópavogi bjóði upp á mjög persónulega útgáfu af Silf- urtúnglinu, sem eigi erindi við alla íslenska unglinga. Aðeins eru fyrirhugaðar 6 sýningar, en leikið er í Félagsheimili Kópavogs. LISTIR ann og fara að hugsa um eitthvað annað og tala saman. Þau tapa skilningssambandi. Á frumsýning- unni héldu flytjendurnir fullkom- inni athygli í átta mínútur. Þá byijaði skvaldrið. Eftir tuttugu mínútur var athygli þeirra barna sem uppi sátu horfin. Þau skildu greinilega ekki hvað var að gerast á sviðinu. Tempóið í sýningunni er of hægt. Það þarf hraða og snerpu til að viðhalda athygli barna. Það er ekki nóg að láta fallegar litlar stúlkur svífa um í slæðubúningum undir bulltexta og ég gat ekki var- ist því að hugsa hvað ég væri hepp- in að vera ekki sex til sjö ára strák- ur, sem langaði út í fótbolta. Mér finnst markmið sýningar- innar byggja á draumi aðstandend- anna um að böm séu öðra vísi en þau era. Hún er dásamleg fýrir draumlynd stúlkuböm, ákaflega falleg fyrir augu og eyru, fram- vindan líður og svífur fullkomlega áreynslu- og átakalaust fyrir fram- an mann, en það er ekkert skiljan- legt að gerast. Súsanna Svavarsdóttir Fyrirlestur um Edvard Munch SÆNSKI listsagnfræðingurinn Ulf Liljeblad heldur fyrirlestur um Ed- vard Munch og sýnir litskyggnur í fundarsal Norræna hússins á morg- un, fimmtudag, kl. 17.15. Fyrirlest- urinn nefnist: Edvard Munch - karlekens málare. Ulf Liljeblad, listsagnfræðingur er staddur hér á landi í tilefni af sýningu sem staðið hefur yfir í List- munahúsi Ófeigs á Skólavörðustíg, en þar sýnir hann verk eftir sig ásamt móður sinni, írisi Liljeblad. Ulf Liljeblad hefur farið víða um lönd og haldið fyrirlestra um stefn- ur og strauma í málaralist. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis. Þórarinn Blön- dal sýnir í Götugrillinu NÚ STENDUR yfir sýning Þórarins Blöndals í Ameríkumanni í París, Götugrillinu í Borgarkringlunni. Á sýningunni eru fjögur verk unnin í olíu á pappír. Þórarinn stundaði nám við Mynd- listarskóla Akureyrar og Myndlist- ar- og handíðaskóla Islands, en hann er við framhaldsnám í Hol- landi. I fréttatilkynningu segir: „Verkin eru hugleiðing um vatn, stíflur, vatnsleiðslur, rör, fossa og svo framvegis." Sýningunni lýkur 10. nóvember. TÓNLIST I! I ú s p o p p SEXTÍUOGSEX 66 Fyrsta breiðskífa hljómsveitarinnar 66, samnefnd henni. 66 skipa Birgir Haraldsson söngvari og gítarleikari og Karl Tómasson trommuleikari, en að auki leikur Birgir á ásláttar- hljóðfæri, Karl raddar og leikur á munnhörpu þegar við á. Bassaleikar- ar á plötunni eru Friðrik Halldórsson og Jón Ólafsson. Reykjagarður hf. gefur út, Japís dreifir. 55,50 mín., 1.999 kr. ÞEIR Birgir Haraldsson og Karl Tómasson hafa víða komið við sögu í popp- og rokkheiminum frá því þeir settu á stofn þungarokksveitina Pass fyrir margt löngu. Pass er flest- um gleymd, en úr henni spratt Gildr- an sem var afkastamikil sveit og sendi frá sér nokkrar breiðskífur, ævinlega fyrir eigin reikning. Nú virðist Gildran vera öll, í bili a.m.k., en þeir félagar láta ekki deigan síga, stofnuðu dúettinn 66, sem dregur nafn sitt af svæðisnúmeri Mosfells- bæjar, og hafa gert það gott, sem kallaði á breiðskífu. Tónlist 66 er einföld í sniðum, byggist á þéttum hröðum rytma og einföldum taktskiptingum og hljó- magangi; allt gert af fagmennsku sem vonlegt er með eins reynda menn og Birgi og Karl. Þessi gerð tónlistar hentar vel á krám og knæp- um, þar sem menn vilja fá Iög þar sem hægt er að syngja með, eða láta tónlistina sem vind um eyru þjóta. Þegar komið er á plötu er Morgunblaöio/Kristmn KARL Tómasson og Birgir Haraldsson = 66. annað upp á teningnum og því er þessi framraun sveitarinnar heldur einhæf skemmtan og lögin hveiju öðru líkt. 1050 millibör er þannig örugglega hin besta skemmtun á kránni, þegar hlustandinn er búinn að drekka nokkrar kollur, en heima í stofu er það hálf hallærislegt. Inn á milli eru þó prýðileg lög, eins og til að mynda Til þín, Svifdrekans sveim, „KK lagið“ Blúss og Núna, sem hefðu orðið enn betri í íburðar- meiri og fágaðri útsetningu. Textar Ragnar Ólafsson eru flestir fyrirtak og varla ástæða að hafa orð á þó stundum skripli á skötu, til að mynda í laginu Blábeijasaft, og ekki er rétt að kenna honum um stafsetningar- villur á textablaði. Frágangur á umslaginu er annars ágætur, en það er afskaplega Ijótt. Árni Matthíasson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.