Morgunblaðið - 27.10.1994, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 27.10.1994, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Fjárhagsvandi Borgar- spítalans - eru kröfur ráðamanna raunhæfar? ÁRAMÓT nálgast og á yfirstandandi ári stefnir í rúmlega 300 milljóna króna hallarekstur Borg- arspítalans. Þennan halla virðist ekki eiga að bæta nema að litlum hluta. jqPveijir standa að slíkum rekstri og við hvem er að sakast? Stjómvöld era ekki í vafa, óráðsían er innan veggja spítalans og spítalinn hefur fengið fyr- irmæli um að dregið skuli úr rekstrarkostnaði svo endar nái saman. Staðreyndir Á vegum Heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytisins var nýlega gerð úttekt á rekstri Borgarspítal- ans undanfarin ár. Samkvæmt nið- urstöðu skýrslu sem unnin var af starfsmanni ráðuneytisins má rekja um 1/10 hluta núverandi vanda, '*P>.e. 30 milljónir, til innanhúss- ákvarðana á spítalanum en ástæður sem liggja utan stjómunarramma spítalans orsaka þau 90% sem era þar umfram. Þessi 90% skiptust á eftirfarandi máta: Misræmi í fjárveitingu og launa- kostnaði frá fyrri áram 60-70 millj. kr. Launahækkanir sem stafa af kjarasamningum 60 millj. kr. Eftirlaun -^0 millj. kr. Misræmi í fjárveitingu og rekstrarum- fangi sem myndaðist 1993 26 millj. kr. Áætluð hækkun útgjalda milli ára 25 millj. kr. Torfi Magnússon Lækkun framlags milli ára 69 millj. kr. Vöntun á sértekjum, m.a. vegna lækkun- ar á röntgentaxta 35 millj. kr. Öll þau atriði sem hér koma fram hafa verið forráðamönn- um spítalans ljós lengi og viðkomandi ráðuneytum hefur verið bent á þetta augljósa misræmi fjárveitinga og rekstrarkostnaðar. Viðbrögðin hafa orð- ið enn frekari lækkun fjárveitinga og áframhaldandi ofáætlun sér- tekna. Samhliða því hefur verið lát- ið í ljós að halda skuli þjónustustigi óbreyttu. Breytingar á rekstrarkostnaði spítala Miklar breytingar hafa orðið á rekstraramfangi Borgarspítalans sjálfs vegna náinnar samvinnu hans við Landakotsspítala og yfirtöku bráðavakta 1992 og því er ekki hægt að bera fyllilega saman rekstr- arkostnað Borgarspítalans eins milli ára. Sé hins vegar litið á sameigin- legan rekstrarkostnað Borgarspítal- ans og Landakots á föstu verðlagi kemur í ljós að áætlaður rekstrar- kostnaður 1994 er 214 milljónum kr. lægri en 1991. Lækkunin milli áranna 1991 og 1994 er því tæp 5% af sameiginlegum rekstrarkostn- aði spítalanna. Samanlagður spam- aður spítalanna tveggja árin 1992, 1993 og 1994 nemur rúmlega 700 milljónum kr. ef miðað er við rekstr- arkostnað 1991 og þrátt fyrir það mun rekstrarkostnaður Landspítal- ans hafa minnkað á sama tíma. Þessa lækkun rekstrarkostnaðar þarf að skoða í ljósi þess að í lok síðastliðins áratugar prðu sjúkra- húsin að taka á sig um 5% niður- skurð og að á áranum 1990 til 1993 jókst álag á sjúkrahúsin í Reykjavík um 5% vegna mannfjölgunar og fjölgunar aldraðra (fjölgun sjúkl- inga á Borgarspítalanum og Landa- koti var 5,7% á sama tíma og 16% á Borgarspítalanum einum). Spítal- arnir hafa því tekið á sig sinn hluta hagræðingar og kostnaðarsam- dráttar síðustu ára. Kröfur ráðamanna Ráðamenn krefjast þess að Borg- arspítalinn dragi enn frekar úr rekstrarkostnaði og haldi sig innan ramma fjárlaga. í raun era því gerð- ar kröfur um allt að 10% lækkun rekstrarkostnaðar frá því sem nú er, til viðbótar lækkun undanfarinna 7 ára, sem er að minnsta kosti 10%. Þannig er ætlast til að á 7 áram lækki sameiginlegur rekstrarkostn- aður Borgarspítalans og Landakots um meira en 20% þrátt fyrir að álagsaukning á sama tíma hafi ver- ið yfír 10%. Sú staðreynd blasir við að þetta er ekki hægt. Möguleikar til aðhalds Langstærstan hluta innlagna á Borgarspítalanum má rekja til bráðra veikinda. Þessi veikindi era stundum upphafið að píslargöngu heilsuleysis sem getur endað með varanlegri fötlun og hjúkranarvist og þá iðulega innan veggja spítal- Wffimm ans. Fá verkefni er því hægt að láta frá stofnuninni nema einhver annar aðili taki þessi sömu verkefni að sér og litlar líkur eru á að sama þjónusta fáist fýrir minna verð. Á Borgarspítalanum eru nærri 70% rekstrarkostnaðar vegna launagreiðslna. Talsverður hluti þess kostnaðar er vegna vaktaþjón- ustu og miðað við óbreytt þjónustu- stig og sömu öryggiskröfur er vart hægt að draga úr launakostnaði og vænta má að annar rekstrarkostn- aður muni þar að auki fara hækk- andi á komandi áram. í ljósi kostn- aðarlækkunar fyrri ára er óraun- hæft að ætla að frekari samdráttur sé mögulegur. Lögmál ómöguleikans Ef ekki er hægt að draga úr kostnaði og halda þjónustu óbreyttri þarf að skoða þann möguleika að minnka þjónustu þar sem það væri sársaukaminnst og lækka þannig kostnað. Hverjar yrðu afleiðingarn- ar? Þegar fordæmi eru skoðuð (t.d. aflagður rekstur Fæðingarheimilis Reykjavíkur) kemur í ljós að þegar rekstur er lagður niður er fjárveiting minnkuð í fullu samræmi við brott- fall rekstrarkostnaðar viðkomandi rekstrareiningar og fjárhagur spít- alans verður því engu betri eftir en áður. Er þá ekki hægt að afla frekari sértekna? Sértekjur spítalans era nú þegar ofáætlaðar á fjárlögum og margir stjómmálamenn era þess lítt fýsandi að frekari gjaldtaka, t.d. innlagnargjöld verði tekin upp á sjúkrahúsum. Slík gjaldheimta mundi hvort eð er engu skila til sjúkrahússins því fordæmin sýna að þegar sértekjur aukast er fjár- veiting á fjárlögum næsta árs skor- in niður sem því nemur. Er hægt að hætta að sinna ákveðnum hópi sjúklinga, t.d. sjúkl- ingum af landsbyggðinni? Vissulega væri sú leið hugsanleg en Borgar- spítalinn er aðal slysa- og bráðamót- tökuspítali landsins og afleiðingar slíkra vinnubragða gætu orðið óskaplegar og starfsmenn spítalans geta ekki axlað þá ábyrgð sem af slíkum vinnubrögðum leiddi. Allar leiðir sem skoðaðar era virðast þannig þaktar ófærum sem enginn möguleiki er að sneiða hjá. Og á meðan reynir spítalinn að feta slóð- 51A£P VARMASKIPTAR Á NEYSLUVATNSKERFIÐ • Koma í veg fyrir kísilhúö á hand- laugum, baökörum, blöndunartækjum o.fl. • Afkastamiklir • Fyrirferðalitlir • Auöveld uppsetning • Viöhald í lágmarki • Hagstætt verö Þú finnur varla betri lausn! = HÉÐINN = VERSLUN SELJAVEGI 2 SÍMI 91-624260 Yfírvöld verða að viður- kenna að of langt hefur verið gengið í spamaði á sjúkrahúsunum, segir Torfi Magnússon, en það er skylda þeirra að tryggja starfsgrundvöll sjúkrahúsanna. ina milli fjárlaga og laganna sem kveða á um að allir landsmanna skuli njóta fullkomnustu heilbrigðis- þjónustu. Til hvers er ætlast? Stjórnmálamenn eru kjörnir gæslumenn almennings og al- mannahagsmuna. Þeir verða bæði að gæta fjármuna almennings og einnig verða þeir að hafa skoðun á því og gera upp við sig til hvers er ætlast af heilbrigðisþjónustunni. Ef heilbrigðisþjónusta Islendinga á að standast samanburð við þjónustu nágrannalanda verður að ætla til hennar nægjanlegt fjármagn. Stjórnmálamenn verða að gera það upp við sig hvort peningar eiga fremur að fara til heilbrigðisþjón- ustu eða annarra verkefna, svo sem vegaframkvæmda eða styrkja og niðurgreiðslna í landbúnaði eða öðr- um atvinnurekstri. I skýrslu sem unnin var á vegum OECD og birtist 1993 kemur fram að íslenska heilbrigðiskerfið veitir þjónustu sem er yfír meðallagi OECD-ríkja en kostnaður hér er þó 15% lægri en meðaltalskostnaður þessara sömu ríkja. Til lengdar er ekki hægt að krefjast heilbrigð- isþjónustu sem stenst gæðakröfur nágrannalandanna án þess að ætla til þess raunhæfar fjárveitingar. Lokaorð Fjárhagsvandi Borgarspítalans er mikill. Þennan vanda má rekja ann- ars vegar til vaxandi fjölda einstakl- inga sem til spítalans leita vegna bráðra heilsufarsvandamála og hins vegar til minnkandi fjárveitinga þrátt fyrir aukið rekstrarumfang. Hömlur verða ekki settar á komur sjúklinga til spítalans því fólk sækir þangað vegna raunveralegra þarfa og aukið fjármagn þarf því til rekst- urs hans. Verði einhver hluti rekstr- arins lagður niður mun samskonar þjónusta verða hafin annars staðar og þjóðhagslegur sparnaður verður enginn. Góð heilsa er dýrmætasta eign hvers manns. Islendingar búa við góða sjúkrahúsþjónustu og ekkert bendir til að þeir séu tilbúnir til að stíga skref aftur á bak og slá af gæða- eða öryggiskröfum. Nú þegar hafa fjárveitingar verið skertar of mikið og engir möguleikar virðast á að hægt sé að halda áfram sömu þjónustu með óbreyttu rekstrarfé. Yfirvöld verða að horfast í augu við vandann og viðurkenna að of langt hefur verið gengið í sparnað- araðgerðum. Það er skylda stjórn- valda að skapa sjúkrahúsunum rekstrargrundvöll sem nægir til að halda áfram þjónustu sem samræm- ist kröfum íslendinga að því er varð- ar gæði og öryggi. Telji stjórnvöld að fjármagni ríkissjóðs sé betur varið til annarra verkefna en sjúkra- hússrekstrar hlýtur aukin kostnað- arhlutdeild almennings, án sjálf- virkrar skerðingar fjárveitinga úr ríkissjóði, að koma til alvarlegrar skoðunar. Verði sú raunin þarf sam- hliða að styrkja öryggisnet velferð- arinnar til hagsbóta fyrir þá sem standa höllum fæti, svo Islendingar geti áfram treyst því að á sjúkrahús- unum fái allir sömu þjónustu án til- lits til efnahags. Starfsfólk Borgarspítalans vænt- ir þess að stjórnvöld hafi staðreynd- ir að leiðarljósi og sýni samfélags- lega ábyrgð við umfjöllun á fjár- hagsvanda spítalans. Höfundur er formaður læknaráðs Borgarspítalans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.