Morgunblaðið - 27.10.1994, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 27.10.1994, Blaðsíða 48
48 FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ KR. 800 F. FULLORÐNA KR. 500 F. BÖRN ★★★ S.V. Mbl. ★★★ Eintak ★★★ Ó.T. Rás2 Sýnd kl. 6.50 og 11. Simi FROH THl PR0DUCER 0F ^ENS flNÐ IHE TERHINflTOR Frá framleiðendum ALIENS og THE TERMINATOR FLÓTTINN FRÁ / ABSOLOM '■*" *%■ - ENGIR MÚRAR - ENGIR VERÐIR - ENGINN FLÓTTI rrp RAY LIOTTA (Goodfellas), KEVIN _ DILLON (The Doors, Platoon). E S C A P E F R 0 M ABSOLOM THE PRISON OF THE FUTURE. *. Sýnd kl. 5, 9 og 11. B.i. 16 ára. STJÖRNUBÍÓLÍNAN SÍMI991065 Taktu þátt í spennandi kvikmyndagetraun. Verðlaun: Boðsmiðar á myndir í Stjörnubíói. Verö kr. 39,90 minútan. Nú hafa 25.000 manns séð Bíódaga. Ert þú einn þeirra? Sýnd í örfáa daga í A-sal kl. 5, 7 og 9. Amandaverðlaunin 1994. Besta mynd Norðurlanda. Stórmyndin ÚLFUR DÝRIÐ GENGUR LAUST. Eitt blab fyrir alla! - kjarni rnálvinv! Nýjar hijómplötur Öll tónlist er danstónlist Gítarleikari Bubbleflies, Davíð Magnússon, segir að öll tónlist sé danstónlist, en á plötu sveitarinn- ar, sem kemur út í dag, kemur hún víða við. SAMm SAMBm — Njíjiw'fAliiitly tírarcia og M’tyl^iú^-vyiia’st Z í eiiíiii héstii niyiitf arsiiis! Z %,V\ licii a inan Iovcís a wtmieii = Frumsýnd í Bíóborginni á morgun! = IIIII llll IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII Morgunblaðið/Þorkell DAVIÐ Magnússon gítarleikari Bubbleflies. ffJÓMSVEITIN góðkunna Bubbleflies vakti mikla at- hygli á síðasta ári fyrir frumlega blöndu af svonefndri reif- tónlist, sem sveitarmenn vildu helst kalla sveim, og rokki og naut fyrsta plata hennar, The World is still Alive, og kom út fyrir síðustu jól, hylli dansfíkinna ungmenna. Síðan hefur hljómsveitin verið iðin við spilamennsku á tónleikum og böll- um, m.a. leikið erlendis, en tók sér hlé síðsumars til að hljóðrita breið- skífuna Pinocchio, sem kemur út í dag. Dansað við fuglahljóð Davíð Magnússon gítarleikari er einn stofnmeðlima Bubbleflies, en ekki vill hann gera of mikið úr dansstimplinum sem er á sveitinni. Hann segir að það séu allar gerðir tónlistar til í íslenskum dansheimi, með þeim fyrirvara þó að hugtakið danstónlist sé mjög breitt. „Það má dansa við alla tónlist og ég veit um fólk sem dansar við fugla- hljóð. Það er öll tónlist danstónlist í eðli sínu. Það sem margir eiga þó við þegar þeir tala um danstón- list er techno-tónlist eða reif og af því er nóg. Vandamálið sem þær sveitir glíma við er þó það að þær fá hvergi að spila, það er enginn staður fyrir þær. Það er örugglega á þriðja tug hljómsveita sem hang- ir yfir tölvunum heima og fær hvergi inni. Við blöndum þessu öllu saman, spilum techno, fönk, rokk, ambient og hvað sem er, eftir því hvernig liggur á okkur.“ Hver úr sinni áttinni Davíð segir að þeir félagar leiti víða fanga í hugmyndaleit, hlusti á allar gerðir tónlistar, en hver vinni úr því á sinn hátt. „Við erum fímm í hljómsveitinni og komum hver úr sinni áttinni; trommarinn er fyrrverandi pönkari, ég er gef- inn fyrir gítarrokk frá gamalli tíð, hljómborðsleikarinn er mikill tölvu- haus, og við reynum að blanda öllum þessu áhrifum saman.“ Hvernig myndir þú lýsa tónlist- inni? „Það er ekki gott að segja, það er svo margt sem okkur finnst gaman að spila,“ segir Davíð og hugsar sig um smá tíma, „fönk, popp, rokk, techno, nei, það er ómögulegt að vera að setja á þetta einhverja merkimiða, þeir eiga líka sjaldnast rétt á sér.“ Hann segir að fyrsta plata þeirra félaga hafi selst framar vonum og þeir séu því hæfilega bjartsýnir á framtíðina. Þróunin sé vitanlega hröð í tónlistarheiminum, „en við stóðum ekkert í stað; við urðum líka ári eldri eins og allt annað í heiminum og við erum í örri þró- un.“ Danstónlistin lifir Danstónlist hefur notið mikillar hylli meðal ungmenna um heim allan og ekkert lát á, enda segist Davíð sannfærður um að sú gerð tónlistar sé ekkert á útleið, þó hann hafi sínar efasemdir um þró- un hennar. „Danstónlistin var eins- konar pönk fyrir þremur árum og það voru ekki svo ýkja margir sem hlustuðu á hana, nú er búið að þynna hana mikið út og búa til allskyns söluafbrigði; þetta er orð- inn gríðarlegur iðnaður. Síðan er mikið af þessu óháða rokki í dag orðið mjög danshæft. Það hefur allt sem er að gerast í kringum okkur áhrif á okkur. Við vottum til að mynda nýróman- tíkinni virðingu okkar, gerum rappinu smá skil, rokkið fær sitt, hörðu techno bregður fyrir, smá trans og fönkið er á sínum stað. Við sópum að okkur hugmyndum og það er örugglega skemmtilegra fyrir alla að hlusta á okkur fyrir vikið.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.