Morgunblaðið - 27.10.1994, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.10.1994, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 1994 11 FRETTIR Undirskriftasöfnun um mannréttindi kvenna UNDANFARIÐ hefur hópur kvenna, sem eru fulltrúar ýmissa félaga/samtaka kvenna, hist og ákveðið að standa að undirskrifta- söfnun hér á landi þar sem skorað er á Sameinuðu þjóðirnar að fram- fylgja yfirlýstum ásetningi sínum varðandi það að tryggja og vernda mannréttindi kvenna. Þessi undir- skriftasöfnun er liður í alþjóðlegu átaki kvenna. Forsaga þessa máls er sú að sum- arið 1993 efndu Sameinuðu þjóðirn- ar til alþjóðaráðstefnu í Vín um mannréttindi. Konur víðs vegar að úr heiminum fjölmenntu til Vínar og efndu til óformlegrar ráðstefnu, sem haldin var samhliða ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Markmið óformlegu ráðstefnunnar var að hafa áhrif á samþykktir hinnar formlegu ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Veturinn 1993 höfðu alþjóðleg samtök kvenna, sem nefnast „The Global Campaign for Women’s Human Rights“ gengist fyrir undir- skriftaherferð í öllum löndum heims. Þar var skorað á Vínarráð- stefnuna að taka inn í mannrétt- indasáttmála Sameinuðu þjóðanna ákvæði þess efnis að kynferðislegt ofbeldi gegn konum sé brot á mann- réttindum. Þessir undirskriftalistar voru síðan notaðir af óformlegu kvennaráðstefnunni sem áhrifamik- ið tæki í þrýstihópabaráttu þeirra. Árangur þessa frumkvæðis Málsvörn um forn- leifafræði FÉLAG sagnfræðinema við Háskóla íslands stendur fyrir málsvörn á miðjum degi í Odda, stofu 101, í dag 27. október kl. 12 undir yfirskrift- inni: Er íslensk fornleifafræði ekki til? Framsögumaður er Bjarni F. Ein- arsson, fornleifafræðingur á Árbæj- arsafni, og hefur hann 15-20 mín til umráða. Til þess að ræða um framsögu Bjarna hafa verið fengnir Þór Magnússon, þjóðminjavörður, Guðmundur Magnússon, fréttastjóri og fyrrverandi þjóðminjavörður, og Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, forn- leifafræðingur á Þjóðminjasafni ís- lands. ------♦ ♦ ♦ kvenna var að mannréttindaráð- stefna Sameinuðu þjóðanna sam- þykkti þá kröfu kvenna víðs vegar að úr heiminum að kynferðislegt ofbeldi væri brot á mannréttindum. Nú hafa áðurnefnd alþjóðasam- tök kvenna enn á ný blásið til bar- áttu. Konur í öllum löndum eru hvattar til að efna til sérstakra aðgerða dagana 25. nóvember til 10. desember nk. til þess að vekja athygli á stöðu þessara mála í hveiju landi fyrir sig. Auk þess eru konur hvattar til að standa að und- irskriftasöfnun þar sem enn verði hnykkt á fyrri samþykktum fundar- ins í Vín. Þessir undirskriftalistar verða lagðir fram á ráðstefnu Sam- einuðu þjóðanna um málefni kvenna, sem haldin verður í Peking næsta haust. Allir þeir, sem hug hafa á að standa að slíkri undirskriftasöfnun hér á landi eru hvattir til að nálg- ast undirskriftalistá sem fyrst. List- arnir liggja frammi á skrifstofu Stígamóta, Vesturgötu 3. Sími Stígamóta er 626868 og er þar hægt að fá allar frekari upplýs- ingar. Vegg- spjöld með Islands- myndum STÚDÍÓ 76 hefur nýverið gefið út 4 veggspjöld með Islandsmyndum. Áhersla er lögð á sérís- lensk einkenni og samspil mannlífs og náttúru. Mynd- irnar eru handunnar á sér- stæðan hátt sem gefur þeim listrænan blæ. Spjöldin hafa verið markaðssett erlendis en eru nú fáanleg í flestum bóka- og minjagripaverslun- um hérlendis og erlendis. Léttur og nettur stálstóll sem ma stafla. Fagurlega formaó beyki bak veitir góðan stuðning og fæst glærlakkað eða litað I mahóní eöa svörtu. Rúmgóð og vel bólstruð seta gerir PARÍSTAC mjög þægilegan. PARÍSTAC er hannaður af Pétri B. Lútherssyni. Hann sómir sér vel á flestum þeim stöðum þar sem fólk kemur saman; i itaagarsölum, skrifstofum, listasöfnum, biösS^rp, matsölum, sjúkrahúsum, íþróttahusum, safnaðarheimilum og skólum. % P e 11 a h ö n n u n t- heimsmælikvaröa REYKAS Falleg endaíb. á 1. hæð um 114 fm og 26 fm bílskúr. Stofa m. suöursv., 3 svefnherb. Beyki- parket. Beyki-eldhúsinnr. Áhv. byggsj. 2,8 millj. Laus strax. Arkitekt Vífill Magnússon. ÞIMiIIOLT SUÐURLANDSBRAUT 4A Smiöjuvegi 2 • Kópavogi ■ Sími 672110 • Fax 671688

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.