Morgunblaðið - 27.10.1994, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 27.10.1994, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 1994 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Skilnaðír í tízku! HÖFUNDUR Reykjavíkurbréfs Morgunblaðsins, þann 23. október sl., vandar þeim foreldrum ekki kveðjurnar, sem valið hafa hjóna- skilnað, þrátt fyrir bameign. Aug- ljóslega er slíkt framferði höfundin- um með öllu óskiljanlegt. í einu og öllu get ég tekið undir þær áhyggj- ur sem bréfshöfundur hefur, vegna aukins ofbeldis bama og unglinga. Ég get einnig tekið undir þau sjón- armið að í grundvallaratriðum ber okkur að standa vörð um gömul gildi og góð og þar vil ég alls ekki undanskilja hina gömlu og oft góðu stofnun, hjónabandið. En ég get ekki látið hjá líða að gera nokkrar athugasemdir við þau forpokuðu og þröngsýnu sjónarmið, sem mér finnst koma fram í ofangreindu bréfi, í garð þeirra þúsunda íslend- inga sem hafa gengið í gegn um hjónaskilnaði - þar fínnst mér gæta mikillar vanþekkingar, for- dóma og jafnvel hroka hjá höfundi Reykj avikurbréfs. Meðal þeirra kveðja úr Reykja- víkurbréfínu, sem fóm fyrir brjóstið á undirritaðri, var þessi: „Nú em skilnaðir í tízku og sjálfsagt þykir, að fólk skilji ef því sýnist svo. En áhrif og afleiðingar skilnaðar for- eldra fylgja bömum þeirra alla ævi með einum eða öðmm hætti. Það má færa sterk rök að því, að þeir sem á annað borð taka á sig þá ábyrgð að koma nýjum einstaklingi í heiminn, hljóti að axla þær byrð- ar, sem því kunna að fylgja, þar til sá einstaklingur er fær um að standa á eigin fótum." Erfíð og sársauka- full ákvörðun Ég ætla ekkert að'-fullyrða um hvað bréfshöfundur þekkir yfírleitt til skilnaðarmála, aðdraganda þess að ákvörðun er tekin um skilnað eða áhrifanna, sem sú ákvörðun hefur á líf og tilfínningar þeirra sem þar koma nálægt, hvort sem um er að ræða foreldra eða böm. Hins vegar leyfí ég mér að stað- hæfa, að ákvörðun um skilnað er erfíð og sársaukafull ákvörðun, sem tekin er, þegar sambúðaraðilar, annaðhvort báðir eða annar, em komnir að þeirri niðurstöðu að ekk- ert geti bjargað hjóna- bandinu eða sambúð- inni. Slík ákvörðun er ekki tekin vegna þess að það sé „í tízku að skilja“ né vegna þess að „sjálfsagt þykir að fólk skilji ef því sýnist svo“. «* Raunar hallast ég að því, að höfundur Reykj avíkurbréfsins hafí einungis hugsað efni bréfs síns til hálfs, en ekki til fulls. Hann hefði kannski mátt hug- leiða, þó ekki væri nema í nokkram línum, hvaða áhrif það hefur á sálarlíf barna og unglinga að alast upp í ástlausu hjónabandi foreldra; að alast upp þar sem stöðugur ófriður ríkir á heimili, vegna þess að foreldrana greinir á, á flestum ef ekki öllum sviðum; að alast jafnvel upp við að foreldramir beiti hvort annað of- beldi, andlegu, líkamlegu eða hvomtveggja. Ætlar höfundurinn að halda því fram, að öryggisleysi skilnaðar- bams og varanlegur tilfínningaleg- ur skaði sé meiri heldur en hjóna- bandsbamsins, sem elst upp í úlfúð og átökum? Varla! En líklega mun hann halda því fram, að þeir sem á annað borð axla ábyrgðina af því að koma nýjum einstaklingi í heim- inn verði þar með ábyrgir fyrir því, að sambúðin sem til er stofnað gangi þolanlega fyrir sig. Slíkt er einfaldlega ekki á færi allra að ákveða, hvort sem bréfshöfundi lík- ar betur eða verr. Samleið í þroska Væntanlega skilur bréfshöfund- ur, að ungt fólk í dag, um og upp- úr tvítugu, sem ákveður að stofna til hjónabands eða sambúðar, gerir slíkt vegna þess að það er ástfang- ið og telur sig líklega í flestum til- vikum hafa fundið sér lífsfömnaut. En reynslan sýnir, að svo er ekki alltaf. Einstaklingamir þroskast á mis- munandi hátt; sumir eiga sér sam- leið í þroska og finna lífi sínu sam- eiginlegan farveg. Aðrir þroskast í sitt hvora áttina, hætta að eiga nokkuð sameiginlegt, væntum- þykjan hverfur og sundmng, óeining, jafnvel óvinátta getur tekið við af því sem var og hvað er þá til ráða? Bréfshöfundur legg- ur það eitt til málanna, að þeir, sem á annað borð eru orðnir foreldr- ar, þreyi þorrann og góuna og vel það, því þeir eiga, að mati höf- undar, að þrauka í sam- búð, sem kann að hafa breyst í Helvíti á jörðu, þar til bam þeirra eða börn em fær um að standa á eigin fótum. Nú til dags er vart hægt að gera þá kröfu, að slíkt gerist, fyrr en börn- in em komin um tvítugt. Einhvem veginn finnst mér sem þekking höfundar Reykjavíkur- bréfs á áhrifum og afleiðingum skilnaðar á börn sé fremur tak- mörkuð og hljóti að taka mið af einhverjum öfgakenndum dæmum, frekar en hinu almenna. Ég er sannfærð um að skilnaðar- böm eiga í mörgum tilvikum jafn- góða möguleika á að alast upp í tilfínningalegu öryggi og ástríkri umönnun og hjónabandsbörn. Auð- vitað er þetta ávallt undir þeim einstaklingum komið, sem ákvörð- un taka um að slíta samvistir. Það hlýtur að vera flestum foreldrum, ef ekki öllum, keppikefli, að haga lífi sínu á þann veg, í sambúð eða eftir sambúðarslit, að börnin líði ekki fyrir ákvarðanir foreldranna. Því skiptir það sköpum, þegar niðurstaðan er sú að skilja, að slíkt sé gert á skynsamlegan hátt, þar sem samstarf og samhugur ræður afstöðu foreldranna þeirra á milli og að því er varðar uppeldi og umgengni þess foreldris við bömin, sem þau ekki búa hjá. Höfundi Reykjavíkurbréfs er óhætt að trúa því, að börnum líður betur, sem eiga foreldra sem slitið hafa samvistum, en em samt sem áður vinir, heldur en börnum sem búa hjá báðum foreldrum, sem Hjónaband er engin trygging fyrir góðu uppeldi, segir Agnes Bragadóttir, sem telur að höfundur Reykjavík- urbréfs sé haldinn for- dómum í garð þúsunda fráskilinna foreldra og barna þeirra. ekki þola hvort annað og talast vart við, nema þá helst eins og hundur og köttur. Nú eiga foreldrar valið Það er alveg rétt hjá bréfshöf- undi, að skilnaðir eru mun tíðari jiú, en þeir vom hér á árum áður. En skýring þess er ekki sú, að skilnaðir séu í tísku. Skýringin ligg- ur m.a. í því, að nú eiga foreldrar frekar það val að slíta samvistir en þeir áttu áður, sérstaklega kon- ur. Konur fyrir nokkmm áratugum voru minna menntaðar, en þær al- mennt eru í dag. Þær voru einnig í minna mæli úti á vinnumarkaðn- um, en þær eru í dag. Einatt stóðu þeim vart önnur störf til boða, en láglaunastörf, sem þar af leiðandi þýddi, að þær gátu ekki tekið ákvörðun um að slíta sambúð, hversu óhamingjusöm sem hún var. Þær voru dæmdar til þess að vera inni á heimilinu, annast heim- ilisrekstur og barnauppeldi og sætta sig við slæmt hjónaband, því þær áttu ekki í önnur hús að venda. Nú eru breyttir tímar. Konur hafa menntast, þær hafa haslað sér völl á vinnumarkaðinum, þær em ekki lengur dænidar til þess að sætta sig við óhamingjusamt hjóna- band — þær geta skilið við menn sína og hafíð nýtt, betra líf, með börnum sínum. Því miður er þetta enn sem kom- ið er ekki hin almenna staða kon- unnar, sem í mjög mörgum tilvikum Agnes Bragadóttir verður að sætta sig við mun lægri I laun en karlamir þurfa að gera. } Einstæðar mæður á íslandi em enn einna verst setti hópurinn á vinnu- markaðnum. En það hefur orðið raunvemleg breyting til hins betra — á því er ekki nokkur vafí og staða konunnar á enn eftir að batna — fyrir því munu konur á næstu ámm og áratugum beijast, með oddi og egg, jafnvel kjafti og klóm. } Karlamir munu ekki geta snúið við þeirri þróun, hvort sem þeim * líkar betur eða verr. Þeir munu f einnig fínna áþreifanlega fyrir því, að einstæðir foreldrar, einstæðar mæður í flestum tilvikum, en einn- ig einstæðir feður, skila samfélag- inu almennt ekki lakari einstakling- um en sambúðarforeldrar. Gott uppeldi Gott uppeldi verður ekki tryggt 1 í stofnun eins og hjónabandi. Hætt- | an á rofnum tengslum foreldra og g barna er ekki síður fyrir hendi í * hjónabandi, en hjá einstæðu for- eldri, samkvæmt því sem ég þekki til. I íslensku nútímaþjóðfélagi er mikið vinnuálag og lífsgæðakapp- hlaup allt of oft .ríkjandi þáttur, ekki síður í fjölskylduforminu, sem byggist á sambúð, en hinu, sem byggist á heimili þar sem eitt for- | eldri ræður ríkjum, með börnum sínum. Stofnunin hjónaband er engin | trygging fyrir góðu og ástríku upp- eldi. Það er hins vegar foreldri sem elskar börn sín, ræktar, sinnir þeim, gefur þeim tíma, virðir og er vinur þeirra. Það er foreldri, sem veit að á því hvílir geysileg ábyrgð, að undirbúa þann einstakling eða þá einstaklinga, sem því hefur ver- ið trúað fyrir um stundarsakir, fyr- | ir lífið á þann veg, að grunnur hafi verið lagður að því að nýtir, traustir og heiðarlegir þjóðfélags- | þegnar leggi sjálfir út á lífsins braut. Mér sýnist sem það séu forpokuð og þröngsýn sjónarmið höfundar Reykjavíkurbréfs í garð þeirra, sem hafa slitið samvistir, og barna þeirra, sem eru kveikjan að því, að hann telji að böm fráskilinna foreldra hljóti að vera verr undir lífsbaráttuna búin, en hjónabands- börnin. Alhæfing sem höfundi * Reykjavíkurbréfs er ekki samboðin ■ og á ekki við rök að styðjast. Höfundur er blaðamaður og fráskilin tveggja barna móðir. • • sporum ...sþarar þu Leður skrifborðsstóll Quick bréfabindi 75 mm Diskettur HD 1,4 mb 10 stk. Ljósritunar- og laserpappír so gr. 2500 biöð Faxpappír 30 m 179 kr. 599 kr. 1.399 kr. 189 kr. Opiðallavirkadaga 11.30-18.30 íSkeifunni 11. Súni: 882888. Kirkjuvika í Reykjavíkurprófastsdæmum Fjölbreytt öldrunarstarf Öldrunarstarf í Reykja- víkurprófastsdæmum er fjölbreytt, segir Sigrún Gísladóttir, og söfnuðir í Reykjavík sinna heim- sóknarþjónustu í vax- andi mæli. Fræðsla, uppbygging, helgihald ÁRIÐ 1982 var ellimálaráð Reylrjavíkurprófastsdæmis stofnað. Markmið þess er að vinna að kristi- legri öldmnarþjónustu í söfnuðum. Ráðið hefur gengið í broddi fylking- ar og gengist fyrir ýmsum nýjungum í öldmnarstarfí safnaðanna. Einnig hefur ráðið gengist fyrir fræðslu- fundum og ráðstefnum um málefni aldraðra. Framkvæmdastjóri ráðs- ins, Sigrún Gísladóttir hjúkrunar- fræðingur, annast ráðgjöf, fræðslu og stuðning við starfsfólk safnað- anna og daglegan rekstur ráðsins. Ellimálaráð hefur einnig gengist fyr- ir útgáfu fræðsluefnis til notkunar í öldranarstarfi. SAMVERA í Langholtskirkju. konar fræðsla, opið hús þar sem fólk kemur saman til að spila, föndra og fræðast, biblíulestrar og hóp- starf. í sumum kirkjum er boðið upp á fót- og hársnyrtingu. í vetur er hópstarf með öldmðum í nokkmm kirkjum. Efnið sem notað er í því starfí em hefti sem nefnast „Vina- fundir" og „Við saman í kirkjunni", sem eru sérstaklega samin fyrir hópstarf með öldruðum. í þeim er fjallað um ýmis svið mannlegs lífs og þau tengd Biblíunni, bæn og helgihaldi. Umræðurnar byggjast á reynslu og tilfínningum þátttakenda, þannig að allir hafa mikið að gera. Heimsóknarþjónusta Öldmnarstarf í Reykjavíkurpró- fastdæmum í vetur er nýhafíð og verður fjölbreytt. í boði er ýmiss Þjónustan er eitt af hlutverkum kirkjunnar. Söfnuðir í Reykjavík hafa í auknum mæli sinnt heimsókn- arþjónustu og er brýnt að allir söfn- uðir auki þessa þjónustu í framtíð- inni. í nútíma borgarsamfélagi hefur einsemd fólks aukist og getur hún leitt til andlegra og jafnvel lík- amlegra sjúkdóma. Markmið þjón- ustu kirkjunnar er að ijúfa einangr- un, skapa samfélag og glæða von. Ellimálaráð Reykjavikurprófasts- dæma hefur boðið upp á námskeið til undirbúnings heimsóknarþjón- ustu. Nokkrir söfnuðir í prófasts- dæmunum sinna heimsóknarþjón- ustu og tveir söfnuðir eru að und- irbúa hana. Margir bíða eftir að njóta þessara þjónustu kirkjunnar og þeir sem hafa notið hennar em þakklátir fyrir að fá heimsóknir frá kirkjunni sinni. Þannig vill kirkjan ekki ein- ungis sýna náungakærleikann í orði heldur einnig í verki. Höfundur er ellimálafulltrúi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.