Morgunblaðið - 27.10.1994, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.10.1994, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Skattrannsóknarstj óri Fleiri mál kærð tilRLR EMBÆTTI skattrannsóknarstjóra ríkisins hefur sent fyrstu kærumálin til Rannsóknarlögreglu ríkisins þar sem eingöngu er um það að ræða að viðkomandi hafa ekki staðið skil á greiðslu opinberra gjalda þó ekki sé ágreiningur um þær skattafjár- hæðir sem undan eru dregnar. Þetta kom fram í máli Skúla Egg- erts Þórðarsonar skattrannsóknar- stjóra á þingi BSRB í gær. í máli hans kom fram að hann hefði sett sér þá stefnu að kæra oftar mál til lögreglu en gert hefði verið til þessa við skattrannsóknir. „Það er sjálf- stætt refsivert brot að greiða ekki þau opinberu gjöld sem mönnum er ætlað að innheimta og þá er ég að tala um vörsluskatta, það er að segja virðisaukaskatt og staðgreiðslu. Eina leiðin til þess að standa við bakið á innheimtumönnum ríkissjóðs er að kæra þá háttsemi til opinberr- ar rannsóknar með það fyrir augum að ná fram refsingum," sagði hann. Mikil skattsvik/4 Innbrot í átta sumarbústaði í landi Vatnsenda í Skorradal Þrír menn handteknir Morgunblaðið/Davíð Pétursson AÐKOMAN var ljót í nokkrum bústaðanna þegar eigendur og lögreglumenn komu á svæðið um hádegisbilið í gær. Lögreglan fann þýfi í fórum þeirra BROTIST var inn í átta sumarbú- staði í landi Vatnsenda í Skorra- dal í fyrrinótt. Grár fólksbíll sást á mikilli hraðferð í Skorradalnum undir morgun. Síðdegis voru 3 menn handteknir í Reykjavík grunaðir um innbrotið. í fórum þeirra fannst töluvert þýfi, sem kom saman við það sem saknað var úr bústöðunum. Að sögn lögreglunnar í Borgar- nesi, ,sem fór á vettvang, er ekki að fullu ljóst hve miklu var stolið úr bústöðunum en þó lágu upplýs- ingar fyrir að saknað væri fjög- urra sjónvarpstækja, hljómtækja- samstæðu, myndbandstækis og nokkurra útvarpstækja. Ekki voru unnin önnur skemmdarverk á bú- stöðunum en þurfti til að komast inn í þá. Sýnt þótti að styggð hefði kom- ið að innbrotsþjófunum, því þeir voru búnir að taka saman hauga af vamingi sem þeir síðan skildu eftir við bústaðina er þeir hurfu af vettvangi. Eftirlitsmaður svæðisins kom fyrstur á vettvang og gerði hann lögreglu og eigend- um strax viðvart um innbrotin. Sáust á Kjalarnesi Að sögn lögreglunnar beindist grunur að mönnum sem sáust á ferð á gráum fólksbíl á Kjalamesi í fyrrinótt en þá voru þeir á leið upp í Hvalfjörð. Eftirgrennslan leiddi til handtöku mannanna, sem em utanhéraðsmenn. Hafðist upp á þeim undir kvöld í gærkvöldi í Reykjavík. Seyðisá við Hveravelli brúuð Morgunblaðið/Einar Gíslason Kjalvegur öllum bílum fær á sumrin Blönduósi. Morgunblaðið. BRÚARGERÐ yfir Seyðisá á Kjalvegi skammt norðan Hvera- valla lauk fyrir skömmu. Hafa nú allar ár á Kjalvegi verið brú- aðar og er því hálendið milli Langjökuls og Hofsjökuls fært öllum bílum yfir sumartímann. Það var brúarvinnuflokkur Gísla Gíslasonar sem annaðist verkið og að sögn Gísla gekk verkið vel og því lauk 11. októ- ber sl. Brúin, sem er þrjátíu metra löng og breidd akbrautar 3,60 metrar, ber alla umferð. Aðspurður hver fyrstur hefði ekið yfir Seyðisá á hinni nýju brú sagði Gísli Gíslason að það hefði verið dráttarvél brúarvinnu- flokksins og skömmu seinna fóru erlendir ferðamenn um brúna. Nefnd Jamm og já? Margir Húnvetningar hafa haft á orði að brúin fengi nafnið ,,Jamm og já“ til heiðurs Valgarð Ásgeirssyni á Blönduósi sem fyrstur lét sér í hug koma að Seyðisá yrði brúuð, samanber landfræga vísu hans sem hann orti fyrir mörgum áratugum: Fögur er hún Seyðisá séð af brúnni. Hvaða brú er það nú þá? Það er brúin Jamm og já. Líkur á makaskíptum á Hótel Holiday Inn og Sambandshúsinu LÍKUR eru á að samningar náist á næstu dögum milli Islandsbanka annars vegar og Samvinnulífeyrissjóðsins og Islenskra sjávarafurða hins vegar um makaskipti á Hótel Holiday Inn ásamt tveimur hæðum í Húsi verslunarinnar og Sambandshúsinu á Kirkjusandi. Ef af því verður er reiknað með að Samvinnulífeyrissjóðurinn selji Þróunarfélagi íslands hf. Holiday Inn og hótelið verði síðan leigt til Flugleiða, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. íslandsbanki myndi hins vegar flytja höfuðstöðvar sínar sem verið hafa í Húsi verslunarinnar í Sam- bandshúsið. Jafnframt myndu rúmast þar deildir og dótturféiög bankans sem eru nú á fimm öðrum stöðum í bænum. íslandsbanki tilkynnti sl. vor að hann hygðist hætta rekstri Holiday Inn þann 1. nóvember og flytja höfuðstöðvar sínar og dótturfélaga í húsið. .1 framhaldi af því lýstu ýmsir aðilar, m.a. í ferðaþjónustu, yfir áhuga á hótelinu og hafa við- ræður um þetta mál staðið yfir um skeið. 100 herbergi Holiday Inn hefur yfir að ráða um 100 vel búnum herbergjum og sjá ferðaþjónustuaðilar m.a. fyrir sér að húsið muni nýtast ákaflega vel í maí næsta vor vegna heims- meistarakeppninnar í handknatt- leik. ■ Líkurá/IB wbLíÉ Jafntefli JÓHANN Hjartarson og Helgi Ólafsson gerðu jafntefli í þriðju umferð í úrslitakeppninni um ís- landsmeistaratitilinn í skák. Hannes IHífar Stefánsson er efst- ur í keppninni með einn og hálfan vinning, eftir sigur á Helga. Jó- hann er með einn vinning og Helgi er með hálfan vinning. ■ Skákþáttur/30 * Sverrir Hermannsson bankastjóri Landsbanka Islands um vaxtamál Ummæli Steingiíms 96,3% ýkjur SVERRIR Hermannsson bankastjóri Landsbankans segir að ummæli Steingríms Hermannssonar seðlabankastjóra á þingi BSRB og fréttir og umræður í kjölfar þeirra um hækkun vaxta hjá Landsbanka íslands séu 96,3% ýkjur. 0,05-0,5% hækkun vaxta í þremur efstu þrepum endurskoðaðs kjör- vaxtakerfis bankans snerti aðeins um 3,7% af útlánum bankans. Endurskoðun á kjörvaxtakerfinu „Menn lögðu þannig út af ummælum [Steingríms Hermannssonar] að almenn vaxtahækkun hefði átt sér stað í Lands- bankanum. En sannleikur málsins er nú talsvert öðruvísi vegna þess að hér hefur engin almenn vaxtahækkun átt sér stað,“ sagði Sverrir Hermannsson. Sverrir sagði að það sem um væri að ræða væri endurskoðun kjörvaxtakerfis bankans og fjölgun þrepa innan þess úr fimm í níu. „Astæðan fyrir þessu er sú að við höfðum áður búið við 5 þrepa kjörvaxta- kerfi en samkvæmt nýjum reglum, sem við höfum tekið upp eftir erlendum bönkum, þótti ástæða til að fjölga þessum þrepum upp í níu. Þijú neðstu þrepin þokuðust rétt fram af brúninni; sjöunda þrepið um 0,05 — það þarf að beita stækkunargleri til að sjá eitthvað af því — 8. þrepið um 0,3% og níunda þrepið um 0,5%. Skuldabréfalán okkar, bæði verðtryggð og óverðtryggð, nema samtals 24,2 millj- örðum króna. Af þessum miklu fjárhæðum eru aðeins 3,7% sem þetta snertir, þannig að hér eru fréttir um almenna vaxtahækk- un Landsbankans ýktar um 96,3%, ef mað- ur má að gamni sínu halda fram hlutfalls- reikningi. Það eru mest fyrirtæki sem eiga í miklum örðugleikum í þessum þrepum. Lántakendur eru metnir í kjörvaxtaflokka eftir stöðu fyrirtækjanna, eftir stjórnun þeirra, skilvísi og reikningshaldi og kynnum okkar af stjómendunum. Af þessu sést að það er með ólíkindum að setja þetta þann- ig upp að hér sé um vaxtahækkun að tefla. Þetta er örlítil hreyfíng, sem hér um bil engin áhrif hefur,“ sagði Sverrir. Fjárfestar halda að sér höndum vegna umræðu „Lykilmenn í fjármálakerfinu geta talað vexti upp á við. Fyrir nokkrum vikum byrj- uðu menn að boða hækkaða vexti. Ég sá til Þórðar Magnússonar hjá Eimskipafélag- inu hrekja þá skoðun mjög myndariega en ég er hræddur um að áframhaldandi um- ræða í þessa veru hafí orðið til þess að fjár- festar ýmsir og kaupendur á verðbréfa- markaði hafí haldið að sér höndum, m.a verkalýðsstjórnir í lífeyrissjóðum, sem bíða eftir að vextir hækki þótt þeir tali öðrum tungum þegar það á við. Óvarlegt tal seðlabankastjóra og ýkju- fréttir um hækkun vaxta hjá langstærsta banka þjóðarinnar eru náttúrlega með ólík- indum og allt hans tal um bankakreppu. Ég á von á því að Seðlabanki íslands skýri nákvæmlega hvað hann átti við svo að hann verði ekki misskilinn og fréttaburður hans skilinn með þessum hætti. En hann er búinn að fá traustsyfírlýsingu frá BSRB og það er vonandi að það dragi hann eitt- hvað,“ sagði Sverrir Hermannsson, banka- stjóri Landsbanka Islands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.