Morgunblaðið - 10.11.1994, Page 2

Morgunblaðið - 10.11.1994, Page 2
2 FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1994 ____________________________________________MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ASÍ kynnir nýja atvinnustefnu Óskað eftir víðtækri sátt FORYSTUMENN Alþýðusam- bands íslands og fulltrúar í at- vinnumálanefnd ASÍ kynntu í gær nýja atvinnustefnu Alþýðusam- bandsins, undir yfírskriftinni: At- vinnustefna til nýrrar aldar. Ahersla er lögð á að mynduð verði víðtæk sátt um mótun stefnunnar milli verkalýðshreyfíngar, at- vinnurekenda og stjórnvalda. „Því verður að þróa áfram hið þríhliða samstarf þessara aðila og skapa því formlegri sess. Með því móti má stuðla að aukinni samstöðu um forgangsröðun og mat þessara aðila á einstaka málaflokkum þannig að þeir vinni að samræmdu markmiði," segir í stefnuyflrlýs- ingunni. Blandast inn í kjaraviðræðurnar Benedikt Davíðsson, forseti ASÍ, sagði á fréttamannafundi í gær að atvinnustefnan hlyti að blandast inn í viðræður um kom- andi kjarasamninga og ASÍ myndi óska mjög fljótlega eftir viðræðum við stjómvöld og samtök vinnu- veitenda til að kynna þeim þessa stefnu. Forystumenn ASí sögðu að atvinnustefnan gæti ekki komið í staðinn fyrir kröfur um aukinn kaupmátt í kjarasamningum en þetta tvennt yrði að haldast í hend- ur. Benedikt sagði að til að menn gætu vænst þess að halda ávinn- ingnum af hækkun launa þá dýgði ekki eingöngu að koma á hag- kvæmari tekjuskiptingu fyrir launafólk heldur yrði einnig að byggja undir þá hækkun til lengri tíma með þeim breytingum í at- vinnulífinu sem Alþýðusambandið boðaði. „Við gerum okkur alveg ljóst að hækkun launa ein er ekki takmark út af fyrir sig nema því aðeins að hún leiði af sér bætt kjör,“ sagði Benedikt. í atvinnustefnu ASÍ er áhersla lögð á aukna verðmætasköpun með meiri menntun og starfsþjálf- un til að auka aðlögunarhæfni atvinnulífsins. Markvisst þurfi að ijölga vel launuðum störfum og samtímis að bæta framleiðni og afköst. ASÍ hafnar því að í fram- tíðinni verði lögð áhersla á fram- leiðslu vara sem byggist á lágum launum. Framleiddar verði vörur hér á landi með mun hærra virðis- aukastigi en verið hefur og telja samtökin því nauðsynlegt að gerð verði grundvallarbreyting. á efna- hagsstefnunni. Gagnrýni á stjórnvöld Alþýðusambandið gagnrýnir stjómvöld fyrir að hafa ekki unnið stefnumótun í atvinnumálum. Lagðar eru fram hugmyndir um skiptingu atvinnulífsins í sex svið sem leggja beri áherslu á á næstu árum og hefur verið ákveðið að setja niður sex samstarfshópa á vegum ASÍ um hvert svið til að útfæra þau og undirbúa fram- kvæmdaáætlun. Þessi svið eru; sjávarútvegssvið, orkusvið, bygginga- og mann- virkjasvið, ferðasvið, lífræn mat- vælaframleiðsla og heilsu- og heil- brigðistæknisvið. Þar er m.a. fjall- að um möguleika við fullvinnslu sjávarfangs, möguleika á að bjóða útlendingum ýmsa heilsuþjónustu hér á landi, aukna rannsóknar- og þróunarstarfsemi í nýbygging- um, möguleika á markaðssetningu hágæðamatvæla og nýtingu þekk- ingar í virkjun vatns- og hitaafls til raforkuframleiðslu og húshitun- ar, til þess að markaðssetja erlend- is hönnun og gerð slíkra orkuvera, svo dæmi _séu nefnd úr atvinnu- stefnu ASÍ. .Wij* HBiÍi BKH 8i | j |R " WlM t I I ‘ ' £ * ■Hj| Reylgavíkurborg eignast Reylgaborg við Múlaveg BORGARRÁÐ hefur samþykkt kaup á Þvottalaugabletti VIII, Reykjaborg við Múlaveg í Laug- ardal, sem var í eigu Stefnis Ólafssonar og síðan Rósu dóttur hans að honum látum. Kaup- verðið-er 7,2 millj. Gert er ráð fyrir að garðyrkjudeild borgar- innar verði falin umsjón með eigninni fyrst um sinn. I erindi Hjörleifs Kvaran borgarlögmanns til borgarráðs segir að samkomulag hafi verið gert við Stefni um að íbúðarhús og útihús á erfðafestulandinu yrðu áfram í hans eigu en að borgarsjóður ætti kauprétt á þeim á brunabótamati eins og það er ákveðið á hverjum tíma af dómkvöddum virðingar- mönnum Húsatrygginga Reykjavíkurborgar. Skuldbatt Stefnir sig til að hlíta mati þeirra við söluna til borgar- sjóðs. Jafnframt er tekið fram að flytji hann úr húsinu verði kauprétturinn virkur svo og við andlát hans. Stefnir lést fyrr á þessu ári og var brunabótamat eignanna um 9,6 milljónir en að beiðni Reykjavíkurborgar var dómkvöddum matsmönnum fal- ið að endurmeta eignirnar. End- urskoðað mat er tæpar 4,8 milij. Fram kemur að samkomulag hafi tekist um kaup á íbúðarhús- inu og útihúsum ásamt öllu sem þeim fylgir fyrir 7,2 miljj. Helm- ingur upphæðarinnar greiðist við undirritun kaupsamnings og afsals en eftirstöðvar 1. febrúar 1995. Með kaupunum er erfða- festan og kaup á mannvirkjum að fullu uppgerð og verða ekki frekari kröfur gerðar á hendur borgarsjóðs. Eignirnar verða afhentar borgarsjóði við und- irritun samningsins og er lagt til að garðyrkjudeildinni verði falin umsjón þeirra fyrst um sinn. Maður særður með hnífi og barinn ÞRÍR ungir menn réðust á 22 ára gamlan mann við undir- göng við Reykjanesbraut í Garðabæ snemma í gærmorg- un, börðu hann og særðu hann tveimur sárum með eggvopni. Maðurinn var að koma úr samkvæmi í Kópavoginum, lít- illega ölvaður, og var á leið heim til sín í Garðabæ fót- gangandi. Á móts við undir- göng við Reykjanesbraut réð- ust að honum þrír menn, lömdu hann og beittu eggvopni á hann því hann er með skurðsár á fæti og á síðunni. Hann slapp undan mönnunum og gaf sig fram á bensínstöð í Garðabænum, þaðan sem hringt var á lögreglu. Gert var að sárum mannsins á slysadeild Borgarspítalans í gærmorgun og síðdegis gerði hann rannsóknarlögreglu grein fyrir því hvað hafði gerst. Ekki er vitað hvaða menn voru þarna að verki og er málið í rannsókn hjá RLR. Ráðherrann skoðar skýrsluna SIGHVATUR Björgvinsson, heilbrigðis- og tryggingaráð- herra, fékk í gær í hendur drög að skýrslu Ríkisendur- skoðunar um málefni ráðu- neytisins. Ráðherrann hefur samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins sfrest þar til síðdegis í dag að skila athuga- semdum við skýrsluna. Formaður Framsóknarflokks og oddviti framsóknarmanna í borgarsljórn um úrsögn Helga Péturssonar Á að segja af sér trúnaðar störfum FORMAÐUR Framsóknarflokks- ins segir að Helgi Pétursson, einn af fulltrúum flokksins á R-listanum við borgarstjórnarkosningamar í vor, formaður ferðamálanefndar Reykjavíkur og fulltrúi í fleiri nefndum á vegum R-listans, hljóti að segja af sér þessum trúnaðar- störfum í framhaldi af úrsögn úr flokknum. Sigrún Magnúsdóttir, borgarfulltrúi R-listans og oddviti framsóknarmanna í borgarstjóm Reykjavíkur, segist ekki eiga von á að þess verði farið formlega á leit við Helga að hann segi af sér trúnaðarstöðum en kveðst telja það spurningu um siðferðileg heilindi að menn gegni ekki trúnaðarstörf- um í skjóli samtaka sem þeir telji sig ekki geta starfað með. Helgi Pétursson, sem hefur sagt sig úr Framsóknar- flokknum en ætlar að sitja áfram í nefndum borgarinnar á vegum R-listans, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að afstaða sín til R-listans hefði ekki breyst við úrsögn úr Fram- sóknarflokknum og að hann teldi ekki ástæðu til að segja af sér enda hefði ekkert erindi þar að lútandi borist frá Framsóknar- flokknum. Halldór Ásgrímsson var spurður hvaða augum hann liti setu Helga í nefndum á vegum borgarinnar eftir úrsögn hans úr flokknum. „Helgi Pétursson er kjörinn til þessara starfa á vegum Framsókn- arflokksins. Ef maður segir sig úr flokki hlýtur hann að fara úr þeim trúnaðarstörfum sem hann gegnir á vegum flokksins. Helgi var full- trúi Framsóknarflokksins á R-list- anum í borgarstjómarkosningun- um. Síðan fóru fram samningar á milli flokkanna um skiptingu sæta í nefndum og ráðum og Helgi fór í þær á vegum Framsóknarflokksins. Ég tel að það sé nú ekki mikið siðferði í stjórn- málum að segja sig úr flokki og vílja svo starfa á vegum hans f trúnaðarstöðum.“ - Gerir þú kröfu um að hann segi af sér? „Það er ekki mitt að ákveða það, þetta er mín almenna skoðun. Ég get ekkert við því sagt þó að maður segi sig úr mínum flokki en mér fínnst það hið eðlilega að hann fari þá úr þeim störfum sem hann hefur tekið að sér á vegum flokksins." Helgi færir það m.a. fram sem rök fyrir úrsögn sinni úr Fram- sóknarflokknum að hann telji um- ræður um veiðileyfagjald athyglis- verðar en búist ekki við því að slíkt ætti upp á pallborðið hjá Fram- sóknarflokknum. „Það hefur alltaf verið málfrelsi í Framsókn- arflokknum. Helgi Pétursson hefur setið sem varamaður í landsstjórn. Ég man ekki eftir því að hann hafí tekið þetta mál upp þar. Það er hins vegar rétt að það hefur ekki verið hljómgrunnur fyrir því í Framsóknarflokknum að leggja sérstakan skatt á sjávarútveginn. Það kemur mér mjög á óvart að maður sem hefur unnið fyrst og fremst að borgarmálefnum skuli vilja fara úr flokknum og væntan- lega hverfa þá frá starfí sínu á vettvangi borgarmála vegna um- ræðu um veiðileyfagjald. Ég bendi á að það eru mikilvæg- ustu verkefni íslensks sjávarútvegs að byggja upp þorskstofninn og greiða niður skuldir sínar og skapa svigrúm til að afla nýrra markaða og koma af stað nýjungum í at- vinnulífinu. Það gerist ekki með skattpíningu," segir Halldór. Sigrún Magnúsdóttir sagði að mál Helga væri ekki einsdæmi inn- an R-listans og umræða á þessum nótum hefði verið þar í gangi eftir úrsögn Ólínu Þorvarðardóttur, stjómarmanns í SVR, úr Alþýðuflokknum og Gerðar Steinþórsdóttur, sem sæti á í jafnréttis- nefnd, úr Framsóknar- flokknum. „Helgi er varaborgarfulltrúi Reykjavíkurlist- ans en hann er formaður í ferða- málanefnd og situr í menninga- málanefnd borgarinnar út á kvóta Framsóknarflokksins. Það er kannski svolítið sérkennilegt að menn hafí geð í sér til að sitja í slíkum valdastólum fyrir hönd flokks sem þeir hafa sagt skilið við. Þannig að mér fínnst siðferði- lega ekki rétt að hann sitji en ég er sannfærð um að Helgi starfar vel fyrir Reykjavíkurlistann þótt hann sé hættur í framsókn,“ sagði Sigrún. Hún nefndi fyrrgreind mál Ólínu og Gerðar og sagðist telja að þar ætti það sama við og um Helga. „í þessum málum vil ég höfða til réttlætiskenndar hvers og eins. Ef menn telja útilokað að starfa lengur með flokki sem þeir hafa starfað með í mörg ár sem góðir liðsmenn geta þeir þá rétt- lætt það fyrir sjálfum sér að starfa áfram í nafni þeirra í trúnaðar- störfum hvort sem er innan R-list- ans eða annars staðar?“ sagði Sig- rún Magnúsdóttir. Hún kvaðst ekki eiga von á að þess yrði formlega óskað að Helgi segði af sér. „Ég var á framboðslista R-list- ans og var kjörinn sem slíkur og ég veit ekki til að R-listanum hafí borist erindi frá Fram- sóknarflokknum um að ég víki,“ sagði Helgi Pétursson. „Ég hef ekki breytt um afstöðu til R-listans. Ég er dyggur stuðningsmaður R-listans og ekki genginn til liðs við andstæðinga hans. Mér finnst það vera megin- atriði.“ Aðspurður hvort ekki væri eðli- legt að hann viki þar sem hann hefði verið tilnefndur til setu á R-listanum eftir forval innan Framsóknar sagði Helgi: „Miðað við þá sameiningarumræðu og það samstarf sem við buðum R-listann fram í tel ég ekki að svo sé.“ Kjörinn á vegum Fram- sóknar Mál Helga er ekkl einsdæmi . i j

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.