Morgunblaðið - 27.10.1994, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 27.10.1994, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 1994 17 Díana til New York? DÍANA prinsessa af Wales er að semja um kaup á íbúð í - New York og er verðið um 230 milljónir króna, að sögn dag- blaðsins New York Post í gær. íbúðin er við Fimmtutröð á Manhattan, í skýjakljúf í eigu auðkýfíngsins Donalds Trumps og herbergin eru 12. í húsinu á fleira þekkt fólk íbúðir, meðal þeirra eru Lása Marie Presley og eiginmaður hennar, Michael Jackson. Aðhald á und- an þjóðar- atkvæði TALSMAÐUR sænska fjár- málaráðherrans sagði í gær að tillögur um niðurskurð á fjárlögum er nema um 500 milljörðum íslenskra króna yrðu lagðar fram 2. nóvember. Hann visaði þar með á bug ummælum þingflokksfor- manns jafnaðarmanna sem sagði í dagblaðsviðtali að ríkis- stjómin myndi ef til vill fresta því að leggja tillögurnar fram þar til eftir þjóðaratkvæðið um aðild að Evrópusambandinu 13. nóvember. Útflutningur aukinn BÚIST er við því að hagvöxtur verði um 4% í Póllandi á ár- inu, um hálfu prósenti minni en ríkisstjómin hafði gert ráð fyrir. í skýrslu sem óháð rann- sóknastofnun sendi frá sér í gær kemur einnig fram að útflutningur hafi aukist til Vesturlanda á þessu ári. Staðfesta að- ildarsamning STARFANDI ríkisstjóm í Austurríki hefur staðfest samninginn um aðild að Evr- ópusambandinu. Nýtt þing, sem kjörið var 9. október, kemur saman 7. nóvember og hvatti stjórn Franz Vranitzk- ys, starfandi kanslara, þingið til að staðfesta samninginn. Aukinn meirihluta, tvo þriðju, þarf til að hann verði sam- þykktur. ERLEIMT Kannað hvort Fayed hafi reynt að kúga bresku stjórnina Siðgæði embætt- ismanna kannað London. The Daily Telegraph. JOHN Major, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að láta sérstaka nefnd undir forystu dómara rannsaka hvort embættismenn og þingmenn hafi gerst brotlegir við siðgæðisreglur í störfum sínum. Major skýrði frá því á þingi á þriðjudag að hann hefði beðið ríkissaksóknara að kanna hvort kaupsýslumaðurinn Mohamed Fayed hefði gerst sekur um tilraun til að kúga ríkisstjómina til hlýðni með því að að hóta að ljóstra upp um spillingu ráðherra. Fayed vísaði ásökunum um kúgun harkalega á bug og hótaði meiðyrðamáli ef þær yrðu endurteknar utan þingsala. Þingsalurinn var þéttsetinn og mikil spenna í loftinu er Major sagð- ist hafa sent saksóknara skýrslu um fund sinn með milligöngumanni 29. september er hefði tjáð sér að Fayed vildi eiga fund með forsætis- ráðherranum. Milligöngumaðurinn sagði kaup- sýslumanninn vilja að skýrsla sem viðskiptaráðuneytið gerði um kaup Fayeds á Harrods-stórversluninni, þar sem hegðun hans var harkalega gagnrýnd, yrði „endurskoðuð eða stungið undir stól“. Milligöngumaðurinn gaf einnig í skyn að Fayed íhugaði að ljóstra upp um ýmislegt í framferði ráð- herra stjórnarinnar er ekki þyldi dagsins ljós. Major hafnaði fundarboðinu og skömmu síðar birti Guardian frétt um spillingu tveggja ráðherra er þegið hefðu greiðslur fyrir að bera upp fyrirspurnir er hentuðu Fayed. Gisting á Ritz Fyrir viku varð Tim Smith að- stoðarráðherra að segja af sér vegna þessara ásakana. Major rak í reynd annan aðstoðarráðherra, Neil Hamilton, í fyrradag en sagði að „óskyldar ásakanir" hefðu valdið þeirri ákvörðun. Sir Robin Butler, ritari ríkis- stjórnarinnar, hefur kannað mál Fayeds. Sir Robin mun ekki hafa fundið neitt sem staðfest gæti ásakanir Fayeds á hendur Hamil- Reuter MOHAMED Fayed, eigandi Harrods-stórverslunarinnar, þver- tekur fyrir að hann hafi greitt tveimur ráðherrum fyrir að bera upp fyrirspurn í þinginu. ton um greiðslur fyrir að bera upp fyrirspurnir. Jafnframt hefur hann sætt sig við þá skýringu aðstoðar- ráðherrans fyrrverandi að hann hafi litið ókeypis dvöl á Ritz-hótel- inu í París, það er í eigu Fayeds, sém greiða við sig sem einstakling en ekki ráðherra. Gistingin kostaði nær hálfa milljón króna. Siðgæðisnefnd til starfa Major sagði að rannsóknamefnd- in, sem Nolan lávarður mun stýra, myndi starfa til frambúðar, það væri nauðsynlegt til að bregðast við almennri óánægju með siðgæði í stjórnsýslu. Nefndin mun kanna vinnusiðgæði allra sem gegna opin- berum stöðum, þ. á m. þingmanna Major skýrði þingmönnum frá því að kannað hefði verið hvort Mark Thatcher, sonur Margaret Thatcher, hefði misnotað aðstöðu sína með einhveijum hætti til að fá þóknun fyrir milligöngu við sölu á hergögnum til Saudi-Arabíu. Ekk- ert hefði komið í ljós sem staðfesti ásakanir af því tagi. Cargolux vísar ásökunum á bug FLUGFÉLAGIÐ Cargolux neitar ásökunum um að það þverbijóti flug- reglur en hins vegar vildu yfirmenn félagsins ekki greina frá því í gær hvemig starfs- og hvíldartíma áhafna væri háttað er eftir því var leitað. í nýjasta hefti þýska tímarits- ins Der Spiegel er því haldið frám, að alþjóðlegar flugregl- ur um vinnutíma áhafna séu iðulega brotnar af Cargolux. Þegar gengið var eft- ir því hveijar reglur fé- lagsins um vinnutíma væru, var því svarað til, að þar væri í aðalat- riðum farið eftir nýjum evrópskum reglum sem kæmu að fulju til framkvæmda á næsta ári. í yfirlýsingunni er vitnað til þess að nýleg könnun óháðra aðila hafí leitt í ljós að árlegur flugtími flug- manna Cargolux sé um 430 stundir eða rúmlega 100 stundum undir meðaltali flugfélaga innan samtaka evrópskra áætlunarfélaga (EAA). Þá hafi komið í ljós að laun flug- manna Cargolux séu miklu hærri en meðaltalslaun flugmanna innan EAA. Viðræður við stjórnvöld í Spiegel kemur fram að þriðj- ungur flugmanna Cargolux sé leigður til félagsins af áhafnaleigu, Sam-Sita, í Mónakó og njóti þeir lægri launa en fastráðn- ir flugmenn. Að sögn stærsta blaðs Lúxem- borgar, Luxemburger Wort, sl. þriðjudag, stangast þessi ráðstöf- un félagsins á við lög þar í landi. í yfirlýsingu Cargolux segir að viðræður um heildarkjarasamning við flugmenn félagsins hafi staðið yfir frá í mars sl. I þeim viðræðum leggi flugmenn áherslu á ýmsa ör- yggisþætti í starfí. Samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins, gegnur hvorki né rekur í viðræðunum. Stjómtækniskóli Islands Sölustíórnun Mjög ítarlegt námskeið um helstu þætti sölu- stjórnunar, svo sem stefnumótun sölumála, tengingu markaðs- og sölumála, þjálfun sölufulltrúa, hvatakerfi, deilingu ábyrgðar, árangursmat, markmibaeftirlit, skipulag sölu- svæða, söluáætlanir o.fl. Námskeiðib nýtist þeim vel er vilja taka upp í starfi sínu faglega sölustjórnun. Tími: 25 stundir. Leiðbeinandi: Jón Björnsson, markabs- og sölustjóri Nóa-Síríus. Jón útskrifabist meó B.S. próf í markabsfræðum og stjórnun frá Rider University í New Jersey 1992. STARFSMENNTUN fjárfesting til framtíðar Opib til kl. 22. Sími 671466. Prófkjör sjálfstæðisfólks í Reykjavík 28. - 29. október Lára Margrét, alþingismaður Tökum þátt í mótun morgundagsins Kosningaskrifstofa Láru Margrétar er opin á Lækjartorgi, Hafnarstræti 20, 2. hæð, alla virka daga kl. 16 - 22, laugardaga og sunnudaga kl. 13 -19. Símar: 2 49 08, 2 49 12 og 2 49 14. Stuðningsmenn. Lára Margrét í @ sætið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.