Morgunblaðið - 27.10.1994, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 27.10.1994, Blaðsíða 52
Afl þegar þörf krefur! HEWLETT PACKARD m HPÁ ISLANOI H F Höfðabakka 9, Reykjavík, sími (91) 671000 Frá mögulcika til veruleika MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I 103 KEYKJAVÍK SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓIF 3040 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 86 FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 1994 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Umbúðir úr plasti Jiækka um 20 prósent HORFTJR eru á að verð á plastum- búðum hækki um 20-25% hér á landi í haust. Hluti hækkunarinnar er þegar kominn til framkvæmda. Ástæða hækkunarinnar er að hrá- efnisverð hefur hækkað um 50% frá því í júlí í sumar m.a. vegna efnahagsuppsveiflu í Bandaríkjun- um. Hækkun á öllum umbúðum Plastprent hf. hækkaði verð á ^g^ilastumbúðum um 12% um miðjan síðasta mánuð. Nú hefur fyrirtækið ákveðið að hækka verð umbúðanna um næstu mánaðamót um 7%. Eysteinn Helgason, framkvæmda- stjóri Plastprents, segist gera ráð fyrir að plastumbúðir eigi eftir að hækka um 20-25%. Hann segir að þessi verðþróun sé að ganga yfir allan umbúðaiðnað. Eftirspurn sé hvarvetna að aukast og þar með hækki verðið. Verð á umbúðum hefur verið stöðugt í nokkur ár. ■ Plastfilma hér á landi/2B Morgunblaðið/Einar Magnús Magnússon Veðrabrigði Deilan um Atvinnuleysistryggingasjóð bitnar á viðræðum um reynslusveitarfélög Reykjavík slítur við- ræðum við sfjórnvöld •^^SUÐRÚN Ágústsdóttir, forseti borgarstjómar Reykjavíkur, hefur ritað félagsmálaráðherra bréf þar sem því er lýst yfir að Reykjavíkur- borg muni ekki taka þátt í frekari viðræðum við stjómvöld um reynslu- sveitarfélög meðan ríkisstjórnin hafi uppi þá kröfu að sveitarfélögin greiði í Átvinnuleysistryggingasjóð. Viðræður stjómvalda og Reykja- víkurborgar um að Reykjavík verði reynslusveitarfélag em langt komn- ar. Sveitarfélögin eiga að skila inn umsóknum fyrir 30. nóvember um TVÖ HROSS, fimm og sex vetra, drápust með nokkurra klukku- stunda millibili í hesthúsi í hest- húsahverfínu Sörlaskjóli á Blöndu- ósi í fyrradag án sýnilegrar ástæðu. í hesthúsinu vom fímm önnur hross og amar ekkert að þeim. Hrossin vom í þremur stíum og þau hross sem drápust vom ekki saman í stíu. Vignir Sigurólason dýralæknir á Blönduósi segir þenn- an atburð óvenjulegan og illskiljan- legan. „í gamla daga hefði þetta verið kallað galdrar eða drauga- gangur," sagði Vignir. Hrossunum var gefið um hádegið umræddan dag og þegar hirðirinn kom aftur í hesthúsin rúmum tveim þau verkefni sem þau óska eftir að taka við af ríkinu. Félagsmálaráðu- neytið hefur boðað til fundar með formönnum allra verkefnisstjóma reynslusveitarfélaga 4. nóvember nk. Guðrún sagði að hún myndi að öllu óbreyttu ekki mæta á þennan fund. „Reynslusveitarfélagshugmyndin byggir á gagnkvæmu trausti og samvinnu milli ráðuneytanna og sveitarfélaganna. Ef trúnaður og traust ríkir ekki þá er þetta verk- efni, reynslusveitarfélög, dæmt til klukkustundum síðar var annað hrossið dautt og hitt var í andaslitr- unum og drapst meðan hinum hrossunum var hleypt út úr húsinu. Engin sýnileg skýring Vignir Sigurólason dýralæknir segir enga sýnilega skýringu á þessum skyndidauða en þó gæti verið um einhverskonar eitrun að ræða. Vignir taldi ólíklegt að um svokallaða hræeitrun hafi verið að ræða en hún myndast nær einvörð- ungu í rúllubaggaheyi við Ioftfirrðar aðstæður en þessum hrossum var gefið þurrhey. Sýni voru tekin og send til frekari rannsókna á til- raunastöðina á Keldum. að mistakast. Ef fjármálaráðuneytið treystir sér til að brjóta undirritaða samninga, sem gerðir hafa verið við sveitarfélögin þá er ekki mjög trú- legt að það standi við aðra samninga sem gerðir verða,“ sagði Guðrún. Guðrún sagði að Reykjavíkurborg myndi ekki endurskoða afstöðu sína til þessa máls fyrr en deilan um greiðslur í Atvinnuleysistrygginga- sjóð væri úr sögunni. Ráðherra segir þetta valda vonbrigðum Guðmundur Árni Stefánsson, fé- lagsmálaráðherra, sagði þessa af- stöðu Reykjavíkurborgar valda sér vonbrigðum. ',,Ég hafði haldið og trúi því raunar enn, að það séu ekki síst sveitarstjórnarmenn sem séu áfram um að færa verkefni frá ríki til sveitarfélaga og dreifa þannig valdi. Menn úr öllum flokkum hafa lengi talað um þetta. Nú loksins er þetta að verða að veruleika með þessu tilraunaverkefni. Þetta veldur mér því vonbrigðum," sagði Guð- mundur Ámi. Félagsmálaráðherra sagðist vera sannfærður um að sveitarfélögin og ríkið ættu eftir að ná samkomulagi um þann ágreining sem ríkir um greiðslur sveitarfélaganna í At- vinnuleysistryggingasjóð. Hann sagðist hafa ritað formanni Sam- bands íslenskra sveitarfélaga bréf þar sem óskað er eftir viðræðum um þetta mál. Guðmundur Ámi sagðist gera sér vonir um að þær viðræður gætu hafist eftir helgina. Hann sagði brýnt að ríkið og sveitarfélögin hefðu áfram með sér samstarf sem miðaði að því að minnka atvinnuleysi. Dularfullur daud- dagi tveggja hrossa Blönduósi. Morgunbladið. Samningar standa yfir við Rússa um kaup á saltsíld Vonast til að þeir kaupi ekki minna en á síðasta ári „ÞAÐ er of snemmt að gefa nokkuð upp um heildarstöðu samninga um sölu á saltsíld til Rússa. Ákveðnir samningar hafa þegar tekist, en aðrir eru enn í vinnslu," sagði Gunn- ar Jóakimsson, framkvæmdastjóri Síldarútvegsnefndar, í samtali við Morgunblaðið í gær. Gunnar kvaðst þó bjartsýnn á að samningar næð- ust um að Rússar keyptu ekki minna magn en í fyrra. Ríkisstjórnin hefur samþykkt til- lögu sjávarútvegsráðherra um að nýta óráðstafaðar heimildir til út- flutningstrygginga. Þorsteinn Páls- son, sjávarútvegsráðherra, sagði á þingi í gær að hann vonaðist til að þessi ráðstöfun geti greitt fyrir því að hægt verði að viðhalda síldar- mörkuðum í Rússlandi. Það væri mikilvægt að hafa haldið fótfestu á þeim mörkuðum þegar betra jafn- vægi væri komið á innanlandsmál þar. Markaðurinn erfiður Gunnar Jóakimsson sagði að Rússar hefðu keypt 35 þúsund tunnur í fyrra. Hann væri bjartsýnn á að þeir keyptu ekki minni á þess- ari haustvertíð. „Rússneski mark- aðurinn er mjög erfiður um þessar mundir og gengissveiflur þar hafa gert okkur enn erfiðara um vik. Það er erfitt að segja til um hvenær samningum verður lokið; það gæti tekið daga eða vikur.“ ■ Reynt að viðhalda/6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.