Morgunblaðið - 27.10.1994, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 27.10.1994, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, SVANFRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR, Hrafnistu, Reykjavík, sem lést 20. október, verður jarðsungin frá Áskirkju föstudaginn 28. október kl. 13.30. Sigríður Svava Ingimundardóttir, Jón Ólafur Ormsson, Unnur Ingimundardóttir, Sigurður Halldórsson, Sigmundur Ingimundarson, Sæunn Árnadóttir, Ebba Magnúsdóttir, Hulda Ingimundardóttir, Einar Þórir Sigurðsson, Olgeir Ingimundarson, Halldóra Þorkelsdóttir, Sigrfður Ingimundardóttir, Ingvar Þorleifsson, Erla Ingimundardóttir, Snjólfur Fanndal, Olga Ingimundardóttir, Björn Þór Gunnlaugsson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. t Minningarathöfn um móður okkar, VALBORGU (BIBI) GÍSLADÓTTUR FLODERUS, Persgatan 7-III, 75320 Uppsala, ' sem fórst með ferjunni Estoniu 28. september sl., fer fram frá Dómkirkjunni í Uppsölum föstudaginn 28. október kl. 14.00. Anna Floderus, Ulla Floderus, Thorbjörn Floderus. t Elskulegur eiginmaður, faðir, afi og langafi, JÓN GUÐJÓNSSON, bifvélavirki, Engjavegi 14, Selfossi, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju laugardaginn 29. október kl. 13.30. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Hjartavernd. Guðrún Pétursdóttir, synir, barnabörn og barnabarnabörn. t Kveðjuathöfn um móður okkar, fóstur- móður, tengdamóður og ömmu, INGIBJÖRGU HALLDÓRSDÓTTUR frá Akureyri, Mjóuhlfð 10, Reykjavík, fer fram frá Fossvogskapellu föstudag- inn 28. október kl. 13.30. Útför hennar verður gerð frá Akur- eyrarkirkju fimmtudaginn 3. nóvember kl. 13.30. Margrót Ingólfsdóttir, Ásta Sigurðardóttir, Sigurlaug Ingólfsdóttir, Ragnar Steinbergsson, barnabörn og fjölskyldur þeirra. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, CAMILLA ALVHILDE SANDHOLT, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 28. október kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlega afbeðnir, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Samband íslenskra kristniboðs- félga, aðalskrifstofa við Holtaveg. Katrfn Þ. Guðlaugsdóttir, Gfsli Arnkelsson, Hildur Björg Guðlaugsdóttir, Þórður Ólafur Búason, Jenný St. Guðlaugsdóttir Gröttem, Nils-Johan Gröttem, Pétur Guðlaugsson, Patricia Ann Guðlaugsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, PETREA GUÐMUNDSDÓTTIR, verður jarðsett frá Betel, Vestmannaeyjum, laugardaginn 29. októ- ber kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Trúboðssjóðinn Petra. Fannberg Jóhannsson, Erna Fannbergsdóttir, Bragi Fannbergsson, Jóna Benediktsdóttir, Jónfna Fannbergsdóttir, Freydfs Fannbergsdóttir, Júlfus Sveinsson, Emilfa Fannbergsdóttir, Ægir Hafsteinsson, barnabörn og barnabarnabörn. KARL FRANKLIN GUÐMUNDSSON + Karl Franklín Guðmundsson var fæddur Reykjavík 1. 1934. Hann lést á heimili sínu 18. október síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Guðmundur Gíslason skipsljóri hjá Ríkisskip (sonur Kristjáns Gíslason- ar og Steinunnar Guðmundsdóttur á Vesturgötu 52), fæddur i Arnar- firði, og Marta Guð- ríður Stefánsdóttir frá Höfða- húsum i Fáskrúðsfirði (dóttir Stefáns Þorsteinssonar og Jón- inu Ragnheiðar Gísladóttur). Systkini Karls eru fimm: Steinunn, f. 1930, gift Valdimar Björnssyni skip- stjóra; Rafn Ingi, stýrimaður, f. 1935, d. 1976; Ragnheið- ur, f. 1937, gift Sig- urði Helgasyni bif- vélavirkja; Ari, f. 1938, vélsljóri, var giftur Helgu Ósk- arsdóttur, d. 1990; Hulda, f. 1944, gift Ibsen Angantýssyni hafnsögumanni. Hálfsystkin Karls, samfeðra, eru Sveinbjörg, f. 1931, og Trausti Örn, f. 1940. Útför Karls fer fram frá Foss- vogskapellu í dag. Vikinn ertu vinur vegi lífs af jörðu. Hugur hnípins guma harmar góðan dreng. Lík ég kysi að lifa litrík dægur aftur. Bærast sama blæinn blása þýtt á kinn. (Gunnar Ó. Jónsson) t Bróðir minn, BJÖRN BJARNASON fyrrum bóndi fVigur, verður jarðsunginn frá Ögurkirkju laugardaginn 29. október kl. 14.00. Fagranesiðferfrá (safirði kl. 9.00 árdegis íVigur og síðan í Ögur. Fyrir hönd aðstandenda, Baldur Bjarnason. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, MARKÚS ÁRMANN EINARSSON veðurfræðingur, Þrúðvangi 9, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði föstudaginn 28. október kl. 13.30. Hanna Sesselja Hálfdanardóttir, Ingibjörg Markúsdóttir, Ármann Markússon, Hálfdan Þórir Markússon, Sóley Indriðadóttir, Hanna Sesselja, Bára Fanney, Árný Þóra og Margrét Rósa Hálfdanardaetur. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og bróðir, EIRÍKUR EINARSSON, elli- og hjúkrunarheimilinu Skjólgarði, Höfn, Hornafirðl, verður jarðsunginn frá Hafnarkirkju mánudaginn 31. október kl. 14.00. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á slysavarnafélögin á Höfn, Hornafirði. Rannveig Sigurðardóttir, Guðrún Eiríksdóttir, Erlingur Árni Friðgeirsson, Rannveig Eir Erlingsdóttir, Þórdís Erlingsdóttir, Eiríkur Erlingsson, Guðbjörg Einarsdóttir, Þorbjörg Elnarsdóttir, Sólrún Einarsdóttir, Sigurður Einarsson. + Innilegar þakkir til allra, er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eignmanns míns, föður okkar, tengdaförður og afa, SIGURÐAR H. BACHMANN, Baugholti 14, Keflavík. Valborg Hjartardóttir, Gréta J. Sigurðardóttir, Guðmundur Jóhannesson, Árni S. Sigurðsson, Jóhanna M. Jóhannesdóttir, Sigrföur K. Sigurðardóttir, Björk Sigurðardóttir, Alfreð Alfreðsson og barnabörn. NÚ ER Karl Franklín Guðmundsson allur. Hann hafði átt við sjúkdóm að stríða í mörg ár en æðraðist ekki. Við sem vorum samtíða honum á Ránargötu 6a hér í borg minnumst hans með þakklæti. Efnahagur okkar sambýlinga hans var oft bágur en að koma til Kalla var oft úrræðið og ekki vísaði hann mönnum frá sér. Ekki er það ætlun okkar að iýsa lífshlaupi Karls. Það munu aðrir gera. Hins vegar var hann ávallt nefndur Kalli málari og gekk yfirleitt undir því heiti. Húsráð- endur okkar, „Lilli“ og Hulda, reynd- ust honum sérlega vel og mat hann þau sérstaklega mikils. Þó að Kalli vildi annarra vanda leysa vildi hann einnig að staðið væri í skilum. Samt var gæska hans svo mikil að hann gaf mönnum eftir skuldir. Hann var dagfarsprúður maður og stilltur vel. En ef veist var að honum eða vinum hans gat hann verið beinskeyttur. Allir sem þekktu hann vissu að hann var mikill trú- maður en hafði samt sínar skoðanir og fór ótroðnar slóðir í því efni. Hann var einlægur vinur vina sinna. Karl var talinn afburðamaður í sinni stétt. Þótt hann hafí kosið málaraiðn dreymdi hann alltaf um sjóinn og að gerast sjómaður enda ólst hann upp við sjómennsku frá unga aldri. Aðstandendum hans sendum við innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning góðs drengs. Sigurður Ármannsson, Gunnar O. Jónsson. Ég sem skrifa þessa fátæklegu kveðju til vinar míns, átti því láni að fagna að kynnast Karli ungum dreng á heimili foreldra hans 1941, á Vesturgötu 57A, en þar bjó fjöl- skyldan meðan börnin voru að alast upp. Ég átti því láni að fagna að starfa sem háseti með Guðmundi Gíslasyni á gömlu Súð. Árin liðu og 1948 kom Kalli um borð í Súð, þá var faðir hans orðinn skipstjóri þar. Þar hófust okkar kynni fyrir alvöru og síðan hefir enginn skuggi fallið á okkar vinskap. Karl var tryggur öllum sem hann kynntist, ég fullyrði að öllum þótti vænt um hann. Karl stundaði sjóinn til ársins 1957 en það ár hóf hann að læra málaraiðn og lauk því námi 1961. Hann hafði atvinnu af málara- iðn uppfrá því, meðan heilsa og geta entust. Hann fékk meistararéttindi og vann- sem slíkur hin síðari starfs- ár sín. Fjölmörg ár átti Karl við veik- indi að stríða og gat lítið unnið og ekkert unnið þau síðustu. En ávallt var geðprýðin óg glaðlyndið í fyrir- rúmi, verkir og krankleiki buguðu hann aldrei. Karli þótti mjög vænt um systkini sín og þeirra börn, eink- anlega voru þeir Rafn samrýndir og voru þó ólíkir, nema hvað vinfestu og geðprýði snerti. Hér læt ég staðar numið og kveð vin minn og votta öllum aðstandend- um samúð. Blessuð sé minning Karls. Guðmundur H. Andrésson. ERFIDRYKKJUR PERLAN > « sími 620200 Eríidrvkkjur (ilæsilo; jkaiíi ÍilítDlH»r«> lalk*t»ir Síilii ognijög |)joi)(LStíi. IjpplysingíU’ ísíma22322 FLUGLEIDIR HATEL LIPTLIIIIK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.