Morgunblaðið - 27.10.1994, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 27.10.1994, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 1994 13 LAIMDIÐ Messa á Eiðistorgi í TILEFNI af kirkjuviku, sem nú er haldin hátíðleg í Reykjavík- urprófastsdæmum, verður haldin götumessa á Eiðistorgi á Sel- tjamamesi fímmtudaginn 27. október kl. 17. Það er Seltjamameskirkja, sem stendur fyrir messunni, sóknarpresturinn, sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir, þjónar fyrir altari ásamt sr. Helgu Soff- ■ íu Konráðsdóttur, aðstoðarpresti í Háteigskirkju, en starfsfólk kirkjunnar aðstoðar. Fermingar- böm lesa bænir og gospelkór syngur undir stjóm organistans, Viera Gulazslovu. Kl. 16.30 leik- ur blásarakvintett Tónlistarskól- ans á Seltjamamesi nokkur lög þar til messa hefst. Götumessa hefur einu sinni áður verið haldin á Eiðistorgi og þá sóttu hana rúmlega 200 manns. Meistaramót fyrirtækja 1 hraðlestri FYRSTA meistaramót fyrirtækja í hraðlestri verður haldið í Há- skóla íslands, Ámagarði, stofu 201, sunnudaginn 30. október kl. 14. Mótið fer þannig fram að les- inn verður stuttur kafli lesefnis og þátttakendur verða tíma- mældir og síðan reiknaður út flöldi lesinna orða á mínútu. Að lestri loknum svara þátttakendur 10 krossaspumingum úr efninu. Sá þátttakandi sigrar sem les efnið á skemmstum tíma og svar- ar flestum spumingum réttum. Útreikningur fer fram með þeim hætti að margfaldaður er saman fyöldi lesinna orða á mínútu og fjöldi réttra svara. Veitt verða ein verðlaun. Sá fyrirtækisfulltrúi sem sigrar fær frítt hraðlestramámskeið fyrir fyrirtæki sitt. Þátttakendafjöldi má vera allt að 10 starfsmenn. Námskeið í skart- gripagerð MENNINGARMIÐSTÖÐIN ' í Gerðubergi gengst fyrir nám- skeiði í skartgripagerð dagana 29. og 5. nóvember. Kennt verður tvo laugardaga frá kl. 13.10-16.50 báða dag- ana. Námskeiðið er ætlað öllum á aldrinum átta ára og eldri og leiðbeinandi verður Anna Flosa- dóttir. Samskonar námskeið var haldið í menningarmiðstöðinni á sl. ári og naut svo mikilla vin- sælda að margir þurftu frá að hverfa. Námskeiðinu • er ætlað að' kynna einfaldar og ódýrar leiðir til skartgripagerðar sem geta hentað fólki á öllum aldri. Skráning og allar nánari upp- lýsingar á skrifstofu Gerðubergs. íslandsmót kvenna í skák ÍSLANDSMÓT kvenna verður haldið dagana 29. október til 4. nóvember nk. Teflt verður í skákmiðstöðinni Faxafeni 12, Reykjavík. Tefldar verða sjö umferðir eft- ir Monrad-kerfí. Tímamörk era l'/2 klst. á 30 leiki og 45 mín. til að ljúka skákinni. Vegleg verðlaun era í boði og fær sigurvegarinn fría ferð á skákmót eriendis, einhvem tíma á því tímabili sem hann heldur titlinum. Mótið er öllum opið. Þátttökutilkynningar þurfa að hafa borist fyrir 29. október. Sjötíu ár liðin frá því að Oddakirkja á Rangárvöllum var reist ALLIR sóknarprestar Rangárvallasýslu komu til hátíðarmessunn- ar í Odda, ásamt vígslubiskup, sr. Sigurði Sigurðarsyni. SR. Sigurður Sigurðarson vígslubiskup og sóknarpresturinn, sr. Sigurður Jónsson, kveðja kirkjugesti. Kirkja í Odda frá kristnitöku Var í öndverðu helguð heilögum Nikulási, verndar- dýrlingi sæfarenda Hellu - Sunnudaginn 23. október var þess minnst við hátíðarmessu í Oddakirkju að 70 ár eru síðan núverandi kirkja var reist í Odda. Kirkjan var vígð hinn 9. nóvember 1924 sem var 21. sunnudagur eft- ir þrenningarhátíð og bar hátíðar- messuna sl. sunnudag upp á sama dag kirkjuráðsins. Talið er að Oddakirkja hafi stað- ið á svipuðum stað allt frá því sú fyrsta reis þar af grunni, að öllum líkindum skömmu eftir kristnitöku. Talið er að sr. Loðmundur Svarts- son, afi sr. Sæmundar Sigfússonar fróða, hafi látið reisa þá kirkju. Kirkjan í Odda mun í öndverðu hafa verið helguð heilögum Nikul- ási sem var sérstakur verndardýrl- ingur sæfarenda. Núverandi kirkja var sem fyrr segir reist 1924 að hluta til úr efniviði kirkju sem sr. Matthías Jochumsson lét reisa, en hann var prestur í Odda á sex ára tímabili á seinni hluta 19. aldar. Yfirsmiður kirkjunnar var Tómas Tómasson frá Reyðarvatni á Rangárvöllum og var hún vígð af Jóni Helgasyni biskupi, en sóknarprestur á þeim tíma var sr. Erlendur Þórðarson. Miklar endurbætur voru gerðar á kirkjunni 1953, m.a. var hún máluð og skreytt af þeim Jóni og Grétu Björnsson. Á árunum 1986- 1990 var lítið safnaðarheimili byggt og margvíslegar viðgerðir og endurbætur gerðar á kirkjunni. Árið 1992 var svo vígt 10 radda pípuorgel sem smíðað var af Björg- vin Tómassyni. Við hátíðarmessuna á sunnu- daginn prédikaði sr. Sigurður Sig- urðarson vígslubiskup, sóknar- presturinn, sr. Sigurður Jónsson, þjónaði fyrir altari og ritningar- lestra lásu sr. Arngrímur Jónsson og sr. Stefán Lárusson, fyrrum sóknarprestar í Odda. Vandað var til tónlistarflutnings en á orgel kirkjunnar lék Halldór Óskarsson ásamt Guðmundi Sigurðssyni en Halldór stjórnaði einnig kirkju- kórnum sem naut aðstoðar söngv- ara úr nágrannasóknum og frá Selfossi. Við athöfnina léku einnig Lárus Sveinsson og dóttir hans, Hjördís Elín, á trompet. Að messu lokinni bauð sóknarnefndin til kaffisamsætis í Hellubíói sem Kvenfélag Oddakirkju annaðist. Andvirði gj afa til Sjúkrahúss Suðurlands á árinu 10 millj. Morgunblaðið/Sveinn Guðmundsson Morgunblaðið/Sig. Jóns. FULLTRÚAR SSK og Rauðakrossdeilda Árness-, og Rangárvallasýslu ásamt Aðalheiði Guðmunds- dóttur hjúkrunarforsljóra og Einari Hjaltasyni yfirlækni á Sjúkrahúsi Suðurlands. Skýr vottur um hug og væntingar íbúanna Tannlækna- stofa opnuð á Reykhólum NÝLEGA opnaði Ari Bjarnason, tannlæknir í Búðardal, tannlækn- ingastofu í Heilsugæslunni á Reyk- hólum. Ari kemur hér í hverri viku og er þijá daga í senn en yfir hávet- urinn mun ferðum hans fækka. Ari er frá Borgarnesi, sonur Bjarna Arasonar ráðunautar þar, og er lærður tannlæknir frá Óslóarhá- skóla. Með Ara á myndinni er að- stoðarmaður hans, Hugrún Thorlacius úr Búðardal. Selfossi - Tíu milljónir króna hafa borist Sjúkrahúsi Suður- lands í gjöfum á þessu ári. Um er að ræða beinar peningagjafir, tæki til stofnunarinnar og erfð- afé frá einstaklingum. Þessar miklu gjafir til sjúkrahússins frá Sunnlendingum eru skýr vottur þeirra miklu væntinga sem íbúar á Suðurlandi hafa til Sjúkrahúss Suðurlands. Þetta kom fram í hófi sem haldið var í tilefni af því að Samband sunnlenskra kvenna og Rauðakrossdeild Ár- nesinga og Rangæinga afhentu formlega gjafir sínar til sjúkra- hússins. Félögin gáfu fullkomið óm- skoðunartæki af Tosiba Tosbee gerð að verðmæti rúmar 2,9 milljónir. Rauðakrossdeild Ár- nesinga afhenti slysastofu heilsu- gæslunnar hjartastuðtæki, hjartalínuritstæki og gifssög að verðmæti 1,1 milljón ásamt „neb- ulisator" fyrir bráðameðferð við astma og heyrnarmælingartæki að verðmæti 130 þúsund kr. Áður hafði heilsugæslunni borist „ambulans“-sjúkrabekkur af fullkomnustu gerð og skurð- stofulampi. Þessi tæki auka þjónustuhæfni slysastofunnar og sjúkrahússins í heild en það er einmitt mark- mið félaganna sem fjármagna gjafirnar með framlögum frá starfsemi sinni. Samband sunn- lenskra kvenna gefur út jólakort fyrir hver jól og afraksturinn af sölu þeirra rennur beint til tækjakaupa fyrir sjúkrahúsið. Blab allra landsmanna! IRargimblabib - kjarni málsins! Prófkjör á Reykjanesi 5. nóvember Ungur maður úr atvinnulífinu VIKTJ3R B. KJARTANSS0N I 5. SÆTI Kosningaskrifstofur: Bæjarhrauni 22, Hafnarfirði, s. 91-650735 og Hafnargötu 38, Keflavík, s. 92-12100.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.