Morgunblaðið - 27.10.1994, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 27.10.1994, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 1994 23 Nútíð við fortíð MYNPLIST Norræna húsíö VEFJARLIST RUTH MALINOWSKI Opið frá kl. 14-19 alla daga til 6. nóvember. Aðgangiu* 200 krónur. Á LÍKUM tíma og dönsku dagarn- ir voru í hámarki var opnuð sýning hinnar þekktu vefjarlistakonu Ruth Malinowski í kjallarasölum Norræna hússins. Dönsku dagarnir fóru að mestu framhjá rýninum, sem ekki var kall- aður á vettvang, en hann sá ágæta hönnunarsýningu í Ráðhúsþrónni og skoðaði í tvígang teiknimyndasýn- inguna í anddyri Norræna hússins, en ekki náði hún umtalsverðum tök- um á honum, enda um að ræða þá grein teiknimynda sem hann hefur haft einna minnstan áhuga á eftir að uppvaxtarárunum sleppti. Það er gott að fá markverðar list- sýningar, sem opnar eru í nokkrar vikur með slíkum kynningardögum, því að annað dagskrárefni stendur of stutt til að mögulegt sé að gera því nokkur skil nema í yfirliti eftirá, en sem betur fer er dönsk listhönnun vel þekkt stærð á íslenzkum menn- ingarvettvangi. Þrátt fyrir að við höfum kynnst verkum nokkurra ágætra danskra vefjarlistarkvenna var nafnið Ruth Malinowski svo til óþekkt utan þess að hún var gift hinu þekkta ljóð- skáldi Ivan Malinowski, sem lést 1989, og margur vissi af, en hann var gestur á eftirminnilegu skálda- þingi í Norræna húsinu 1985. Það hefur farið hljótt, að hún er höfund- ur teppisins „Lífsins tré“ í Staðar- staðakirkju, sem er eitt örfárra vefj- arlistaverka í íslenzkum kirkjum. Ruth Malinowski er fædd í Vínar- borg, en flúði þaðan ásamt móður sinni til Danmerkur árið 1938 undan ofsóknum nazista. Faðir hennar, sem var læknir, komst tii Tei Aviv í Pal- estínu. Síðar flúðu þær mæðgur til Svíþjóðar, en að stríði loknu settust þær að í Kaupmannahöfn á ný og þar var starfsvettvangur hennar. Það er sterk og heilsteypt sýning sem fyllir báða kjallarasalina og skoðandinn verður fljótlega var við að hér er um afburða vefnað að ræða handverkslega séð. Formin eru stór og einföld, litirnir fáir en mark- vissir. Það lætur að líkum að Ruth hafi fengið sígilt listrænt uppeldi í Kaup- mannahöfn og maður sér fljótlega að hún á hér ýmislegt sameiginlegt með Ásgerði Búadóttur hvað áferð og tæknilega útfærslu verkanna snertir, enda skarast skólun þeirra vafalítið. Á þroskaárum listakonunnar var strangflatalistin í öndvegi sem fram- úrstefna og dregur formsýn hennar mjög dám af því og einkum leiða þau hugann að stórstirnum Parísarskól- ans á sjötta áratugnum og þá er raunar stutt í algild tákn og sam- mannleg úr hinum ýmsu trúarbrögð- um. Ekki veit ég fullkomlega hvort Ruth hafi strax tileinkað sér hin ein- földu og knöppu vinnubrögð eða smám saman nálgast þau. Hún mun samt lengi hafa unnið í svart/hvítum blæbrigðum, eins og strangflata- meistararnir gerðu um árabil, svo myndir þeirra minntu sterklega á grafík, og má minna á þetta tímabil hjá Þorvaldi Skúlasyni 1952. Strangflatalistin lifði endurnýjaða daga í hinni svonefndu naumhyggju og vera má að það hafi haft einhver áhrif á formsýn hennar, en satt að segja varð manni strax hugsað til sjötta áratugarins er inn í sýningar- rýmið kom og teppin blöstu við. Helst þrengdu sér í sjónhimnu mína verk eins og „Herkúleanum" (1), „Bak við múrana" (2), „Apríl - 92“ (7), „Nýr morgunn", „Hvít nótt og „Blár tími“ (15-17). Varðandi sýninguna í heild er vert að líta enn frekar til baka og þá kemur í ljós, að hin útskúfaða strangflatalist hefur lifað góðu lífí allan tímann, þótt ekki hafí hún ver- ið mikið í sviðsljósinu. Naumhyggjan eða „minimalisminn“ tók fljótlega við af henni og hennar sér stað í ótal útgáfum allt frá blómaskeiðinu á sjötta áratugnum og fram á daginn Nýjar bækur I luktum heimi •_ + Skáldsaga eftir Fríðu A. Sigurðardóttur ÚT ER komin ný skáldsaga eftir Fríðu Á. Sigurðardótt- ur, í luktum heimi. í kynn- ingu útgefanda segir meðal annars: „Hann heitir Tómas, er tæplega fimmtugur og áleitnar spurningar sækja að honum: Hvað er það sem gefur lífinu gildi? Hvaða stjórn hefur einstaklingurinn á örlögum sínum? Ástinni? Hamingjunni? Eða eru ást og ham- ingja kannski bara orðin tóm.; slit- gjarnt haldreipi hins örvæntingafulla manns sem kominn er af léttasta skeiði? í luktum heimi er skáldsaga sem ekki bregst lesendum Fríðu; hér má glöggt þekkja höfundareinkenni hennar um leið og hún sýnir á sér nýjar hliðar. Sagan er í senn átakanleg og sorgleg, en í stílnum býr jáfnframt leiftr- andi kímni og djúpur mann- skilningur." Fríða Á. Sigurðardóttir er meðal kunnustu rithöfunda íslendinga. Hún hefur hlotið margvíslegar viðurkenning- ar fyrir ritstörf og verk hennar hafa verið þýdd á ijölda tungumála. Síðasta skáldsaga Fríðu, Á meðan nóttin líð- ur, hlaut bæði íslensku bókmennta- verðlaunin og Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs. Útgefandi er .Forlagið. í luktum heimi er 281 bls. að stærð, prentuð í Prentsmiðjunni Odda hf. Erlingur Ingvarsson gerði kápu. Bókin kostar 3.380 krónur. Fríða Á. Sig- urðardóttir. Asgerður Jóna Flosadóttir Sjálfstæðisflokkurinn metur konur að verðleikum | Konur eru tilbúnar til að axla ábyrgð Tryggjum Ásgerði Jönu 8.-10. sœtið LISTIR VERK eftir Ruth Malinowski. í dag. Er einnig vert að athuga, að vegur minimalismans varð aldrei meiri, en er nýja málverkið hafði runnið sitt skeið, en nú er sá kvóti einnig fullur að því er virðist og margur ósjálfstæður og tvílráður svífur í lausu lofti. En vægi listamanna á borð við Malinowski og fleiri er jafn mikið hvað sem efst er á baugi hveiju sinni, því þeir eru hafnir yfír slíkan línu- dans, sem við í norðrinu virðumst næmari fyrir en aðrir á hnettinum. Það er þannig margt sem ber að athuga við skoðun sýningar Ruth Malinowski. Sé það gert birtist hún í nýju og mun sterkara ljósi, því að hér er sannur og markverður lista- maður á ferð. Bragi Ásgeirsson. Fyrirlestur í Nýlista- safninu TORGNY Larsson heldur fyrir- lestur í Nýlistasafninu í dag fimmtudag, kl. 21. Fyrirlesturinn ber heitið Sjónlistir: Arkitektúr, umhverfislist og áhrif myndlist- armanna á manngert umhverfi. Torgny Larsson er sænskur myndlistarmaður og kennari við konunglega Listaháskólann í Stokkhólmi. Hann er hér í boði Myndlista- og handiðaskóla ís- lands. í fréttatilkynningu segir: „Viðfangsefni hans er skipulagt umhverfi og myndlist og gerir hann ekki upp á milli þessara þátta, en leitar leiða til að auka vægp myndlistar í ferli skipu- lags.“ Á fyrirlestrinum verða sýndar litskyggnur af útiverkum og borgarumhverfi og fer hann fram á ensku. Þetta er fyrsti fyrirlestur vetrarins í Nýlista- safninu, en stefnt er að því að haldinn verði einn fyrirlestur í mánuði. Fyrirlesturinn er öllum opinn. Vantar þig SJÁLFSKIPTAN bíl á hagstæbu verði? Efsvo er, þá er SUZUKISWIFT bíllinn fyrir þig Suzuki Swift er aflmikill og einstaklega sparneytinn bíll með þraut- reyndum 3ja þrepa sjálfskiptingum. Bílarnir eru mjög vel búnir og á verði sem stenst alla samkeppni - gerið verðsamanburð. Suzuki Swift 3ja dyra GLSi sjálfskiptur * vi v/ uv/v-uij kr. 1.076.000 duiudiuuiiauui • 58 hestafla vél m/beinni innspýtingu • Framhjóladrif • Sjálfstæö gormafjöörun • Heilkoppar • Hliöarlistar • Snúningshraöamælir • Stokkur milli framsæta •Tvískipt aftursæti • Afturrúöuþurrka • Litaöar rúöur • Tölvuklukka • Læst hanskahólf • Sportstýri • Gosdrykkjahaldari • Afturhleri opnanlegur innanfrá Suzuki Swift Sedan GL 4ra dyra sjálfskiptur Verö aöeins kr. 1.248.000 • 71 hestafla vél m/beinni innspýtingu • Framhjóladrif • Sjálfstæö gormafjöörun • Vökvastýri • Hliöarlistar • Snúningshraðamælir • Stokkur milli framsæta • Tvískipt aftursæti • Litaðar rúður • Tölvuklukka • Læst hanskahólf • Gosdrykkjahaldari • Farangursgeymsla og bensínlok opnanlegt innanfrá Sérstakurývetrarbónus! SIIZUKI Útvar^S^jódekk *l^r Tökum gamla bílinn uppi og SUZUKI BILAR HF skeifunni 17 sími 68 51 oo lánum til allt að 60 mánaða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.