Morgunblaðið - 27.10.1994, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.10.1994, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ Reuter „Fólk trúir vart að nú sé friður“ „Þetta var söguleg stund og stemningin við undirritunina ótrúlega góð. Allt hefur gerst svo snöggt að fólk hefur varla náð að átta sig á því að friður sé nú með þjóðunum," sagði Stefanía Khalifeh, ræðismaður íslands í Jórdaníu, sem var fulltrúi íslands við undirritun á friðarsamkomu- lagi Israela og Jórdana í gær. Um 5.000 manns voru við- staddir athöfn- ina. „Þrátt fyrir allan fjöldann, öryggisráðstaf- anirnar og hinn skamma fyrir- vara, tókst fram- kvæmdin vel. Jórdanskir og ísraelskir sendifull- trúar sátu saman, líklega í flest- um tilfellum í fyrsta skipti sem þeir upplifa slíkt. Athöfnin fór fram undir beru Iofti og hitinn var geysilegur. En það dró ekki úr mikilvægi þessarar stundar,“ segir Stefanía. Palestínumenn óánægðir Stefanía segir atburði siðustu vikna og mánaða hafa komið Jórdönum í opna skjöldu. Enginn hafi átt von á friðarsamningi svo fljótt. „Ekki eru allir ánægðir með samninginn í Jórdaníu, sérstak- lega ekki Palestínumenn. Sam- band þeirra og Jórdana hefur aldrei verið eins slæmt og nú. Til marks um það er að Yasser Ara- fat, leiðtoga Frelsissamtaka Pa- lestínu (PLO) var ekki boðið til athafnarinnar, sem er afar leitt, og sendiherra PLO í Jórdaníu mætti ekki til hennar, væntanlega í mótmælaskyni." Þeir eru hins vegar einnig margir sem fagna friðarsamn- ingnum og var gærdagurinn al- mennur frídagur í Jórdaníu. „Það er hins vegar ómögulegt að spá fyrir um framtíð þessa friðarsam- komulags. Það tekur tíma fyrir fólk að átta sig á því að óvinurinn í tæpa hálfa öld, er það ekki leng- ur. Sjálf hefði aldrei trúað því að ég ætti eftir að upplifa þetta.“ Stefanía Khalifeh Tekist í hendur í kjölfar friðarsamnings JÓRDANSKIR og ísraelskir herforingjar takast í hendur eftir að friðar- seti, Hussein Jórdaníukonungur, og Yitzhak Rabin, forsætisráðherra samningur ísraela og Jórdana var undirritaður í gær í Arava-dalnum ísraels. Um 5.000 manns voru viðstaddir undirritunina, um 2.000 á landamærum ríkjanna. Á bak við þá standa Bill Clinton Bandaríkjafor- manns frá hvoru landi og um 1.000 manns voru í fylgdarliði Clintons. Bundinn endi á stríðs- ástand síðustu 46 ára Stiklað á stóru í sam- skiptum nágranna- * ríkjanna Israels og Jórdaníu Arava. Reuter. F'RIÐARSAMNNINGUR ísraela og Jórdana hefur bundið enda á stríðs- ástand, sem varað hefur í 46 ár. Maí 1948. Gyðingar lýsa yfir stofn- un ísraelsríkis. Stríð brýst út við arabríkin í nágrenninu og Vest- urbakkinn er áfram undir stjórn Jórdana. Hundruð þúsunda Pales- ínumanna neyðast til að flýja til Jórdaníu. Júní 1967. ísraelar ráðast á Jórdan- íu, Egyptaland og Sýrland eftir að Egyptar loka Tíransundi og skipa neyðarsveitum Sameinuðu þjóðanna á brott. í Sex-daga-stríðinu ná ísra- elar Sínaí-skaganumn og Gaza- ströndinni frá Egyptum, Gólanhæð- um frá Sýrlendingum og Vestur- bakkanum frá Jórdönum. Nóvember 1967. Öryggisráð SÞ sendir frá sér ályktun 242 þar sem krafist er brotthvarfs ísraela, viður- kenningar á öllum ríkjum á svæðinu og að flóttamannavandinn verði leystur. 1970. Palestínskir skæruliðahópar í Jórdaníu færast allir í aukana og í kjölfar flugrána eiga þeir í útistöðum við jórdanska herinn. Jórdanir hafa betur og skæruliðarnir flytja sig um set til Líbanon. Október 1973. Jórdanir senda her- lið til að styðja Sýrlendinga á Gólan- hæðum eftir að þeir og Egyptar ráðast á ísrael. Október 1974. Hussein Jórdan- íukonungur viðurkennir PLO sem eina löglega fulltrúa palestínsku þjóðarinnar á fundi arabaríkja í Rabat. Með því lét hann af hendi kröfur um að vera fulltrúi Palestínu- manna. 1979. Jórdanir viðurkenna ekki frið- arsamkomulag Egypta og ísraela. Arabaríkin hunsa Egypta, sem urðu fyrsta arabaríkið til að semja við ísraela. 1985. Hussein konungur og Yasser Arafat, leiðtogi PLO, undirrita samning um að vinna að friði og hvetja tii ríkjabandalags Jórdaníu og ríkis Palestíunumanna á her- numdu svæðunum. Samningnum frestað ári síðar eftir að Arafat neit- ar að viðurkenna ályktun Öryggis- ráðs SÞ 242. Júlí 1988. Konungur hafnar tengsl- um á sviði stjórnunar og laga við Vesturbakkann, vegna þrýstings PLO og Arabaríkja og vegna upp- reisnar Palestínumanna á hemumdu svæðunum. HELSTU atriði friðarsamningsins, sem Yitzhak Rabin, forsætisráð- herra ísraels, og Abdul-Salam Maj- ali, starfsbróðir hans í Jórdaníu, undirrituðu í gær eru sem hér segir: • ísraeiar láta af hendi mestan hluta þeirra landsvæða sem Jórdanir hafa gert kröfu til. Jórdanir fallast á að taka við öðrum landsvæðum í stað lands sem ísraelskir bændur hafa þegar tekið til ræktunar. • ísraelar leigja lítil landamæra- svæði af Jórdönum. ísraeiar láta af hendi meira en 300 ferkm svæði. Jórdanir fallast einnig á 30 ferkm svæði í skiptum fyrir önnur og tvær Ágúst 1990. írakar ráðast inn í Kúveit. Konungur, sem á að gæta hlutleysis, lýsir yfir stuðningi við íraka. Við það versna samskiptin við Vesturlönd. Október 1991. Hussein konungur verður fyrstur arabaleiðtoga til að samþykkja friðarviðræður við ísra- ela með milligöngu Bandaríkja- manna. Jórdanir og Palestínumenn senda sameiginlega sendinefnd á Madrídarráðstefnuna. 13. september 1993.ísrael og PLO undirrita stefnumarkandi friðarsam- komulag á flötinni fyrir framan Hvíta húsið. 4. júní 1994. í kjölfar leynilegra viðræðna konungs og Yitzhaks Rab- ins, forsætisráðherra ísraels, í Lond- on, lýsa Jórdanir því yfir að þeir séu reiðubúnir að ræða afmörkun landa- mæra þjóðanna, eitt helsta deiluatr- iði þjóðanna. ísraelskar bændabyggðir fá leigu- samning til 25 ára sem hægt verður að endurnýja. • Israelar láta Jórdani hafa 40 milljónir rúmmetra af vatni úr ánni Yarmuk á ári og eima auk þess handa þeim 10 milljónir rúmmetra af hreinu vatni úr saltmenguðu vatni úr lindum nálægt Galíleu-vatni. • ísraelar taka þátt í framkvæmd- um sem miða að því að vinna 100 milljónir rúmmetra vatns til viðbót- ar, m.a. með því að byggja tvær stíflur í Yarmuk og ánni Jórdan. • Jórdanir lofa að þeir hvorki taki þátt í bandalögum sem stefnt er 9. júlí 1994. Hussein konungur kem- ur þjóð sinni í opna skjöldu er hann kveðst vera reiðubúinn til opinberra friðarviðræðna við Rabin. 20. júlí 1994. Shimon Peres, utan- ríkisráðherra ísraels, kemur í opin- bera heimsókn til Jórdaníu, fyrsti ísraelski leiðtoginn sem það gerir frá árínu 1948. 25. júlí 1994. Konungur og Rabin innsigla samkomulag um að 46 ára ófriði þjóðanna sé lokið við athöfn í Washington. Þeir heita því að undir- rita friðarsamkomuiag. 8. ágúst 1994. ísraelar og Jórdanir opna fyrstu landamærastöðina. Rabin heldur yfir landamærin til fyrsta opinbera fundar þjóðanna í Jórdaníu. 26. október 1994. Rabin og Abdul- Salam al-Majali, forsætisráðherra Jórdaníu undirrita friðarsamkomu- lag í Arava-dalnum. gegn ísrael né leyfi að landið verði stökkpallur fyrir árásir þriðja ríkis á ísrael. • Ríkin koma upp sendiráðum mánuði eftir að samningurinn verður endaniega staðfestur á þjóðþing- unum. • ísraelar lofa að ráðfæra sig við Jórdani áður en þeir semja við Frels- issamtök Palestínumanna um örlög palestínskra flóttamanna sem hrökl- uðust úr landi í stríði ísraela og araba 1948. Margir þessara flótta- manna og afkomenda þeirra búa nú í Jórdaníu. Helstu atriðin í friðarsamningnum Láta af hendi land o g vatn Jerúsalem. Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.