Morgunblaðið - 10.11.1994, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 10.11.1994, Qupperneq 24
MORGUNBLAÐIÐ 24 FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1994 LISTIR Tungumálið sem allir skilja Hljómsveitarstjórinn og fíðluleikarínn Guillermo Figueroa frá Puerto Rico verður gestastjóm- •——— ---------------i----■»---- andi á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Islands í kvöld og mun jafnframt leggja Tríói Reylgavík- ur lið á tónleikum á sunnudagskvöld. HUÓMSVEITARSTJÓRINN og fíðluleikarinn Guillermo Figueroa verður gesta- stjórnandi á tónleikum Sinfóníu- hljómsveitar íslands í kvöld. Hann er fæddur og uppalinn í Puerto Rico en lagði stund á tónlistamám í New York. Figueroa hefur um árabil verið einn af konsertmeisturum hinnar frægu kammersveitar Orpheus, sem leikið hefur inn á fjölda hljómdiska auk þess að ferðast víða um heim. Hann er einnig konsertmeistari í New York City Ballet og aðalgesta- stjómandi Sinfóníuhljómsveitar Pu- erto Rico. „Það er mikill heiður að vera boð- ið að stjóma Sinfóníuhljómsveit ís- lands," segir Figueroa. „Hljómsveitin er frábær og var einstaklega fljót upp á lagið strax á fyrstu æfingu. Hún er greinilega mjög vel þjálfuð." Hann segir að samstarf hljómsveitar- stjóra og hljómsveitar byggi á gagn- kvæmri virðingu og í þessu tilfelli óttast hann ekki að henni verði ábótavant. „Hljómsveitarstjórnun gengur út á að finna túlkunum fjölda listamanna sameiginlegan farveg. Strangt tij. tekið þarfnast hljómsveit eins og Sinfóníuhljómsveit íslands ekki stjómanda; hún kann sitt fag og þekícir tónlistina sem hún leikur. Hlutverk stjórnandans er því ekki að leika einhvem liðsforingja heldur að' fá hljómsveitina til að flytja tón- listina á þann hátt sem honum líkar best.“ Figueroa á von á skemmtileg- um tónleikum á fimmtudagskvöldið enda þykir honum efnisskráin afar athyglisverð. Sígildum tónskáldum á borð við Boccherini, Mozart og Mend- elssohn verður skipað í öndvegi. Figueroa hefur annast hljóm- sveitarstjómun um sjö ára skeið en hefur verið áhuga- maður um sinfóníuhljómsveitir frá blautu bamsbeini og leikið í mörgum slíkum. Tækifæri lífs hans kom eins og þruma úr heiðskím lofti þegar hann var beðinn um að hlaupa í skarðið fyrir annan á tónleikum í New York, þar sem hann er búsett- ur. Puerto Rico-maðurinn greip tæki- færið með tilþrifum og frá þeirri stundu var framtíð hans sem hljóm- sveitarstjóra ráðin. „Ég hef mikla Morgunblaðið/Kristinn GUILLERMO Figueroa, hljómsveitarstjóra frá Puerto Rico, þykir það mikill heiður að fá að stjórna Sinfóníuhljómsveit íslands á tónleikum í kvöld. reynslu af því að vinna náið með öðrum eftir langa veru í Orpheus," segir Figueroa sem er einn stofnfé- laga kammersveitarinnar. „Þessi reynsla hefur komið í góðar þarfir við hljómsveitarstjómunina en að mínu mati þarf hljómsveitarstjóri að geta unnið náið með tónlistarmönn- unum. Hann á að aðstoða þá en ekki að þvælast fyrir þeim. Þetta skilja sumir hljómsveitarstjórar ekki og fyrir vikið leggja tónlistarmenn fæð á þá. Ég vona að ég sé ekki einn af þeim.“ Figueroa hefur komið tvívegis hingað til lands áður; árin 1974 og 1975. í fyrra skiptið lék hann meðal annars með Sinfóníuhljómsveit ís- lands á 1100 ára afmæli íslands- byggðar á Þingvöllum. „Ég hef aldr- ei upplifað neitt í líkingu við þann viðburð; hann var stórkostlegur." Þá stofnaði hann ásamt Guðnýju Guð- mundsdóttur, konsertmeistara, og Halldóri Haraldssyni, píanóleikara, kammermúsikhópinn ISAMER sem gerði víðreist um ísland. Síðar var Figueroa einn af félögum í öðrum kammermúsikhóp, Reykjavík En- semble, sem efndi til tónleika bæði innanlands og utan. Þótt Figueroa hafi ekki snúið aftur til íslands fyrr en nú hefur hann alltaf haldið góðu sambandi við Guðnýju Guðmundsdóttur. Það er honum því sönn ánægja að nýta tækifærið og grípa í fiðluna með Tríói Reykjavíkur - sem Guðný skip- ar ásamt þeim Gunnari Kvaran selló- leikara og Halldóri Haraldssyni píanóleikara - á tónleikum í Hafn- arborg sunnudaginn 13. nóvember kl. 20. „Það er skemmtilegt að fá tækifæri til að spila með tríóinu enda frábærir listamenn innanborðs," seg- ir Figueroa sem vekur sérstaka at- hygli á konsert í d-moll fyrir tvær fíðlur og strengjasveit eftir Johann Sebastian Bach. Að auki verða á efnisskránni íslensk þjóðlög í útsetn- ingu Jóns Ásgeirssonar, píanóquint- ett eftir R. Schuman, að ógleymdum dönsum frá Puerto Rico eftir Jesus Figueroa, afa Guillermos. Figueroa er mjög þakklátur fyr- ir að fá tækifæri ti! að koma á ný til íslands. „Ég er ættað- ur frá eyju sem er ákaflega ólík Is- landi; þar ræður hitinn ríkjum og fólkið er gjörólíkt í útliti. Fyrir mann frá Puerto Rico eru það jafn mikil viðbrigði að koma til íslands og Mars. Engu að síður líður mér afar vel héma. Fólkið er vinalegt og þetta er í raun einstakt tækifæri til að bera saman tvo ólíka menningar- heima.“ Metnaður Figueroas stendur til að endurgjalda íslendingum greiðan. Hann er þegar farinn að leggja drög að því að bjóða íslenskum tónlistar- mönnum til Puerto Rico og vonar að draumurinn geti orðið að veruleika í nánustu framtíð. „Tónlist er tungu- mál sem sameinar fólk og allir skilja óháð því hvaðan þeir eru og hvaða kynþætti þeir tilheyra." Tærleiki, einfaldleiki, hversdagsleiki BOKMENNTIR Ljöðabók DÖGUN eftir Þórarin Torfason. Andblær, 1994. LJÓÐIN í fyrstu ljóðabók Þórar- ins Torfasonar, Dögun, eru tær og einföld. Án útúrdúra og uppfylling- arefna. TIL ÞÍN Mæti'þér á göngu um draumalöndin Þú tekur ekki eftir mér (s. 50) Þetta er fallegur tónn og treginn felur sig á bakvið hverdagsleg orð og myndir sem eru dregnar í fáum dráttum. SANDUR Handan flarðarins gulur sandur Minnir á eyðimörkina sem ég gekk um fyrir löngu Áður en ég kom hingað (s. 16) Bókinni er skipt niður í fimm hluta. í fyrstu hlutum bókarinnar eru mörg ljóð sem staðsett eru i þorpi, þar eru náttúrumyndir áberandi, sjórinn alls staðar og myrkrið sem rammar upphaf og enda bókarinnar: Þegar dagurínn þrammar þungstígur milli slökkvara og tendrar Ijós sín þá skríður myrkrið inn í andlit okkar Bíður (DÖGUN s. 5) Þegar myrkrið skín á sjáöldur mín Iyppast hendurnar niður Máttlausar (KVÖLD s. 65) í seinni hlutum verksins verða persónulegri ljóð fyrirferðarmeiri. Og einsog sjórinn eru minningamar útum allt, það er varla lifað fyrr en það er orðið að minningu. Ég hugsaði svo sveitalega hugsun við lesturinn að ég verð að segja frá því þó ég ætti að skammast mín: „Hvað er ungur maðurinn að gera við allar minningarnar?" hugsaði ég einsog öldungur. Það er eitthvað sannarlega meira en lítið farið þó höfundurinn sé ekkert beinlínis að ljóstra upp eða koma með ábendingar og færa lesanda sínum grautinn sinn skeið fyrir skeið, eina fyrir þig og eina fyrir mig. Ljóðin líða áfram einsog slætsmyndir með fáum rákum á hæggengum augnablikshraða. Og opnast þau manni einsog gustur sem fer strax frá. Hér er eitt mjög fallegt ljóð sem er bæði gamaldags og nýtt: VIÐ ÁNA Konurnar við ána líta til himins Sjá fuglahópinn fylgja ánni sem væri hún vegur Þær breiða út vængi sína Halda í humátt (s. 35) Vegna tærleikans, einfaldleikans og hversdagsleikans er höfundurinn að vinna með mjög brothætt efni. Stundum kaupir maður það ekki því það segir manni ekkert nýtt en oftar en ekki er eitthvað í þessum Ijóðum sem hreyfir við manni. T.d. er hér ljóð sem heitir HARPA alveg á jaðrinum að hrynja (einsog spilaborg) en hrynur samt ekki, og ég veit ekki afhveiju, veit ekki hvað gerir þetta ljóð svo sérstakt sem það er. Nema það sé vegna þess að hér fer skáldskapur: Strengimir hljóðnaðir Enginn kann að láta þá hljóma fagurlega Einsog fyrrum (s. 28) Ég hefði aðeins fækkað ljóðunum, þau eru um fimmtíu og þó þau séu stutt hefði höfundurinn ekkert þurft að óttast það að færri bæru ekki uppi þessa bók. Kristín Ómarsdóttir Morgunblaðið/Theodór. LEIKARAR að tjaldabaki að lokinni vel heppnaðri frumsýningu. Gísl í Bæjarsveit Borgarncsi. Morgunblaðið. LEIKDEILD Ungmennafélags- ins íslendings frumsýndi leik- ritið Gísl, eftir írska rithöfund- inn Brendan Behan I félags- heimilinu Brún í Bæjarsveit sl. föstudagskvöld. Leikstjóri er Valgeir Skagfjörð. Frumsýnt var fyrir fullu húsi og hlutu leikararnir allir lof áhorfenda en þó alveg sérstak- lega Rósa Marinósdóttir í hlut- verki ungfrú Gilchrist. Alls taka um 30 manns þátt í þess- ari uppfærslu hjá leikdeildinni. Aðspurður um þátt leikstjór- ans sagði Valgeir Skagfjörð: „Ég gerði mjög miklar breyt- ingar á verkinu og stytti það. Mér finnst að höfundurinn hafi skrifað verkið meðal annars til að minna íra á eigin sögu og þann sagnfræðilega fróðleik hef ég tekið í burtu. í staðinn reyni ég að halda athyglinni við söguna sjálfa, þ.e.a.s. hvað verður um gíslinn sem verður ástfanginn af stúlkunni í hús- inu. Þá reyndi ég einnig að laga verkið að leikhópnum og fé- lagsheimilinu." Aðspurður um hvernig hefði verið að vinna að uppfærslu í dreifbýlinu svar- aði Valgeir: „Það var alveg yndislegt að vinna með þessu fólki.“ Segja má að leikið sé um nær allt félagsheimilið í Brún og var mjög áhrifaríkt í einu atriðinu er leikararnir komu stormandi, syngjandi fullum hálsi, nánast inn á milli áhorfenda. Næstu sýningar á leikritinu eru 10. og 12. nóvember í fé- lagsheimilinu Brún í Bæjar- sveit.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.